Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Stjórn ÁTVR samþykkir breytingar á starfsemi fyrirtækisins Fjölbreyttara úrval og aukin áhersla á þjónustu Breytingar á vöruúrvali og aukin þjálfun starfsmanna er meðal þess sem framundan er hjá ÁTVR. Steingrímur Sigurgeirsson ræddi við þau Hildi Petersen stjórnarfor- mann og Höskuld Jónsson forstjóra um breytingar á starfsemi fyrirtækisins er nýlega voru samþykktar í stjórn þess. TÖLUVERÐAR breytingar eru framundan á starfsemi Áfengis- og tóbaksverslun- ar ríkisins en um miðjan síðasta mánuð samþykkti stjórn fyrirtækisins tillögur, sem miðast að því auka þjónustu við viðskipta- vini og efla þekkingu starfsfólks. Tvær nýjar verslanir ÁTVR verða opnaðar síðar í þessum mán- uði, á Fáskrúðsfirði og í Grindavík. Alls mun því ÁTVR reka 32 versl- anir í árslok, að sögn Höskuldar Jónssonar, og segir hann að óskað hafi verið eftir heimild fjármála- ráðuneytisins til að opna verslanir á fjórum stöðum til viðbótar á næsta ári, í Búðardal, á Hvammstanga, Djúpavogi og Hvolsvelli. Hildur Petersen segir að ATVR fari nú hraðar en verið hefur í opn- un nýrra útibúa og einnig séu þau opnuð á minni stöðum en áður. Áð- ur hafi verið miðað við 1.000 íbúa en nú sé viðmiðunin 500 íbúar. „Pað má segja að það sé spurning um ákveðin mannréttindi að fólk hafi aðgang að þessari vöru líkt og aðrir íbúar og þurfi ekki að leggja sig í hættu með ferðum yfir fjöll og firn- indi til að nálgast hana.“ Viðskiptavinir ÁTVR munu einnig verða varir við breytingar í desembermánuði en þá stendur til að kynna sérstaklega í verslunum Morgunblaðið/Golli Höskuldur Jónsson forstjóri og Hildur Petersen, stjórnarformaður ÁTVR. vöru, sem tengist jólum og áramót- um, jafnt vörur sem áður hafa fallið í sk. mánaðarflokk, s.s. jólabjór og Beaujolais Nouveau en einnig freyðivín og kampavín. Verður þessum vörum nú stillt upp í lík- ingu við það, sem almennt tíðkast með jólavöru í verslunum. Á næsta ári er stefnt að því að stokka upp reglur um innkaup og sölu áfengis. „Markmið þessara breytinga verður að tryggja meiri breidd í vöruúrvali,“ segir Höskuld- ur. Hann segir að til að tryggja að- gang að vínum frá helstu vínrækt- arsvæðum heims verði settar regl- ur er kveði á um að jafnan skuli vera í hillum aðalverslana rauðvín frá að minnsta kosti 24 tilgreindum héruðum eða löndum. Eru svæðin Médoc, Graves og Libournais í Bordeaux sérstaklega tilgreind, svo dæmi sé tekið, sem og Piemont og Toscana á Italíu, Napa og Sonoma í Kaliforníu auk bandarísku vínrækt- arsvæðanna Washington og Oregon. Þá verður til að mynda tryggt að þýsk Riesling-vín verði fáanleg. Skipting þessi nær til allra vöru- flokka og verður bjór til að mynda skipt í þrettán mismunandi flokka, m.a. með það að markmiði að tryggja framboð á yfirgerjuðum bjór frá Belgíu og hveitibjór frá Þýskalandi. „Við miðum við að þessar nýju reglur taki gildi 1. febrúar en und- irbúningur þeirra er nú á lokastigi. Það er ljóst að við munum ekki geta boðið upp á allar tegundir í kjarna áfram alls staðar og því má búast við meiri skiptingu milli verslana í framtíðinni. Á heildina litið mun úrvalið í kjarna aukast en einungis tvær verslanir, Heiðrún og Kringlan, vera með allar teg- undir í hillum. Tala sölutegunda hefur stöðugt verið að aukast en við höfum ekki húsnæði til að taka við þeim öllum. Þær tegundir sem bætast við með þessum breyting- um yrðu því viðbót í stóru verslun- unum en í öðrum má búast við að úrvalið dragist eitthvað saman frá því sem nú er. Það verður þó ekki breyting á reynslusölukerfinu og á móti munu verslunarstjórar fá að ráða allt að 10% af úrvalinu í hverri verslun." Sem stendur eru 558 tegundir í kjarna, um 150 í reynslusölu og 2.180 á sérpöntunarlista. Af þeim fást um 900 í sjálfsafgreiðslu í versluninni Heiðrúnu á Stuðlahálsi. Að sögn Höskuldar má búast við að tegundum í kjama fjölgi í um 600 með breytingunum. Einnig sé stöðug aukning í sérpöntunardeild- inni og velti hún nú á við meðal áfengisverslun, eða um 100 m.kr. á síðasta ári. „Salan er langmest í Reykjavík og ef menn á annað borð eru að leita að sérpöntunarvínum þá virðast þeir koma í verslunina í stað þess að panta.“ í athugun er að fjölga stöðum þar sem sérpöntunarvín verða fá- anleg og er horft til verslunarinnar í Kringlunni í því samhengi. „Vilji er hins vegar ekki allt sem þarf,“ segir Höskuldur og tekur fram að ýmis tæknileg atriði tefji fram- kvæmdina. Fyrir skömmu var haldinn fund- ur í Finnlandi þar sem saman komu fulltrúar áfengiseinkasalna á Norð- urlöndunum og í Kanada og Banda- ríkunum. Hildur segir að fundurinn hafi verið sá fyrsti sinnar tegundar og hafi þeir fulltrúar ÁTVR sem hann sóttu lært mikið. „Á Norður- löndunum er svipað lagaumhverfi og hér en þar leyfa einkasölurnar sér að túlka reglur með frjálslegri hætti en við, t.d. hvað viðkemur kynningu á áfengi. Þessi fyrirtæki stunda töluverða útgáfu þar sem vín eru kynnt, einnig eru sérstök starfsmannarit og einkasalan í Finnlandi rekur jafnvel vínklúbb. Við höfum áhuga á að gera eitthvað svipað og þá með forvarnaívafi. Það er okkar skoðun að í lagi sé að reyna að stuðla að jákvæðri notkun á þessum veigum en benda jafn- framt á óæskilegar afleiðingar of- neyslu.“ ÁTVR hefur þegar sótt um leyfi til að gefa út rit um nýjar vörur og jafnframt er verið að ljúka gerð innranets ÁTVR, sem að hluta gæti Nú er tækifærið! Við erum að innrita í ndm Um er að ræða námsbraut fyrir þá sem vilja læra að matreiða heilsufæði og sérfæði. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið veitir matar- tæknum starfsréttindi. Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf, starfsreynsia og annað nám metið. Námstími er þrjú ár, bæði í skóla og á starfsnámsstað. Mikil vöntun er á matartæknum til starfa á vinnumarkadinum. Innritun virka daga frá kl. 8.00 til 15.00 Frekari upplýsingar veitir kennslustjóri. HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI I ■ ■ v/Digranesveg 200 Kópavogi. mmmmm Sími 544 5530, fax 554 3961, netfang mk@ismennt.is cyyðrún Erna Rudólfsdóttir Ég er verkstjóri í matsölum Landsspítalans. Starf mitt er fjölbreytt, krefjandi og felur í sér mikla ábyrgd. Því mæli ég eindregid með matartæknanámi. öf Jóna Jónsdóttir matartæknir Ég vinn sem verkstjóri í eldhósi Landsspítalans. Ég sé um vörumóttöku og birgðahaid. Þetta er mjög krefjandi og fjölbreytt starf. c^rafney Ásgeirsdóttir matartæknir/matráðskona á leikskólanum Rauðuborg. Ég mæli heilshugar med matartæknanámi því það hefur veitt mér tækifæri til þess að vinna að áhugaverðu verkefni með yndislegu fólki og vinnutíminn er góður. C^slaug Guðmundsdóttir Ég er verkstjóri í sérfæðisdeild eldhóss Lands- í deildinni. Fjölbreytt starf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.