Morgunblaðið - 23.12.1999, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 23.12.1999, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 33 BÆKUR S1 y s a f r á s a g n i r ÚTKALL í ATLANTSHAFI A JÓLANÓTT eftir Óttar Sveinsson. Útlit kápu: Mátturinn & dýrðin ehf. íslenska bókaútgáfan 1999, 207 bls. Ógleyman- legir atburðir SJÖTTA bókin í flokki svokallaðra útkallsbóka höfundarins Óttars Sveinssonar lítur hér dagsins ljós og nefnist Utkall í Atlantshafi á jóla- nótt. Að þessu sinni hefur höfundur valið sér örlagaríka atburði til að fjalla um sem fyrr og segir frá því er flutningaskipið Suðurland sökk 290 sjómílur austnorðaustur af Lannesi á jólanótt árið 1986. Ellefu menn voru um borð þegar skipið lagði af stað frá Islandi á Þorláksmessu með síldarfarm sem sigla átti með til Sov- étríkjanna. Fimm þeirra komust hfs af þegar skipið sökk og var bjargað við illan leik þar sem danskir þyrlu- björgunarmenn tefldu sannarlega á taspasta vað við að bjarga þeim úr hriplekum gúmbjörgunarbáti úti á opnu Atlantshafi. Skipbrotsmenn- irnir höfðust við í bátnum í óhemju kulda, illa búnir og ekki bætti úr skák að ekki gátu þeir hvílst með því að leggjast út af því ískaldur sjórinn náði þeim í hné. Atburðir sem lýst er í bókinni eru sannarlega ógnvekjandi og efni hennar sem slíkt því ógleymanlegt. Höfundur segir í formála að sam- starfið við viðmælendur sína, sem lýsa reynslu sinni, hafi verið afar ánægjulegt og ekki er það að efa því frásögn þeirra virðist tiitölulega yfir- veguð og þeir af öllum vilja gerðir til að segja sem nákvæmast frá - allt frá því þegar þeir stíga um borð í Suður- landið til þess er þeir stíga á íslenska grund að lokinni frækilegri björgun. Höfundurinn hefur tekið þá ákvörðun að láta viðmælendur sína vera í aðalhlutverid í bókinni og halda sig til hlés að öðru leyti en því að kynna persónur til sögunnar jafn- óðum þegar þær segja frá tilteknum atburði sem myndar hverja frásagn- areiningu, t.d. hvernig skipveijar upplifa dýfu eða högg sem kom rétt áður en skipið sökk, þegar skipverjar stökkva í gúmbátinn, þegar hverjum og einum var bjargað um borð í þyrl- una o.s.frv. Að þessu leytinu finnst mér bókin opinbera helsta veikleika sinn. Hvergi tekur höfundur af skar- ið og skapar almennilega sögu held- ur raðar frekar saman orðræðum all- ra á rétta staði og hefur mestalla bókina í gæsalöppum. Sú aðferð fannst mér ekki góð. Atburðimir sem bókin greinir frá eru stórkost- legir og er óviðjafnanlegur efniviður í kynngimagnaða sögu þar sem höf- undur gæti byggt á frásögnum þeirra sem upplifðu sjálfa atburðina og hefði alla þræði í hendi sér. Það sem við blasir í bókinni endurspeglar ekki slík efnistök heldur frekar frá- sagnartorg þar sem margir ólíkir að- ilar hittast og rifja upp liðna tíma. Þannig rata hinir stórkostlegu at- burðir á prent og mynda nákvæma mynd af Suðurlandsslysinu en ekki kjarngóða sögu sagða af sterkum sögumanni. Víða hefði ég óskað að höfundur hefði dregið frásagnir margra aðila af sama andartakinu saman í nokkrar lipurlegar hending- ar í stað þess að láta viðmælenduma hvem af öðmm endurtaka í grófum dráttum það sem síðasti ræðumaður sagði. Kannski er þetta gert til að fá ólík sjónarhorn á sama atburðinn en gildi þeirra efnistaka hefur þá alveg farið fi'am hjá mér. Stíllinn í bókinni fannst mér ekki upp á marga fiska því víðast hvar er beitt hliðskipun hvort heldur sem er í beinum tilvitnunum í viðmælendur eða inngripum höfundar. Langflest- ar setningamar em með öðmm orð- um of stuttar fyrir minn smekk og samtengingar í öllum sínum fjöl- breytileika em sjaldan notaðar sem er miður. Þess í stað er valin sú leið að setja þeim mun fleiri punkta og byrja því næst á nýrri setningu: „Klukkan var farin að ganga tólf. Ame Fröge sigmaður var kominn um borð í þyrluna. Hann rýndi út í sortann. Skyggnið var afar takmark- að.“ (91) I bókinni er sagt frá frétt í bresku dagblaði um að breskur njósnakaf- bátur hafi elt risastóran sovéskan kjarnorkukafbát sem samkvæmt fréttinni sigldi undir Suðurlandinu svo rafeindabúnaður í 1.800 metra löngum hlustunarkapli breska báts- ins næði ekki til hans. Svo óheppilega vildi til að þegar Suðurlandið sökk marðist kapall breska kafbátsins á hafsbotni, með þeim afleiðingum að Morgunblaðið/Asdís Guðmundur Guðlaugsson, Gunnsteinn Ólafsson og Þórunn Sigurðar- dóttir undirrita samning um Þjóðlagasetur á Siglufirði. Samningur um Þjóðlaga- hátíð á Siglufírði SIGLUFJARÐARBÆ, Félag um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þor- steinssonar á Siglufirði og Reykjavík, menningarborg Evrópu 2000, hafa undirritað samning vegna þjóðlagahátíðar sem haldin verður í Siglufirði dagana 19.-23. júlí næstkomandi. Á hátíðinni verður kynnt allt það helsta sem tengist islenskum þjóð- lagaarfi, allt frá þjóðlögum, rímnalögum og vikivakadönsum til smíði fornra hljóðfæra. I frétta- tilkynningu segir að hátiðin standi yfir í fimm daga og munu færustu menn, hver á sínu sviði, halda fyr- irlestra og stýra námskeiðum auk þess sem boðið verður upp á fjölda tónleika og sýninga. Þjóðlagahátíðin er fyrsta skref- ið til uppbyggingar Þjóðlagaset- urs séra Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði. Séra Bjarni var prestur á Siglufirði í áratugi og var auk þess afkastamesti þjóðlagasafnari þjóðarinnar. Hann stjórnaði einn- ig uppbyggingu sfldarbæjarins á fyrstu áratugum aldarinnar. Ætlunin er að finna þjóð- lagasetri sr. Bjarna stað í húsi sem tengist minningu hans og bjóða upp á lifandi flutning þjóð- legrar tónlistar. Þar verður einn- ig stundað fræðslu- og rannsókna- starf, auk þess sem reglulegar þjóðlagahátíðir fara fram í bæn- um. FRAMSÆKXI ALÞ.IÓDA IILFTAIJREFAS.IODrRIX.\ kafbáturinn lá þar fastur í ellefu daga en sá sovéski komst hins vegar undan. Höfundur bókarinnar hringdi í John Hodgkins, yfirlautinant hjá breska vamarmálaráðuneytinu, „þegar hann var að leggja lokahönd á bókina" og spurði Hodgkins hvort fréttin í breska dagblaðinu væri rétt. Svarið var já. Islensk stjórnvöld fengu hins vegar ekki varnarmálar- áðuneytið til að segja sér að fréttin væri rétt þegar þau hringdu í ráðun- eytið. Þetta varð fréttaefni í haust í íslenskum fjölmiðlum og vakti verð- skuldaða athygli á bókinni. Hefði ekki líka verið merkilegt að rejma að rannsaka hvort Suðurlandið hefði í raun rekist á sovéskan kafbát og sokkið af þeim sökum, samhliða því að staðfesta gamlar fréttir? Það hefði svo sannarlega verið merkileg rannsóknarblaðamennska sem vel hefði átt heima á bók að mínu mati. Skipbrotsmenn segjast hafa séð torkennileg ljós þegar þeir voru komnir um borð í gúmbjörgunarbát- inn sem einn þeirra staðhæfði að kæmu frá kafbáti en höfundur segir í formála sínum að í viðtölunum komi fram óvæntar upplýsingar um atriði sem enn eru óútskýrð í sambandi við atburðinn. Ég geri ráð fyrir að höf- undur eigi þar við kafbátatilgátuna óútskýrðu. Spurningunni um hví Suðurlandið sökk er því enn ósvarað með óyggjandi hætti en kannski var það ekki tilgangurinn með bókinni. Synt til Islans er heiti stuttrar sögu, sem hnýtt er aftan við frásögn- ina af Suðurlandsslysinu. Þar er sagt frá tveim konum sem fljúga á eins hreyfils fjögurra sæta ílugvél til ís- lands frá Skotlandi en lenda í því að verða bensínlausar rétt áður en þær ná Islandsströndum. Vélin brotlenti í hafinu og konurnar björguðust í land, þar af önnur af sjálfsdáðum. Hin konan velktist um í sjónum í tvær klukkustundir áður en henni var bjargað og átti líf sitt að launa ís- lendingum. Frásögn af atburðum er mjög ná- kvæm og heimildagildi textans óefað mikið og í því liggur meginstyrkur frásagnarinnar. Þau „heljartök“ sem sagt er á aftari bókarkápu að höfund- ur nái á lesandanum skildu samt ekki eftir sig stóra marbletti þrátt fyrir ít- arlega leit að loknum lestri. Örlygur Steinn Sigurjónsson Nýjar plötur • 3 PÍRAMÍDAR hefur að geyma 7 raftónverk eftir Jóhann G. Jóhanns- son. I innsiðu á plötuumslagi segir höf- undurinn m.a. „Snemma árs 1995 hóf ég að vinna myndverk sem ég kallaði Tindaseríu, þriggja mynda seríur sem byggja á formi þríhyrn- ings. Haustið 1995 hóf ég svo nám í Tónveri Tónlistarskóla Kópavogs þar sem hugmyndin að verkinu 3 pýramídar kviknaði út frá þeim möguleika að hægt er að sjá tónlist sem grafískt form á tölvuskjá. Eftir nokkra tilraunastarfsemi ákvað ég að vinna tónverk með aldamótin í huga sem byggðist á þremur sjálf- stæðum þáttum; Framtíð, Nútíð og Fortíð. Hver þáttur er hugsaður sem sjálfstætt verk sem í samtímis flutningi mynda eina heild. Hug- myndin að baki er vegferð okkar í tíma og rúmi; það sem er, var og verður. Þríhyrnt form hvers þáttar er byggt upp af 16 mismunandi röddum (hljóðum) og er leitast við að skapa tilfinningu fyrir hæð, breidd og dýpt. Jólatilboð CDD-BSS Allt að 130 númera minni Þar af 50 með nafni Blikkljós, valhnappur Tlmamæling Getur geymt útfarandi númer Islenskar leiðbeiningar og merkingar Á vegg eða borö Jólatilboð JDD-E000 Allt aó 150 númera minni Þar af 50 með nafni Blikkljós, valhnappur Timamæling samtala Getur geymt útfarandi númer 23 skammvalsminni, hátalarí Islenskar leiöbeiningar og merkingar Á vegg eða borð 1‘MiIil stgr. Jólatilboð TDD-1000 30 númera minni Blikkljós, valhnappur Tímamæling samtala 3 skammvalsminni Islenskar leiðbeiningar og merkingar Á vegg eða borð !!ETil stgr. CDD-HD03 Jólatilboð m 30 númera minni Tímamæling samtala Blikkljós, valhnappur stgfT islenskar leiðbeinmgar og merkingar Á vegg eða borð fiíste l Sfðumúla 37 - S. 588-2800 ALÞ.IODA 11Ll’TABREFAS.IODITRIXX 80,6% 46,4% Ilækkún sjóf\sins ira stoí'nnn hnns 10. tles. ÍOOS miO.iO við 1. tles. 1000 ÍL'ekkun sjóðsins lV;i stotnnn h.ins 20. nov. 1008 miðnð við 1. des. 1000 / x • < OKKAR SERFRÆÐINGAR - ÞIN AVOXTUN BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF - byggir á trausti Hafnarstræti 5 • sími 525 6060 • fax 525 6099 • www.bi.is • verdbref@bi.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.