Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 B 7 Ljósmynd Hjálmar R. Bárðarson í bókinni Landið þitt ísland. Eldborg. Snorrastaðir og umhverfi HAUKUR Sveinbjörnsson er annar bænda á Snorrastöðum og hefur hann búið þar alla sína ævi. Hann er því vel kunnugur öllu umhverfí þar. Hann er van- ur að segja ferðamönnum ýmis- legt um Snorrastaði og sveitina þar í kring. „Snorrastaðir eru ekki landnámsjörð og þeirra er fyrst getið í sögum um siða- skiptin," sagði Haukur í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. „Þá bjó þar maður er Brandur hét. Hann vann að garðhleðslu kringum túnið þegar hann sá að menn komu að bænum til að veita honum aðför. Hann hafði snarar hendur og hafði fata- skipti við vinnumann sinn, sem líklega hefur verið eitthvað þroskaheftur, sjálfur hélt hann áfram að hlaða túngarðinn og líkti eftir vinnumanninum í háttum, en sá hleypti á hesti burt frá bænum í fötum hús- bóndans. Mennirnir veittu vinnumanninum eftirför og náðu honum. Þegar þeir sáu hvers kyns var sneru þeir til baka, en þá var Brandur horf- inn. Eftir þetta gekk hann und- ir nafninu Moldar-Brandur. Snorrastaðir liggja í aust- uijaðri Eldborgarhrauns, um kílómetra frá sjó. En Land- námabók segir frá því þegar Eldborg varð til. Sel-Þórir nefndist maður sem nam land og reisti bæ sinn að Rauðamel hinum ytri. Þegar hann var orðinn örvasa og blindur gekk hann út eitt kveld og sá hvar maður reri inn Kaldárós á járn- nökkva, leggur skipi sínu og gengur heim að bæ þeim sem Hripi hét og borar niður staf sínum í stöðulhliðið. Þar kom upp jarðeldur um nóttina og þá rann Borgarhraun. Þá varð Eldborg til - og þar stóð bær- inn sem nú er Borgin. Þetta sagði Helgi Hjörvar heitinn að væri besta setning sem skráð hefur verið á íslenska tungu.“ Löngufjörur liggja fyrir landi Snorrastaða og eru sögufrægar. „Þeirra er fyrst getið þegar Þórður kakali flúði undan Kol- beini unga. En sjór féll í ála mill- um þeirra og barg Þórði í það skipti því torleiði var á landi,“ heldur Haukur áfram frásögn sinni um umhverfí Snorrastaða. „f nánd við Snorrastaði eru margir aðrir sögustaðir. Má þar nefna Gullborg sem er eldgígur í Hnappadal. Fyrir fáeinum ára- tugum fundust hellar þar í hrauninu sem eru merkilegir. Þá má nefna Rauðamelsölkeldu, sem er skráð vatnsmesta ölkelda í heimi. Gerðuberg er á leið að ölkeldunni, mjög reglulegt stuðlaberg. Kolbeinsstaðir eru kirkjustaður sóknarinnar og þar er varðveittur 14. aldar gripur samkvæmt aldursgreiningu, kaleikur smíðaður handa Kol- beinsstaðakirkju. Á þeim tíma héldu Sturlungar Kolbeinsstaði og Jón skráveifa sem drepinn var í Grundarbardaga í Eyjafirði var fluttur alla leið að Kolbeins- stöðum og grafínn þar. Á Kol- beinsstöðum bjuggu fyrir 1300 bræður tveir Narfasynir, Þórður og Þorlákur. Talið er að Þórður hafí átt mikla aðild að skráningu Sturlungu, ritað eitthvað og safnað til. Þorlákur átti son er Ketill hét og var fyrsti hirðsljór- inn yfír öllu íslandi samkvæmt Biskupasögum. Loks má geta Grettisbælis, móbergsstrýtu í suðaustur úr Fagraskógafjalli, en þar hafðist Gretth- Asmund- arson við í tvo eða þrjá vetur samkvæmt sögunni. Segja mætti frá miklu fleiru um þetta svæði en ég ætla aðeins að geta þess í viðbót að litadýrð haustsins er óvíða meiri en hér, þegar skóg- urinn fellir lauf og Eyjahrepps- fjöllin skarta sínu fegursta." að hún fór á hestaleigu til að sjá hvernig hluthnir gengju fyrir sig þar,“ segir Kristján og hlær. „Ég hef aldrei fyrr farið á hestaleigu, bara rekið hestaleigu sjálf, það var gaman að prófa hitt hlutverkið," segh- Brandís afsakandi. Ég spyr hvor ekki sé erfítt að fá hæfa hesta á slíkai' leigur. „Jú, stundum en það er alveg ótrúlegt samt hvað hestarnir láta hafa sig út í,“ segir hún. Ekki kveður hún algengt að hestarnir kasti fólki af sér, „en það rúllar stundum af, það er misjafnlega vant hestum. Það getur komið fyrir aila að detta af baki, en það hefur aldrei neinn meitt sig,“ segir hún. Brandís er alvön hestum frá bai’næsku og viðurkennh með semingi að henni líki betur við hestana en kýrnar. „Ekki myndi ég þó velja hestana ef ég ætti að lifa af þeim, þá er beljum- ar drýgri," segh' hún og hlær. Félagslífið á Snæfellsnesi er að sögn þeirra Brandísar og Kristjáns hið fjörugasta. „Við tökum senni- lega of mikinn þátt í félagslífi ef eitthvað er,“ segir Ki-istján. Þau eru í kirkjukórnum og það leiddi til þess að þau hófu bæði söngnám í Borg- arnesi í fyrra og halda því áfram í vetur. „Súzsanna Budai heitir stjórnandi kirkjukórsins, hún er ungversk og frábær stjómandi. Við emm langyngst í khkjukórnum sem er sameiginlegur fyrh Kol- beinsstaðahrepp og Eyja- og Mikla- holtshrepp. Við æfum saman öll og á jólunum er sungið a.m.k. við tvær eða þrjár athafnir." Ekki vilja þau viðurkenna að þau syngi saman arí- ur við uppvaskið - en kannski stundum þjóðlög. „Nú sé ég mest efth því að hafa ekki viljað fara í tónmenntakennslu þegar ég var yngi-i, þá væri ég færari í nótna- lestrinum," segir Kristján. Þau hafa stundað söngnám með öðrum hjón- um en nú eru þau bara tvö í tímum. Þegar söngnum og bústörfunum slepph er ýmislegt annað sem kall- ar að, Brandís er I saumaklúbb og Kristján æfír körfubolta og fótbolta einu sinni viku með öðram körlum á svæðinu. Einu sinni í viku hittast svo konur í sveitinni sem eiga ung böm. „Við hittumst heima hjá hver annarri, það eru engir leikskólar hér, þessum fundum er ætlað að bæta það upp,“ segir Brandís. Það er því greinilega nóg við að vera hjá þessum söngelsku ferðaþjónustu- hjónum sem lifa á mjólkurfram- leiðslu og hafa hestana sér mest til yndis og lífsfyllingar. „Við erum vel sátt við þetta líf,“ segh Kristján. „Annars væram við farin héðan fyr- h löngu.“ Litrík fjölskylduskemmtun í Elliðaárdal í dag Orkuveitan, í samvinnu við Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000, stendurfyrir kristalsdögum í Elliðaárdal á laugardag og sunnudag. MENNINGARBORG EVRÖPU ÁRIÐ 2000 Mundu ab leggja hönd á töfrakristalinn KIDE og hlusta - og skoöa á töfraskjánum hvab er ab gerast á sama tíma í hinum menningarborgunum. Kannski sendir KIDE mynd afþér til framandi staba. Sunnudagur 7. nóvember kl. 15-18 Á dagskrá veröur meöal annars: • Flugdrekasýning • Trúöur meö blöörusýningu • Uppblásin leiktceki - Candy Floss • LAND OG SYNIR veröa meö tónleika • Teiknisamkeppnin heldur áfram • Bein útsending á Cull 909 og Létt 96,7 • Slysavarnafélagiö Landsbjörg verður meb ailar græjur í dalnum - ef félagar verða ekki í útkalli • Spurningaleikur, Cóu-nammi o.m.fl. Dagskráin fer fram aö hluta í stóru upphituöu tjaldi. % NEOGEO^OC.KET $ /*■ C lœsileg í flugeldasýning klukkan 18! BREIÐABLIK Reykjavíkur AUK K345-53 aía.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.