Morgunblaðið - 23.12.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.12.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli Bálkestir rísa fyrir gamlárskvöld Um þessar mundir keppast ungir og gamlir við að hlaða upp ógnar- stóra bálkcsti víðsvegar um land sem kveikt verður í á gamlárs- kvöld að venju. Brennusafnararnir sem urðu á vegi ljósmyndara í gær litu vart upp frá starfa sínum er ljósmyndara bar að garði á íþróttavellinum í Kópavogi. Þeir þurfa væntanlega ekki að hafa miklar áhyggjur af því að eldsmat- urinn blotni úr hófi á næstunni því á höfuðborgarsvæðinu er spáð þurru veðri að mestu fram í næstu viku hvað sem síðar kann að verða. Greiðsluhlutfall sjúklinga í lyfja- verði hækkar GREIÐSLUHLUTFALL sjúkl- inga í lyfjaverði hækkar um ára- mót með nýrri reglugerð um gi-eiðsluþátttöku almannatrygg- inga sem Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingamálaráð- hen-a hefur undirritað. Munu sjúklingar framvegis þurfa að greiða 2.400 krónur að hámarki fyrir svokölluð B-merkt lyf og nemur hækkunin sex hundruð krónum en hámarksgreiðsluhluti sjúklings vegna E-merktra lyfja, sem ekki eru talin lífsnauðsynleg þótt þau séu lyfseðilsskyld, en í þennan flokk falla öll algengustu lyf á markaðnum, hækka úr 3.500 krónum í 3.800 krónur. í fréttatilkynningu frá heil- brigðis- og tryggingamálaráðun- eytinu segir að þrátt fyrir að greiðsluhlutfall neytenda í verði lyfja aukist nú líkt og undanfarin áramót komi á móti að lyfjaliður vísitölu neysluverðs, eða greiðslu- þáttur neytenda í lyfjaverði eins og Hagstofa íslands mæli hann, sé nú rúmlega 82% af því sem hann var í mars 1997. Þeir sem kaupi lyf nú séu því að greiða hlut- fallslega minna fyrir lyf en þeir gerðu þá. Segir einnig að sérfræðingar gangi almennt út frá því að ný lyf, sem að margra dómi séu betri, hækki lyfjareikninga vestrænna þjóða um 13 af hundraði á ári hverju, ef ekki er gripið til sér- stakra aðgerða. Reglugerðar- breytingin sé þess vegna liður í því að draga úr áhrifum inn- byggðrar aukningar á kostnaði íyfja- Hámark á lyfjum aldraðra Fram kemur í fréttatilkynning- unni að það markmið hafí verið haft að leiðarljósi að takmarka sem mest verðhækkun lyfja sem elli- og örorkulífeyrisþegar noti. Þetta hafi verið gert með því að ákvarða hámarksgreiðslur þess- ara hópa vegna lyfjakaupa þann- ig, að þeh- greiði aldrei meira en 1.100 krónur fyrir lyf. Hámar- ksverð elli- og örorkulífeyiisþeg- ar vegna B-merktra lyfja verður því 800 krónur, en var 600 krónur, og vegna E-merktra lyfja 1.100 krónur en var 1.000 krónur. Telja snjó- mokstur á fjall- vegum ónógan Flugmálaáætlun fyrir árin 2000-2003 Möguleikar á næturflugi til Isafjarðar kannaðir ÍBÚAR í Amarfirði á Vestfjörðum gera sig ekki ánægða með snjó- mokstursþjónustu Vegagerðarinnar á Hrafnseyrarheiði og Dynjandis- heiði og var því gripið til þess ráðs að handmoka sig í gegnum 20 metra langan skafl í fyrradag á Hrafnseyr- arheiði þar sem Vegagerðin sinnti ekki beiðni íbúanna um að ryðja skaflinum burt. Segja íbúar að skafl- inn valdi algeru samgöngurofi í Vest- firðingafjórðungi. Vegagerðin brást við í gær og ruddi skaflinum í burt í gær þrátt fyrir að heiðin sé ekki á snjómokst- ursáætlun Vegagerðarinnar að sögn vegamálastjóra. Mikið hefur verið kvartað yfir- sinnuleysi Vegagerðarinnar vegna moksturs á fjallvegunum og segir Einar K. Guðfinnsson, fyrsti þing- maður Vestfjarða, að í samtölum sín- um við Vegagerðina hafi komið fram að reynt yrði að halda vegunum opn- um þangað til hægt yrði að beita snjóbílum á vegunum. Segist hann hafa litið svo að það væri stefna Vegagerðarinnar að moka á þeim tíma sem ekki yrði komið við slíkum farartækjum og segist telja að það væri mjög eðlilegt að vegunum yrði undanbragðalaust haldið opnum fram eftir hausti. Allar bjargir bannaðar „Oft er það þannig á haustin að ekki er unnt að beita snjóbílum og þá er augljóst mál að ef ekki er mokað þá eru mönnum allar bjargir bann- aðar og það er ólíðandi," segir Einar. Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri segir að þrátt fyrir að vegirnir séu ekki á snjómokstursáætlun þar sem um háa fjallvegi sé að ræða sé engu að síður reynt að verða við kröfum íbúanna með því að halda vegunum opnum fram undir jól, en undir slíkum kringumstæðum sýni sig að óskir heimamanna séu oft meiri en Vegagerðin treysti sér til að fullnægja. EF ATHUGANIR gefa jákvæða niðurstöðu er ráðgert að ráðast í framkvæmdir á Isafjarðarflugvelli til að gera næturaðflug til Isafjarðar mögulegt skv. tillögu til þingsálykt- unar um flugmálaáætlun fyrir árin 2000-2003, sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lagði fram á Al- þingi síðasta starfsdag þingsins fyrir jólafrí. Ennfremur gerir áætlunin ráð fyrir að lokið verði við fyrri áfanga við byggingu æfingaflugvall- ar í nágrenni Reykjavíkur árið 2004. Flugmálaáætlunin tekur bæði til endurskoðunar á framkvæmdum á árunum 2000 og 2001 og nýrra fram- kvæmda á árunum 2002 og 2003, að því er segir í frétt frá samgöngu- ráðuneyti. Þar kemur fram að fram- kvæmdum við flugvelli megi skipta í tvo flokka, annars vegar viðhalds- framkvæmdir og hins vegar nýfram- kvæmdir. Helstu framkvæmdir í áætluninni eru m.a. endurbætur á Reykjavíkur- flugvelli en þeirra sér einnig stað í núgildandi flugmálaáætlun og hófust framkvæmdir í október 1999. Miðað er við að þeim Ijúki árið 2002. Jafn- framt er gert ráð fyrir að á árunum 2000 og 2001 verði varið 15 milljón- um króna til undirbúnings að bygg- ingu nýrrar flugstöðvar við Reykja- víkurflugvöll. Þegar hefur verið ákveðið að bygging flugstöðvarinnar verði fjármögnuð sem einkafram- kvæmd. Flugmálaáætlunin gerir aukin- heldur ráð fyrir að á tímabilinu 2000- 2002 verði komið upp flugbrautum með malarslitlagi á Bakkaflugvelli og er áætlaður kostnaður 66 milljón- ir króna. Einnig verður haldið áfram framkvæmdum við flugstöðvarbygg- ingu á Akureyrarflugvelli. Næturaðflug til ísafjarðar? Flugmálaáætlunin gerir ráð fyrir því að kannaðir verði möguleikar til næturaðflugs til ísafjarðar í sam- vinnu við flugrekendur, en staðan er sú í dag á Isafjarðarflugvelli að vegna hindrana í umhverfinu eru lendingar aðeins leyfðar við sjón- flugsskilyrði. Gefi þessar athuganir jákvæða niðurstöðu er ráðgert að ráðast í framkvæmdir á árunum 2001, 2002 og 2003 en áætlaður kostnaður framkvæmdanna er 75 milljónir króna. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði verið niðurstaða vinnu- hóps, sem fjallað hefði um þetta mál undanfarið ár, að það væri tæknilega hugsanlegt að koma á næturflugi til Isafjarðar. Slíkar framkvæmdir myndu hins vegar kosta talsverða fjármuni og eins þyrfti að gera frek- ari athuganir áður en ákvörðun yrði tekin í málinu. Til dæmis væri lokaaðflug bratt- ara á ísafjarðarflugvelli heldur en gerist og gengur og jafnframt væru ýmis rekstrarleg og tæknileg atriði sem þyrfti að skoða varðandi það hvaða flugvélar gætu nýtt sér þetta. Ræða þyrfti við alla sem að málinu kæmu, og þá ekki síst flugmenn. „Það er auðvitað mjög hamlandi ef ekki er hægt að fljúga að nóttu til, eða við næturskilyrði eins og það er kallað, þegar sól er komin sex gráður undir sjóndeildarhring," sagði Þor- geir. „Það auðvitað takmarkar möguleikana, sérstaklega yftr vetr- artímann,“ bætti hann við. Yfir há- sumartímann skipti þetta hins vegar engu máli. Kom fram hjá Þorgeiri að næsta ár yrði notað til að gera umræddar athuganir en eins og áður segir gerir flugmálaáætlun ráð fyrir að fram- kvæmdir myndu hefjast árið 2001. Nokkrir mögnleikar í skoðun vegna æfingaflugvallar Flugmálaáætlun gerir ráð fyrir að lokið verði við fyrri áfanga við bygg- ingu æfingaflugvallar í nágrenni Reykjavíkur árið 2004 en Þorgeir segir að með tilkomu slíks æfinga- flugvallar væri miklu álagi létt af Reykjavíkurflugvelli, einkum vegna fjölda svokallaðra snertilendinga en þær eru næstum tveir þriðju af öll- um „hreyfingum" á Reykjavíkur- flugvelli, að sögn Þorgeirs. Endanleg staðsetning æfingaflug- vallarins hefur ekki verið ákveðin en Þorgeir segir að verið sé að skoða staði á Reykjanesi, t.d. fyrir sunnan Hafnarfjörð, en einnig gætu komið til greina staðir fyrir austan Reykja- vík, t.d. á Mosfellsheiði eða í ná- grenni hennar. HOLTACARAAR OPIÐ í DAG KL« 10-23 BÓNUI FRÁ 12-23 ír iKEA. 'teiSaiííSS1 Könnun Þjóðarpúls Gallups 69,4% andvíg innflutn- ingi norskra mjólkurkúa TÆPLEGA sjötíu prósent lands- manna eru andvíg því að fluttar verði inn norskar mjólkurkýr, eða 69,4%. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gall- ups, símakönnun sem gerð var dag- ana 21. nóvember til 6. desember. Innflutningur á norskum mjólkur- kúm til íslands hefur nokkuð verið til umræðu að undanförnu en fram kemur £ könnun Gallups að einungis 11,4% eru fylgjandi hugmyndinni. 19,2% telja hins vegar ekki skipta máli hvort þær verða fluttar inn eða ekki. Konur eru andvígari innflutn- ingi á norskum kúm en karlar, eða 75,6% á móti 63,2% karla. Gallup spurði einnig um afstöðu fólks til nektarstaða og vildu 67,5% að- spurðra að sérstakar reglur giltu um starfsemi þeirra umfram aðra skemmtistaði. Jafnframt telja íúm- lega 96% landsmanna að vændi sé stundað í einhverjum mæli í tengsl- um við nektarstaði. Af þeim telja 24,6% að mikið kveði að þessu. Loks sýnir könnun Gallups að tæplega 52% vilja að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu ef ís- lendingar eiga þess kost en 27% eru því andvíg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.