Morgunblaðið - 23.12.1999, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 25
Reuters.
Sveppalaga ský rís yfir Nagasaki eftir að kjarnorkusprengju hafði verið
varpað á borgina 9. ágúst 1945.
Merkustu atburðir
20. aldarinnar
BANDARÍSKA fréttastofan Associ-
ated Press hefur tekið saman lista
yfir tíu merkustu atburði aldar-
innar og er hann byggður á skoð-
anakönnun meðal 71 (jölmiðils í 36
löndum sem skipta við fréttastof-
una. Fer hann hér á eftir:
1. Bandaríkjamenn varpatveim-
ur kjarnorkusprengjum á Japan
1945. Japanir gefast upp og síðari
heimsstyrjöld lýkur.
2. Rússneska byltingin og valda-
taka kommúnista 1917.
3. Heimsstyijöldin síðari hefst
með innrás Þjóðveija í Pólland
1939.
4. Bandariski geimfarinn Neil
Armstrong gengur á tunglinu 1969.
5. Fall Berlínarmúrsins 1989
boðar endalok Sovétríkjanna.
6. Þjóðverjar gefast upp fyrir
bandamönnum 1945. Hryllingur út-
rýmingarbúðanna verður öllum
ljós.
7. Morðið á Ferdinand erki-
hertoga 1914 hrindir af stað fyrri
heimsstyrjöld.
8. Wright-bræður verða fyrstir
til að fljúga vélknúinni flugvél
1903.
9. Fyrsta fúkalyfið, pensillín, er
uppgötvað 1918.
10. Tölvuöld hefst með „ENLAC“
1946.
Eftirlit með kosningunum í Rússlandi
Hnökrar en ekki
mikil svik
SENDINEFND
evrópskra þingmanna
fylgdist með nýaf-
stöðnum þingkosning-
um í Rússlandi og var
Sigríður Jóhannes-
dóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar á
Reykjanesi, i þeim
hópi. Að hennar sögn
bar töluvert á tor-
tryggni meðal almenn-
ings í Rússlandi um að
rétt væri staðið að
kosningum.
„Rússneska þingið
samþykkti að fá er-
lenda þingmenn til eft-
irlits því það er vanda-
mál að fólk þar í landi trúir ekki á
kosningar og var með yíirlýsingar
þess efnis að það vildi ekki taka þátt
vegna þess að það þýddi ekkert,"
segir Sigríður og kveður þetta hafa
verið skemmtilega en erfiða reynslu.
Alls var um 100 manna hópur
evrópskra þingmanna og starfs-
manna frá skrifstofum þjóðþinga
þessara landa í vinnu vegna kosning-
anna og var Sigríður í hópi fjögurra
þingmanna á vegum Norðurlanda-
ráðs. Sigríður segir að hópnum hafi
verið dreift um Rússland en flestir
þingmannanna hafi þó verið í
Moskvu.
Norski þingmaðurinn var þó send-
ur til Krasnójarsk í Síberíu þar sem
mikið er um kosningasvindl, til dæm-
is er töluvert algengt, að þar sé látið
fólk á kjörskrá, einkum í afskekktum
byggðarlögum. Þar séu
oft fleíri á kjörskránni
en búi á hverjum stað
og tilgangurinn meðal
annars sá að fela
byggðavandann og við-
halda ríkisframlögum.
Látnir, fluttir og þeir
sem aldrei hafi verið til
séu á kjörskrá til að
fylla upp í íbúafjöldann
og séu þá líka notaðir til
að skila inn atkvæðum í
kosningum.
Svindlleiðir kynntar
Sigríður sjálf var hins
vegar í Moskvu ásamt
starfsmanni norska
þjóðþingsins og höfðu þau umsjón
með tólf kjördeildum í Norður-
Moskvu. Hún segir ekki hafa borið á
kosningasvindli í þeim kjördæmum,
en þau funduðu með forsvarsmönn-
um allra þingfiokkanna fyrstu tvo
dagana til að kynna sér stöðuna í
stjórnmálunum og var þar m.a.
helstu svindlleiðum lýst. „Þannig að
við fengum innsýn í það sem við átt-
um að vera á varðbergi gegn,“ segir
Sigríður.
Hún kveður þó aðra þingmenn
hafa, suma hverja, orðið vara við
kosningasvindl. „Við bárum saman
bækur okkar og sumir höfðu orðið
varir við ýmislegt, en það var sam-
dóma álit okkar að ekki væri það
mikið um kosningasvik að það hefði
nein afgerandi áhrif á niðurstöður
kosninganna.“
.jt%. Gleraugnasalan,
g Laugavegi 65.
Sunnuhlíð sími:462 4111
1 X t f
Rúllukragapeysa 3.499-
Peysa m/ísaumi 3.890-
Buxur 2.640-
Faxafeni 8 sími: 533 1555
mánudag 20.des. 10-22
þriðjudag 21.des. 10-22
miðvikud. 22.des. 10-22
fimmtud. 23.des. 10-23
föstudag 24.des. 9-13