Morgunblaðið - 23.12.1999, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.12.1999, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rekstur hafna á Islandi samræmist ekki samkeppnislögum Gefa ber gjaldskrá hafna frjálsa SAMKEPPNISRAÐ hefur komst að þeirri niðurstöðu að við núverandi aðstæður séu samkeppnisleg skil- yi’ði ekki uppfyllt í rekstri hafna. Ráðið beinir því þeim tilmælum til samgönguráðherra að hafnarlögum verði breytt og skapað lagaumhverfi fyrii’ virka samkeppni í rekstri hafna í samræmi við markmið samkeppnis- laga. Tilefni álitsins vai’ erindi Samtaka iðnaðarins sem þau sendu Sam- keppnisráði í júní 1998. í því gerðu Samtökin fjórþætta athugasemd við lögbundna skipan hafnarmála sem þau töldu stangast ó við samkeppnis- lög. I fyi’sta lagi gerðu Samtökin at- hugasemd við samræmda gjaldskrá hjá öllum höfnum, þau bentu á að- staða væri mjög mismunandi milli hafna og því ekki rétt að verð væri hið sama. I öðru lagi sögðu Samtökin þjónustugjöid ekki í samræmi við kostnað við veitta þjónustu. I þriðja lagi var gjaldtaka hjá höfnum sögð mismuna vörutegundum og atvinnu- greinum, hún hygldi t.a.m. útgerð- inni á kostnað annarra atvinnu- greina. í fjórða og síðasta lagi var kvartað um millifærslu tekna milli verkefna inna hafna. Samkeppnisráð óskaði eftir um- sögn ráðuneytisins um erindi Sam- taka iðnaðarins. í kjölfarið skipaði ráðuneytið tvær nefndir, þeirri fyrri var ætlað að fjalla sérstaklega um gjaldskrá hafna og hinni síðari um framtíðarskipulag hafnarmála. Áfangaskýrsla þessara nefnda kom út sl. september og tekur sam- keppnisráð undir þær niðurstöður sem þar koma fram. Kostir frjálsræðis vega þyngra Þar kemur m.a. fram það mat að núverandi lagarammi um gjaldskrá hafna geti ekki leitt til aukinnar hag- kvæmni í rekstri hafna, samræmd gjaldskrá standi í vegi einstakra hafna við að nýta sér rekstrarlega kost sína. Nefndin segir einnig kosti frjálsræðis í starfsemi hafna hljóta að vega þyngra en þau rök sem eru fyrir samræmdri gjaldskrá. Samkeppnisráð tekur undir niður- stöðu áfangaskýrslunnar, en þar kemur fram að við núverandi að- stæður séu samkeppnisleg skilyrði ekki fyi-ir hendi. „Við núgildandi form við gjaldtöku, eignarform, rekstrarform og styrkjakerfi vantar hvata fyrir sveitarfélög, eigendur hafnanna, til að fjárfesta í höfnum með arðbæmi að leiðarljósi. Slík staða leiðir ekki til hagkvæmrar nýt- ingar framleiðsluþáttanna," segir í álitinu. Samkeppnisráð álítur að tillaga um gjaldskrána sem fram kemur í skýrslunni sé mikilvægt skref. í henni felst að gjaldskrá hafna verði gefin frjáls með aðlögunartíma og svigrúmi á aðlögunartímanum til að laga gjaldskrána að aðstæðum ein- stakra hafna. Þessi tillaga getur að mati Samkeppnisráðs „leitt til virkr- ar samkeppni á milli hafna landsins til hagsbóta fyrir eigendurna og við- skiptaaðila, aðra en e.t.v. þá sem sótt hafa niðurgreidda þjónustu til hafn- anna.“ Morgunblaðið/Golli 121 brautskráður frá FB 121 NEMANDI var brautskráður frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í byrjun vikunnar. Athöfnin fór fram í Fella- og Hólakirkju. Kristín Amalds skólameistari flutti yfirlitsræðu þar sem hún gerði grein fyrir starfi haustannar- innar. Pálmar Ólason, kennari við skólann, lék jólalög á orgel kirkjunnar og kór skólans söng undir stjörn Emu Guðmundsdótt- ur. Bestum árangri á stúdentsprófi náði Rúna Björg Sigurjónsdóttir, hagfræðibraut og voru fleiri nem- endum, sem skömðu fram úr í hin- um ýmsu námsgreinum, afhent verðlaun. Kosningar á Alþingi Ný stjórn Ríkis- spítal- anna ÁÐUR en fundum Alþingis lauk voru fjórir fulltrúar og jafnmargir varamenn kosnir í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna til fjögurra ára. Aðalmenn til fjögurra ára verða þau Tómas Möller fram- kvæmdastjóri, Esther Guð- mundsdóttir þjóðfélagsfræð- ingur, Pálmi Ragnar Pálmason verkfræðingur og Margrét Björnsdóttir skrif- stofustjóri. Varamenn voru kjörin þau Sigríður Finsen hagfræðingur, Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnmála- fræðingur, Einar Skúlason tölvunarfræðingur og Ari Skúlason framkvæmdastjóri. Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar Ennfremur voru þau Olafur Oddsson menntaskólakennari, Magðalena Sigurðardóttir skólafulltrúi og Ragnheiður Sigurjónsdóttir forstöðumað- ur kosin aðalmenn í verðlaun- anefnd Gjafar Jóns Sigurðs- sonar til tveggja ára og þær Brynhildur Anna Ragnars- dóttir kennari, Olafía Ingólfs- dóttir skrifstofumaður og Ingibjörg Sigmundsdóttir garðyrkjumaður voru kosnar varamenn. Að síðustu var Kristín Pét- ursdóttir lögfræðingur kosin aðalmaður í útvarpsréttar- nefnd, í stað Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur, til 31. desem- ber 2001. Þingsályktunartillaga lögð fram um nýja vegáætlun fyrir árin 2000-2004 V egaframkvæmdum frestað vegna þenslu í vegaáætlun til næstu íjögurra ára er gert ráð fyrir að vega- framkvæmdum fyrir 585 milljónir verði frestað á næsta ári til ár- sins 2001. Ennfremur verður frestað að taka ákvörðun um ráð- stöfun 126 milljóna króna fjárveitingu sem verja átti á næsta ári. Þetta er gert í þeim tilgangi að draga úr þenslu í efnahagslífínu. FRAMKVÆMDUM í vegamálum fyrir 585 milijónir ki’óna verður frestað um eitt ár til að draga úr þenslu á næsta ári. Þá verða einnig 126 milljónir, sem áætlaðar voru til vegagerðar, geymdar í ríkissjóði þar til ákvörð- un verður tekin um ráðstöfun þeirra. Þetta kemur fram í tillögu til þingsályktunar um vegaáætlun fyr- ir árin 2000-2004. Alls er gert ráð fyrir að rúmir 50 milljarðar renni til vegamála á þessum 5 árum. Tímabundinn samdráttur á höfuðborgarsvæðinu Að sögn Helga Hallgrímssonar vegamálastjóra mun frestun á framkvæmdum koma harðast niður á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þenslan er mest. Hann segir að frestunin sé þó einungis til eins árs og komi aftur til ráðstöfunar árið 2001. Árið 1998 var samþykkt á Alþingi langtíma vegáætlun til ársins 2010 og tekur ný 5 ára áætlun mið af því. Til viðbótar við það sem gert var ráð fyrir í langtímaáætluninni hefur verið bætt við 500 milljónum króna á hverju ári frá 1999 til 2002, að báð- um árum meðtöldum, og eru þessir fjármunir ætlaðir til nýbygginga vega. Helgi segir að einnig verði bætt við verðbótum fyrir árin 2001 og 2002 sem nemi á milli 150 og 200 milljónum króna fyrir hvort ár. Það svigrúm verður notað annars vegar til að auka framlög til viðhaldsmála og hins vegar til að bæta safnvegi, reiðvegi, styrkvegi o.þ.h. í þingsál- yktunartillögunni kemur m.a. fram að mikil þörf sé á að auka fjármagn til reiðvega og er lagt til að fjárveit- ing verði 32 milljónir á næsta ári og hækki í 40 milljónir árið 2004. Vegabætur vegna kristnitöku- hátíðar á Þingvöllum Á nýrri vegaáætlun er gert ráð fyrir 106 milljónum króna til að Ijúka vegaframkvæmdum vegna kristnihátíðar á Þingvöllum á næsta ári, en um 100 milljónum var úthlut- að á þessu ári. Að sögn vegamálast- jóra eru þessar framkvæmdir nauð- synlegar og að ekki hafi þurft að koma til kristnitökuhátíðar til þess að hefja þessar vegabætur. Dýrasti hluti þessara framkvæmda er end- urbætur á Grafningsveginum frá Nesjavöllum og upp á Þingvallaveg og verður hann lagður bundnu slit- lagi. Einnig verða vegimir yfir Ux- arhryggi og Gjábakka lagaðir og Vesturlandsvegur verður breikkað- ur þannig að hægt verður að hafa þar 3 akreinar, tvær í aðra átt en eina i hina, eftir því hvert umferðin liggur. Vegamálastjóri segir að stærsta einstaka verkefnið í kílómetrum tal- ið, sem lokið verður við árið 2000, sé 33 km langur vegarkafli á milli Norður- og Austurlands. Hann hef- ur verið í byggingu á þessu ári og síðasta og verður lokið á næsta ári með bundnu slitlagi. Þá segir Helgi að stefnt sé að því að bjóða út í vetur veginn yfir Vatnaheiðina þvert yfir Snæfells- nesfjallgarðinn. Nýbúið er að bjóða út nokkuð stórt verkefni í suður- hlíðum Fróðárheiðar í átt að Arnar- stapa og jafnframt hefur verið boð- inn út langur kafli í ísafjarðardjúpi. Að sögn Helga er einnig reiknað með að bjóða út á næsta ári Fjarð- arfjallsveg á milli Sauðárkróks og Skagastrandar, haldið verður áfram á Tjörnesi norðan við Húsa- vík, og þannig má áfram telja fram- kvæmdir víða um land. Malbikun hringvegarins að ljúka Á síðastliðnum 20 ái’um hafa veg- ir með bundnu slitlagi lengst úr 270 km í 3,649 km í árslok 1999, eða að meðaltali um 169 km á ári. Aukn- ingin var mest á árunum 1985-1988 eða 266 km á ári. Við lok þessa árs verða 217 km eftir ómalbikaðir af hringveginum, að sögn vegamála- stjóra, sé miðað við að hringvegur- inn liggi um Breiðdal, Breiðdals- heiði og Skriðdal. Sé hins vegar miðað við fjarðaleiðina, þar sem meira hefur verið malbikað vegna kaupstaðanna þar, eru eftir alls 173 km af ómalbikuðum vegum á hring- veginum. Helgi segist reikna með að malbikun hringvegarins ljúki í kringum árið 2005. Með aukinni umferð og þyngri umferð vex kostnaður við viðhald vega með bundnu slitlagi. Þörfin fyrir fjármagn til styrkinga þessara vega er metin á um 450 milljónir króna á ári og gera má ráð fyrir að að fjárþörf til styrkinga vega með bundnu slitlagi muni vaxa um 50 milljónir á næstu árum, en fjárþörf malarvega stendur í stað. Endurbyggingu brúa miðar hægt Rúmlega helmingur brúa í þjóð- vegakerfinu er byggður á árunum 1950-1970. Þessar brýr voru ekki byggðar fyrir þann umferðarhraða eða þann þunga sem í dag fer eftir vegakerfínu. í þingsályktunartil- lögunni kemur fram að endurbygg- ingu þeirra miði hægt og að fjár- veitingar til viðhalds brúa hafi ekki náð að halda í horfinu. Auk þess sé komið að eðlilegu viðhaldi á nokkr- um stórum mannvirkjum sem byggð voru eftir 1970. Vegamálastjóri segir að í lang- tímaáætluninni sé nokkuð gert ráð fyrir eflingu brúargerðar og við- haldi á þeim. Hluti af einbreiðum brúm hefur verið settur inn í svo- kölluð stórverkefni. Það þýðir að einbreiðar brýr á vegarkaflanum frá Vík í Mýrdal og vestur um og norður í Ljósavatnsskarð falla inn- an þess ramma. Einnig er gert ráð fyrir breikkun einbreiðra brúa í sérstakri brúafjárveitingu og þar að auki eru brýr lagaðar og breikkaðar á þeim vegarköflum þar sem fram- kvæmdir standa yfir. Þá er einnig notast við fé af öryggisaðgerða- og smábrúaliðum til að útrýma ein- breiðum brúm, að sögn Helga. „Þannig að við erum sennilega að fækka einbreiðum brúm um 15-20 á ári. Það væri svo sem æskilegt að það gengi hraðar, en í ljósi þess að þörfin fyrir vegaframkvæmdir er svo gríðarlega mikil um allt land er erfitt að einbeita sér algerlega að svona afmörkuðu sviði. Það eru ekki margar einbreiðar brýr eftii’ á þess- um fjölfarna kafla sem ég nefndi, en sumar þeirra eru mjög dýrar eins og Þjórsárbrúin og nokkrar brýr í Húnavatnssýslunni eru stórar,“ segir Helgi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.