Morgunblaðið - 23.12.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.12.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 21 ÚRVERINU Fiskimerki vekja athygli í Eyjaálfu LAUSNIR hátæknifyrirtækisins Stjörnu-Odda hafa vakið athygli hafrannsóknarmanna frá Nýja Sjá- landi og Ástralíu. Vörur fyrirtækis- ins eru háþróuð fískimerki, sem eru minni og mæla meira en önnur merki á markaði. Einnig er fyrirtækið að þróa staðsetningarmerki og neðans- jávarmerkibúnað, búnað sem gerir rannsóknaraðilum kleift að merkja fískinn án þess að veiða hann fyrst. Framkvæmdastjóri Austral Fish- eries, Richard Elvin, kom til lands- ins ásamt Sigurgeir Péturssyni fyrr- um skipstjóra, sem starfar í dag sem framkvæmdastjóri Hampiðjunnar á Nýja-Sjálandi og er Sigurgeir jafn- framt í nefnd sem annast stofn- stærðarmat fyrir suðurskautssvæð- ið, „Sub-Antarctic fisheries Assess- ment Greoup“. Sigurgeir hefur fylgst vel með málefnum Stjörnu- Odda í gegnum íslenska fjölmiðla og upplýst vísindamenn á svæðinu um þau verkefni sem Stjörnu-Oddi vinn- ur að. Félagið Austral Fisheries er leiðandi í skynsamlegri nýtingu auð- lindanna á því hafsvæði og eyðir stórfé í rannsókntr og samvinnu við vísindamenn, hér eru því augljós sóknarfæri fyrir Stjörnu-Odda á svæðinu. Samstarf við Kongsberg Simrad Stjörnu-Oddi er þessa mánuðina að leggja lokahönd á þróun neðan- sjávarmerkingarbúnaðar og tekur framleiðsluþróun við og markaðs- setning á vörunni. Búnaður þessi er sérhannaður fyrir notkun á karfa, en það er ekkert því til fyrii'stöðu að með breytingum passi hann fyrir aðrar físktegundir. Þess má geta að Stjörnu-Oddi hefur sótt um einka- leyfi á búnaðinum. Markaðssetning Stjörnu-Odda á neðansjávarmerk- ingarbúnaðinum hefst í byrjun árs- ins 2000. Nýlega var gert samkomulag við Kongsberg Simrad um þróun á raf- eindamerkjum sem geta numið stað- setningu og byggist á þeirri tækni að GPS-staðsetning skips er send niður í hafið gegnum sónarbúnað skipsins. Þessari tækni hefur Stjörnu-Oddi sótt um einkaleyfi á og auðveldar það félaginu verulega að ná sam- komulagi við stór fjölþjóðleg félög eins og Kongsberg-samsteypuna. Munu félögin hvert fyrir sig og saman markaðssetja staðsetning- arrafeindamerkin og viðeigandi són- arbúnað um allan heim, með sam- starfinu fær Stjörnu-Oddi aðgang að einu af öflugustu markaðsnetum heims á þessu sviði. Fjármögnun fyrir- tækisins lokið Á miðju árinu 1999 jókst fjöldi hluthafa í Stjörnu-Odda í tuttugu og fimm talsins, af nýjum hluthöfum er Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins stærstur með um 23% af heildar- hlutafé félagsins, ellefu útgerðarfé- lög eru á meðal hluthafa og er Grandi hf. þeirra stærstur. Það hlutafé sem boðið var út var boðið völdum fjárfestum og seldist það allt. Markmið hlutafjárútboðsins var að afla félaginu fjár til þess að að efla þróunargetu þess og koma lausnum þess á markað. „Stjörnu-Odda menn líta með eldmóði inn í framtíðina þar sem þeir telja að þörfin fyrir lausnir félagsins muni stóraukast á næstu misserum með auknum kröfum sam- félagsins og neytenda þar sem gerð verður krafa til sjálfbærra auð- linda,“ segir í frétt frá fyrirtækinu. ÞAÐ lá vel á áhöfninni á Arnari HU þegar skipið kom í land úr síðasta túr ársins í gærmorgun. Þeir höfðu líka ærna ástæðu til að fagna því aflaverðmætið eftir árið er einn milljarður og 25 milljónir. Náðist á ellefu mánuðum Þetta er nýtt met í fiskveiðum okkar íslendinga því ekkert skip hefur áður skilað svo miklu aflaverð- mæti á einu ári. Reyndai- náðist þessi árangur á íúmum 11 mánuðum því Arnar fór ekki út í fyrsta túr ár- sins fyrr en upp úr miðjum janúar og hann mun ekki verða á sjó milli jóla og nýárs. Tekið var á móti áhöfninni með kampavíni og konfekti þegar hún kom í land. Jóel Kristjánsson fram- kvæmdastjóri Skagstrendings hf. og Adolf H. Berndsen stjómarformað- ur þökkuðu áhöfninni vel unnin störf og frábæran árangur og skálað var fyrii’ Islandsmetinu og fyrir áfram- haldandi velgengni á nýju ári. Jafnt og gott allt árið Árni Sigurðsson er skipstjóri á Arnari og Guðjón Guðjónsson er af- leysingaskipstjóri. Þeir félagar þakka fyrst og fremst góðri áhöfn og góðri kvótastöðu þennan frábæra ár- angur. Einnig hefur verðið á afurð- unum verið í hámarki og góður rekstur á útgerðinni. „Þetta hefur verið svona jafnt og gott allt árið. Það má segja að allt hafi gengið upp. Nægur kvóti, valinn maður í hverju rúmi, engar óvæntar frátafii- og verðin í hámarki," sagði Árni. Uthaldsdagar Arnars urðu 290 á ái-inu og meðalafli á veiðidag var 21,7 tonn. Samtals aflaði Arnar 6.300 tonna upp úr sjó á þessum 290 dög- um en meðalaflaverðmæti var um 3,5 milljónir á dag. Skipting aflans var þannig að um 60% hans var þorskur en 40% aðrar tegundir. Hásetahlut- ur ársins er rúmar 10 milljónir en skiptakerfi er. í gangi hjá áhöfninni þannig að menn eru á sjó tvo túra en fara síðan einn túr í frí. , _ Morgunblaðið/Olafur Bemódusson Islandsmeistarar í aflaverðmæti. Ahöfn Arnars HU kampakát eftir að skipið kom í höfn á Skagaströnd í gærmorgun. Milljarður í höfn Bókaáritanir t versluti Máls og menningar Laugavegi 18 Ólafur Jóhann Ólafsson áritar Slóð fiðrildanna milli kl. 17 og 18 í dag í versluninni að Laugavegi 18. Páíl Valsson áritar œvisögu Jónasar Hallgrtmssonar milli kl. 16 og 17 í dag í versluninni að Laugavegi 18. Mál og menning www.malogmenning.is • Laugavegi 18 • Sími 515 2500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.