Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 B 19' að undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði ég verið þar út minn embættistíma. En því miður gat ég aðeins verið þarna til 1965. Eins og ég hef sagt áður var móðir mín orðin gömul kona. Heilsu hennar snarhrakaði og fóstursonur okkar var enn hjá henni. Þessi blessuðu prestslaun önnuðu ekki þeim kostn- aði, sem af því hlaust að vera með heimili á tveimur stöðum og sífellt þjótandi á milli, jafn- vel í snarvitlausu veðri. Ég var á litlum Skóda- bíl. A þessum árum líktust vegirnir helst klettabeltum, enda var það svo, að þegar ég fór á Skódanum milli Víkur og Reykjavíkur, þá brotnaði alltaf eitthvað í honum. Það var því af illri nauðsyn að ég flutti aftur í bæinn, enda gat móðir mín ekki flutt austur sökum heilsuleysis. Við höfðum að vísu reynt að hafa heimilið okkar eingöngu þar, fyrsta veturinn minn í Vík, og þá voru þau bæði hjá mér, hún og drengurinn. En það gekk ekki, hún varð að vera nær ákveðnum lækni, sem hafði með hennar mál að gera. - Fórstu þá aftur í kennslu? Það varð nú ekki nema að litlu leyti. Ég varð fyrst fulltrúi í stofnlánadeild Búnaðar- bankans í dálítinn tíma. Síðai’ varð ég fulltrúi í endurskoðun gömlu Loftleiða og loks fulltrúi í Ríkisendurskoðun. Það var síðasta starfið, sem ég gegndi áður en ég fór endanlega í prestskap. Nú, svo var það þannig, að þegar ég var hjá Loftleiðum, þá veiktist séra Þor- steinn Björnsson Fríkirkjuprestur í Reykja- vík. Safnaðarstjórnin bað mig þá að koma og þjóna í eitt ár, meðan hann væri í veikindafríi. Og það gerði ég. Þetta var árið 1973. Þetta var gríðarlega mikið starf, enda var söfnuðurinn þá stæm en hann er núna. Þegar fólk hefur þjóðkii-kjuna í sínu hverfí, þá er eins og það komi að sjálfu sér að börnin fari þar inn með félögurn sínum. Meðan ég þjónaði við Fríkirkjuna kynntist ég konu minni, Eddu Carlsdóttur, sem fædd er árið 1945. Hún vann þá í breska sendiráðinu við Laufásveg. Annars er hún leikari að mennt, frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins. Hún hefur í nokkur ár verið starfandi með heimihsfólkinu á Sólheimum í Grímsnesi. Við eigum einn son, Njál, sem fæddur er árið 1976. Hann er að ljúka námi í fjölbrautaskóla en starfar jafn- framt sem lögreglumaður í Keflavík. Aður starfaði hann í lögreglunni í Reykjavík og sem slökkviliðsmaður og við sjúkraflutninga hjá Slökkviliði Hafnarfjarðar. Þau Edda og Njáll tóku virkan þátt í barnastarfi í kirkjunum í Landeyjum og var það mér alveg ómetanlegt. Prestþjónusta á Njáluslóð - En hvenær var það, sem leið þín lá á þann sögufræga stað Bergþórshvol? Það var árið 1975. Þá var ég kosinn hér með ágætri kosningu einn í kjöri. Svona gerðist þetta stundum úti á landi, en þar vildi ég vera. Hér þjónaði ég svo þar til ég varð sjötugur ár- ið 1997. Hér var gamalt prestseturshús, en orðið ónýtt, þannig að við fluttum aldrei í það. Fyrst bjuggum við á Hólavangi 1 á Hellu. Síð- an fluttum við í kennarabústað, sem byggður var áfastur við félagsheimilið í Njálsbúð. Ég var þá kennari í bamaskólanum þar, eða gnmnskólanum, eins og sagt er nú orðið. En mér leist ekkert á hnignun skólakerfisins og hætti því kennslu. Það stóð á endum, að þá var búið að reisa lítið prestsetur hér á Bergþórs- hvoli og þangað fluttum við árið 1979. Hér á sléttunni var hvergi skjól og ekki alltaf logn. Við vildum reyna að bæta úr þessu með góðum trjágarði. Allir sögðu að slíkt hefði svo sem verið reynt, en væri bara alls ekki hægt, „svona nálægt sjónurn", eins og margir orðuðu það. En við töldum skjólleysið og þráláta aust- anáttina verra en sjávarseltuna. Mikill vöxtur trjánna síðustu árin styður þessa skoðun. Við leituðum til heiðurskonunn- ar Auðbjargar Guðlaugsdóttur í Ártúnum í Rangárvallahreppi. Hún hafði komið upp mikl- um og fögrum trjágarði og báðum við hana því að leiðbeina okkur í þessum efnum og þá alveg sérstaklega með tilliti til hinnar þrálátu aust- anáttar. Hún gerði það með miklum ágætum og fórum við í einu og öllu að ráðum hennar. Og eftir tæpa tvo áratugi voru litlu trén okkar farin að skarta sínu fegursta jafn hátt húsinu. Húsið var kalt og illa einangrað, og það hvein og söng í öllu þegar hvessti. En við höfðum frábært útsýni; fjalla- og jöklahringinn í norðri og sjálfar Vestmannaeyjar í suðri. Ein- ar Benediktsson skáld var eitt sinn sýslumað- ur hér í Rangárþingi. Hann kvað þetta um út- sýnið til Vestmannaeyja: „Sem safírar greyptir í silfurhring um suðurátt hálfa ná Eyjarnar kring.“ Nú er þetta útsýni horfið á sumrin, en í staðinn höfum við fagurt og skjólríkt skógar- rjóður. Ríkið reyndi tvisvar að þétta húsið en án árangurs. Hins vegar hefur trjágarðurinn gert það að verkum að nú er orðið hlýtt og notalegt í húsinu. Við fengum nýlega fallega viðurkenningu fyrir trjágarðinn; innrammað skjal með skrautrituðum texta og málverki af hluta garðsins. Það var Skógræktarfélag Rangæinga, sem veitti okkur þetta og hinn kunni listamaður Jóndi, Jón Kristinsson í Lambey, útbjó skjalið. En nú skal haldið héðan, því þegar ég varð sjötugur, lenti ég eins og aðrir í þessu fyrirbæri; ríkisvaldið vill ekki hafa slíka menn í starfi. Ég hef oft bent á að eftirlaunatíminn þurfi að vera sveigjanlegur. Sumir vilja gjaman hætta sjötug- ir, en aðm- era við það góða heilsu, að þeir bæði gætu og vildu halda áfram eitthvað lengur. Þama þyrfti náttúrulega að finna einhvem góð- an milliveg. En ríkisvaldið spilar þama inn í eins og fyrri daginn, þar sem þjóðkirkjan er. - Nú er Bergþórshvoll enginn venjulegur staður í hugum Islendinga; leitar Njála á hug- ann? Oneitanlega gerir hún það. Og hingað koma mjög margir vegna Njálssögu, bæði Islending- ar og útlendingar og eru margir þeirra síðar- nefndu ótrúlega fróðir um Njálu. Oft hefur þetta fólk leitað leiðsagnar hjá okkur hjónum og höfum við notið margra ánægjustunda í því sambandi. En hér þyrfti að gera mikið fyrir ferðamenn, eins og ég benti á í grein í Morg- unblaðinu 9. mars 1991. - Þú hefur þjónað sem prestur í þorpi, borg og sveit og nálægð þín við sóknarbörn væntan- lega nokkuð misjöfn eftir því, hvar þú þjónað- ir. Gildir sá mismunur í tráarlegum skilningi? Það getur verið allur gangur á því. En hitt er rétt að ég kynntist persónulega fæstu fólki, þar sem sóknarbömin vora flest. En hér í sveitinni, eins og í Víkinni og Mýrdalnum, hafði ég húsvitjanir og heilsaði upp á fólkið. Þar með komst náttúrulega á miklu nánara samband heldur en gerist og gengur í fjöl- mennu sóknunum í Reykjavík. - Hvað voru mörg sóknarbörn hér í presta- kallinu? Ætli það hafi ekki verið samtals liðlega þrjú- hundruð manns í báðum þeim sóknum, sem undir prestakallið heyrðu, Akureyjarsókn og Krosssókn. Svo þjónaði ég einnig í mjög fal- legu og yndislegu guðshúsi í Austur-Landeyj- um, þar sem er Voðmúlastaðakapella. Reyndar vora það einstaklingar, sem komu henni upp og hafa hlúð að henni að mikilli alúð. - En nú hefur Bersþórshvolsprestakall verið lagt niður? Já, fólki hefur fækkað hér eins og víðar. Sömu sögu er að segja úr Holtsprestakalli undir Eyjafjöllum. Það varð því þrautalend- ingin að sameina þessi tvö prestaköll. Prestur- inn á Holti þjónar nú báðum þessum gömlu prestaköllum. Snúið til kaþólsku - Þú gerðir gott betur en að afskrýðast hemp- unni, þegar þú fórst á eftirlaun, því í framhaldi af því gerðist þú kaþólskur, fyrstur íslenskra presta frá siðaskiptum. Hvað kom til? Grimm örlög héldu mér alltof lengi frá kaþ- ólskunni. Ég ákvað því að úr þessu skyldi ég bæta fyrir það heilaga ár 2000. Þetta gekk eftir. Allar mínar frístundir í Landeyjum og í allmörg ár um miðja öldina, meðan ég var enn í Reykjavík, notaði ég til að eignast og lesa mikið og gott safn um kaþólska guðfræði og kirkjusögu. Þessi tvö tímabil ævi minnar mót- uðust af miklu og víðtæku sjálfsnámi og við- ræðum við presta og biskupa. En eins og ég sagði í upphafi þessa samtals okkar, þá kynntist ég kaþólsku fólki þegar í bernsku. Allt var þetta úrvals fólk, sem mér líkaði mjög vel við. Síðar á lífsleiðinni kynntist ég ýmsum ágæt- um kaþólskum prestum. Upp úr 1950 kynntist ég t.d. séra Frans Ubaghs og séra Jósef Hack- ing og skiptumst við oft á heimsóknum. Þetta vora miklir heiðursmenn. Við Hacking höfðum sérstaklega mikið saman að sælda og leystum jafnvel mál í sameiningu. Hann fór oft að messa á Keflavíkurflugvelli. Ég var þá á fyrsta bílnum, sem ég eignaðist, nýjum Chevrolet, og ók honum oft suður á Völl og eins vestur á Stykkishólm, en hann þjónaði á báðum þessum stöðum. Á Stykkishólmi kynntist ég nunnun- um. Það voru þroskandi kynni. - En var það þér, lútherskum presti, ekki nokk- uð stórt skref að ganga í kaþólsku kirkjuna? Nei, nei. Ég bendi enn á þau kynni mín af kaþólikkum, sem ég hef þegar rakið. Nú, og svo eins og ég sagði; þegar ég var sjötugur taldi ríkið að þar með ætti mínu starfi að vera lokið. Þar með var það búið að lýsa því yfir að engin væri þörfin fyrir mig þeim megin. Það þýddi hins vegar ekki að ég hefði ekki þörf fyr- ir Guð og trána á hann. Ég leitaði þá til móður- kirkjunnar, þeirrar sem Kristur stofnaði. Það tókust t.d. ágæt kynni milli mín og Alfred Jol- son þáverandi biskups kaþólsku kirkjunnar á Islandi. Hann var mikill heimilisvinur hér og kom hingað oft og flutti hér allnokkrar messur. Og eins heimsóttum við hann. Hann var mikill úrvals maður og mikil eftirsjá í honum þegar hann lést. Bæði hann og ýmsir aðrir kaþólikk- ar, sem ég kynntist, ræktu trá sína í verki. Þeir vora sjálfum sér samkvæmir, predikuðu gjarn- an að menn skyldu reyna að gera öðram gott. Og þeir gáfu það yndislega fordæmi, að standa við það sjálfir. Þetta hreif mig. Jolson biskup var ágætur ræðumaður. Ég á þó nokkuð af ræðum hans, sem hann sendi mér. - Hvenær gerðist þú formlega kaþólskur? Það var skömmu eftir að ég varð sjötugur, nánar tiltekið 14. desember 1997. Þann dag gengum við öll, fjölskylda mín og ég í kaþólsku kirkjuna í messu hér á Bergþórshvoli. Sá dag- ur er minningardagur heilags Jóhannesar af Krossi, en hann var prestur og fræðari kirkj- unnar. Einnig er á þeim degi stórhátíð í Kar- melreglunni. - Hver er munur þessara tveggja kirkju- deilda; þeirra kaþólsku og hinnar lúthersku? Hann er auðvitað margvíslegur. Stundum era menn þannig stemmdir að þeir leggja áherslu á það sem er sameiginlegt. En svo má sjá það oftar í sögunni, að menn eru að kján- ast við það að leggja ofuráherslu á það, sem skilur að. Þá hafa þeir náttúralega miklað muninn mjög fyrir sér. En aðalmunurinn er auðvitað heilagt altarissakramenti. Sam- kvæmt kaþólskri trá er Kristur raunveralega viðstaddur altarissakramentið í mynd brauðs og víns. Aftur á móti segja þeir lúthersku að hann sé þarna viðstaddur á sérstakan andleg- an hátt. En hvað mitt tráarh'f varðar, þá hefur það fyrst og fremst mótast af því sem heilagt er og mikilli þörf fyrir að rækta þetta. Tilbeiðslan hefur hjá mér haldist í hendur við lifandi trá, reglubundið og traust bænalíf. Þó ekki væri annað en þetta, þá sýnir það vel, hversu sjálf heimskirkjan hefur alltaf átt miklu betur við mig. Og einmitt í þessum efnum hafa kynslóð- irnar oft fengið að sjá yfirburði kaþólsku kirkj- unnar. Hitt er svo annað mál að hviki kirkjan frá höfundi sínum, er spillingin komin. En svo áhugavert sem það getur verið að bera saman kirkjudeildir, þá skilar það tæpast árangri í blaðaviðtali. Þó vil ég geta þess, að hinn ákveðni og afdráttarlausi boðskapur núverandi páfa fellur mér afar vel í geð og harma ég það, ef kaþólskir kunna ekki að tileinka sér hann það vel, að þeir vinni eftir honum. Einnig vona ég að kaþólska kirkjan, - og þá ekki síst á ís- landi, láti ætíð hinn undurfagra gregoríanska messusöng skipa þann sess, sem honum ber. Þá hef ég oft undrast það metnaðarleysi hinnar ríkisreknu þjóðkirkju, að hafa ekki sjálfa kenninguna nógu klára og hreina. I stað þess að fara eftir leiðbeiningum séra Hall- gríms Péturssonar, er alls konar furðustefnum og tráaróram hrært saman við sjálfa kenning- una, eins og ég hef áður vikið að. - Kvaddir þú lúthersku kirkjuna með trega? Nei, það gerði ég ekki, og það er fjölmargt, sem veldur því. En þó svo að ég sé nú kaþólsk- ur, þá á ég enn fjölmarga vini innan þjóðkirkj- unnar. í mínum huga væri fráleitt, að breyta því, enda þótt ég hafi flutt mig um set í kirkju- málum. Telur þú að þjóðkirkjan, eða ættum við held- ur að segja ríkiskirkjan, eigi framtíð fyrir sér á íslandi? Ég reikna nú alveg með því. En hitt er annað mál að það hlýtur að verða meiri skiln- aður milli ríkis og kirkju, enda mælir eigin- lega allt með þvi. Ég hef alltaf verið ákaflega andvígur því að það sé verið með ríkisrekstur á kristinni trú. Það er ákaflega ólíkt því sem Kristur kenndi og því, hvernig hann starfaði, eins og ritningin greinir frá. Mér er ekki nokkur leið að sjá Krist fyrir mér, sem ríkis- rekinn tráarleiðtoga. Og þessi ríkisrekstur býður líka upp á svo mikið óréttlæti. Ef ríkis- valdið tekur að sér að vernda eina tiltekna kirkjudeild, ja, þá bara bitnar það á öllum hinum. Hér á landi starfa ýmsar kirkjudeild- ir og trúflokkar. Og mér finnst það alls ekki við hæfi að kirkjan sé nánast notuð til þess að gera upp á milli fólks. Þegar menn eru farnir að rífast um það, hvort hér á landi sé þjóðkirkja eða ríkiskirkja, þá eru þeir farnir út í heldur ómerkilegan hár- togunarleik. Auðvitað er hér þjóðkirkja í þeim ’ skilningi að flestir landsmenn era þar skráðir. Hitt er svo jafn rétt að hér er ríkiskirkja. Ein- hverjar minni háttar tilfærslur breyta þai- engu um, þar sem staðreyndin er sú að við höf- um ríkisrekna þjóðkirkju. Þetta mundu hinir ýmsu prelátar vafalaust viðurkenna ef ríkið hætti, svo sem í einn mánuð, að greiða þeim kaup. Þessi ríkisafskipti hafa aldrei hrifið mig. Jesús var aldrei á kaupi hjá ríkisvaldinu, enda tókst því ekki að drepa hugsjónir hans og starf niður. Þeir sem hafa sannan áhuga á kirkju og kristindómi líta á það sem skyldu sína að borga prestum kaup. En ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þjóðinni fyrir að hafa leyft ríkinu að greiða mér laun fyrir prestsstörfin. En það breytir ekki því að jöfnuður verður að ríkja milli kirkjudeilda og tráarhópa. I störfum mínum, bæði sem kennari og prestur lagði ég ofurá- herslu á það, að gera ekki upp á milli manna, heldur leitast við að koma eins fram gagnvart öllum. Það kom ekki fram áðan, en meðan ég vann hjá Loftleiðum, kenndi ég í nokkra vetur sögu við Menntaskólann í Reykjavík. Og mér þótti afar vænt um það, þegar ég fékk þau um- mæli frá nemendum mínum þar, að ég gerði aldrei upp á milli þeirra. Eins var það í prest- skapnum. Ég fann stundum inn á það að sumir ætluðust til þess, að ég væri einskonar hirð- prestur fyrir Iítinn hóp. En ég ansaði aldrei neinu í þá átt. Ég var prestur jafnt fyrir alla - þá, sem vildu þiggja mína þjónustu. Umbrot í trúmálum - Nú hafa mikil umbrot átt sér stað í trúarlífi þjóðarinnar á síðustu árum og má í því sam- bandi benda á s.k. „kvennaguðfræði". Hvernig líst þér á? Já, þetta er nú einfaldlega orðið þannig, að innan ríkisreknu þjóðkirkjunnar er farið að hræra allskonar stefnum og sjónarmiðum, jafnvel ókirkjulegum, svo mjög saman, að gamla góða fagnaðarerindið lendir inni í eins konar reykskýi. Mörgum finnst þetta vera svona. Og þar er komin ein ástæðan fyiár því að ég snérist til kaþólsku. Ég vil bara hafa þessa biblíulegu kaþólsku kristni, eins og hún er og hefur verið. En ég gef ekkert fyrir þenn- an máttlausa og jafnvel óskiljanlega hræri- graut, sem farið er að hampa mikið innan þjóð- kirkjunnar. Ég verð t.d. greinilega var við að einhver kynóraguðfræði og nornatal hefur ýtt mörgu sanntráuðu og einlægu fólki frá þjóðkirkjunni. Því er greinilega misboðið með alls konar kjánaskap, sem reynt er í örvæntingu að setja fram með guðfræðilegu ívafi. Það hefur aldrei hvarflað að mér, að Guð kynni að vera í ein- hverjum vandræðum með það, hvort hann sé karl eða kona. Þar, sem í öllu öðra, treysti ég honum algerlega. Og vitanlega bitnar það á kenningunni, þegar farið er að eyða tíma og fyrirhöfn í að særa tráarvitund fólks. Mér var á sínum tíma falið að boða allt annað og þýð- ingarmeira. Það kom heldur aldrei fyrir, að ég þyrfti að halda uppi einhverri kynfræðslu fyrir Guð. Og það er alveg fráleitt, að ég telji að senda þurfi Guð í kynskipti, svona rétt fyrir hið heilaga ái- 2000. - Nú hefur kaþólskan breiðst ört út á íslandi á síðari árum, auðvitað í og með vegna flutn- ings fólks frá kaþólskum löndum, s.s. Filipps- eyjum og Póllandi, en einnig hefur innfæddum íslendingum í kaþólsku kirkjunni fjölgað vera- lega. Heldurðu að þessi þróun eigi eftir að halda áfram? Það vill nú svo einkennilega til, að það hafa fleiri spurt mig um þetta. Ég tel mig því hafa alveg óyggjandi svar við þessari spurningu. En ég læt það bíða betri tíma. En mig langar til að slá botninn í þetta samtal okkar með litlu ljóði eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson, en með því kvaddi ég söfnuð minn í síðustu guðsþjónustu minni sem var í Krosskirkju 25. maí 1997: ,Áf flestu því hef ég fátt eitt gert, sem fólki hér þykir mest um vert, en ef til vill sáð í einhvern barm orði, sem mildar kvöl og harrn." Þetta er það, sem máli skiptir, hvað sem öll- um kirkjudeildum og -deilum líður, segir séra'- Páll Pálsson í lokin. Páll og konu hans tókst að koma upp miklum trjágarði að Bergþórshvoli til skjóls fyrir austanáttinni og ekki heldur þar eru kaþólsk tákn langt undan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.