Morgunblaðið - 23.12.1999, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Ekkert hefðbundið við hefðina
Höfundar hafa kannað mörk skáldsögunnar
og þanþol á undanförnum árum, segir
Þröstur Helgason og játar á sig klisjuna.
Hefðin er í endurvinnslu sem þýðir ekki að
sögur séu hefðbundnar. Það er ekkert hefð-
bundið lengur við hefðina.
HVERNIG skáldsögu má skrifa?
Hvemig skáldsögu er hægt að skrifa
nú á tímum? Hvernig og um hvað?
Þetta virðast vera spumingamar
sem skáldsagnahöfundar síðustu ára
hafa verið að glíma við í verkum sín-
um. Þetta hefur verið kallað að kanna
mörk skáldsögunnar eða reyna á
þanþol hennar og ljóst má vera af
öllu því sem gengið hefur á að mörk
hennar era óljós og þanþolið mikið.
Á síðasta ári komu út nokkrar
bækur sem gagnrýnendur áttu í
nokkram vanda með að skilgreina
vegna þess að þær virtust fljótt á litið
standa fyrir utan mörkin, sprengja
utan af sér form skáldsögunnar. Og
enn skal skáldsöguna reyna. Þótt
ekki séu átökin jafn mikil nú og síð-
asta ár era höfundar að kanna hvað
þeir geta leyft sér innan þessa forms
í lok aldar þar sem það hefur drottn-
að yfir öðram bókmenntaformum.
Flokkunarvandinn sem gagnrýn-
endur lentu í fyrir ári vegna skáld-
sagna á borð við Vargatal Sigfúsar
Bjartmarssonar og Fylgjur eftir
Harald Jónsson fékk farsæla lausn
eftir að hafa valdið talsverðu ójafn-
vægi í viðkvæmum sálum vertíðar-
þreyttra ritdómara. Skáldsagan
breiddi að endingu út sinn mikla
faðm og tók að sér alla undanvilling-
ana. Hið sama hefur gerst nú enda
hin póstmóderníska skáldsaga með
afbrigðum frjálslynd. (Hún virðist
hafa sömu eiginleika og hin alltum-
vefjandi nýfrjálslynda miðja í stjórn-
málalandslaginu þar sem öllu ægir
saman, en auðvitað án þess að
skyggja hvað á annað?!)
Endurvinnsla
Eins og fyrr sagði era átökin ekki
jafn mikil og á fyrra ári. Áhugaverð-
ust er ef til vill ákveðin tilhneiging til
afturhvarfs, eins konar endurvinnslu
á formgerð og frásagnarhætti sem
skáldsagan virtist hafa gefið upp á
bátinn.
Endurvinnslan er eitt af megin-
einkennum hins póstmódemíska
ástands. Viss vantrú á framþróun-
inni, afli sögunnar, hefur beint at-
hyghnni að því sem þegar hefur verið
gert, endurmati þess og endurlifun, -
sagan er endurannin. Slík bók-
menntasöguleg endurvinnsla birtist
nú með hvað skýrastum hætti í
skáldsögum á borð við Mannveiði-
handbókina eftir fsak Harðarson og
Vetrarfcrðina eftir Ólaf Gunnarsson.
Bók ísaks er djörf og skemmtileg
tilraun með form allegórískrar sam-
félagsádeilu þar sem boðskapurinn
fer aldrei miUi mála í augljósu sam-
spili hins rétta og ranga. Við lestur
sögunnar komu upp í hugann bækur
eins og 1984 og Animal Farm eftir
George Orwell og Leigjandinn eftir
Svövu Jakobsdóttur, svo einhver
dæmi séu nefnd. Hjá ísak era það
hinar margnotuðu andstæður, sveit
og borg, sem vegast á. Bókin er aug-
ljós, já og öllum auðskilin ádeila á
neysluþjóðfélagið, hraðann, þensluna
og sýndarveruleikann sem Reykja-
vík sögunnar og Ringla hennar era
táknmyndir um. Sveitin er hins veg-
ar heimkynni hins heila og sanna
manns, trúar og sannleika, náttúra
og hreinleika. Formgerðin er með
öðram orðum skýr og einföld, jafnvel
svo að sumum gagnrýnendum hefur
fundist nóg um. En það sem hefur
bókina ótvírætt upp úr farinu sem
hún vissulega fer í era frábær (og
leikandi létt) tök höfundar á forminu
og efninu, en ekki síður lifandi stíll
sem alltaf kemur á óvart.
Bók Ólafs er eins og af hinum enda
þráðarins sem skáldsagan hefur
spunnið í gegnum tíðina, - breið og
raunsæ epík í anda sagnameistara
nítjándu aldarinnar. Bókin er sú síð-
asta í þríleik sem hófst með Trölia-
kirkjunni og hefur haldið uppi merki
frásagnarinnar í íslenskum skáld-
skap á þessum áratug. Sögusvið
Vetrarferðarinnar er Reykjavík á
síðari hluta fimmta áratugarins og
aðalsöguhetjan er jobsgervingur,
ung og sterk kona sem gengst undir
hverja þrautina á fætur annarri, og
stendur þær af sér þótt beygð sé í
lokin. Bókin er skemmtileg aflestrar
enda með æði stórkarlalegum sög-
uþræði eins og Ólafur á vanda til,
þegar á líður verður hann þó heldur
teygður. Sem úrvinnsla á hinni raun-
sæju epísku skáldsögu hefur sagan
ekki mikið gildi, það er ekki hægt að
segja að hún víkki út formið en Ólaf-
ur fer vissulega kunnáttusamlegum
höndum um það.
í báðum þessum bókum er hins
vegar mikill hljómur. Þær eiga það
sameiginlegt að hafa sterkan sið-
ferðilegan boðskap sem hefur ekki
átt svo mjög upp á frægt pallborðið
að undanfömu.
Ekkert hefðbundið!
Setja mætti bráðskemmtiiega
skáldsögu Jóns Kalmans Stefánsson-
ar, Birtan á fjöllunum, í þennan flokk
en sagan segir frá sveitalífi vestur á
landi. Bókin er einnig síðasta bók í
þríleik sem höfundur hóf með Skurð-
um í rigningu, sem var einmitt ein af
þessum tilbrigðum sem gátu skipað
sér hvoram megin markanna sem
var en hafa nú hlotið þegnrétt í ríki
skáldsögunnar (eða hvað?). Enginn
vafi leikur hins vegar á ættemi Birt-
unnar á fjöllunum þrátt fyrir efa-
semdir sögumanns um að hann sé að
segja sögu eins og á að segja hana
(sbr. kaflann „Hér rýf ég frásögnina
og viðurkenni jafnframt vankunnáttu
mína“). Nei, hér er um stóra og með-
vitaða skáldsögu að ræða, það er að
segja skáldsögu sem hafði aldrei
neitt annað í huga en að verða ein-
mitt það. Hin sterka sjálfsvitund sög-
unnar - eða skáldsöguvitund - kemrn-
fram í því hvemig hún leikur á form
hins hefðbundna sveitarómans, - það
er nefnilega ekkert hefðbundið við
þennan sveitaróman þó að hann þykist
vera hefðbundinn með náttúrasak-
leysið í ástinni og skondna fólkið með
skrýtnu tilsvörin á sínum stað. í skil-
virkri endurvinnslu heldur aldrei neitt
hefðbundið við hefðina. Sagan er full af
framlegum útúrsnúningum og tilraun-
um með formið og hefðina, bók-
menntahefðina sem birtist til dæmis í
hundinum Þórbergi sem kærir sig
kollóttan um bókmenntalega höfuð-
strauma. Nema hvað!
Bók Jóns Kalmans sætfr tíðindum
og hið sama á við um fyrstu skáldsögu
Braga Ólafssonar, Hvíldardaga, en
báðar beina þær spjótum sínum að
band(víddar)óðum nútímanum - hrað-
anum, tómleikanum og óraunveraleik-
anum. Saga Braga er hæg og við-
burðalítil á yfirborðinu en undir henni
allri lúrir þessi sérlundaði sumarleyf-
ishafi sem uppliffr sjálfan sig eins og
misskilda persónu í skáldsögu - óraun-
veralegan, hálfmeðvitundarlausan og
alls ekki sjálfs sín ráðandi. Eins og Jón
Kalman kemst ekki úr sveitasælunni í
sagnaþríleik sínum, þá kemst þessi
eirðarlausa „sögupersóna" (sem er
eiginlega skáldsögulegur Traman)
aldrei úr borginni, nema rétt í blálokin
þegar hann skríður í var ofan í Maríu-
helli í Heiðmörk og óskar sér að leys-
ast upp í dimmunni.
Skáldsaga Þórunnar Valdimars-
dóttur, Stúlka með fingur, á það sam-
eiginlegt með bókum Jóns Kalmans,
Braga og Isaks að bera í sér bæði
sveitina og borgina. (Er þetta þema
ársins?) Eins og í Birtunni á fjöllun-
um glittir í sveitarómaninn í for-
granninum en Þórann ljær forminu
líf með uppbroti á sögufléttu og
þematískri úrvinnslu, auk þess sem
sérstæður frásagnarháttur hennai’
og stíll setja mark sitt á söguna.
Spenna, hryllingnr og þýðingar
Og vissulega mætti nefna fleiri
dæmi um áhugaverða úrvinnslu á
skáldsagnahefðinni í bókum ársins.
Bjarni Bjamason er sennilega einn
sérstæðasti skáldsagnahöfundur
okkar nú um stundir en ævintýi'a-
skáldsögur hans og fantasíur era
mjög áhugaverð viðbót við flórana.
Bjami sendir nú frá sér bókina Næt-
urvörður kyrrðarinnar. Sömuleiðis
er Börkur Gunnarsson að gera
skemmtilega tilraun með skáldsa-
gnaformið í fyrstu skáldsögu sinni,
Sama og síðast. Spennusagan er ein
sú grein skáldsögunnar sem tekin
hefur verið tO endurvinnslu á undan-
förnum áram. Napóleonsskjölin er
önnur bók Arnalds Indriðasonar af
þessu tagi og Hrafn Jökulsson og
Stefán Máni senda frá sér fyrstu
spennusögur sínar. Birgitta H. Hall-
dórsdóttir hefur auðvitað haldið uppi
þeirri hefð sem verið hefur hér á
landi í þessari grein bókmennta og
sendir nú frá sér bókina Eftirleikur.
Af allt öðram toga era bækurnar
Laufey eftir Elísabetu Jökulsdóttur
og Gullið í höfðinu eftir Diddu en
báðar mætti samt flokka undir ein-
hvers konar hryllingsbókmenntir.
Hér er heldur ekki rúm til að gera
öllum þeim frábæra þýðingum sem
gefnar hafa verið út á árinu skil en
eins og Ástráður Eysteinsson bendir
á í nýrri grein sem birtist í nýút-
komnu greinasafni hans, Umbrot.
Bókmenntir ognútími, hefur blómleg
útgáfa þýddra bókmennta á síðustu
áram og áratugum „átt þátt í að gera
skáldsöguna á íslandi, málheim
hennar og orðræðu, fjölbreyttari en
nokkra sinni áður“. Hér verður þó
varla komist hjá því að nefna nýjar
þýðingar á bókmenntasögulegum
stórvirkjum á borð við Tídægru eftir
Boccaccio, Eneasarkviðu eftir Virgil,
Meistara Jim eftir Joseph Conrad,
Ljós í ágúst eftir William Faulkner,
Blikktrommuna eftir Gunter Grass
og Búddenbrooks eftir Thomas
Mann. Þar með er ekki sagt að inn-
flutningur á samtímabókmenntum sé
ekki líka mikilvægur en þar mættu
útgefendur reyndar halda sér betur
við efnið, ef eitthvað er á annað borð
út á þá að setja í þessum efnum.
Nokkrar gusur um dauðann og fleira
BÆKUR
Ljoð
HUGÁSTIR
eftir Steinunni Sigurðardóttur. Mál og menn-
ing, Reykjavík 1999. Prentun og bókband:
Prentsmiðjan Oddi hf. 70 bls. Leiðb. verð:
2.680 kr.
FYNDNIN og þessi ísmeygilegi undirtónn
era enn til staðar í ljóðum Steinunnar Sigurðar-
dóttur en raunsæisskammturinn hefur stækkað
á kostnað leiksins. Ljóðin era opnari í nýrri bók
hennar, Hugástum, en í síðustu bókum hennar,
myndmálið beinna þar sem áður var meira um
myndhverfa orðaleiki - þessi heimspeki útúrsn-
úningsins (viðsnúningsins kannski) sem gerði
fyndnu kynslóðina svona fyndna hefur vikið
fyrir annarri og íhugulli íyndni hjá Steinunni,
hinni raunsæju fyndni, ef svo má kalla.
Það sem ég er að reyna að segja er að þessi
nýja ljóðabók Steinunnar hefur svolítið alvar-
legra yfirbragð en síðustu ljóðabækur hennar.
Það er kannski svolítið dýpri tónn í henni, þó að
þetta lýsingarorð sé varasamarg en flest í rit-
dómum. Eg vil að minnsta kosti ekki segja:
dekkri tónn. Ef til vill ætti ég bara að segja að
hann væri blár, þótt auðvitað sé hætta á að ein-
hverjir hafi tilhneigingu til að misskilja það.
Vafalaust væri réttast að segja bara að bókin
fjallar um ástina og dauðann og örvæntinguna í
lífinu, hún segir frá árum sem era hlaðnir vegg-
ir milli elskhuga, stjömulausum fossi, flösku-
skeytislausum flöskum á sandströnd, bílferð án
takmarks, langdregnu sólarlagi og brotnum
Steinunn
Sigurðardóttir
borgum þar sem
fegursta útsýni í
heimi hér gerir
mann óhuggandi
frekar en sorg-
mæddan og „hinn
látni er SKALD / og
enginn hefur heyrt
hans getið“.
Þetta gætu virst
dimm ef ekki þung-
lynd umfjöllunar-
efni en Steinunn
lyftir Ijóðum sínum
upp með hinni létt-
lyndu afstöðu til
hlutanna, húmor-
ískri og stundum ír-
ónískri sýn á þenn-
an oft og tíðum kalda veruleika. Lesandinn
sveiflast.því stöðugt milli hláturs og gráts, jafn-
vel í einu og sama ljóðinu.
Bókin skiptist í fimm hluta. Ástin kemur við
sögu í þeim öllum, annars era það tónninn og
afstaðan sem binda saman hlutana. Bestir og
skemmtilegastir era sá íyrsti og sá síðasti. Sá
íyrsti heitir því léttlynda nafni „Nokkrar gusur
um dauðann og fleira“ og hefst á þessum línum:
Allt sem skiptir máli kemur ekki
jafnt og þétt, ekki smátt og smátt
Allt sem skiptir máli kemur nefnilega í hviðum.
Timburmenn, ástríðan, ergelsið.
Já, lífið gengur í gusum, það kemur í mörgum
slíkum en „að koma í heiminn útheimtir hríðir“;
og það „gengur fram í hviðum“. Það eina „sem
kemur ýmist í gusum / eða í eitt skipti fyrir öll“
er dauðinn: „Hann getur átt aðdraganda í
langri hryglu / eða hann gerir árás sem er bæði
sú fyrsta og síðasta / og allt lætur undan, í
einu.“
Þessi óborganlega gususkilgreining nær yfir
ástina sem „er mest á morgnana" og örvænt-
inguna sem „er sárast síðdegis" og dauðann
sjálfan:
Dauðinn sjálfur er mestur að morgni, fyrir dögun, eftir
langanótt
þegar fólk gefst upp fyrir sjúkdómum með latneskum
nöfnum sem gætu
sómt sér á blómi. Eða ellin leggur að velli með hælkrók,
eftir
leiðindaglímu.
í fyrstu skímu lengist snyrtileg röðin á bakka móðunnar
miklu.
Allra þjóða menn hinkra í suddanum
vegmóðir, hálfvegis fegnir.
Láta ekki á því bera, skima
eftir feijumanni, segja sem fæst Umræðuefnin tæmd
og tungumálaerfiðleikar.
Dauðir hafa tæmt öll umræðuefni, kannski
sem betur fer því þeir skilja hvort eð er ekki
hver annan; já, ekki einu sinni dauðir skilja.
Reyndar hefiir ljóðmælandi í síðasta ljóði þessa
fyrsta hluta komist að óvæntri niðurstöðu um
það út á hvað lífið gengur. Þar segir meðal ann-
ars í þessum ljúfsára, húmoríska tóni:
Lífið gengur einmitt út á það að ná sér.
Að ná sér eftir nætursvefn,
það tekur hálfan daginn. Að ná sér eftir kríu er verkefni
framákvöld.
Að ná sér eftdr fæðinguna, upphafsöskrið,
í það fer heil mannsævi.
Að ná sér eftir óhamingjusama æsku,
Qörutíuárminnst
svo fer að halla undan fæti.
Efmaðurlifir.aðsegja.
„Til fimm borga verður ekld aftur snúið“,
segir í upphafi fyrsta ljóðs síðasta hlutans sem
heitir „Brotnar borgir". Hér era dregnar upp
brotamyndir úr borgum þar sem leynast minn-
ingar, vonir og skuggar við hvert fótmál: „Eg
kem til að heilsa upp á skugga svo langt sem
þeir ná / ég kem til að heyra skuggana söngla á
ný.“ Það era skuggar í Sarajevo, Prag og
Barcelona þar sem Demantstorgið er nefnt eft-
ir dekkjaverkstæði en ekki gimsteinaslípun.
Einnig borg mestu sorgar og Nanterre þar sem
maður er afvegaleiddur af tveimur öryrkjum ef
maður spyr til vegar í matvörubúð á sunnudegi
í desember, hvaða ár sem er. Og Reykjavík, svo
kunnugleg í sinni pínlegu en líka elskulegu
mynd: „Borg næturfrostanna löngu“, og borg
„innlyksa gamalmenna í vetrarhálkum" en
„umfram allt, höfuðborg vindanna“ og „kaldra
sólbaða / þar sem konur á nærbuxum leggjast
undir hvaða glætu sem er“.
Ohætt er að segja að Steinunn fari á kostum í
þessari bók. Hún markar sennilega ákveðin
tímamót í ljóðagerð hennar þótt ekki sé hægt að
tala um rof. Hvað úr verður er vandi að spá,
kannski er þetta ein af þessum gusum en von-
andi er þetta bara ein af þessum bílferðum án
takmarks eða eitt af þessum sólarlögum sem
ætla aldrei að taka enda.
Þröstur Helgason