Morgunblaðið - 23.12.1999, Page 28

Morgunblaðið - 23.12.1999, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Amma á töfrateppi BÆKUR I! a r n a b « k AMMA MÍNKANN AÐFLJÚGA Eftir Sólveigu Kr. Einarsdóttur. Myndir eftir Evelyn Barber. Ut- gefandi Mál og menning 1999. Um prentvinnslu sá Nörhaven a/s í Danmörku. Samtals 36 bls. DÍSA er ósköp venjuleg íslensk skólastelpa með ljóst hár og blá augu. Aðrir í litlu kjarnafjölskyld- unni í Töfrahólunum skera sig ekki heldur úr fjöldanum. Nema helst þegar pabbinn er sérdeilis viðutan eins og sannast best í tengslum við fæðingu þriðja barnsins inn í fjöl- skylduna. Amman er hins vegar engri annarri lík. Ekki aðeins af því að hún býr hinum megin á hnettinum - alla leið í Ástralíu - og er á sífelld- um ferðalögum á milli landa. Amma er nefnilega í sérstökum tengslum við aðra heima og býr yfir jafnundra- verðum hæfileikum og geta flogið um loftin blá á töfrateppi þegar sér- staklega stendur á. Annar mikils- verður hæfileiki ömmu er hversu henni er lagið að segja alveg hreint órúlegar sögur nánast hvar og hve- nær sem er, enda eins gott að nota tí- mann vel í stuttum heimsóknum uppi á Fróni. Dísa og Rósa, litla systir Dísu, hlusta agndofa á frásagnirnar. Ekki er heldur óal- gengt að nágrannast- rákurinn Halli blandi sér í hópinn og merkilegt nokk voru pabbi og mamma oft ekki langt undan.“ (28). Amma mín kann að fljúga er ákaflega ljúf og skemmtileg saga. Lýsingamar eru oft á tíðum alveg hreint bráðfyndnar eins og frásögnin af því þegar Halli mætir ömmu ber vott um. „Augun á Halla urðu eins stór og undirskálar. Hann gapti líka. Ef hann hefði verið staddur í Ástralíu hefði fluga getað flogið upp í hann, fleiri en ein, heil herdeild." (24). Persónurófið er sannfærandi og til þess fallið að mynda ákveðna tog- streitu á milli tveggja heima, þ.e. raunheims pabba og ævintýraheims ömmu. Dísa er greinilega talsvert lík pabba sínum. Hún getur samt ekki annað en fundið til með honum. „Þeir sem lifa í tölvuheiminum trúa hvorki á óskir né drauma. Eiginlega hlýtur það að vera dálítið leiðinlegt.“ (34). Fyrir utan alla aðra töfra fer heldur Sólveig Kr. Einarsdóttir ekki hjá því að amman tryggi sig í sessi með því að geta sér rétt til um kyn litla barnsins. Engu að síður rfldr eft- irsóknarverð sam- heldni í fjölskyldunni og Dísu þykir undra- vænt um pabba sinn. Sólveig kynnir nýja ömmuímynd til sög- unnar og trúlega ekki seinna vænna í jafn hraðfara samfélagi og raun ber vitni. Langt er síðan ömmur voru jafnheimakærar og flestar sögur telja börnum trú um. Nú- tímaamman er sjálfstæð og fer sínar eigin leiðir eins og amma Dísu. Tengslin milli kynslóðanna þurfa samt ekki að bresta og halda áfram að gefa lífinu gildi eins og sagan ber vott um. Að eiga góða ömmu getur tekið flestu öðru fram. Teikningarnar Evelyn Barber eru afar ljúfar og nánast viðkvæmnisleg- ar. Langoftast tekst henni vel til eins og t.d. í sköpun ömmunnar. Þó fannst undirritaðri svipurinn á mömmunni á sjúkrahúsinu fullvæm- inn miðað við aðrar teikningar. Frágangur bókarinnar er til sóma. Anna G. Ólafsdóttir Hjátrú og spádómar í fornöld BÆKUR Skáldsaga RAMSES-MUSTERIÐ EILÍFA eftir Christian Jacq. Helgi Már Barðason fslenskaði. Vaka-Helgafell, 1999, 323 bls. ÞESSI skáldsaga fjallar um Ramses II, faraó Egypta, sem ríkti fyrir um þrjú þúsund árum og ku vera sjálf- stætt framhald af Ramses - Sonur ljóssins. Við komum til leiks þegar Seti, faðir Ramsesar, er ný látinn. Faraó og drottning hans höfðu valið Ramses til að taka við af foðurnum þó hann ætti eldri systkini. Ramses leitar að tákni fyrir sjálfan sig svo hann geti sannfærst um að þessi ákvörðun föðurins væri rétt. Hann fýsir ekki í völd, að minnsta kosti ekki þeirra vegna en hann vill landi sínu allt hið besta. Einnig finnst hon- um erfitt að taka við því faðir hans var vel liðinn af lýðnum. Síðan fylgj- um við Ramsesi í gegnum þrjú fyrstu valdaárin, hvemig honum gengur að festa sig í sessi og ná almenningi á sitt band. Einnig eru nokkrir sem sitja á svikráðum enda eldri systkin- in ekki sátt við stöðu sína þar sem þeim er ekki ætlað neitt hlutverk. Þau beita öllum brögðum til að bæta stöðu sína, nema því að leggja Rams- esi lið. Nákvæmar lýsingar fylgja öllum persónum og atburðum. Má þar nefna að fólki er lýst í útliti, klæða- burði og hvaða ilmsmyrsl það notar. Stundum er lýst hvernig garðar eru skipulagðir og hvaða trjátegundir og blóm prýða þá og jafnvel hvaða lykt er sterkust. Náttúrulækningar, töfralækningar og særingar, sem voru hluti af menningu Egypta, eru líka hluti af verkinu. Spádómar og hjátrú eiga stóran þátt í vinsældum hins nýja faraós, en hagstæð skilyrði leiða til þess að egypska þjóðin trúir að hann hafi allt á valdi sínu. Að hann sé guð. Fyrirboðar hvers kyns spila stórt hlutverk. Allar þessar lýsingar sýna að höfundur hefur unnið vel forvinnu en stundum er eins og um hreina upptalningu sé að ræða, text- inn minnir meira á fræðslurit en skáldskap. Þrátt fyrir þetta, og kannski einmitt vegna þessa, verður persónusköpunin flöt. Það er sett smá kjöt á beinin en það vantar dýpt í persónurnar. Þær eru ýmist algóð- ar eða alvondar. Nýi faraóinn, hans drottning og móðir hans, fyrrverandi drottning, eru guðum líkar verur. Þó að við gægjumst inn í hugsanir þeirra og þrár þá sjáum við þau líkt og landar þeirra, millistig milli guða og manna. Hollustan við þjóðina er númer eitt þó stundum skarist lang- anir þeirra við þjóðarheill. Hins vegar eru skúrkarnir skúrk- ar. Persónur verksins eru steríótýp- ur en ekki breyskir „menn“. Móses er þó undantekning frá þessu. Þessi nákvæmni hefur líka þann galla að draga mjög úr atburðarásinni og textinn verður langdreginn á stund- um. Búast hefði mátt við meiru á þetta mörgum síðum. Og greinilegt að það verður framhald á. Kristín Ólafs Myndabók um sögu 20. aldar BÆKUR Sa » a 20. OLDIN Mesta umbreytingaskeið sögunn- ar í máli og myndum. Simon Adams o.fl. Vaka - Helgafell, Reykjavík 1999.592 bls., myndir. SENN líður að lokum 20. aldar, hvort sem menn hallast að því að henni ljúki um komandi áramót eða að ári. Af þessu tilefni hefur mörgum þótt við hæfi að líta til baka, renna augum yfir öldina sem er að kveðja, reyna að átta sig á helstu viðburðum hennar og þýð- ingu í mannkynssögunni. Afrakst- ur þessarar iðju hefur birst okkur með ýmsum hætti á undanfömum árum: í merkum fræðiritum þar sem hlutlægt mat er lagt á þróun mála á öldinni, og í fróðleiks- og uppflettiritum, sem oftast em að- gengileg og hafa að geyma fjöl- margar staðreyndir en auka í sjálfu sér lítið við skilning okkar á öldinni eða sögulegri þýðingu hennar. Bókin, sem hér er til umfjöllun- ar, hlýtur að teljast til síðartalda flokksins. Hún er mikil að vöxtum, hefur að geyma mikinn fróðleik um flesta helstu viðburði aldarinn- ar og er á margan hátt handhægt uppflettirit. Á titilsíðu er gefið til kynna, að hér greini frá 20. öldinni „í máli og myndum“. Réttara hefði þó verið að snúa þessum orðum við. Bókin er svo ríkulega mynd- skreytt að myndmálið yfirgnæfir víða hið ritaða mál. Um það er ekki nema gott eitt að segja. Myndim- ar, sem flestar eru fréttamyndir, segja mikla sögu og sumar hafa umtalsvert heimildagildi. Hafa margar þeirra verið birtar ótal sinnum í mörgum helstu ritum um 20. öld. Uppbygging bókarinnar er ein- föld. Hún hefst á inngangi og síðan taka við þrjár „inngangsritgerðir". Þær em að vísu allar fullstuttar til að geta kallast ritgerðir og svo yf- irborðskenndar að þær verða fá- um að gagni. Þessu næst taka við kaflar um hvem áratug og er þar greint frá helstu viðburðum hvers árs og myndir birtar af frægum at- vikum og fólki. Allar myndirnar em í svart-hvítu og margar þeirra em frábærlega vel gerðar. Um íslenskan texta bókarinnar er fátt eitt að segja. Hann er slétt- ur og felldur og virðast þýðendur- nir, þau Helga Þórarinsdóttir, Ólöf Pétursdóttir, Jóhannes Hraun- fjörð Karlsson og Ingi Karl Jó- hannesson, hafa unnið verk sitt af samviskusemi. Oft getur þó verið snúið að íslenska texta á ritum sem þessu, ekki síst þegar þýðend- ur þurfa að koma til skila miklu efni í knöppu máli. Þá verður text- inn stundum ofhlaðinn. Sem dæmi um slíkt má nefna þar sem segir frá andláti Tolstojs á bls. 84: „Hinn mikli rússneski rithöfundur Lév Tolstoj deyr úr lungnabólgu á hlið- arspori jámbrautarstöðvarinnar Astapovo, þar sem hann er á flótta undan eiginkonu sinni.“ Minna mátti nú gagn gera. Hér er vafa- laust kórrétt þýtt og öllu til skila komið, en ósköp hljómar þessi setning illa á íslensku. Aðra athugasemd verður að gera við þýðinguna, og þar er rangt þýtt. I myndatexta á bls. 219 segir að glæsimeyjan Eva Braun hafi verið „hjákona“ Adólfs Hitl- ers. Þetta er alrangt. Hitler gerði sig að sönnu sekan um margt ljótt en hann var ekki kvæntur annarri konu og verður því ekki sakaður um framhjáhald. Þýðendum verð- ur á hinn bóginn ekki um það kennt að sama myndin er birt tví- vegis, á bls. 10 og 76, en með mis- munandi texta. Þessar athugasemdir eru smá- ræði og í heild verður ekki annað sagt en að útgáfa bókarinnar hafi bærilega tekist. Jón Þ. Þór Boðið upp á tólf vikna ferðalag’ BÆKUR L í k a m s r æ k t li'kami fyrir lífið Eftir Bill Phillips og Michael D’Or- so. Þýðing: Hávar Sigurjónsson. 224 bls. Hvítt&Svart 1999. ART GALLERY Gleðileg jól Rauðarárstíg 14, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 fold@artgalleryfold.com Ekkert er mikilvægara en heilbrigð- ur og hraustur líkami. Þrátt fyrir það fara ótrúlega margir illa með hann, láta hann drabbast niður vegna hreyfingarleysis og slæms mataræðis. „Staðreyndin er sú að ríflega 58 milljónir bandarískra karla og kvenna eru læknisfræðilega skilgreind sem offítusjúklingar og á síðasta ári eyddum við meira en 100 milljörðum dollara í meðhöndlun sjúkdóma eins og krabbameins, syk- ursýki, hjartasjúkdóma, og annarra kvilla sem oftar en ekki stafa af lé- legu líkamlegu ástandi," segir Bill Phillips m.a. í bók sinni, Líkami fyrir lífið. Og þeir eru fleiri í sama hópi á íslandi en margan grunar. Heilsan er fyrir öllu og sem betur fer gera æ fleiri sér grein fyrir því að það þarf að rækta líkamann. Lík- amsræktarstöðvar hafa sprottið upp sem gorkúlur og margar bækur hafa verið skrifaðar um Ukamsrækt en Bill Phillips fer aðrar leiðir en aðrir. „Ef ég ætti að nefna tvö meginatriði sem liggja að baki þessari bók - og reyndar að baki lífí minu og ég vona þínu líka - þá eru það þessi: Því meira sem þú gerir fyrir aðra, því meira sem þú leggur þig fram um (að) gera líf annarra einhvers virði, því stcrkari og ríkari í orðanna fyllsta skilningi verður þú sjálfur. Þú getur öðlast stjóm á lífi þínu og breytt því með því að byrja á líkama þínum. Það er þó einungis byrjunin og brátt mun allt ganga þér í haginn um leið og þú Icyfírþví að gerast." Bill Phillips hefur gert 12 vikna áætlun, Líkami-fyrir-lífið áætlunin, að andlegum og líkamlegum styrk fyrir 18 ára og eldri. Tekið er fram að bókin sé eingöngu ætluð til upp- lýsinga og fræðslu og bent á að ávallt skuli leita ráðgjafar læknis ef heíja á líkamsrækt, breyta mataræði eða taka fæðubótarefni og einhverjar spurningar um heilsufar eru fyrir hendi. í bókinni er farið yfir hvernig á að láta drauminn um hraustan og stælt- an líkama verða að veruleika. Byggt er á sex daga æfingakerfi, helst á fastandi maga að morgni, og einum frídep á viku í 12 vikur. Einfaldar lyftingaæfingar eru annan hvern dag og æfingar á þrekhjóli hina dagana og eru skýringar í máli og myndum með öllum æfingum. Mælt er með sex máltíðum á dag, þar af þremur skömmtum af fæðubótarefni, sem fyrirtæki höfundar framleiðir, birtur listi yfir næringarríkar fæðutegun- dir og sýnishorn af máltíðum. Höf- undur svarar nokkrum algengum spurningum vegna líkamsræktar og birtar eru sannar sögur af árangri nokkurra einstaklinga. Þetta er hvatningarbók, sjálfstyrkingarbók, þar sem sýnt er fram á að allir geti komið líkamanum í æskilegt ástand, en höfundur á sér það takmark að hafa hjálpað einni milljón manns að breyta líkömum sínum fyrir árslok 2001. Hann vill líka fá að fylgjast með og biður fólk um að láta sig vita á netinu hvemig gangi. Það er erfitt að byrja og verður erfiðara eftir því sem árin líða. En það er rétt hjá Bill Phillips að þetta er hægt. Spurningin er aðeins um vilja og aga. Æfingaáætlunin, sem hér er sett upp, er einföld og vissulega við allra hæfi enda sníður hver sér stakk eftir vexti. Það er líka auðvelt að fylgja henni eftir. Hins vegar er örugglega erfiðara fyrir flesta að breyta matar- æðinu en Phillips bendir á leiðir til þess. Hann er svo innilegur í aðstoð- inni að það sem virðist illyfirstígan- legt hljómar auðvelt. Breytt athafna- mynstur, einbeita sér að því sem á að byrja að gera en ekki einblína á það sem á ekki að gera. Þetta er öðruvísi bók en gengur og gerist í líkamsræktinni. Stíllinn er léttur og lipur, málefnið gott og bók- in á erindi til allra sem vilja rækta líkama sinn. Steinþór Guðbjartsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.