Morgunblaðið - 07.11.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 07.11.1999, Síða 6
6 B SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ NÚ ER liðinn sá tími þegar annríkið er sem mest við ferða- þjónustuna og ungu hjónin á Snorrastöðum geta gefið sér tíma til að sinna sínu sam- eiginlega áhugamáli fyrir utan bú- skapinn og heimilið - þau eru bæði að læra að syngja í Borgamesi og segja að það gefi lífí þeirra mikla fyllingu en hlæja hátt þegar ég spyr hvort þau ætli sér að leggja fyrir sig sönglist fyrir alvöru. „Ætli við höld- um okkur ekki við búskapinn," svarar Kristján meðan Brandís hellir kaffi í bolla fyrir mig. Eg er stödd í eldhúsinu hjá þeim og við borðið situr auk mín og Kristjáns ungur sonur hjónanna og mótar í leir af miklum áhuga alls kyns dýr. Hann ætti ekki að skorta fyrir- myndimar, á Snorrastöðum eru alls um fimmtíu hross, tuttugu og fimm kýr og hundrað og fjömtíu kindur. „Stundum fáum við senda hesta í hagagöngu og höfum afnot af þeim fyrir hestaleiguna í staðinn á sumr- in, það kemur sér vel hvað snertir ferðaþjónustuna," segir Brandís. Þau reka hestaleigu í sambandi við ferðaþjónustuna og er hún að þeirra sögn mjög vinsæl. Það var vorið 1992 sem þau Bran- dís og Kristján Agúst hófu að sinna ferðaþjónustu. Þau vom þá nýlega farin að búa saman. Kunningsskap- ur þeirra á sér þó lengri rætur, þau vom saman í bamaskóla 12 ára gömul, þá fluttist Kristján vestur á Snæfellsnes með fjölskyldu sinni úr Borgamesi þar sem foreldrar hans bjuggu áður, en Brandís er fædd og uppalin á Snorrastöðum. „Kynni okkar urðu nánari þegar við vomm fimmtán ára gömul,“ segir Brandís, sem stundaði nám við Fjölbrautar- skólann á Akranesi en Kristján er menntaður búfræðingur frá Hvann- eyri; hann var búinn að ákveða að verða bóndi strax um fermingu. „Við komum smám saman inn í bú- skapinn hér og eigum nú helming í búinu á móti tengdaforeldrum mín- um,“ segir Kristján Agúst. Ætt Brandísar hefur setið Snorrastaði frá 1883. Jón Guðmundsson og Sól- veig Magnúsdóttir hétu langafi og langamma hennar og þau komu að Snorrastöðum frá Mýrdal í sömu sveit. Kristján segir að Snorrastaðir sé góð jörð þótt talsvert af landi hennar sé þakið hrauni. „Hún er grasgefin þar sem á annað borð vex gras,“ segir Kristján. Keypti fjóra sumarbústaði Haukur faðir Brandísar tók sér ferð á hendur til Noregs árið 1992 ásamt kunningja sínum sem er smiður. „Vegna fyrirhugaðrar ferðaþjónustu ætluðu þeir að kaupa tvo sumarbústaði, sem framleiddir eru í Noregi en settir voru upp hér. Þegar út kom leist Hauki svo vel á bústaðina að hann ákvað að kaupa fjóra slíka. „Við vorum hin róleg- ustu yfir þessu, gerðum okkur enga grein fyrir hvað við værum að fara út í,“ segir Kristján. Nýtingin á bú- stöðunum hefur að sögn Brandísar verið mjög góð yfir sumartímann en heldur er dauft yfir þeirri starfsemi yfir vetrartímann, svo nú gefst næði til að gera ýmislegt sem í láginni liggur í annríki sumarsins. „Það voru óvenjulega margir hér í sumar sem leigðu bústaðina til lengri tíma og flestir voru þeir Islendingar," segir Brandís. En hvað skyldi fólk vera að sækja á þessar slóðir? „Þú getur ekið út um allar sveitir héðan, í Borgarfjörðinn, inn í Dali, út á Nesið og fleira. Fjörumar heilla marga og Eldborgin á sér trygga aðdáendur," segir Kristján. Hesta- leigan er líka vinsæl eins og fyrr sagði og hægt er að komast í veiði í nágrenninu. „Það er auðfundið að við erum komin nær Reykjavík eftir að Hvalfjarðargöngin komu,“ segir Kristján. „Umferðin er að breytast mikið út á Nesið, hún er orðin æði mikil, einkum um helgar.“ En skyldu þau hjón lifa af ferðaþjónust- unni einvörðungu? Þau hlæja bæði og hrista höfuðið. „Við myndum ekki lifa lengi ef við hefðum ekki búskapinn til að styðja okkur við,“ segir Brandís. Mjólkin er drýgsta tekjulindin. „Við tókum við góðu kúabúi og skuldlitlu, annars hefði þetta aldrei verið hægt,“ segir Kri- stján. Þau hafa líka fjárfest talsvert, Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugsdóttir Brandís Hauksdóttir og Kristján Ágúst Magnússon með börn sín, Magnús og Ingibjörgu Jóhönnu. Samvinnan er það sem gildir! A Snæfellsnesi er bær einn sem Snorrastaðir heitir. Hans er fyrst getið á sögu- öld en er þó ekki landnáms- jörð. Snorrastaðir eru 1.600 hektarar að stærð og þar er nú rekin ferðaþjónusta auk þess sem þar er hefð- ✓ bundinn búskapur. A Snorrastöðum búa félagsbúi Haukur Sveinbjörnsson og Ingibjörg Jónsdóttir, Brandís Hauksdótt- / ir og Kristján Agúst Magnússon. Guðrún Guðlaugsdóttir heimsótti þau Brandísi og Kristján og forvitnaðist um hvernig lífið og tilveran gengi fyrir sig hjá ungu fólki á landsbyggðinni sem stundaði bæði bú- skap og ferðaþjónustu. byggðu t.d. stórt hús sem í er salur sem mikið er notaður til samkomu- halds, svo sem fyrir ættarmót og fyrir stærri hópa. „Það voru haldin fimm ættarmót í sumar og svo var haldið hér hagyrðingamót í vor. Þetta gengur ágætlega, okkur vant- ar bara heitt vatn. Það er svo sem nóg af því í sveitinni, það var borað eftir því í sumar. Málið er í gerjun og menn bíða eftir niðurstöðu. Allir vilja fá heitt vatn, það er lífsspurs- mál t.d. fyrir okkur sem rekum ferðaþjónustu," segir Kristján. Ferðamönnum fjölgar „Okkur vantar m.a. heita potta, það gæti lengt leigutímann. Fólk hringir og spyr hvort við séum með heita potta. Nei - svo er ekki, sumir láta það ekki á sig fá en aðrir vilja hugsa málið. Sundlaug er í Borgar- nesi og í Laugagerðisskóla, en sú sundlaug er ekki alltaf opin, allra síst á vetuma þegar skólinn er að störfum. „Við bíðum eftir að hreppsnefndin taki til óspilltra mál- anna og útvegi heitt vatn, hún var m.a. kosin til þess,“ segir Kristján. Þeim hjónum kemur saman um að störfin við ferðaþjónustuna og bú- skapinn jafnist út þannig að hún sé álíka mikil við hvort tveggja. „Það er frekar hægt að skipuleggja sinn tíma í búskapnum. Við reynum auð- vitað líka að skipuleggja störf okkar í ferðaþjónustunni. Við skiptum með okkur verkum, ég sé til dæmis um heyskapinn og bústörfin," segir Kristján. Brandís sér mikið um hestaleiguna en Haukur faðir henn- ar er gjaman leiðsögumaður ferða- manna sem bregða sér á hestbak sér til upplyftingar. „Við höfum líka verið heppin með sumarböm, þau vom fimm í sumar, þessir krakkar hjálpa mikið til,“ segir Kristján. Krakkamir em raunar allt upp í sautján ára gömul. Móðir Brandísar sér um heimilis- störfin ásamt unglingsstúlku. Ferðafólkið kemur oftast með rúm- föt. „Það þarf að biðja sérstaklega um uppbúin rúm, en það er nóg að þvo samt, svo sem handklæði og þess háttar. Það þarf líka að þrífa en það verð ég að segja að ferða- fólkið gengur mjög vel um sumar- bústaðina, það em meiri þrif í stóra húsinu,“ segir Brandís. Þau em sammála um að ferðaþjónustustörf henti ekki öllum. „Fólk þarf að vera gætt töluverðri þjónustulund. Eg myndi ekki ráðleggja fólki sem get- ur lifað af búskap sínum að fara að bæta við sig ferðaþjónustu, þetta er svo mikil vinna,“ segir Kristján. Hann kveður þessa vinnu líka oft lenda illilega saman við bústörfin. „Hvort tveggja em störf sem þarf að sinna hundrað prósent," segir Brandís. „Það er ekki fyrir ung hjón með lítil böm að standa í ferðaþjón- ustustörfum. Oft hefur endirinn orðið sá að fólk dregur sig út úr bú- skapnum, ef gera á hlutina vel verð- ur að velja,“ segir Kristján. I máli þeirra hjóna kemur fram að ferða- mannastraumur er að stóraukast á Snæfellsnesi, ekki síst vegna þess hve vegimir hafa batnað og þjón- usta aukist. „Ferðaþjónustubæimir em þó ekki of margir, sem er ágætt, þeir kæfa þá ekki hver annan,“ seg- ir Kristján. Hótel Eldborg var starfandi í sumar rétt við hlið Snorrastaða. „Það er að þjóna allt öðmm hóp en við og fólk þar lét vel af sér,“ segir Brandís. Ekki vandræði vegna drykkjuskapar Þegar talið berst að sagnfræði svæðisins verður fremur fátt um svör. „Pabbi veit allt um þetta, hann er fullur af sögum og kann svör við mörgu líka hvað snertir jarðfræði og náttúmfræði," segir Brandís, það er augljóst að sá hluti starfsem- innar er ekki á þeirra könnu. Hins vegar er enskukunnáttan ekki sterkasta hlið Hauks, þar aftur em þau ágætlega sett Brandís og Krist- ján. „Það er samvinnan sem gildir," segir Kristján. Þau em sammála um að eldra fólkið hafi haft allt önn- ur kynni af umhverfi sínu heldur en þau. „Þá var allt annar ferðamáti, farið mikið gangandi eða á hesti og þá var nauðsynlegt að vera vel heima í örnefnum og slíku svo hægt væri að rata, núna skiptir það allt miklu minna máli,“ segir Brandís. Eg spyr hvað sé erfiðast í sam- bandi við ferðaþjónustuna? „Verst er þegar maður tvíbókar," segir Kristján. „Eg hef lent í því þrisvar þannig að alvarlega horfði. Fólkið kemur og við höfum ekki pláss. Þetta bjargaðist með því að fá gist- ingu fyrir þessa gesti í nágrenninu. Þetta kemur sem betur fer sjaldan fyrir og stafar auðvitað af mistök- um, stundum kemur fólk heldur ekki þótt það hafi pantað með löng- um fyrirvara. Utlendingar koma líka stundum án þess að hafa gert boð á undan sér.“ Vandræði vegna drykkjuskapar gesta eru óveruleg að sögn þeirra hjóna. „Við höfum þó oft leigt skólafólki salinn fyrir skemmtanir. Krakkarnir spyrja hvort þau þurfi ekki ábyrgðarmann. „Eruð þið ekki orðin 18 ára?“ segi ég. „Þá þurfið þið ekki ábyrgðar- mann.“ Þau eru oft undrandi á þessu - en hvers vegna ættu þau að þurfa ábyrgðarmann frekar en við. Umgengnin er yfirleitt góð,“ segir Kristján. „Ef fólk kemur að hús- næði hreinu þá skilar það því hreinu aftur,“ sagði Brandís. Beljurnar eru drýgri í sumar fóru þau Barndís og Kri- stján í sumarbústað á Laugarvatn. „Eg neita því ekki að ég virti allt mjög vel fyrir mér,“ segir Brandís. „Það var meira að segja svo slæmt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.