Morgunblaðið - 23.12.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 23.12.1999, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jólin nálgast óðfluga og fólk ýmist í önnum eða rólegheitum Morgunblaðið/Þorkell Hilmar Mýrkjartansson hafði í nógu að snúast við pakkaafgreiðslu. Morgunblaðið/Þorkell Guðrdn Örk Guðmundsdóttir vinnur í Þjóðarbókhlöðunni. N okkur þúsund pakkar á viku Þegar nær dregur jólum aukast annir í mörgum starfsgreinum en sums staðar fellur hins vegar allt í ró. Blaðamaður og ljósmyndari brugðu undir sig betri fætinum í gær og könnuðu jóla- stemmninguna í höfuð- borginni. AÐFANGADAGUR er á morgun og undirbúning- ur júlanna setur sterkan , svip á mannlífíð. Jólagjaf- ir og góður matur eru í huga flestra ríkur þáttur í jólahaldinu. Því mæð- ir gjaman mikið á þeim sem starfa við ýmiss konar verslun og þjón- ustu þegar hátíðimar nálgast. Á sumum vinnustöðum hægist hins vegar um þegar nær dregur jólum Breytt út af hefðinni Nóg var um að vera við kjötborð- ið í Nýkaup í Kringlunni. Flestir em afar vanafastir þegar kemur að þvíað velja jólastcikina. Svanhildur Pálmadóttir ákvað hins vegar að bregða út af vananum í ár. Hefð er fyrir því að borða gæs á hennar heimili á aðfangadag en nú varð nautalund fyrir valinu. Svanhildur sagðist vera búin að kaupa alla jóla- pakkana, kaupin á jólasteikinni Morgunblaðið/Þorkell Morgunblaðið/Þorkell Það var eyðilegt um að litast í Þjóðarbókhlöðunni f gær. væm líklega eitt síðasta verkið fyr- ir jólin. Annir í pakkaafgreiðslu Það er ekki nóg að kaupa jóla- gjaflmar, þeim þarf fíka að koma til réttra viðtakenda. Hilmar Mýrlgartansson, sem vinnur í pakkaafgreiðslu Umferðar- miðstöðvarinnar, sagði að þar væri mikið að gera fyrir jólin. Á þriðja tug starfsmanna tryggir að jólapakkarnir komist til skila. Hilmar áætlaði að fímm til sex hundmð pakkar fæm nú um hend- ur þeirra dag hvem, nokkur þús- und á viku rétt fyrir jólin. Hann segir góðan anda ríkja á vinnu- staðnum fyrir jólin þrátt fyrir ann- ríkið. Sala á eymatöppum datt niður Jólaprófum í Háskóla íslands lauk í fyrradag. Meðan á próflestri nemenda stendur er ys og þys í Þjóðarbókhlöðunni og starfsmeim fara ekki varhluta af spennunni í andrúmsloftinu, að sögn Guðrúnar Arkar Guðmundsdóttur, sem starf- ar í fatagæslu og sölubúð í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar. Hún sagði að í gær hefði heldur betur hægst um. Á próftímabilinu er sala eyrna- tappa og ritfanga snar þáttur í starfi Guðrúnar en hún segir söluna hafa dregist snarlega saman í gær, ólíkt annarri verslun um jólin. Utanríkisráðuneytíð beinir tílmælum til Flugleiða Réttheiti Keflavíkur- flugvallar verðinotað UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur beint þeim tUmælum tíl Flugleiða að flugfélagið noti hið rétta heiti Kefla- víkurflugvaUar á ensku, Keflavik Intemational Airport, í lqölfar óska Markaðs- og atvinnuráð Reykjanes- bæjar þess efnis. Er þetta gert í bréfi sem sent var Flugleiðum 15. desember síðastliðinn. Markaðs- og atvinnuráð Reykja- nesbæjar hafði fyrr í mánuðinum krafist þess við samgönguráðuneytið að það beitti sér fyrir því að nafn- breyting Flugleiða á „Keflavik Int- emational Airport" í „Reykjavik Int- ernational Airport" yrði afturkölluð. Krafðist ráðið þess ennfremur að Flugleiðum yrði gerð grein fyrir því hvert nafn flugvallarins væri og að Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar yrði skýrt frá nið- urstöðunni. Fram kemur í bréfi vamarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytisins til Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar, sem sent var 20. desember síðastliðinn, að ráðuneytið hafi móttekið bréf skrifstofunnar og er upplýst að ráðuneytið hafi með bréfi, dagsettu 15. desember, beint þessum tilmælum til Flugleiða, að félagið notaði hið rétta heiti flugvall- arins á ensku, Keflavik Intemational Airport. --------------- Orkuveita Reykjavíkur stefnir að sölu á raforku til ÍSAL ORKUVEITA Reykjavíkur og ÍSAL hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup ÍSALS á hluta þeirrar raforku sem fæst við stækkun Nesjavalla- virkjunar. Framkvæmdir við stækk- un virkjunarinnar úr 60 megavöttum í 76 megavött hefjast á næsta ári og ár- ið 2001 verður byijað að nota þá við- bótarorku sem framleidd verður. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjómar Orkuveitu Reylqavíkur, seg- ir að viljayfirlýsing þessi sé undirrit- uð með fyrirvara um samþykki stjómar veitustofnana og stjómar ÍS- AL og að hún sé gerð í samráði við Landsvirkjun. Alfreð segir að þetta yrði í fyrsta sinn sem annað fyrirtæki en Landsvirkjun gerði samning um orkusölu til stóriðjufyrirtækis á ís- landi. Þetta komi til vegna þess að Landsviriqun hafi ekki næga orku til að uppfylla þörf ÍSAL. Alfreð segir að af þeim 16 mega- vöttum af raforku sem verði til við fyrsta áfanga stækkunar Nesjavalla- virkjunar muni tíu fara til ÍSAL en hin sex muni Orkuveita Reykjavíkur nýta fyrir hinn almenna raforkumar- kað, en raforkunotkun hafi vaxið um- talsvert meira en spár gerðu ráð fyrir. Kærunefnd jafnréttismála um ráðningu framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits Ráðning brýtur ekki í bága við jafnréttislög KÆRUNEFND jafnréttismála tel- ur að ákvörðun heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um ráðningu framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis í desember 1998 brjóti ekki í bága við jafnréttislög. Kærandinn, kona sem einnig sótti um starfið, taldi hins vegar að hún væri mun hæfari til að gegna um- ræddu starfi en sá, karlmaður, sem starfið hlaut. Hún hefði mun meiri menntun sem nýttist til starfsins. Starfsreynsla hennar væri að vísu ekki jafnlöng hans en nýttist á hinn bóginn vel í starfið. Jafnréttisnefnd fékk málið inn á borð til sín um mánaðamótin mars- apríl sl. en í nýlegu áliti hennar kem- ur m.a. fram að heilbrigðisnefndin hafi leitað aðstoðar sérfræðiaðila við mat á því hvor teldist hæfari til starfsins, kærandi eða sá sem til starfsins var ráðinn. Kemst nefndin að því að niðurstaða sérfræðiaðilans geti með engu móti talist fela í sér vísbendingu um sérstaka hæfileika þess sem ráðinn var umfram kær- anda, þannig að nægi sem rök til ráðningarinnar. „Til hins er [þó] að líta, að kringumstæður við ráðning- una voru mjög sérstæðar. Löggjaf- inn hafði steypt saman tveimur mjög ámóta stórum heilbrigðiseftirlitum - heilbrigðiseftirliti Kópavogs annars vegar og heilbrigðiseftirliti Hafnar- fjarðar, Garðabæjar og Bessa- staðahrepps hins vegar - og gert úr þeim eitt embætti. Sú ákvörðun var því ekki tekin af heilbrigðisnefndun- um. Heilbrigðisnefndimar voru sam- mála um að auglýsa ekki eftir nýjum framkvæmdastjóra. Fyrir hvoru embætti var framkvæmdastjóri, [kærandi annars vegar og sá sem hlaut starfið hins vegar]sem ekki verður annað séð en hafi gegnt starfi sínu með sóma og án nokkurra ávirð- inga. Annar hlaut hins vegar að víkja vegna sameiningarinnar. Það verður að teljast málefnalegt sjónarmið við val á því hvor víkja skuli, að láta starfsfaldur í starfinu ráða. Á það sérstaklega við hér, að svo verulegur munur var á starfsaldri fram- kvæmdastjóranna. Því verður ekki talið að ákvörðun heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis um ráðningu framkvæmdastjóra fari í bága við jafnréttislög.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.