Morgunblaðið - 23.12.1999, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Flug um
næturhimin
Brautryðjendur, gleði og
sigrar í 400 eintökum
BÆKUR
Barnabækur
FALLEGI FLUGHVALUR-
INN og sagan af litla
stjörnukerfinu
Eftir Ólaf Gunnarsson. Mynd-
skreytingar eftirHöllu Sólveigu
Þorgeirsdóttur. Útlit og umbrot:
Hunang. Prentað í Danmörku. For-
lagið 1999.31 bls.
Það er talsverð kúnst að flétta saman
barnasögu þannig að úr verði heil-
stæð og umhugsunarverð saga. Olaf-
ur Gunnarsson hefur samið sögu sína
í nokkrum ólíkindastíl, lætur sér ekld
fyrir brjósti brenna að beita fyrir sig
fjórum þekktum frásagnarminnum
úr barnasögum og steypa þeim sam-
an í eina sem er þó engu síður laus-
lega tengd á samskeytum.
Fyrsta sagan og ysti rammi írá-
sagnarinnar er af systkinunum Steini
og Rósu sem búa í úthverfi. Þau eru
óánægð með að þurfa að fara að hátta
þegar pabbi og mamma sitja frameft-
ir og horfa á spennandi mynd í sjón-
varpinu. Uppi í Hvalfirði dvelur hins
vegar Fallegi flughvalurinn sem hef-
ur eins konar Óla lokbrár-eiginleika
því hann heimsækir öll böm á hverju
kvöldi og fullvissar sig um að þau séu
sofnuð. Olafur Gunnarsson hefur áð-
ur samið bamasögu um Flughvalinn
sem naut mikilla vinsælda. Þegar
Flughvalurinn heyrir systldnin
kvarta kemur hann og býður þeim í
flugferð um næturhimininn og segir
þeim sögu í leiðinni. Sagan er af litla
BURÐARGJALD
GREITT heitir nýtt
smásagnasafn Páls
Kristins Pálssonar rit-
höfundar.
I því eru tíu smá-
sögur skrifaðar á sjö
ára tímabili, allt frá
1992 til þessa árs.
Páll Kristinn segir
að nafnið á bókinni og
kápumyndin, hinn
kunni stimpill ís-
lenskra póstyfirvalda,
eigi sér ofur einfalda
skýringu. „Það var
löngu áður en ég byrj-
aði á þessum sögum
að ég rak augun í að
stafirnir mfnir væru í póstmerk-
inu; PP sem stendur víst fyrir
„portage paid“. Þetta er eitt af
þeim táknum sem ber fyrir augu
nánast daglega og ég ákvað þá
þegar að nýta mér þetta einhvern
tíma. Og það hef ég nú gert með
útkomu þessarar bókar. Raunar er
titilinn ekki allur þar sem hann er
séður i samhengi sagnanna; sumar
pcrsónur í bókinni þurfa nefnilega
að greiða dýru gjaldi fyrir þær
hugmyndir sem þær hafa verið að
burðast með. Titillinn er allur
kominn i þeim orðum, án þess að
ég vilji fara út í nánari útlistanir á
því. Það er lesandans að gera,“
segir Páll.
Tilurð smásagnanna segir Páll
mega að allnokkru Ieyti rekja til
erfiðrar reynslu sem hann og kona
hans urðu fyrir með yngsta barn
sitt. Það hafi veikst alvarlega og sú
reynsla hafi öll haft mjög mikil
áhrif á hann, bæði sem manneskju
og rithöfund.
„Þetta var mjög erfið reynsla,"
rifjar Páll upp: „Á þessum tíma
fannst mér aldrei það gerast sem
ég hélt að myndi gerast eða vonað-
ist eftir að gerðist. Og þegar þann-
ig er ástatt fyrir manni fer maður
að Ieggja eyru við því hvað viska
kynslóðanna hefur um slíkt að
segja. Forlagahyggja hefur alla tíð
verið mjög sterk í okkur fslending-
stjörnukerfinu sem varð eftir þegar
heimurinn varð til. Til að fá botn í það
hvað verður um litla stjömukerfið
þarf enn eina sögu; söguna af vonda
kónginum sem rak drottninguna sína
að heiman með nýfætt bam þeirra.
Stjörnukerfið litla og komabarnið
hittast auðvitað og verða óaðskiljan-
leg upp frá því með skondnum hætti.
Og þar með em þau úr sögunni og
bömin komin aftur heim úr flugferð-
inni og fara sátt að sofa. Skemmtileg-
an vísdóm má svo draga af sögunni
um stjömukerfið og hvarflar að
manni að þar sé fólgin kveikjan að
sögunni og þráðurinn hafi verið
spunninn út frá henni.
Auðvitað má velta því fyrir sér
hvort sú saga sem hvalurinn segir
bömunum hafi nokkuð með óánægju-
efni þeirra í upphafi að gera. Hvort
þau hafi lært eitthvað eða orðið ein-
hvers frekar visaii um sjálf sig eða
hegðan foreldranna. Hvort það er svo
aftur nauðsynlegt er álitamál. Vel má
hugsa sér að höfundi gangi það til að
benda börnunum á þann möguleika
að allt sé hægt þegar ímyndunarafl-
inu er beitt; allt getm- gerst og allir
hlutir tengst saman svo úr verði saga,
hversu ólíkindaleg sem hún virðist í
upphafi. Sögur em bara sögur, þær
má móta að viid ef ímyndunarafiinu
erbeittáþær.
Kostur bókarinnar er einnig ótví-
rætt sá að hér heldur á penna vand-
aður höfundur svo textinn er hnytt-
inn og skemmtilega saminn,
ágætlega fallinn til upplestrar íyrir
börnin og myndirnar em vemlega vel
unnar, líflegar og falla vel að efninu.
Hávar Sigurjónsson
um þegar við stöndum
frammi fyrir því sem
við eigum erfltt með
að útskýra eða sætta
okkur við. Henni
tengjast allskyns
varnarhættir sálar-
innar, eins og kemur
til dæmis fram í því
viðhorfi að best sé að
ganga alltaf út frá
verstu niðurstöðunni.
Ég var alltaf mjög
ósáttur við þessa
speki og kannski má
segja að sögurnar séu
að einhveiju leyti
sprottnar upp úr því.
En ég veit þó ekki
hvort segja megi að ég hafi skrifað
mig frá forlagahyggju eða ein-
hverju slíku; þetta er engu síður
tilraun í einhverri mynd til að tak-
ast á við þessar hugmyndir."
Hefur þér þá tekist að kveða þær
í kútinn?
„Ég veit það ekki. Það er aug-
ljóslega svo margt í Iífinu sem við
fáum engu ráðið um, hvort sem
það er fyrirfram ákveðið eða til-
viljanir. En þetta eru sem sagt
helstu þemu bókarinnar og sög-
urnar tengjast allar með einum eða
öðrum hætti. Þó voru þær alls ekki
frá upphafi skrifaðar sem heild-
stætt safn smásagna sem alltaf
áttu að koma þannig út á bók.
Þetta miklu fremur þróaðist
svona,“ svarar Páll.
Hann segir sér hvorki líða betur
né verr eftir skrifun sagnanna í
ljósi hinnar erfiðu reynslu, lífið sé
enn alveg jafn flókið fyrirbæri að
sínu mati. „Samt var eins og þetta
væri eitthvað sem ég þyrfti að
géra. Ég held ekki að ég hafi upp-
götvað eitthvað nýtt eða náð að
skrifa mig frá einhverju, eins og
stundum er sagt að menn geri.
Kannski átta ég mig þó frekar á
þessu seinna," bætir hann við.
Páll hefur áður sent frá sér fjór-
ar skáldsögur og tvær samtalsbæk-
ur, en Burðargjald greitt er hans
fyrsta smásagnasafn. Hvað er það
BÆKUR
íþróttir
TBRÍ60ÁR
Saga Tennis- og Badmint-
onfélags Reykjavíkur
1938-1998
eftir Ármann Þorvaldsson. Hönn-
un: Kristján Kristjánsson. Ut-
gefandi: Tennis- og badmintonfélag
Reykjavíkur. Prentvinnsla: Ás-
prent/POB ehf. 1999. Um 150
myndir og 246 bls.
BÓKIN.TBR í 60 ár - Saga Tenn-
is- og badmintonfélags Reykjavíkur
1938-1988 - verður örugglega ekki
lengi til sölu og gæti þess vegna verið
uppseld þegar þetta birtist, en hún er
gefin út í takmörkuðu upplagi og
verður aðeins seld í 400 eintökum og
aðeins hjá TBR, eins og fram kemur í
fréttatilkynningu. Þar segir líka að
TBR sé eitt fjölmennasta íþróttafé-
lag landsins með meira en 3.000 iðk-
endur. Ef að líkum lætur fara margir
þeirra í jólaköttinn vegna þess að því
verður ekki trúað að óreyndu að þeir
vilji ekki eiga fyrstu bókina um félag-
ið sitt og í raun fyrstu bókina um
badminton á íslandi. Hins vegar gef-
ur fjöldi útgefmna eintaka sterklega
til kynna að selja þurfi 400 eintök til
að standa undir kostnaði - íslensk
íþróttafélög geta ekki leyft sér að
taka áhættu í fjármálum.
Þeir sem hafa verið eða eru í
íþróttum vita hvað íþróttastarfið get-
ur verið ggjöfult og uppbyggilegt,
hvað það getur haft góð áhrif á sam-
kennd og samvinnu og verið
við síðastnefnda formið sem heillar
hann mest?
„Mér hefur alltaf þótt sérstak-
lega heillandi að reyna að koma
miklu til skila í knöppu formi.
Skrifa einfaldan og látlausan texta
þar sem margt hangir á spýtunni.
Þessar sögur eru til að mynda
þannig að það borgar sig fyrir fólk
að lesa þær oftar en einu sinni áður
en það gerir upp við sig efni þeirra
og innihald. Ekki er allt sem sýnist
og ég skrifa ekki eftir einhverri
einstefnu. Hið fræga stefnumót
textans og lesandans þar sem
skáldskapurinn fæðist er það sem
allt snýst um. Sami textinn getur
verið svo margbreytilegur eftir því
hver nálgast hann og hvernig. Þess
vegna er hann í rauninni aldrei
eins.“
Skyndilega sá hann hreyfíngu í
háu sölnuðu grasinu rétt við
vegarkantinn framundan. í
geisla bílljósanna stirndi á svartan
feld sem hlykkjaðist hratt og stefndi
upp á þjóðveginn. Brot úr sekúndu
horfði hann í glyrnur sem glömpuðu
þétt við brún malbiksins, og sam-
tímis - og án þess að koma upp orði
- gerði hann sér grein fyrir því að
hún hafði ekki tekið eftir neinu. Hún
lyfti ekki fætinum af bensíngjöfinni
fyrr en hægra framhjólið hoppaði
snöggt og einn tveir þrír holdkennd-
ir dynkir sungu í undirvagninum. Þá
saup hún hveljur, hallaði sér fram,
greip fastar um stýrið, herðarnar
skulfu og hún kipptist til, eins og
hún ætlaði að fara að kúgast.
„Hv-hvað var þetta?“
„Köttur, held ég.“
„Verðum við ekki að snúa við?“
„Nei, það tekur því varla.“
„En..."
„Við missum af ferjunni.“
„... ef hann er ekki dauður?“
„Hann er það örugglega. Þú varst
á það mikilli ferð.“
„Ég!“
„Fyrirgefðu, við ... Við vorum á
það mikilli ferð.“
tír Burðargjald greitt
skemmtilegt. Þannig hefur lífið
greinilega verið í TBR í 60 ár og Ár-
manni Þorvaldssyni tekst að koma
því til skila með léttum og hnitmiðuð-
um texta ásamt stuttum innskots-
greinum um ýmis atvik, einkum í létt-
ari kantinum. Hann segir í formála að
hann hafi leitast við að krydda bókina
með forvitnilegum og skemmtilegum
sögum og þær hitta flestar vel í mark,
rista jafnvel dýpra en margan grun-
ar. Margt er brallað í íþróttastai'finu
og gaman er að halda sögunum til
haga á prenti. Ekki er unnt að rekja
þær hér, en frásögnin af skapheitum
badmintonmönnum í íþróttahúsi Há-
skólans um miðja öldina getur átt við
hvaða íþróttamenn sem er hvar sprn
er á hvaða tíma sem er. Sagan af Úlf-
ari Þórðarsyni augnlækni og lög-
reglumanninum er dæmi um kænsku
íþróttamannsins. Máttur „kommún-
istans" Steinars Petersen í Moskvu
er mikill og árangur Árna Þórs Hall-
grímssonar í umferðinni í Hollandi
sýnii- að margt er í heiminum hverf-
ult. Rannsóknai’vinna höfundar skil-
ar heiðursfélaga sem gleymdist og
frásögn af bréfi frá Ólympíunefnd ís-
lands 1939 þar sem TBR er beðið um
að hafa íþróttamenn félagsins tilbúna
vegna fyrirhugaðra Ólympíuleika í
Helsinki 1940, sem reyndar fóru ekki
fram vegna síðari heimsstyrjaldar-
innar, er skondin í ljósi þess að ekki
var keppt í tennis á Ólympíuleikum á
þessum árum og badminton varð
ekki ólympíugrein fyrr en 1992. Og
svo má lengi telja en í raun hefðu inn-
skotin mátt vera fleiri, því að þau eru
miklu meira en gott krydd.
TBR er stórveldi í íslensku bad-
mintonlífi en saga félagsins er áþekk
sögu annarra íþróttafélaga á sama
tíma. Fyrst og fremst þrotlaus sjálf-
boðavinna frumkvöðlanna við erfiðar
aðstæður, ekki síst aðstöðuleysi,
samt sem áður háleit markmið, mót-
læti, sigrar og ái-angur erfiðisins. Ár-
mann rekur söguna í annálsformi,
greinir frá helstu viðburðum hvers
árs í stuttu máli. I upphafi voru hús-
næðismálin sett á oddinn og 1944 var
farið að huga að því að byggja höll en
biðin varð löng. 1972 úthlutaði borg-
arráð TBR lóð á mótum Gnoðarvogs
og Holtavegar og fjóram árum síðar
var fimm valla badmintonhús tekið í
notkun. 1987 var annað hús með 12
völlum vígt. Með bættri aðstöðu var
hægt að sinna fleiri iðkendum, bama-
og unglingastarfið varð stöðugt öfl-
ugra og bestu keppendurnir náðu æ
betri árangri.
Byggingarsagan er rakin en eftir
því sem á líður söguna er meira
greint frá keppni og helstu keppend-
um og skal engan undra þótt Öskar
Guðmundsson, Haraldur Kornelíus-
son, Árni Þór Hallgrímsson, Broddi
Kristjánsson, Elsa Nielsen og Vigdís
Ásgeii-sdóttir séu í sviðsljósinu. Sama
á við um forystumennina Jón Jó-
hannesson, Garðai' Alfonsson og Sig-
fús Ægi Amason, en fleiri koma við
sögu, jafnt innan sem utan vallar, og
er margra getið.
Eftir lesturinn kemur einna helst á
óvart að félagið skuli jafnframt hafa
verið kennt við tennis alla tíð en
íþróttin hefur lengst af legið niðri í fé-
laginu og tennisiðkun var hætt í
TBR-húsinu 1994.
Myndir hafa mikið að segja í svona
bókum og hefur þess verið gætt að
hafa þær nógu margar. Litmyndirn-
ar á kápu hefðu mátt vera líflegri en
aðrar myndir era allar svarthvítar,
sem er auðvitað miður, en sem fyrr
má gera því skóna að kostnaður ráði
för. Allir era nafngreindir á myndun-
um og greint frá hvaðan þær era
fengnar og era þetta vinnubrögð til
íyrirmyndar, eins og allur frágangur
bókarinnar. Sami háttur hefði átt að
vera á myndaopnunni frá sjálfboða-
vinnu (bls. 122 og 123). í lokin er skrá
yfir heimildir og nafnalisti.
Það var fróðlegt og góð upprifjun
að lesa þessa bók, sem er í raun
ágætis handbók um sögu badmintons
á Islandi til þessa, og ekki kæmi á
óvart að þegar þyrfti að huga að 2.
prentun.
Steinþór Guðbjartsson
Saga um sögu
BÆKUR
Smásögur
KÆRA GRETA GARBO
eftir William Saroyan. Óskar Árni
Óskarsson þýddi. Bjartur, 1999,
124 bls.
HÉR era samankomnar tólf smásög-
ur af tuttugu og fimm sem gefnar
vora út saman í bók í Bandaríkjunum
árið 1935. Sögusviðið er San
Francisco. Oft er það þó bara lítið
herbergi sem viðkomandi söguper-
sóna býr í og þá skiptir ytra umhverfi
ekki máli. Söguhöfundurinn er þó
ekki einn og sá sami í sögunum og
herbergin þar af leiðandi mismun-
andi. Nokkrar sögur fjalla um það
hvernig er að vera smásagnahöfund-
ur að störfum. Hvemig það er að sitja
við og reyna að fanga efnið. En það er
ýmislegt sem getui' tafið rithöfund
við vinnu sína. Þar á meðal er óyfir-
stíganlegur kuldi sem frystir bæði
hugsun og flæði. Þrátt fyrir leikfimi-
æfmgar hitnar líkaminn ekki nóg til
að halda loga á hugmyndinni sem
heitur kaffisopinn kveikti um morg-
uninn.
Uppákomur eins og stríðsyfirlýs-
ing og herkvaðning herja á hugann.
Rithöfundurinn þarf að há sitt stríð
við óvæntar gestakomur og ski-ýtin
atvinnutilboð. Stríð er aldrei auðvelt,
einkum þar sem „... síðasta styrjöld
fór illa með taugar rithöfunda og ...
fæddi af sér ýmsar sérviskulegar
bókmenntastefnur og alls kyns til-
gerð og látalæti." (bls. 94). Það er ein-
mitt mótsögn þessara sagna; þær era
tilgerðarlegar og með látalæti en á
látlausan hátt. Yfirlýsing þess efnis
að þessi saga sé nú ekki um neitt sér-
stakt vekja forvitni lesandans sem
verður að komast að því hvort til-
kynningin sé rétt eður ei. Textinn
fjallar svo mikið um sjálfan sig og til-
urð sína að lesandi þarf að vera vak-
andi fyrir litlum setningum sem
koma af stað íhugun hans sjálfs.
Einfaldir hlutir eins og erindi á
rakarastofu velta upp spurningum
um hvort upprani og þjóðerni skipti
einhverju máli. Sögupersónan í Sjöt-
íu þúsund Assýríumenn er Armeni og
þar sem það er fámennur þjóðflokkur
heyrir það til tíðinda þegar þeir rek-
ast hver á annan. Minnir óneitanlega
á íslendinga í útlöndum. Söguper-
sónan segist ekki hafa „... hugmynd
um hvernig það er að vera Armeni
eða ... Japani eða eitthvað annað. Ég
hef óljósa hugmynd um hvemig það
er að vera lifandi. Það er það eina
sem ég hef veralegan áhuga á.“ (bls.
14). Þessi hugmynd er á skjön við
sjálfsmynd okkar íslendinga sem
teljum að hún markist af því að við
búum á einangraðri eyju, með sér-
stöku tungumáli, veðráttu og lands-
lagi. Og kollvarpar í raun og veru
heimsmyndinni. Og fordómum, góð-
um og slæmum. En þær skýra aðlög-
unarhæfni mannsins. Kynslóðin sem
losar sig við ok fortíðarinnar og að-
lagast. Hvar sem er í heiminum. Hef-
ur áhuga á að lifa hér og nú og lifa af.
Írónía en jafnframt einhver hlýja
og virðing fyrir öllu lífi einkenna sög-
urnar. Hversdagsleikinn er áhuga-
verður, kúvending er óþörf til að
vekja áhuga. Textinn er oft nokkuð
hraður sem er í mótsögn við atburða-
rás hans og myndar togstreitu. Sög-
urnar eru flestar skemmtilegar en þó
er líklega betra að lesa eina og eina í
senn heldur en allai' saman því marg-
ar era sjálfhverfar og þá fer nýja-
brumiðafupplifiminniKr.stínólafs
Forlög eða tilviljanir
Páll Kr.
Pálsson