Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 22
^2 B SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ G | UÐBERGUR Auðunsson býr ásamt konu sinni Eygló Bjarnadóttur, guðfræðinema log tvíburunum, Bergi og Degi, látta ára, í húsi við Vesturgöt- luna í Reykjavík, sem byggt var snemma á öldinni. Fjölskyldan býr þar í ágætri íbúð á efri hæð og risi hússins. Fyrir á Guðbergur tvö böm, Nönnu, sem er rúmlega tvítug og er fyrirsæta og módel í Múnchen í Þýskalandi, og Aðalstein, sem vinnur hjá Eimskipafélagi Islands. Guðbergur Auðunsson á langan og athyglisverðan feril að baki sem myndlistarmaður, söngvari, auglýs- ingateiknari og hönnuður. Guðberg- ur er enn á besta aldri, fæddur árið 1942. Hann er hávaxinn, lítið eitt far- ^inn að grána í vöngum og minnir kannski fremur á sjómann eða út- gerðarmann, en söngvara eða mynd- listarmann. Guðbergur á lítinn trillubát, Astu Sóllilju, og í frístundum frá erli dagsins rær hann út á miðin ekki langt frá Reykjavík þar sem hann veiðir fisk í soðið. „Eg er nýbúinn að eignast bátinn og ég hef í huga að gefa stráknum mínum ekta íslenskt uppeldi, þar sem þeir alast upp við sjóinn og veiða fisk, sem mótvægi við tölvuspilin.“ Upphafið, mótunarár og áhrifavaldar „Ég ólst upp í Reykjavík, en er fæddur í Hveragerði. Foreldrar mín- fir eru Auðunn Hermannsson, fyrr- verandi forstjóri happdrættis DAS og Laugarásbíós, og Unnur Guð- bergsdóttir húsmóðir, sem lést árið 1985.“ Hvar var æskuheimili þitt? „í húsi númer 99a við Hverfisgöt- una, á horni Barónsstígs og Hverfis- götu. Ég var í Austurbæjarbarna- skólanum og fór síðar í Lindargötu- skólann og þaðan vestur á Núp þar sem ég lauk gagnfræðaskólaprófí vorið 1957.“ Hvernig var að alast upp í Reykja- vík á fimmta og sjötta áratug aldar- innar? „Það var ánægjulegt að alast upp í Reykjavík, um og eftir miðja öldina. Það var oft snjóþungt yfir vetrar- mánuðina og þá var það ekki óal- gengt að börn og unglingar iðkuðu þann ljóta leik að hanga aftan í bif- reiðum og þá var ekki sama umferð- in á götum borgarinnar og er nú tæpum fimm áratugum síðar. Þá var Reykjavík að mörgu leyti ólík því sem hún er í dag og byggðin náði ekki mikið lengra í austur en að Rauðarárstígnum. I næsta nágrenni við æskuheimili mitt var Hafnarbíó og »3kúlagatan var þarna niður við sjóinn. Mér er það minnisstætt að við Skúlagötuna var maður í skemmu sem sveið kindarhausa fyr- ir opnum eldi og það var mjög tilkomumik- ið á kvöldin þegar við krakkamir komum þarna að skemmunni. Þá stóð hann þarna sótugur upp fyrir haus og með sviðakjamma á stöngum inni í eldinum." Þú hefur kannski farið í sveit á sumrin líkt og margir ungir Reykvíkingar hér fyrr á árum? „Já, ég var í sveit á sumrin í Borg- "‘arfirðinum og tvö sumur í Ölfusinu. Ég var fimm ára þegar ég fór fyrst í sveit og var um sumur í sveitinni allt þar til ég var þrettán ára. Þó ég sé borgarbam þá á sveitin alltaf töluvert í mér og það er ómetanlegt að hafa fengið að vera í sveit sem ungur drengur og kynnast sveitastörfum og landinu. Ég var í sveit á Sturlureykj- um í Reykholtsdal hjá Jóhannesi hreppstjóra og syni hans, Sturlu, sem tók við af honum. Þeir vom miklir kraftamenn og einn bræðranna, Bjöm, lék eftir atriði sem kraftajöt- ,unninn Ursus, Gunnar Hámundar- son, sýndi á sýningum í Reykholti.“ Sigurvegari í dægurlagasöngvarakeppni Hvar komst þú fyrst fram sem söngvari með hljómsveit? „Það var árið 1957 í héraðsskólan- um að Núpi. Rokkið var byrjað eða á slnum fyrstu ámm. Á Núpi byrjaði Fimm í fullu fjöri. Frá vinstri: Guðbergur, Örn Ármannsson, Þorsteinn Sigmundsson, Karl Möller og Einar Blandon. Guðbergur á gangi við eina helstu umferðargötu Kaup- mannahafnar í október 1959. Mynd frá sýningu árið 1990 í Bergen Guðbergur Auðunsson var um árabil einn vinsælasti dægurlagasöngvari þjóðarinnar. Hann er einnig kunnur myndlistarmaður og hefur haldið margar einkasýningar. Guðbergur lærði auglýsingateiknun og starfaði sem auglýsingateiknari í mörg ár. Hann starfar nú sem ráðgjafi varðandi áfengis- og fíkniefnavarnir. Ólafur Orms- son ræddi við Guðberg um ferilinn og eitt og annað minnisstætt frá liðnum árum. ég að syngja. Það var mikið tónlist- arlíf í skólanum. Þegar ég kom til Reykjavíkur um vorið að loknu gagnfræðaskólanámi fórum við nokkrir félagar á dansleik í Iðnó þar sem KK-sextettinn var að spila. Þar var söngkeppni þar sem óþekktir söngvarar fengu að reyna sig, og tók ég þátt í henni, manaður af félögun- um. Ég söng þarna tvö lög sem ég hafði sungið á Núpi - When the swallows come back to the Capistra- no og Jailhouse Rock. Ég fékk lánað- an gítarinn hans Ólafs Gauks og söng þessi lög og vann keppnina og fljótlega eftir það var ég auglýstur á dansleik hjá hljómsveitinni í Iðnó, sem sigurvegari úr dægurlagasöngv- arakeppninni. Pétur Guðjónsson rakari, umboðsmaður KK-sextetts- ins, kom til mín og spurði hvort ég vildi ekki fá vinnu, og bauð mér að vera í hljómsveit sem kallaðist Ster- eo og ég var til í það. Ég söng síðan með Stereo-kvintett sumarið 1958. Við komum fram í Selfossbíó, í Sand- gerði, Iðnó og víðar.“ Og voruð þið eingöngu með villta rokkmúsík á dansleikjunum? „Við vorum auðvitað undir áhrif- um frá mönnum eins og Presley, Little Richard, Chuck Berry og þessum afburðamönnum sem komu fram á fyrstu árum rokksins. Það voru margir hræddir við rokkið og þessa kraftmiklu músík. Ég man t.d. vel eftir því, að þegar myndin Rock Around the Clock var sýnd í Stjörnubíó voru uppþot fyrir utan kvikmyndahúsið og lögreglan kom á staðinn þar sem nokkur ungmenni komu saman. Ég hlustaði mikið á Keflavíkurútvarpið á þessum árum og þar heyrði ég öll nýjustu lögin.“ Varst þú ekki einn stofnenda hinn- ar vinsælu unglingahljómsveitar Fimm í fullu fjöri? „Jú, og þegar ég var kominn í þá hljómsveit tók ég upp á segulband lögin úr Kefiavíkurútvarpinu á dag- inn. Þegar um var að ræða nýtt lag þá tók ég það upp á band og spilaði það aftur og aftur þar til ég var bú- inn að ná textanum og svo æfðum við lagið um kvöldið og vorum iðulega komnir með nýjasta lagið á prógrammið á dansleikjum á kvöld- in. Það var nýjabrum á þessu og unga fólkið tók eftir þessu. Sumarið ‘58 fór ég til Kaupmanna- hafnar og reyndi að komast í nám í auglýsingateiknun í virtasta hönnun- arskóla Danmerkur, sem hét þá Kunsthaandværkerskolen, en heitir í dag Danmarks Designskole, og er fjögurra ára skóli. Það var mikil að- sókn að þessum skóla og það voru tekin inntökupróf og það var reynslutími. Það fór þannig að ég komst ekki í fyrstu umferð inn í skól- ann. Þetta var mjög góður listaskóli, en það var mjög erfitt að komast inn í hann. Ég fór því heim um jólin 1958 og þá stofnaði ég með öðrum hljóm- sveitina, Fimm í fullu fjöri. Við byrj- uðum að spila hjá Magnúsi Björns- syni, veitingamanni á Víkinni í Kefla- vík. Frá Magnúsi er nafnið á hljóm- sveitinni komið, Fimm í fullu fjöri. Við komum fram í Breiðfírðingabúð og Silfurtunglinu. í Silfurtunglinu vorum við lengst af á því tímabili sem hljómsveitin starfaði og margir muna enn eftir okkur þaðan enda var það mjög skemmtilegur tími.“ Söngvari með KK-sextettinum Var þér ekki boðið að syngja með KK-sextettinum? „ Jú, árið 1959 fékk ég tilboð um að syngja með KK-sextettinum. Þá var ég búinn að taka þá ákvörðun að fara til Danmerkur um haustið og reyna við skólann aftur og hefja þar nám. Það var á þeim forsendum að ég ákvað að taka boðinu, þó mér þætti erfitt að yfirgefa félagana í Fimm í fullu fjöri. Eg mat það þannig að þetta væri einstakt tækifæri á þeim tíma, KK-sextettinn var helsta dans- hljómsveit landsins og möguleikarn- ir ekki jaln margir og þeir eru í dag. Ég var síðan með KK í nokkra mán- uði þar til ég fór út um haustið. Ég á enn úrklippu úr vikublaðinu Fálkanum frá þeim árum þar sem er ákaflega vinsamleg umsögn. Þar segir t.d.: „Hfjómsveitir hér gerast ekki betri en KK-sextettinn, og má snúa hinu gamalkunna máltæki við, að lengi geti vont versnað og nota það um KK-sextettinn og segja að lengi geti gott batnað, því þessi skín- andi góða hljómsveit hefur orðið enn betri við þær breytingar sem á henni urðu fyrir nokkrum vikum. Hinn nýi söngvari hljómsveitarinnai', Guð- bergur, er bráðefnilegur söngvari, og er ólíkt efnilegri byrjandi, en margir kunnir söngvarar voru er þeir létu íyrst í sér heyra.“ Ég hef aldrei fengið betri krítík fyrr eða síðar. Það var algjört ævin- týri að fá að vera með KK-sextettin- um. Að fá að syngja með stórsöng- konu eins og Ellý Vilhjálms var ómetanleg reynsla. Allir hljóðfæra- leikai’arnir í hljómsveitinni voru í fremstu röð íslenskra hljóðfæraleik- ara, og útsetningar fagmannlega unnar og ekki betur gert. KK- sextett spilaði í Þórskaffi fimm kvöld í viku og einnig á dansleikjum úti á landi.“ Var það sumarið 1959 að KK- sextettinn fór inn í stúdíó og tók upp hljómplötu? „Já, og þá var tekin upp fjögurra laga plata. Ragnar Bjarnason söng t.d. lagið Senn fer vorið á vængjum yfir flóann, frábært lag og einstak- lega vel sungið. Ég var með eitt lag á plötunni, Lilla Jóns, sem var smellur og náði feikna vinsældum og vai’ í efstu sætum á vinsældalistum óska- lagaþátta þá um sumarið og haustið, en um það leyti var ég kominn til Kaupmannahafnar.“ Kom ekki út plata ári síðar, 1960? „Jú, þá kom ég við í Osló, frá Kaupmannahöfn, á leiðinni heim og þar var tekin upp á vegum Hljóm- plötuverslunar Sigríðai’ Helgadóttur tveggja laga plata með lögunum Adam og Eva og Ut á sjó. Það var hljómsveit Kjell Karlsson sem lék á plötunni og hún gekk ljómandi vel. Þetta eru erlend lög við íslenska texta. Þessi lög náðu miklum vinsæld- um. Það komu ekki út margar plötur á þessum árum, það má segja að það verði undantekning að lög náðu inn á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.