Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER1999 MORGUNBLAÐIÐ ALGJOR HRYLUNGUR áratugnum hafði Hollywood hins vegar kveikt á perunni og Tod Browning gerði Dracula með Bela Lugosi og James Whale Franken- stein með Boris Karloff. Velgengni þessara mynda og þeirra sem á eftir komu - Múmían, Ösýnilegi maður- inn, Varúlfurinn - hratt af stað skriðu sem enn sér ekki fyrir end- ann á í bandarískri kvikmyndagerð. Flestar afurðirnar urðu smátt og smátt forritaðar af því sem á undan var komið. Ein athyglisverðasta undantekningin var framleiðsla Vals Newton á nokkrum ódýrum B- myndum á fyrri hluta fimmta ára- tugarins eins og Cat People, I Wal- ked With a Zombie, The Leopard Man og The Body Snatcher. Newton hafði áttað sig á því að óhugnaður vex eftir því sem meira er gefíð í skyn og minna afhjúpað að fullu. Hann beindi handritshöfund- um sínum og leikstjórum í þá átt að ýta frekar undir ímyndunarafl áhorfenda en ofbjóða þeim með sýnilegu ógeði. Vísindahrollvekjumar héldu inn- reið sína á sjötta áratugnum í Bandaríkjunum með gestum utanúr geimnum, ófreskjutn fæddum í til- raunastofum og af völdum kjam- orkugeislunar, vélmennum og svo framvegis sem vel má líta á sem tímanna tákn, bæði í pólitískri og praktískri merkingu. Japanir skár- ust í þann leik með skrímslamynd- um á borð við Godzilla en undir lok áratugarins var stefnan mörkuð af litlu fyrirtæki í Bretlandi, Hammer Films, sem sneri aftur til gotnesku hefðarinnar og vakti Frankenstein og Dracula til lífsins með stemmn- Fríða og dýrið. ingsríkum en nokkuð stirðum hroll- vekjum þar sem Peter Cushing og Christopher Lee réðu lengst af ríkj- um. Samsvarandi fyrirtæki í Banda- ríkjunum, American International, hóf á sjöunda áratugnum fram- leiðslu á ódýrum en stílhreinum hrollvekjum Rogers Corman sem margar voru byggðar á sögum Ed- gars Allans Poe og státuðu af þriðju hrollvekjustjömu þessara ára, Vincent Price, 1 aðalhlutverki. En ef einhver einn maður hefur haft úrslitaáhrif á þróun nútíma- hrollvekjunnar síðustu áratugina, bæði hvað varðar efnisval og frá- sagnaraðferðir, þá er það Alfred Hitchcock, meistari hnitmiðaðs, út- hugsaðs leiks að skilningarvitum áhorfenda. Þótt myndir hans séu ekki hreinræktaðar hrollvekjur heldur flestar sálfræðilegar spennu- myndir hafa margir hrollvekjuleik- stjórar reynt að læra eða líkja eftir snilli hans, allt of sjaldan hvað varð- ar lymskulega uppbyggingu óhugn- aðar en allt of oft bellibrögðum við skyndileg sjokkáhrif. Samtímamað- ur Hitchcocks, brellukallinn Willi- am Castle, var afkastamikill á þessu sviði og gekk jafnan eins langt og hann gat þegar meistarinn gekk eins skammt og hann gat - þ.e. að- eins nógu langt til að ná þeim áhrif- um sem hann sóttist eftir. Aðferðir Castles eru einmitt einkenni á allt of mörgum hrollvekjum síðustu ára og áratuga og trúlega eru hann og áhrif hans vanmetin. Bö, bö!, bö!!, bö!!! Þegar John Carpenter gerði Halloween fyrir tveimur áratugum flutti hann Hitchcock-tæknina en aðeins að hluta til Hitchcock-tilfinn- inguna, einkum úr Psycho, yfír í nýja markaðsvöru - unglingahroll- vekjuna sem enn yfirgnæfir aðrar tegundir innan greinarinnar. Ógnin í unglingahrollvekjum stafar yfir- leitt af snælduvitlausum fjölda- morðingjum sem spretta upp í frið- sömum bandarískum smábæjum eða úthverfum og elta ungt fólk, einkum ungar stúlkur, með hnífa á lofti og hakka þau í spað. Nú vill svo til að þessi ógn er raunveruleg; það vitum við af fréttum. Hún er ein- hvers konar öfugsnúningur á bandarískri velferð, samfélagi ein- staklingsfrelsis og tækifæra, martröðin um ameríska drauminn. Carpenter hélt sæmilega á þessum spilum í fyrstu myndinni um Hall- oween og enn betri og lunknari túlkun á viðfangsefninu var Mar- tröð í Álmstræti eftir annan af helstu hrollvekjuleikstjórum Bandaríkjanna seinni árin, Wes Craven. En þegar markaðurinn kallaði á meira þá fékk hann meira - meira af því sama; alls sjö myndir kenndar við Halloween, níu af Föstudeginum þrettánda, fimm af Martröð í Almstræti og slatta af Keðjusagarmorðum í Texas, svo eitthvað sé nefnt. Menn, sem hafa ekki hugvit eða aðstöðu til að gera eitthvað nýtt eða öðruvísi og gera því meira af því sama, hafa gripið til þess að hlaða meiru ofan á meira, bæta svartara ofaná svart: Blóðið verður að spýt- ast lengra, höfuðin verða að splundrast með kraftmeiri heila- slettum, skrímslin geta af sér ► „Það er ekkert að óttast - nema óttann sjálfan,“ sagði Franklin D. Roosevelt. En það er líka alveg nóg, bætir Arni Þór- arinsson við. Hrollvekjur hafa allt frá upp- hafí kvikmyndagerðar leikið sér að óttan- um við óttann - með afar misjöfnum árangri en miklum afköstum. Við aldarlok virðist hrollvekjan í uppsveiflu. Tveir af helstu vinsældasmellum síðustu mánaða eru þeirrar gerðar. En hvað ræður úrslit- um um hvort hrollvekja er hrollvekjandi? HREKKJAVAKA var síð- asta sunnudag, 31. októ- ber, „Halloween" á ensku og tengist varla lengur trúarlegum hefð- um heldur þeim banda- ríska sið að gera fólki bylt við með hrekkjum af ýmsu tagi. Samnefnd kvikmynd Johns Carpenter frá ár- inu 1978 getur talist móðir nútíma hrollvekjunnar, í það minnsta þeirr- ar tegundar sem mest áberandi hef- ur verið síðustu tvo áratugi, þ.e. unglingahrollvekjunnar. Næstkom- andi föstudag, 12. nóvember, verður frumsýndur hérlendis nýjasti hroll- vekjusmeliurinn - um leitina að nominni frá Biair, The Blair Witch Project, sem öllum að óvörum hefur farið eins og logi um akur í vestræn- um kvikmyndahús- um. Þar er fyrir á tjöldum Sjötta skilningarvitið, vönduð og vel ígrunduð dramatísk hrollvekja sem í sumar sló aðsókn- armet víða um lönd og hefur verið vin- sælasta myndin hérlendis undan- farnar vikur. Nýjasti smellurinn er svo The House on Haunted Hill sem var vinsælasta myndin í Bandaríkjunum um síðustu helgi - á hrekkjavöku. Óneitanlega er ánægjulegt þegar hugvitssemi og frumleiki halda inn- reið sína í kvikmyndagrein sem um langa hríð hefur mestanpart verið ofurseld forskriftum með stöðluðu blóðbaði og tæknibrelluviðbjóði. Sjötta skilningarvitið ofbýður aldrei skynsemi áhorfenda; þvert á móti reynir hún á hana. Öll atriði þessar- ar tveggja heima sýnar eru samin og sviðsett umhverfis endalok henn- ar - án þess áhorfandi átti sig á því fyrr en þau eru um garð gengin. Þetta er óvenju greindarleg, en dá- lítið húmorslaus, Hollywood-mynd, að mestu laus við æsilega ertingu formúluhrollvekja. The Blair Witch Project er hins vegar gerð utan Hollywood-kerfisins af nokkrum komungum kvikmyndagerðar- mönnum sem skröpuðu saman fjár- mögnun upp á örfáar milljónir króna og hafa fengið hundruð millj- óna til baka. Velgengni þessarar gerviheimildarmyndar helgast bæði af snjallri markaðssetningu sem einkum fór fram gegnum alnetið - og hér í Reykjavík hafa í sölutum- um og víðar hangið uppi veggspjöld sem gera skáldskap myndarinnár að raunveruleika - en, ef marka má erlendar umsagnir, ekki síður af þeirri afstöðu höfundanna að gefa óhugnað í skyn án þess að sýna hann fullum fetum, hvað þá velta sér upp úr honum. Frá upphafí til uppskrifta Óttinn við óttann er aðalsmerki velheppnaðra hrollvekja - óttinn við hið ósýnilega, hið óþekkta. Mjög margar, trúlega flestar, hrollvekjur sögunnar eru ekki velheppnaðar. Hrollvekja sem fetar sig skref fyrir skref eftir formúlu verður að and- hverfu sinni; hún kemur aldrei á óvart, hristir ekki upp í áhorfanda, gerir honum ekki bylt við - nema þá eins og krakki sem stekkur út úr skáp í hvítu laki og segir bö. Formúlur verða til gegnum drjúga hefð; það tekur langan tíma og margar myndir að efnisþættir og aðferðir verði að föstum liðum eins og venjulega. Franski brautryðj- andinn Georges Mélies brallaði strax í upphafi við hryllingsbrugg og árið 1908 kvikmyndaði Thomas Alva Edison gotnesku skáldsöguna Frankenstein eftir Mary Shelley. Með góðum vilja má halda því fram að sú saga og önnur slík, Dracula eftir Bram Stoker, hafi lagt hroll- vekjunni til helstu efniseindir sínar. Dracula snýst um ógnina að innan, öfl illsku og myrkurs og dýrslegrar kynhvatar sem búa í mannssálinni, þann klofning hins siðvædda manns og villimanns sem Robert Louis Stevenson túlkaði í sögunni um dr. Jekyll og hr. Hyde og margar hroll- vekjur hafa endurtekið síðan - allt til unglingahrollvekja síðustu ára. Frankenstein fjallar um ógnina að utan - afleiðingar í senn ófullkom- leika og fullkomnunarþrár manns- ins, löngunar hans til að verða guð, almáttugur skapari með vísindalegt vald yfir lífi og dauða og náttúru- legu umhverfi; ótal hrollvekjur, m.a. í anda vísindaskáldskapar, byggja á þessum grunni - myndir um mann- gerð skrímsli, eyðandi náttúru sem mannanna verk vekja af blundi, jafnvel innrásir utan úr geimnum. Hvergi lifa kristin tákn, andstæður hins góða og hins illa, fegurðar og ljótleika, betra lífi en í hrollvekju- hefðinni. Það voru ekki Bandaríkjamenn eða Bretar heldur Þjóðverjar sem renndu stoðum undir þessa hefð á fyrstu áratugum aldarinnar. Þýskir leikstjórar á borð við Wegener með Der Golem, sem daðraði við Frankenstein-minnið, og Mumau með Nosferatu, magnaða útgáfu á Dracula, skutu þar Hollywood ref fyrir rass, að ógleymdum Dananum Carl Dreyer með Vampyr. Á fjórða Heather Donahue komin á ystu nöf í The Blair Witch Project.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.