Morgunblaðið - 23.12.1999, Síða 20

Morgunblaðið - 23.12.1999, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Nokkur heilræði við jólamatseldina SÝKLA er víða að finna og hættan á að matvæli innihaldi sýkla er alltaf fyrir hendi. Þeir geta borist á milli matvæla með snertingu sýklameng- aðra matvæla við önnur matvæli eða með höndum, hönskum eða áhöld- um sem hafa mengast. Alifuglakjöt og annað hrátt kjöt má ekki komast í snertingu við önn- ur matvæli við geymslu. Þurrkið blóðvatn frá kjöti og kjúklingum upp með eldhúspappír. Gætið þess sérstaklega við með- höndlun, að hrátt kjöt eða kjötsafi snerti aldrei matvæli sem ekki verða hituð fyrir neyslu. Notið hrein áhöld. Þvoið ætíð hnífa og skurðarbretti þegar skipt er úr einni gerð hráefnis yfir í aðra. Hugið að hreinlæti. Þvoið hendur oft og ætíð eftir salemisferðir, bleiuskipti, umönnun gæludýra og vinnu með hrátt kjöt. Setjið vatns- heldan plástur á sár eða notið vatns- helda hanska. Matreiðsla Með réttri hitun má drepa flesta sýkla sem geta verið í matvælum. Kjöthakk, fars, kjötsneiðar, fisk og fuglakjöt skal gegnsteikja. I gegnsteiktum matvælum hefur hitastig farið yfir 75°C. Safi sem drýpur af kjöti skal að vera tær, fiskur laus frá beinum og engir rauðir blettir mega vera í fuglakjöti. Öruggast er að gegnsteikja allar stórsteikur þannig að hitinn í miðju Hollustuvernd ríkisins mælir með því að eftir- farandi ráðleggingar séu hafðar í huga þegar matbúið er fyrir jólin steikarinnar nái 70°C. Notið steik- ingarhitamæli. Ef halda þarf mat heitum, skal hitinn ekki fara niður fyrir 60°C. Með öðrum orðum; maturinn skal haldast sjóðandi heitur. Kæling Flestir sýklar hætta að vaxa og fjölga sér í kulda. Því þarf að kæla mat hratt og örugglega og geyma hann vel kældan við 0-4C. Setjið kælivörur strax í ísskáp þegar komið er heim úr innkaupa- ferð. Kælið matarafganga strax að máltíð lokinni. Sýklar geta fjölgað sé gríðarlega hratt í mat sem látinn er standa við stofuhita. Kjötrétti, sósur, salöt, eftirrétti og aðra rétti, sem matreiddir eru nokkru áður en þeirra er neytt, skal kæla strax. Stórum skömmtum, sem lengi eru að kólna, þarf að skipta niður í smærri skammta. Til að kæla pottrétti, sósur, súpur og svipaða rétti er gott að setja pottinn í kalt rennandi vatn. Til að ílýta kæl- ingu er gott að hræra öðru hvoru. Hangikjöt, skinku og svipaða rétti, sem borðaðir eru kaldir, skal kæla strax eftir suðu þannig að kjötið nái 0-4°C hitastigi sem fyrst. Þíðið frosinn mat í ísskáp eða á köldum stað. Hafið matinn í ílátum sem tryggja að ekkert leki yfir í önnur matvæli. Geymsluþol Oft er keypt inn til nokkurra daga í senn. Því hefur ferskleiki og geymsluþol matarins mikið að segja. Við innkaupin er hægt að full- vissa sig um að matvælin séu fersk með því að líta á merkingar sem segja til um pökkunardag og geymsluþol. Gæta þarf sérstaklega að geymsluþolsmerkingum, hráiTa matvæla, sem þarf að hita fyrir neyslu, og tilbúinna matvæla, sem neytt er án hitunar (t.d. brauð- álegg). Athugið að geymsluþols- merkingin gildir ekki ef matvæli eru geymd við rangt hitastig eða ef um- búðir eru opnaðar. Matvælum er oft pakkað í loft- tæmdar (allt loft hefur verið fjar- lægt) eða loftskiptar (í stað lofts er komin gasblanda) umbúðir. Þetta er gert til að stöðva vöxt baktería sem skemma matvæli. Maturinn getur því lyktað vel, þrátt fyrir að geymsluþolið sé útrunnið. Sumir sýklar geta vaxið í lofttæmdum eða loftskiptum umbúðum. Því ætti ekki að neyta viðkvæmra matvæla eftir síðasta söludag. Ráðleggingar við matreiðslu á j ólahangikj ötinu FLEST heimili landsins halda í þann sið að snæða hangikjöt á jóladag. Þeir sem eru að halda sín fyrstu jól upp á eigin spýtur hafa það ef til vill ekki á takteinunum hvernig best beri að matreiða jóla- hangikjötið og því er ekki úr vegi að gefa góð ráð til þess. Leiðbeiningastöð heimilanna gefur upplýsingar um hvert það sem varðar heimilishald. Þar feng- ust upplýsingar um hina vinsælu jóladagsmáltíð. Til að byrja með er gott að miða við að kaupa kjöt sem nemur 200- 250 g á mann. Fjögurra manna fjölskylda þyrfti því úrbeinað hangilæri sem vegur um eitt kíló. Mælt er með því að setja kjötið í sjóðandi vatn og sjóða það í u.þ.b. 45 mínútur á hvert kíló. Sumir vilja þó setja hangikjötið í kalt vatn og láta suðuna koma hægt upp, en þá verður að stytta suðu- tímann töluvert. Tveggja kílóa hangilæri þarf því um 1V4 klst. suðu ef það er sett í sjóðandi vatn. Margir mæla með því að þegar suðu er lokið, sé hangikjötið kælt í um 2 klst. í soðinu áður en það er sett í ísskáp. Við það verði það mýkra og meyrara og auðveldara verði að skera það. Hæg kæling varhugaverð Hjá Hollustuvernd ríkisins feng- ust hins vegar þær upplýsingar að svo hæg kæling væri varhugaverð og ráðleggur Hollusturvernd fólki eindregið frá því að kæla kjötið í soðinu. Lykilatriðið sé að kæla það eins hratt og við verður komið því það sé viss hætta á matareitrunum ef kjötið er kælt hægt í soðinu. Það megi alltaf gera ráð fyrir því að ýmis bakteríugró geti borist í kjötið og náð að vaxa upp og valda matareitrunum ef kjötið er ekki meðhöndlað rétt. Því er mælt með því að kjötið sé kælt í ísskáp. Best sé þó að láta mestu gufuna fara af því áður, það taki um tíu mínútur og setja það svo strax að því loknu inn í ísskáp. Uppskrift að uppstúf Hjá Leiðbeiningastöðinni feng- ust einnig þær upplýsingar að tals- vært væri hringt inn til þess að fá uppskrift að uppstúf sem bera ætti fram með hangikjötinu og látum við það fylgja hér með. Það er ætl- uð fjórum. 2 msk. smjörlíki 3 msk. hveiti 3-4 dl mjólk Smjörlíkið er brætt, hveitinu stráð út í og hrært vel. Mjólkinni er síðan hellt hægt saman við og hrært vel á meðan. Þetta er bragð- að til með salti og ef til vill smá sykri og sumir nota einnig múskat til þess að bragðbæta. Uppstúf er hægt að gera að morgni jóladags, eða jafnvel degi áður en ætlað er að bera það fram. Þá er gott að strá sykri yfir til þess að forðast að myndist skán. Við geymslu þykknar uppstúfið og því þarf að þynna það með mjólk þegar það er hitað upp. Nýtt Italskar jólakökur NÝTT á markaðnum eru ítalskar jólakökur, svokallaðar Panforte- kökur, og eni ávaxta- og hnetukök- ur. Kökur þessar þykja ómissandi á jólaborðum ítala og eru í fyrsta sinn fáanlegar á íslandi, segir í tilkynn- ingu frá innflytjanda. Þær eru fram- leiddar á Ítalíu og fást í nokkrum stærðum. Þær má finna í Nóatúni í JL-húsinu. Innflytjandi er Kísill hf. Vorð Vorð Tilb. á nú kr. áður kr. mœlie. ll-ll-búðirnar Gildirtil 30. desember I SS birkir. hangil.+Celebration konf. 1.798 nýtt 1.798 kg| SS dilkahambhr. 878 1.099 878 kg 1 Goða bayonneskinka 898 1.198 898 kg| Reyktur lax% flök, ísl. matv. 1.298 1.948 1.298 kg I Graflaxttflök, fsl. matv. 1.298 1.948 1.298 kg | Graflaxsósa 139 178 556 Itr I Jólaostakaka m/trönuberjum 797 849 797 st. | Mjúkfs 21, van./súkk./pecanhn. 498 585 249 kg HAGKAUP Gildirtil 24. desember ] Bayonneskinka 898 1.169 898 kg| After Eight, 400 g 399 482 998 kg | Kjörís ísterta m/kókos og súkkul. 398 569 398 st. | Frón ískex 250 g 129 169 516 kg | Sýröur rjómi 36%, 200 g 129 142 645 kg| Sýrður rjómi 18%, 200 g 119 130 595 kg | Jólaskyr ,150 g 59 61 590 kg | Ferskur kjúklingur 449 630 449 kg /íj'Sm07 ' TILBOÐIN y,- » Verð nú kr. HRAÐBÚÐIR Essó Gildir til 31. desember Verð éðurkr. Titb. á mælio. I Gevalia rauður, 250 g 149 200 596 kg I Prestige konfektkassi, 500g 899 1.199 1.800 kg I Góu rúsínupokar, 100 g 69 90 690 kg| Góu hraunbitar, 100 g 89 110 890 kg 1 Maarud paprikuflögur, 100 g 119 159 1.190 kg | Maarud sour/onion-flögur 100 g 119 159 1.190 kg 1 Maarud salt/pipar+ 1 tr kók 249 249 st. | NÝKAUP Gildir til 24. desember I Goða bayonneskinka 958 1.198 958 kg| Goða london lamb 798 998 798 kg | Isl matv. reyktur oggrafinn lax 1.298 1.948 1.298 kg | Villigæsir 1.698 1.998 1.060 kg Verð núkr. Verð áðurkr. Tilb. á mælie. 1 Ora grænar baunir V4 dós 49 69 153 kg| Beauvais rauðkál, 600 g 78 98 130 kg | Græn epli 98 198 98 kg | Merrild kaffi noir, 500 g 299 398 598 kg SELECT-verslanir Gildir til 29. desember I Celebrations, 285 g 549 nýtt 1.926 kg | Freiu Twist, 160 g 249 333 1.556 kg I Freyjujólapoki, 150 g 179 nýtt 1.193 kg| Partýmix m/salti og pipar, 170 g 199 nýtt 1.171 kg | Select-kaffi og amerískur hringur 99 135 99 st. | Gatorade, 500 ml. 129 149 258 Itr 1 Pepsi,2ltr 169 235 338 Itr! UPPGRIP - verslanir OLÍS Desembertilboð I Toblerone, 100 g 129 175 1.290 kg| Egils orka, 0,5 Itr 95 135 190 Itr 1 Twistkonfektpoki, 160 g 199 249 1.244 kg | Mikil talgæði - Frí skráning - Lægri rekstrarkostnaður iapan......kr. 18,89 mínútan *Verð án viðbótargjalds fyrir innanlandssímtal v® Landsnet 1 1|P§|[fj http://www.landsnet.is § < Landsnet ehf. Hafnarstræti 15 101 Reykjavík i Sími 562 5050 Fax 562 5066 Æsispennandi oq rammístensW œvintqri í móli mei jrábœrum mqndum Gunnars Kar sem qefa Grqlu eq Leppatúöa nqtt líf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.