Morgunblaðið - 23.12.1999, Page 8

Morgunblaðið - 23.12.1999, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ++ ++ Svona hr. Bondevik, rektu nú gæsimar út á guð og gaddinn með venlig hilsen fra Norge. rGMu/vÍD- í rósavið heimihsins >>/°9 filóð . • Myndlampi • Nicam Sterao ‘ • Allar aðgerðir á skjá - • 3 Skart tengi / '? V ' • Super UHS tengi i • Fjarstýring • Fast text ^............ AEG Uppþyottavél I Faiorft 6280 U-W -• Tekur 12 manna stell • 6 þvottakerfi • 4 hitastig • Aqua Control • Sexfalt vatnsöryggiskerfi ©3 ORMSSON Lágmúla 8 • Sími 533 2800 www.ormsson.is I Vésturland: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgamesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Ásubúð, Búðardal. Ve«tflrðln I Gelrseyrartsúöin, Patreksfiröi. Pokahomiö, Tálknafirði. Straumur, Isafiröi. Rafverk, Bolungarvtk. Noröuiiand: Kf. Steingrímsfjaröai; Hólmavik. Kf. V-Hún., ja, Sportmyndir, Blönduósi. Skagfiröingabúö, Sauöárkróki. Elektro co. ehf., Dalvfk. Radionaust, Akureyri. Nýja Filmuhúsið, Akureyri. öryggi, Húsavík. Urö, >nafiröinga, Vopnafiröi. Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Verslunin Vík, Neskaupstaö. Kf. Stööfiröinga. Kf. Fáskrúösfirðinga, Fáskrúðsfiröi. KASK Djúpavi UMBODSMENN IHvammstanga. Kf. Húnvetninga, S,----,—_______________________.----------------------- ----------- . Raufarhöfn. Áusturland: Vopnafiröinga, Vopnafirði. Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Verslunin Vík, Neskaupstaö. Kf. Stööfiröinga. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúðsfiröi. KASK Djupavogi. KASK, Höfn, Suðuriand: Klakkur, Vik. Mosfel, Hellu. Árvirkinn, Setfossi. Rás, Þoriákshöfn. Geisli, Vestmannaeyjum. Foto, Vestmannaeyjum. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: gósbogin Keflavík. Rafborg, Grindavík. Mikið annríki hjá hárgreiðslustofum Glæsileiki ríkjandi Elsa Haraldsdóttir UM ÞESSAR mundir er mikið annríki hjá hár- greiðslustofum landsins, mikið stendur til, mikið er “spáð og spekúlerað“ hvernig fólk á að líta út þegar það heilsar nýju ár- þúsundi. Elsa Haralds- dóttir rekur hárgreiðslu- stofuna Salon Veh, en hún hefur verið mjög áberandi í sínu fagi und- anfama áratugi. En hvernig virðist henni fólk helst vilja líta út við þessi umtöluðu tímamót? „Fólk hefur aldrei lagt eins mikið upp úr útliti og um þessi jól og áramót. Það eru allir klipptir og greiddir og ef tala á um einhverjar sérstakar greiðslur er greiðsla fólks dálítið ýktari en hún hef- ur verið áður. Sem dæmi má nefna að fólk vill hafa hárið hærra, stærra, meiri krull- ur og loftmeira. Glæsileiki er ríkjandi.“ - Er túberingin þá vinsæl núna? „Túberingin er bara ein teg- und af tækni sem er nauðsynlegt að hafa með í greiðsluferlinu hvort sem hún er sjáanleg eða ekki. Oft er hárið t.d. túberað til þess að losa það í sundur.“ -Er mikið pantað hjá ykkur um jól og áramót? „Já, aldrei meira og langir vinnudagar fara í hönd. Við vinn- um ekki langan vinnudag á Þor- láksmessu og ég vinn aldrei á aðfangadag. En þess í stað leggjum við meira upp úr vik- unni milli jóla og nýárs. Við vinnum t.d. á nýársdag og gam- lársdag, ekki allar, en flestar stofur hafa opið á þessum dög- um núna og bjóða þá jafnvel upp á snyrtingu, við gerum það, bjóðum upp á pakka. Það hefur veriðmjög mikið pantað. Mest eru það konur sem hafa pantað en þær fá andlitssnyrtingu og hárgreiðslu, margar vilja hafa uppsett hár á hátíðunum. Mikið er einnig um alls konar hár- skraut í hári, spennur sem glittir í.“ - Er mikið tillit tekið til kjóla þegar valin er hárgreiðsla? „Það verður að fara saman hárgreiðsla, kjóll og hárskraut. Skrautið í dag er bleikt, blátt, silfrað og gyllt. í stutt hár eru settar litlar spennur með stein- um og mér finnst smart að hafa þær margar. í sítt hár notar maður meira hárbönd sem eru vafin inn í hárið svo aðeins glitt- ir í þau, líka er glimmer vinsælt hjá yngra fólki. Silfur er yfir höfuð vinsælt núna bæði í snyrt- ingu og í hári, ýmist sem úði eða þá sem glimmer.“ -Er venjulegt að hafa svona mikið opið um jól og áramót? „Persónulega er ég ekki hlynnt þessu en segja má að í þetta skipti þurfi að taka tilllit til að- stæðna. Svona tíma- mót koma ekki aftur í bráð. Ég var í París um síðustu mánaða- mót að leggja línurnar í hár- greiðslu sumarsins og sá þá hvað Parísarbúar leggja mikla áherslu á áramótin - það að ný öld geng- ur í garð og nýtt árþúsund. Það hreif mig hvað þeir skreyttu alls staðar mikið í anda aldamótanna en ekki jólanna að þessu sinni. Það er alltaf mjög gaman að geta gert sér dagamun af góðu tilefni. Á minni stofu höldum við ► Elsa Haraldsdóttir fæddist á fsailrði 1948. Hún lauk hár- greiðsluprófi 1969 frá Iðnskólan- um í Reykjavík og fór þá til Vín- arborgar til náms og var þar til 1971 er hún fékk meistarabréf. Hún opnaði fyrstu hárgreiðslu- stofuna í Glæsibæ og hefur síðan rekið hárgreiðslustofur bæði á Laugavegi og í Húsi verslunar- innar. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna í sínu fagi og síðustu árin hefur hún einnig sinnt fé- lagsmálum fyrir erlend fagfélög. Elsa býr með syni sínum Jóhanni Tómasi Sigurðssyni. alla vikuna á milli jóla og nýárs hátíðlega með því að bjóða við- skiptavinum okkar upp á freyði- vín og hátíðarbrag. Auðvitað fylgir létt og gott skap með.“ -Þú ert búin að vera lengi í þessu fagi, hefur þú ekki orðið vitni að miklum breytingum? „Ég verð að segja að ég hélt að þær yrðu meiri, ég hef unnið mikið með erlendu starfsfólki og við höfum alltaf beðið eftir breytingunni stóru, en hún hefur ekki komið. Með starfi mínu er- lendis hef ég haft það markmið að reyna að segja fyrir um hvað væri að koma í hártísku og satt að segja finnst mér furðu lítið hafa breyst í sjálfri hárgreiðslu- tækninni á þeim nær þrjátíu ár- um sem ég hef verið í hár- greiðslu. Mesta þróunin hefur orðið í efnum og háralitunum en sjálf tæknin við að greiða er sú sama og maður kenndi fyrir þrjátíu áram.“ - Hefur þú kennt mörgum hárgreiðslu á þínum ferli? „Já, mér telst til að ég sé búin að hafa 78 nema á þessum nær þrjátíu ára ferli. Til gamans má segja að af þessum hópi eru 57 í starfi, sem er ansi gott hlutfall. Það hefur alltaf verið metnaðar- mál hjá mér að nemamir mínir fái þá kennslu að þeir geti eftir nám og starfsþjálfun hjá mér verið hæfir til að vinna hvar sem er í heiminum. Ég hef miðað mína kennslu við erlenda menntun - Þú nefndir áður hárgreiðslu sumarsins - hvernig verður hún? „Línurnar koma í janúar og ég get ekki sagt lesendum Morgun- blaðsins frá hvað er framundan fyrr en þá, þótt ég viti hvernig þær línur verða. Eitt get ég þó sagt; það eru nýir straumar í hreyfanleika hársins og áfram er áherslan á háralitun." Breytingin stóra hefur ekki orðið líka.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.