Morgunblaðið - 23.12.1999, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Starfsmenn tónlistarskóla Garðabæjar bera einróma yfírlýsingu sína í öll hús í bænum
Garðabær
Gagnrýni á ráðn-
ingu skólastj óra
STARFSMENN Tónlistarskóla
Garðabæjar standa allir að yfirlýs-
ingu þar sem mótmælt er vinnu-
brögðum bæjarstjórnar við ráðn-
ingu Agnesar Löve í starf
skólastjóra frá áramótum.
Skólanefnd tónlistarskólans hafði
mælt með ráðningu Smára Ólason-
ar yflrkennara, og 25 af 36 kennur-
um skólans höfðu skrifað undir
stuðningsyfirlýsingu við Smára.
Við atkvæðagreiðslu í bæjar-
stjórn hlaut Agnes öll atkvæði.
Starfsmenn hafa undirritað yfir-
lýsingu þar sem vinnubrögð bæjar-
stjórnar eru fordæmd. Stefnt er að
því að bera þessa yfirlýsingu út í öll
hús í Garðabæ.
Stórlega misboðið
„Okkur er stórlega misboðið við
framkomu bæjarstjórnarinnar,"
segir Ólafur Elíasson, kennari við
Tónlistarskóla Garðabæjar. „Þessi
kosning er á skjön við eðlilega
stjórnsýslu. Fagleg nefnd, sem er
skólanefnd, á samkvæmt reglugerð
að mæla með umsækjendum sem
bæjarráð á að velja úr. Skólanefnd
komst að þeirri niðurstöðu að Smári
Ólason væri hæfastur og mælti með
honum einum. Kosningin í bæjar-
stjórn virðist hafa farið fram á rúss-
neska vísu án umræðu. Við kennar-
ar teljum það ekki ósanngjarna
kröfu á hendur bæjarstjórnar að
okkur sé valinn yfirmaður sam-
kvæmt faglegu mati,“ sagði Ólafur.
Hann sagði að yfirlýsingu starfs-
mannanna væri ekki beint gegn
Agnesi; „heldur erum við fyrst og
fremst að mótmæla þessari hroka-
fullu misbeitingu valds bæjar-
stjórnar, sem á lágkúrulegan hátt
nær sér niðri á yfirkennaranum
með þessum hætti.“
Ólafur sagðist þarna vísa til þess
að Smári hefði löngum talað fyrir
hugmyndum kennaraliðsins um
málefni og rekstur skólans í sam-
skiptum við bæjarstjórn og ætti
hann mikinn þátt í þeim góða
starfsanda sem væri í skólanum.
Ólafur lagði áherslu á að við skól-
ann væri vel menntað kennaralið
sem hefði staðið fyrir öflugu starfi;
skólinn hefði t.d. á að skipa úrvals-
strengjasveit og blásarasveit og öfl-
ugri söngvaradeild. Nemendur
fluttu óperu fyrir tveimur árum og
hafa spilað inn á geisladisk.
Starfsmenn hafa haldið fund um
málið og þar var yfirlýsing þeirra
samþykkt. Ólafur segir hana verða
borna út í hvert hús í Garðabæ.
„Það segir talsvert um hug okkar í
þessu máli að hver og einn einasti
starfsmaður skrifaði undir,“ segir
hann.
Mikil reiði
Hann segir að bæjarstjórnin hafi
einnig hunsað alla þá vinnu sem
skólanefnd Tónlistarskólans lagði í
að fara yfir umsóknir og ræða við
umsækjendur áður en mælt var
með ráðningu Smára.
Ólafur sagði að mikil reiði væri
meðal kennara skólans vegna máls-
ins og þeir væru slegnir. „Þegar við
fengum að heyra þetta á föstudag-
inn var andrúmsloftið eins og ein-
hver hefði dáið í skólanum," sagði
Ólafur.
Skólanefnd lagði til að Smári yrði
ráðinn til fimm ára en starfsnefnd,
sem skipuð var, mælti með við bæj-
arráð að bæjarstjórn veldi milli
Smára, Agnesar og Sólveigar Önnu
Jónsdóttur, kennara við skólann.
Við skriflega, leynilega kosningu á
bæjarstjómarfundi síðastliðinn
fimmtudag hlaut Agnes Löve, sem
er þekktur píanóleikari og fyrrver-
andi skólastjóri Tónlistarskóla
Rangárvallasýslu, öll greidd at-
kvæði og samþykkti bæjarstjórn að
fela bæjarstjóra að ganga frá ráðn-
ingarsamningi hennar.
Umsækjendur um stöðuna voru
10. Ráðgert er að Agnes taki um
áramót við starfi skólastjóra af
Gísla Magnússyni, píanóleikara,
sem lætur af störfum vegna aldurs.
Gísli hefur verið skólastjóri síðan
1985 og starfað við skólann í um 30
ár.
Morgunblaðið/Golli
Foreldrar barna í 3-U í Smáraskóla hafa sent bæjaryfirvöldum í Kópa-
vogi erindi, þar sem farið er fram á það að leiðin frá Hrísey, sem er hús-
ið í bakgrunni myndarinnar, og að íþróttahúsinu verði lýst. Þóra Björg
Ragnarsdóttir, er nemandi í 3-U.
Foreldrar barna í Smáraskóla
senda bæjaryfírvöldum bréf
Vilja lýsa skólaleiðina
Kópavogur
FORELDRAR bama í 3-U í Smára-
skóla hafa sent bæjaryfirvöldum í
Kópavogi bréf, þar sem farið er
fram á það að gönguleiðin frá vest-
asta húsi skólans og að íþróttahús-
inu í Smáranum verði lýst. Þetta
kom fram í samtali Morgunblaðsins
við Sigríði Karlsdóttur bekkjar-
fulltrúa.
„I dimmasta skammdeginu er
mikið óöryggi fólgið í því að hafa
leiðina að húsinu óupplýsta," sagði
Sigríður. „Þegar vont er veður eru
bömin einfaldlega í hættu, því þarna
er heldur engin gangstétt. Ég veit til
þess að í fyrra, þegar mikill bylur
var úti, lagði aðstoðarskólastjórinn
bflnum sínum við aðkomuna að hús-
inu til að lýsa leiðina fyrir bömin.“
Umrætt hús kallast Hrísey og er
vestasta hús Smáraskólans og mun
eldra en sjálf skólabyggingin. Þór-
hildur Þorbergsd(ít1ir, kennari 3-U,
tók undir orð Sigríðar og sagði að
búið væri að biðja um lýsingu þama
margoft. Hún sagði að þar sem hús-
ið væri vestan megin við Kópavogs-
völlinn hefði húsvörður skólans beð-
ið forstöðumann iþróttasvæðisins
um að kveikja á ljósum við völlinn á
morgnana til að lýsa upp svæðið.
Hún sagði að það væri nú gert, en
samt væri lýsingin ekki nægilega
góð.
Brýnt að bæta úr
ástandinu sem fyrst
„Það er ekkert að því að vera í
þessu húsi, svo Iengi sem skólaleiðin
verður lýst,“ sagði Sigríður beklq'ar-
fulltrúi. „Þar sem bömum í skólan-
um fer ekki fækkandi skilst mér að
þetta hús verði áfram notað sem
skólastofa næstu ár og því brýnt að
bæta úr ástandinu sem fyrst.“
Sigríður sagðist hafa sent bréfíð
til þriggja aðila, þ.e. til fræðslust-
jóra Kópavogsbæjar, bæjarstjóra og
tæknideildar. Bréfin voru send um
miðjan mánuðinn og sagðist hún
ekki hafa fengið nein viðbrögð við
þeim.
Málið var tekið fyrir á bæjar-
ráðsfundi Kópavogsbæjar 16. des-
ember og þar var því vfsað til um-
sagnar fræðslustjóra. Kristinn
Kristjánsson fræðslusljóri sagði í
samtali við Morgunblaðið að næsta
skref væri að hafa samband við
tæknideild og fara ofan í þcssi mál
með henni. Hann sagðist búast við
því að það yrði annaðhvort gert á
morgun eða á milli jóla og nýárs.
0,24 WISI
0,21 WISl
Safír, demantar,
14 kt. hvítagull
Verð ó setti ó mynd
kr. 96.000
Fallegir demantsskartgripir
með safír og demöntum
Komið og sjóið okkar
frábæra úrval
Laugavegi 49 4 Símar 551 7742,561 7740 ♦ Fax 561 7742
“í heild eru sögumar auðlesnar
og skemmtilegar ... og
framvindan létt og leikandi.
Hér er engin tilgerð á ferð...”
“... frásögnin liðast áfram
eins og mjúklína ...”
Sögur Páls eru
gar, hugljúfar
og vel skrifaðar og
einkennast af sannri
frásagnargleði.”
Steinunn Inga Óttarsdóttir, DV
“.. .mun margur hafa
gaman af að lesa
þessar sögur Páls ...
em opnar og
nálægar.”
Erlendur Jónsson, Mbl.
“...alveg stórskemmtilegar sögur, það er
það sem þær eru fyrst og fremst:
Skemmtilegar!”
Þóra Arnórsdóttir, Rás 2
VERK