Morgunblaðið - 23.12.1999, Síða 1
293. TBL. 87. ÁRG.
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Samningur um aukið samstarf Rúss-
lands og Hvíta-Rússlands staðfestur
Ahersla á
hernaðar-
mikilvægi
Moskvu. AFP, AP.
EFRI deild rússneska þingsins í
Moskvu, sambandsráðið, samþykkti
í gær með 158 atkvæðum samning
sem gerður var við Hvíta-Rússland
um aukið samstarf og jaínvel sam-
runa ríkjanna. Ráðið er skipað ríkis-
stjórum sambandslýðvelda og hér-
aða Rússlands. Tveir voru á móti.
Samningurinn hafði þegar verið
samþykktur í neðri deildinni, dúm-
unni og neðri deild hvítrússneska
þingsins í höfuðborginni Minsk.
Efri deild þingsins í Hvíta-Rúss-
landi afgreiddi samninginn einnig í
gær og var hann samþykktur sam-
hljóða með 54 atkvæðum. Forsetar
ríkjanna, Borís Jeltsín í Rússlandi
og Alexander Lúkasjénkó í Hvíta-
Rússlandi, gerðu samninginn fyrr í
mánuðinum.
Hinn síðarnefndi, sem vill sam-
eina ríkin sem fyrst, hefur þó kvart-
að undan því að liðið geti áratugur
áður en það gerist en orðalag samn-
ingsins er óljóst. Stofnað verður
sameiginlegt ráð forsetanna beggja,
forsætisráðherra ríkjanna og þing-
forseta þeiiTa en ekki er búið að
skilgreina valdsvið ráðsins.
Lúkasjenkó hefur sýnt mannrétt-
indum og lýðræði litla virðingu og
stendur því mörgum rússneskum
lýðræðissinnum stuggur af honum,
einnig er bent á að efnahagslega
geti Hvíta-Rússand orðið byrði á
Rússum sem standa illa að vígi fyrir
í þeim efnum. Rætt er um að
gjaldmiðill verði sameiginlegur árið
2005 og byrjað að samræma skatta-
kerfi frá 2001. Flestir Hvít-Rússar
eru rússneskumælandi, þjóðirnar
eru náskyldar og kannanir gefa til
kynna almennan stuðning við sam-
runa.
Sumir stjórnmálaleiðtogar í
Moskvu vöruðu við því að rússnesk
sambandslýðveldi gætu notað
ákvæðin um stöðu Hvíta-Rússlands
í væntanlegu sambandi ríkjanna
tveggja sem fyrirmynd að kröfum
um aukið sjálfræði í eigin málum.
Vladímír Pútín, forsætisráðherra
Rússlands, ávarpaði sambandsráðið
fyrir atkvæðagreiðsluna og mælti
með honum. „Með því að sameinast
Hvíta-Rússlandi styrkjum við stöðu
okkar til framtíðar og eflum hernað-
arlega getu okkar,“ sagði hann.
Ráðherrann sagði að samningur-
inn myndi í engu breyta stöðu rúss-
nesku sambandsríkjanna gagnvart
miðstjórnarvaldinu í Moskvu og
varaði þau við því að reyna að nýta
sér hann í því skyni.
Miklir skógar-
eldar í Kaliforníu
Glendale. Reuters.
NOKKUR hundruð slökkviliðs-
menn reyndu allt hvað þeir gátu til
að slökkva skógarelda sem loguðu í
San Gabriel-fjöllum norður af
borginni Los Angeles í Bandaríkj-
unum í gær. Á myndinni má sjá
logana teygja sig til himins í hlíð-
inni að baki Verdugo Hill sjúkra-
hússins sem er í 16 kílómetra fjar-
lægð frá miðborg Los Angeles.
Ekki er vitað hversu alvarlegt
tjón á mannvirkjum hefur orðið
vegna eldanna en talið er fullvíst
að fólk hafi ekki hlotið skaða af
þeirra völdum. Tveimur hraðbraut-
um í nágrenninu hefur verið lokað.
Hermt er að hvass vindur auki
útbreiðsluhraða eldanna og eru
logarnir sagðir tugir metra á hæð.
Eldurinn er talinn hafa kviknað út
frá bilun í spennistöð.
Um hádegi í gær höfðu eldarnir
náð að eyða um 200 hekturum
lands og stafaði um 500 heimilum
ógn af útbreiðslu þeirra. Slökkvi-
liðsmenn dældu vatni umhverfis
hús sem stóðu nálægt eldinum í
þeirri von að geta komið í veg fyrir
að þau yrðu honum að bráð. Á
tímabili var eldurinn aðeins í nokk-
urra hundraða metra fjarlægð frá
sumum húsanna.
Breiðþota
hrapar við
Stansted
London. Reuters.
FLUTNINGAÞOTA af gerð-
inni Boeing 747 hrapaði tveim
mínútum eftir flugtak frá Stan-
sted-flugvelli, norðan við Lon-
don, í gær og fórust með henni
fjórir menn. Ekki var vitað
hvað olli slysinu.
Þotan var frá flugfélaginu
Korean Airlines og á leið til
Mílanó. Hún skall niður á
óbyggðu svæði um 25 mínútum
fyrir sjö og varð mikil spreng-
ing í flakinu. Farmurinn var
sprengiefni, að sögn Sky-
stöðvarinnar.
Venesúela
Fórnar-
lömb jarð-
sett
La Guaria, Caracas. AP, Reuters.
RÁÐAMENN kirkjugarða í Venes-
úela hvöttu í gær erlendar þjóðir til
að gefa landsmönnum líkkistur sem
skortur er á eftir aurskriðurnar og
flóðin í liðinni viku. Líklegt þykir nú
að aldrei verði unnt að slá föstu hve
margir fórust, nefndar eru tölur frá
5.000 til 30.000.
Um 1.500 lík hafa fundist en vitað
að fjölmargir grófust undir leðjunni
sem sópaði á brott bæjum og borgar-
hverfum. Stjórnvöld hafa þegar lýst
heil hverfi „minningarreiti". Skrið-
urnar komu úr hlíðum fjalla sem eru
á milli höfuðborgarinnar Caracas og
Karíbahafsins.
Áherslan er nú lögð á að finna lík,
koma í veg fyrir gripdeildir og fá þá
sem komust af til að yfírgefa svæðið.
Margir voru tregir til þess og sögð-
ust efast um að fleiri skriður færu af
stað. „Þetta gerist einu sinni á 50 ára
fresti,“ sagði einn þeirra, Juan Car-
los Yepes, í borginni La Guaira. Búið
var að flytja um 68.000 manns á brott
í gær með þyrlum og skipum.
Flóttamenn
hraktir á brott?
FLÓTTAFÓLK frá Tsjetsjníu fékk í
gær heita súpu í búðum við bæinn
Sleptovskaja í Ingúsetíu, við landa-
mærin að Tsjetsjníu, gær. Stjórn-
endur búðanna hafa hins vegar hætt
að láta fólk frá svæðum sem Rússar
ráða nú í uppreisnarhéraðinu fá
mat. Mun markmiðið vera að þvinga
flóttamennina til að snúa aftur heim,
að sögn Peters Bouckaerts, tals-
manns mamiréttindasamtakanna
Human Rights Watch sem AFP-
fréttastofan vitnaði í.
Hann sagði að í liðinni viku hefði
járnbrautarlest með 37 vögnum,
fullum af flóttafólki, verið send til
Sernovodsk í Tsjetsjníu. Fólkið fengi
að velja á milli þess annars vegar að
fara aftur á átakasvæðið, þar sem
oft væri búið að ræna heimili þess
eða þau væru í rúst eftir sprengju-
árásir, eða veslast upp matarlaust í
landamærabænum. Boucaerts sagði
ennfremur að rússnesk stjómvöld
stugguðu við fréttamönnum í Slept-
ovskaja og þeir fengju ekki að fara
yfir landamærin til Tsjetsjníu.
Vamarmálaráðuneytið í Moskvu
sagði í gær að hafin yrði rannsókn á
því hvort rússneskir hermenn hefðu
myrt tugi óbreyttra borgara í þorpi
skammt frá Grosní í byrjun mánað-
arins. Talsmaður ráðuneytisins
bætti því við að ekki væri útilokað að
Tsjetsjenar í rússneskum ein-
kennisbúningum hefðu verið að
verki.
Misvísandi fregnir bámst af bar-
dögum í uppreisnarhéraðinu í gær
en allt benti til að Rússar væm að
reyna að loka tveim aðdráttarleið-
um vopnaðra sveita Tsjetsjena um
fjallaskörð í suðurhluta héraðsins.
Rússneski herinn hélt einnig uppi
liörðum stórskotaliðs- og flug-
skeytaárásum á Grosní, að sögn AP.
Rússar sögðu að enn væru um 4.000
Tsjetsjenar undir vopnum í borginni
og hefur þeim tekist að hindra frek-
ari framsókn rússneska hersins inn í
borgina.
MORGUNBLAÐIÐ 23. DESEMBER 1999