Morgunblaðið - 23.12.1999, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Fjárhagsáætlun ársins 2000 afgreidd í bæjarstjórn Akureyrar
Skuldir bæjarsjóðs aukast
um tæpar 200 milljónir
FJÁRHAGSÁÆTLUN Akureyrar-
bæjar fyrú- árið 2000 var samþykkt
að lokinni síðari umræðu í bæjar-
stjórn sl. þriðjudag, með atkvæðum
fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Akur-
eyrarlista. Fulltrúar Framsóknar-
flokks og L-lista sátu hjá og þá voru
allar breytingatillögur minnihluta-
flokkanna felldar. Heildartekjur
bæjarsjóðs á næsta ári verða 4.232
milljónir króna, þar af eru skatttekj-
ur áætlaðar 2.457 milljónir króna og
tekjur málaflokka 1.775 milljónir
króna.
Við umræður í bæjarstjórn sagði
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri
að framundan væru viðamikil verk-
Vinnuslys í
Skessugili
VINNUSLYS varð í nýbygg-
ingu í Skessugili á Akureyri
skömmu fyrir hádegi í gær.
Maður sem var við vinnu sína
féll niður af þaki, eina 6 metra
og lenti í snjó, jarðvegi og
spýtnarusli. Maðurinn var
fluttur á slysadeild FSA en að
sögn lögreglu er talið að hann
hafi sloppið nokkuð vel.
efni sem framsækið bæjarfélag
kæmist ekki hjá að framkvæma. I því
sambandi nefndi hann úrbætur í mál-
efnum grunnskólanna, skipulags- og
umhverfismál, leikskólamál, íþrótta-
og æskulýðsmál og menningarmál.
„Mörgum þessara verkefna er sveit-
arfélögum lögum samkvæmt gert að
sinna, önnur snúa að þeirri þróun
sem íbúamir óska hvað mest eftir að
sveitarfélög veiti. Hagstætt árferði,
eins og verið hefur hér á landi síðustu
4-5 árin, dregur ekki úr væntingum
íbúanna á hendur sveitarfélaginu um
aukna þjónustu nema síður sé.“
Áætluð lántaka
lækkar um 155 milljónir
Kristján Þór sagði fjárhagslegt
svigrúm bæjarsjóðs Akureyrar vera
um 350-400 milljónir króna á ári og
yrði að meta þessa stærð í því Ijósi að
ætíð yrðu mörg brýn og fjárfrek
verkefni að bíða úrlausnar. Sam-
kvæmt fjárhagsyfirliti bæjarsjóðs
næsta ár er gert ráð fyrir að Fram-
kvæmdasjóður leggi til bæjarsjóðs
um 155 milljónir króna vegna ýmissa
verkefna sem brýnt er að komi til
framkvæmda að sögn bæjarstjóra og
hefur þetta í för með sér að áætluð
lántaka bæjarsjóðs frá fyrra frum-
varpi lækkar úr 300 milljónum króna
í 145 milljónir.
Samkvæmt ársreikningi bæjar-
sjóðs fyrir árið 1998 eru nettó pen-
ingalegar skuldir bæjarsjóðs, án líf-
eyrisskuldbindinga, um 280 milljónir
króna, eða um 19 þúsund krónur á
hvern íbúa. Kristján Þór sagði að
endurskoðuð áætlun ársins 1999
gerði ráð fyrir að þessar tölur yrðu
um 46 þúsund krónur á hvern íbúa í
árslok þessa árs og nettóskuldir tæp-
ar 700 milljónir króna.
Skuldir á íbúa um 60 þúsund
krónur í árslok 2000
„Sú fjárhagsáætlun sem hér liggur
fyrir gerir ráð f'yrir að nettó skuldir
bæjarsjóðs aukist og verði orðnar
892 milljónir króna eða um 59 þúsund
krónur á íbúa í árslok 2000. Hér er
vissulega um nokkra aukningu
skulda að ræða, svo sem gert var ráð
fyrir í málefnasamningi Sjálfstæðis-
flokks og Akureyrarlista í tengslum
við markmið um auknar fram-
kvæmdir og bætta þjónustu við íbúa
sveitarfélagsins. Þrátt fyrir nokkra
aukningu skulda er fjárhagsstaða
Akureyrarbæjar áfram mjög sterk
og langt innan þeirra marka sem tal-
að er um sem skuldaþol sveitarfé-
laga,“ sagði Kristján Þór.
Til gjaldfærðra fjárfestinga er ráð-
gert að verja alls 403,5 milljónum
króna brúttó, eða 224,5 milljónir
króna að teknu tilliti til 128 milljóna
króna tekna. Til eignfærðra fjárfest-
inga verður varið 424,5 milljónum
króna. Alls fara 118 milljónir króna í
félagsmál og þar af 90 milljónir króna
í byggingu nýs 630 fermetra leik-
Afgreiðslutfmi banka,
sparisjóða og dótturfélaga
dagana 24., 30. og 31. desember og 3. janúar nk.
Lokað á aðfangadag
Vegna ákvæða í kjarasamningi bankamanna verða
afgreiðslustaðir banka og sparisjóða íramvegis lokaðir
á aðfangadegi.
Aldahvörf
Bankar og sparisjóðir hafa lagt mikið á sig til að
tryggja að tölvukerfi þeirra starfi með óbreytmm hætti
þegar árið 2000 gengur í garð. Þrátt fyrir að prófanir
bendi til þess að ekkert fari úrskeiðis telja bankar og
sparisjóðir nauðsynlegt að sýna varúð til að tryggja
hagsmuni viðskiptavina sinna. Afgreiðslustaðir banka
og sparisjóða verða því lokaðir 31. desember 1999 og
3. janúar 2000. í staðinn verða þeir opnir til kl. 18:00
30. desember 1999. Einnig verða eignarleigufyrirtæki,
greiðslukortafyrirtæki og verðbréfafyrirtæki lokuð
þessa daga. Þá hefur verið ákveðið að loka netbönkum
(heimabönkum) og fyrirtækjatengingum frá kl. 23:30
31. desember 1999 til kl. 12:00 1. janúar 2000.
Hægt verður að nota hraðbanka, debetkort og kreditkort eins og vanalega.
skóla, sem áætlað er að taka í notkun
í lok næsta árs. Til fræðslumála er
varið 120 milljónum króna, þar af 56
milljónum til að ljúka nýbyggingu
Lundarskóla, ásamt breytingum á
eldra húsnæði og fleira.
60 milljónir í Amtsbókasafnið
Til menningarmála verður varið 97
milljónum króna og þar af fara 60
milljónir króna í viðbyggingu Amts-
bókasafnsins en þar er gert ráð fyrir
verklokum árið 2002. Alls fara 113
milljónir króna til íþrótta- og tómst-
undamála. Þar af verður 38 milljón-
um króna varið til framkvæmda við
nýbyggingu Sundlaugar Akureyrar,
30 milljónum til byggingar skauta-
hallarinnar og samningsbundið
framlag til Vetraríþróttamiðstöðvar
íslands hljóðar upp á 30 milljónir
króna.
Til gatnaframkvæmda verður var-
ið 130 miUjónum króna, 50 mUljónum
til fráveituframkvæmda og 25 millj-
ónum til upphafs framkvæmda í mið-
bænum. Til heilbrigðismála fara 36
milljónir, þar af 16 milljónir til FSA
og 15 milljónir til framkvæmda við
innisundlaug á Kristnesi. Til rekstr-
ar eigna fara 20 milljónir og þá til
framkvæmda í ráðhúsi bæjarins. Þá
fara 6 milljónir í atvinnumál en þar er
um að ræða framlag til uppbygging-
ar nýs tjaldsvæðis og vetrarútilífs-
miðstöðvar, samkvæmt samkomu-
lagi við Skátafélagið Klakk.
Blaðberar
fá mann-
brodda
GÍFURLEG hálka hefur verið á
Akureyri síðustu daga eftir að fór
að hlána á ný og hafa ökumenn
og gangandi vegfarendur ekki
farið varhluta af því. Þó hefur
verið ótrúlega lítið um slys við
þessar aðstæður. Ingibjörg Júlíus-
dóttir hjúkrunarfræðingur á
slysadeild FSA sagði að þar á bæ
hefðu menn aðeins fundið fyrir
því að fólk hefði orðið fyrir
óhöppum í hálkunni en þó ótrú-
lega lítið miðað við aðstæður í
bænum.
Golfskórnir til margra
nota nytsamlegir
Blaðberar Morgunblaðsins sem
ganga um bæinn með þungar
töskur hafa mátt hafa sig alla við
og sumir hverjir hafa gripið til
sinna ráða. Einn mætti til að
mynda í útburðinn í gærmorgun
klæddur golfskónum sínum og bar
hann sig nokkuð vel. Morgunblað-
ið greip til þess ráðs að senda
blaðberum sinum á Akureyri
mannbrodda, svo þeir kæmust
betur leiðar sinnar f hálkunni.
Guðrún Sigurbjörnsdóttir, sem
ber út í stærsta hverfíð á Akur-
eyri, er hér að máta mannbrodd-
ana á kuldaskó sina og hún vonast
til að þeir komi að góðum notum.
Guðrún sagði að fljúgandi hálka
hefði verið á sinni leið í gærmorg-
un. Hún fór því rólega yfir en var
þeim munlengur að bera út. Guð-
rún sagði að snjóinn hefði tekið
mikið upp en það væri alltaf
vandamál hvað sumir mokuðu illa
eða bara alls ekkert frá híbýlum
sínum.
Morgunblaðið/Kristján
Guðrún blaðberi mátar mannbrodda frá Morgunblaðinu á
kuldaskó sina.
Formlegri dagskrá Jólabæjarins lýkur í dag
Uppákomur í
miðbænum
('f) BIJNAÐARBANKINN
trauslur banki
ÍSLANDSBANKI
s
SPARISJÓÐURINN
-fyrirþigogþína
FORMLEGRI dagskrá Jólabæjar-
ins Akureyrar lýkur í dag, Þorláks-
messu, og verður því boðið upp á líf-
lega dagskrá í miðbænum, auk þess
sem verslanir í bænum verða opnar
til kl. 23.00.
Skemmtidagskráin hefst um kl.
15.30 í dag en þá munu jólasveinar
heilsa upp á börnin í miðbænum, auk
þess sem félagar úr Kór Mennta-
skólans á Akureyri syngja nokkur
jólalög. I kjölfarið munu eldgleypar
sýna listir sínar og Kór Akureyrar-
kirkju syngur jólalög. Éldgleypar
verða aftur á ferðinni um kl. 20 og þá
munu Karlakórinn Geysir og félagar
úr Kór Menntaskólans á Akureyri
taka lagið.
Aðstandendur Jólabæjarins
reikna með að fjöldi fólks leggi leið
sína í miðbæinn, bæði til að ljúka við
jólainnkaupin og eins til að upplifa
þá einstöku stemmningu sem þar
ríkir. Bærinn er fallega skreyttur og
kórarnir munu sjá til þess að koma
fólki í rétta jólaskapið. Aðstandend-
ur verkefnisins eru mjög ánægðir
með hvemig til hefur tekist og eru
jafnframt vissir um að bærinn hafi
staðið undir nafni sem jólabær.