Morgunblaðið - 23.12.1999, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 23
Fjölskylda lést
í gassprengingu
KONA og tvö börn hennar létust í
gassprengingu sem varð í einbýlis-
húsi í Skotlandi í gær, skammt suð-
austur af Glasgow. Að auki var
heimilisföðurins saknað um miðjan
dag í gær og stóð yfír leit í rústum
hússins. Hann er talinn af.
Lögregla rýmdi hverfið eftir að
sprengingin varð og skrúfaði fyrir
gasleiðslur þar. Sprengingin er
sögð hafa verið gífurlega öflug og
urðu skemmdir í a.m.k. 10 nær-
liggjandi húsum. A myndinni má
sjú slökkviliðsmenn að störfum í
húsarústunum þar sem eldur kom
upp í kjölfar sprengingarinnar.
Flugslysið í Gvatemalaborg
Bj örgunarstörfum
haldið áfram
Gvatemalaborg. AP.
L JOST er að minnsta kosti 26 manns
létust þegar kúbverskri DC-10
breiðþotu hnekktist á í lendingu á La
Aurora flugvellinum í Gvatemala-
borg á þriðjudag. Að sögn yfirvalda
er viðbúið að tala látinna eigi eftir að
hækka enn frekar.
Vélinni hnekktist á í lendingu með
þeim afleiðingum að hún rann út af
flugbrautinni og lenti á íbúðarhúsum
í La Libertad, fátækrahverfi sem
stendur nærri flugbrautarendanum.
Níu hinna látnu voru íbúar La Liber-
tad. Björgunarsveith- héldu áfram
leit í gær eftir að leit var frestað að-
faranótt miðvikudags vegna ótta við
að rafmagnsneistar leitarljósa lentu í
eldsneytishafi sem liggur yfir flug-
brautinni.
Ekki liggur fyrir hver orsök slyss-
ins var. Yfirmenn flugvallarins
sögðu í fyrstu að flugvélin hefði
runnið á regnblautri brautinni, en
flugmálastjóri, Mario Grajeda, sagði
síðar að flugstjórinn kunni að hafa
misreiknað lengd flugbrautarinnar.
298 farþegar voru um borð í flug-
vél Cubana de Aviacion og voru flest-
ir farþeganna læknanemar frá Gvat-
emala á leið heim í jólafrí. „Allir voru
ánægðir og hlökkuðu til að komast
heim fyrir jól, þegar vélin hrapaði
allt í einu,“ sagði Edgar Amilcar
Morales blaðamaður, sem var í hópi
þeirra sem lifðu flugslysið af. Vitað
er að um 70 manns slösuðust í óhapp-
inu.
Fjögur ár eru síðan DC-8 flutn-
ingavél rann út af sama brautarenda
með þeim afleiðingum að átta íbúar
La Libertad-hverfisins létust. Yfir-
völd segja ekki víst að tengsl séu
milli slysanna.
Japan
Héraðsstjóri
segir af sér
Osaka. AFP.
HÉRAÐSSTJÓRINN í Osaka
í Japan sagði af sér á þriðjudag,
nokkrum klukkustundum áður
en saksóknari birti honum
ákæru fyrir að hafa gerst sekur
kynferðislega áreitni.
Knock Yokoyama, sem starf-
aði sem skemmtikraftur áður
en hann var kjörinn fylkis-
stjóri, hafði í síðustu viku verið
dæmdur til að greiða sem svar-
ar átta milljónum króna í
skaðabætur fyrir kynferðislega
áreitni. En dæmt er í máli hans
sem sakamáli á núverandi
dómsstigi. Málið þykir eitt
stærsta kynlífshneyksli sl. 10
ára í Japan og er Yokoyama
gefið að sök að hafa káfað á
stúlku í bíl, þegar hún starfaði
fyrir hann í kosningabaráttu nú
ívor.
Yokoyama hafði áður litið
fram hjá ávítum héraðsstjórnar
Osaka, en sagst mundu segja af
sér yrði hann formlega ákærð-
ur fyrir lögbrot. Fjölmiðlar
náðu ekki tali af Yokoyama
vegna afsagnar hans, en hann
var lagður inn á sjúkrahús á
mánudag vegna verkjar í
bijósti. Var hann sagður úr-
vinda og við slæma heilsu.
Yokoyama var fyrst kjörinn
héraðsstjóri Osaka fyrir fjórum
árum þegar hann sigraði óvænt
í héraðsstjórakosningum og
voiti úrslit kosninganna sögð
endurspegla óánægju almenn-
ings með hefðbundna
flokkakerfið.
Fallegar og vandaðar
ullarpeysur frá
Barbouri
í miklu úrvali
{$/teÁ'Aa ótufm
[g^ Laugavegl 54 S. 552 2535 ^
Á
sm
Jóiatálboð Fálkans
á sæi
og ko
á
(iólatilboð
i II. w.uiiiiur i, iiviL jíciig Gemini, hvít sæng Kr 9,98©^T<r iu.oou,- Kr 7.920,- kr
Orion, hvít sæng r 7.120,- kr
Exchlusive, hvít sæng .kOOO^r 5.592,- kr
Sirius koddi 2.680,- kr
Orion koddi i2Q8^1<r 2.560,- kr
Exchlusive koddi 2.320,- kr
Þekking Reynsla Þjónusta
Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími: 540 7000
Fax: 540 7001 • Netfang: falkinn@falkinn.is
Lif fl u jólm
í verslun Símans ámiilla 27
klukkan 17:00 í dag
Herhergi 313 með
Landi & Sonum á
Ótrúleg tilboð
á heimilissimum
Handfrjáls búnaður
Bilhleðslutæki
Leðurtaska
á aðeins !li®ÖS0kr.
Borðhleðslutæki
á aðeins kr.
Búnaðurinn er 61 fyrir flestar gerðir GSM síma. Tilboðin gilda á meðan birgðir endast.
Jólasveinar koma í heimsókn
Óvæntur glaðningur fyrir börnin
SÍMINN-GSM