Morgunblaðið - 23.12.1999, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 23.12.1999, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Ferðamenn fá að kenna á öryggisviðbúnaðinum Jerúsalem. AP. ísraelskur lögreglumaöur aðstoðar ferðamann í gamla borgarhlutanum í Jerúsalem. Lögreglan er með mikinn viðbúnað í borginni vegna hugsanlegra hermdarverka um hátíðarnar. LÖGREGLAN í Jerúsalem er með mikinn viðbúnað vegna hættunnar á að átök blossi upp í gamla borgar- hlutanum þegar hundruð þúsunda kristinna manna, gyðinga og músl- ima flykkjast þangað á gamlársdag. Rúmlega 300 myndavélum hefur verið komið fyrir í gamla borgarhlut- anum til að fylgjast með mannþröng- inni. Ráðgert er að 12.000 lögreglu- menn, átján sinnum fleiri en venjulega, haldi uppi eftirliti á göt- um borgarhlutans á gamlársdag. Sá dagur verður mjög sérstakur fyrir kristna menn, gyðinga og músl- ima. Búist er við að kristnir menn flykkist til gamla borgarhlutans um áramótin til að halda upp á árþús- undaskiptin. Gamlársdagur er einn- ig síðasti föstudagurinn í föstumán- uði múslima og gert er ráð fyrir að hundruð þúsunda múslima taki þátt í bænasamkomum í E1 Aksa-mosk- unni þann dag. Hvfldardagur gyð- inga hefst einnig um kvöldið og við- búið er að heittrúaðir gyðingar streymi þá að Grátmúrnum. Tugnm kristinna manna vísað úr landi Yfirvöld í ísrael hafa mestar áhyggjur af því að hópar kristinna manna, sem trúa því að dómsdagur sé í nánd, komi saman í gamla borg- arhlutanum til að svipta sig lífi eða beita ofbeldi í því skyni að flýta fyrir endurkomu Krists á dómsdegi. Tug- ir kristinna manna hafa því verið handteknir og fluttir úr landi. Lögreglan óttast ennfremur að hægrisinnaðir gyðingar reiti músl- ima til reiði með árás á E1 Aksa- moskuna, þriðja helgasta stað músl- ima. Yfirvöldin hafa einnig áhyggjur af herskáum múslimum, sem eru taldir hafa undirbúið hermdarverk gegn Bandaríkjamönnum og Israelum. Hættan á ofbeldi setur ísraela í vanda því þeir vilja laða að ferða- menn og öryggisviðbúnaðurinn hef- ur mælst misjafnlega fyrir meðal þeirra. Sumir ferðamannanna eru sáttir við öryggiseftirlitið og telja það nauðsynlegt en öðrum þykir lög- reglan hafa gengið of langt. Einn þeirra, Ramon Rodgers, 36 ára kaupsýslumaður frá Bahamaeyj- um, var handtekinn á Píslarvegi Krists og yfirheyrður í fjórar klukkustundir vegna þess að klæða- burður hans -hvítar buxur, her- mannajakki og sandalar - þótti grunsamlegur. „Ég vil komast héðan sem allra fyrst og kem hingað aldrei aftur,“ sagði hann og kvaðst hafa bókað flugfar til heimalandsins dag- inn efth'. „í öðrum löndum þurfa menn ekki að sanna að þeir séu löghlýðnir," sagði Emilio Barcena, prestur sem starfar við upplýsingamiðstöð í gamla borgarhlutanum. „Hér liggja menn undir grun þar til þeir sanna að þeir séu ekki illmenni." Lögreglan í Jerúsalem herðir öryggiseftirlitið Kumaratunga endur- kjörin forseti Sri Lanka Reuters Chandrika Kumaratunga, forseti Sri Lanka, heilsar munkum í embætt- isbústað sínum í Colombo eftir að hafa svarið embættiseið. Bandaríkin Strangari reglugerð um út- blásturs- kerfí bfla Washington. AP. BÚIST er við að forseti Bandaríkj- anna, Bill Clinton, kynni á næstunni strangari reglur um útblástur bfla, m.a. jepplinga. Með reglugerðinni er stefnt að því að útblástur af völdum bíla minnki um 90% á næsta áratug og er nú í fyrsta skipti gert ráð fyrir að reglu- gerðin nái til jepplinga og minni vörubfla. Blaðafulltrúi Hvíta húss- ins, Joe Lockhart, hefur ekki viljað að staðfesta þessar upplýsingar. Brennisteinsinnihald í dísilolíu verði minnkað Skrifstofa umhverfisvemdarmála, EPA, mun þá fylgjast með að bens- ínframleiðendur dragi úr brenni- steinsmagni í bensíni um allt að 90%. EPA er einnig með ráðagerðir uppi um að sett verði reglugerð sem kveð- ur á um minna brennisteinsinnihald í dísilolíu, en margir bflaframleiðend- ur líta í æ ríkara mæli til dísilolíu sem eldsneytis framtíðarinnar. Á við flestar gerðir eftir 2004 Gert er ráð fyrir að reglugerðin um útblástur bifreiða eigi við flestar þær bílgerðir sem framleiddar verða frá árinu 2004, en lengri frestur verði þó gefinn fyrir stærri bifreiðar sem munu hafa til ársins 2009 til að- lögunar. Colombo. AP, AFP. CHANDRIKA Kumaratunga sór embættiseið forseta Sri Lanka í gær eftir að hafa verið endurkjörin í emb- ættið í kosningum á þriðjudag. Þremur dögum áður hafði hún særst lítilsháttar þegar tamflskur aðskiln- aðarsinni reyndi að ráða hana af dög- um og morðtilræðið kann að hafa ráðið úrslitum í kosningunum þar sem talið er að margir hafi kosið Kumaratunga vegna samúðar með henni. Kumaratunga var með sáraum- búðir á öðru auganu vegna morðtil- ræðisins þegar hún sór embættiseið- inn á heimili sínu í Colombo. Hún áréttaði loforð sín um að beita sér fyrir friði í landinu og skoraði á Ta- mfla að hafna „ofbeldi og hatri“ skæruliða sem beijast fyrir sjálf- stæðu ríki Tamfla í norðausturhluta landsins. „Enginn á jörðinni er jafn staðráðinn og ég í að binda enda á þessar hörmulegu og tilgangslausu blóðsúthellingar og eyðileggingu,“ sagði hún. Kumaratunga fékk 51,12% at- kvæðanna og helsti keppinautur hennar, Ranil Wickremesinghe, 42,7%. Níu aðrir voru í framboði og annað val kjósenda þeirra hefði ráðið úrslitum ef Kamaratunga hefði ekki fengið meirihluta atkvæðanna. Forsetinn fékk mun meira fylgi í kosningunum árið 1994, eða 62%, og stjórnmálaskýrandinn Jayadeva Uyangoda, við Colombo-háskóla, sagði að skilaboð kjósendanna væru skýr; Kumaratunga yrði „reyna að endurheimta traust tamílsku þjóðar- innar með pólitískum ráðum í stað þess að beita hervaldi". Kumaratunga lofaði fyrir kosning- arnar árið 1994 að binda enda á stríð- ið, sem hefur kostað 61.000 manns lífið á sextán árum, en átökin hörðn- uðu eftir að hún fyrirskipaði hernum að hefja mikla sókn gegn skærulið- unum í norðausturhluta landsins. Tamflsk kona reyndi að ráða Kum- aratunga af dögum á kosningafundi í Colombo á laugardag en forsetinn slapp naumlega. Konan reyndi að faðma forsetann en verðir drógu hana í burtu og skömmu síðar sprakk sprengja sem hún hafði falið innan klæða. Rúmlega 20 manns biðu bana í tilræðinu. Nokkrir fréttaskýrendur leiddu getum að því að morðtilræðið hefði bjargað Kumaratunga þar sem hún hefði fengið atkvæði margra kjós- enda, sem höfðu ekki gert upp hug sinn fyrir tilræðið og eru taldir hafa viljað votta henni samúð sína með því að kjósa hana. Margir stjórn- málaskýrendur telja að Wickremes- inghe hafi haft forskot á forsetann fyrir tilræðið. Ásakanir um viðamikið kosningamisferli Kjörsóknin var um 73% þótt ta- mílskir skæruliðar hefðu reynt að hræða fólk frá því að kjósa með því að hóta árásum á kjörstaði. Óháð eftirlitsnefnd sagði að ógilda þyrfti kosningarnar og endurtaka þær í norðausturhluta landsins vegna viðamikils kosningamisferlis. Hún sagði að mörg dæmi væru um að stuðningsmenn frambjóðendanna hefðu stolið skráningarkortum kjós- enda og notað þau til að greiða at- kvæði. Þá hefðu víða verið settir upp vegartálmar til að hindra að fólk kæmist á kjörstaði. Fangelsi fyrir sæl- gætissmygl DÓMSTÓLL í Saudi-Arabíu hefur dæmt farandverkamann frá Filippseyjum til fjögura mánaða fangelsisvistar og til að þola 75 svipuhögg fyrir að hafa reynt að smygla súkkulaðimol- um með vínfyllingu inn í landið. Samkvæmt lögum landsins, sem byggja á íslömskum rétti, er refsivert að hafa áfengi um hönd. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu mannréttindasamtak- anna Amnesty Intemational í Svíþjóð var maðurinn handtek- inn 23. september síðastliðinn á flugvellinum í höfuðborginni Ri- yadh en hafði keypt sælgætið skömmu áður þegar flugvélin sem hann var farþegi í millilenti á flugvelli í nágrannaríkinu Bahrain. Fulltrúar samtakanna fóru á þriðjudag í sendiráð Saudi-Arabíu í Stokkhólmi og færðu sendiherranum öskju af súkkulaðimolum og bréf þar sem yfirvöld í landinu voru hvött til að milda refsinguna yfir manninum. Lést af völd- um geisla- virkni STARFSMAÐUR kjamorku- vers þar sem geislavirkni varð laus í september síðastliðnum lést á þriðjudag á sjúkrahúsi í Tókýó. Maðurinn var 35 ára og hafði legið þungt haldinn frá því að mannleg mistök við með- höndlun kjamorkueldsneytis ollu því að starfsmenn urðu fyrir geislavirkni. Komið hefur í ljós að starfsmenn hunsuðu ítrekað öryggisreglur í kjarnorkuverinu til að flýta fyrir sér við vinnu. Maðurinn er sá lyrsti sem lætur lífið af völdum óhapps í kjarn- orkuveri í Japan. • • Oflugur jarðskjálfti á Jövu AÐ MINNSTA kosti fjórir biðu bana og rúmlega 200 slösuðust þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir eyjuna Jövu í Indónesíu í fyrrakvöld. Skjálftinn mældist 6,4 stig á Richterskvarða og hundrað húsa skemmdust eða eyðilögð- ust í nokkrum þorpum á vestur- hluta eyjunnar. Skjálftamiðjan var undir Ind- landshafi, um 230 km suðvestur af Jakarta. Skjálftans varð vart í borginni en mun ekki hafa vald- ið tjóni þar. Skjálftasvæðið er nálægt Krakatá, eldfjalli á Súndasundi milli Súmötra og Jövu. Jarð- skjálftai- era algengir í Indónes- íu og þrír snarpir skjálftai- hafa riðið yfir afskekkt svæði á Súm- ötra frá 18. september. Ný ríkis- stjórn á Italíu NÝ ríkisstjórn miðju- oghægri- manna var mynduð á Ítalíu í gær undir forystu Massimos D’Alema. Fyrri ríkisstjóm D’A- lemas missti meirihluta sinn á þingi á mánudag þegar smá- flokkur sem átti aðild að henni, Þriggja laufa smárinn, hætti þátttöku. Nýja ríkisstjórnin verður sú 57. í röðinni á Italíu frá lokum seinni heimstyrjaldai-.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.