Morgunblaðið - 23.12.1999, Page 34

Morgunblaðið - 23.12.1999, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ JMgguitftljifeffr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BLAÐAUKILOS ANGELES TIMES IFYRRADAG birtist lítil frétt á erlendri fréttasíðu Morg- unblaðsins, sem bar fyrirsögnina: „Löng afsökunar- beiðni“. Fréttin var svohljóðandi: „Bandaríska dagblaðið The Los Angeles Times birti í gær 14 blaðsíðna blaðauka, þar sem blaðamennirnir viðruðu óánægju sína vegna tengsla útgáfufyrirtækisins við fjármálahneyksli. Blaðið birti í október langa umfjöllun í blaðinu um nýja heilsu- ræktar- og skemmtimiðstöð, Staples Center. Útgáfufyrir- tækið er meðal eigenda miðstöðvarinnar en blaðið gat þess ekki í umfjöllun sinni, að það hefði samið um að skipta tekjum af auglýsingum, sem birtust á sömu síðum með eig- endum miðstöðvarinnar. Er talið að fjárhæðin nemi um 140 milljónum króna. Sagður er mikill kurr meðal blaðamanna vegna málsins.“ Hér er í stuttu máli vikið að einhverri mestu deilu, sem risið hefur á dagblaði á Vesturlöndum í langan tíma um ákveðin grundvallaratriði í starfsemi dagblaða og raunar annarra fjölmiðla einnig. Aðdragandi þessarar deilu er sá, að fyrir tveimur árum kom til starfa á Los Angeles Times nýr útgefandi en í Bandaríkjunum er starf forstjóra og aðalritstjóra sameinað í manni, sem hefur það starfsheiti. Hann hafði ekki áður haft afskipti af blaðaútgáfu en hét því að hann mundi rífa niður þann Múr, sem reistur hefði verið á milli ritstjórna og auglýsingadeilda blaða, efla samstarf þessara aðila með það að markmiði að snúa við neikvæðri þróun í upplagi blaðsins. Þessar hugmyndir voru þá þegar umdeildar og fyrir skömmu sagði einn af fyrrverandi ritstjórum blaðsins: „Þegar Múr er rifinn niður er skynsamlegt að átta sig á því, hvers vegna hann var reistur." Segja má, að spenna og deilur um þessa nýju stefnu hafi náð hámarki, þegar Los Angeles Times gaf út sérstakt blað um umrædda heilsuræktar- og skemmtimiðstöð og gerði samning við það fyrirtæki um að skipta auglýsingatekjun- um á milli blaðsins og fyrirtækisins án þess að ritstjórn Los Angeles Times væri um það kunnugt. I kjölfar mikillar reiði innan blaðsins og harðrar gagnrýni annarra fjölmiðla gáfu útgefandi og ritstjóri Los Angeles Times út yfirlýsingu þar sem segir m.a.: „Ef árekstur verð- ur á milli viðskiptahagsmuna Los Angeles Times og rit- stjórnarlegra sjónarmiða mun afstaða ritstjórnar sitja í fyr- irrúmi. Þetta grundvallaratriði nær til allra blaða, sem Los Angeles Times stendur að, svo og til netútgáfu blaðsins.“ Þessi yfirlýsing dugði ekki til að sefa þá reiði, sem upp var komin og ógnaði trúverðugleika blaðsins út á við, sem að mati þeirra, sem skrifa umræddan blaðauka, er það eina, sem raunverulega skiptir máli fyrir dagblað. í blaðaukan- um, sem út kom sl. mánudag eru umræður og átök innan blaðsins rakin ítarlega og þau mismunandi sjónarmið, sem þar hafa komið fram um málið. Skal dregið í efa, að leiðandi dagblað hafi áður viðrað innri vandamál og deilur með þeim hætti, sem gert er í þessum blaðauka. Eins og oft er um dagblöð á Vesturlandi er Los Angeles Times að verulegu leyti í eigu einnar fjölskyldu, Chandler- fjölskyldunnar. Sá meðlimur hennar sem á mestan heiður af því að skapa blaðinu sess, sem eitt áhrifamesta dagblað Bandaríkjanna, er Otis Chandler, sem var útgefandi blaðs- ins í tvo áratugi frá 1960 til 1980. Það vakti því gífurlega at- hygli, þegar hann eftir margra ára þögn lét frá sér heyra um málefni blaðsins af þessu tilefni og gagnrýndi forráðamenn þess harkalega og taldi að umræddar ákvarðanir þeirra væru mesta ógnun við framtíð og vöxt blaðsins, sem hann hefði upplifað í þau meira en 50 ár, sem hann hefði tengst Los Angeles Times. I blaðaukanum kemur einnig fram, að blaðið hafi misst marga af sínum beztu blaðamönnum til Ney York Times, sem er að mestu í eigu Sulzbergerfjölskyldunnar en henni sé treyst til að halda í heiðri hefðbundin gildi blaðamenn- skunnar og byggja upp og bæta dagblað, sem væri virtasta og áhrifamesta blað Bandaríkjanna. Um allan heim standa fjölmiðlar nú frammi fyrir nýjum vandamálum, sem kristallast í deilunum innan Los Angeles Times. Þær snúast ekki bara um þá skýru skiptingu, sem þarf að vera á milli ritstjórna og auglýsingadeilda heldur ekki síður um það hvernig ritstjórnir eigi að taka á þeim fjölmörgu álitamálum, sem upp koma dag hvern vegna sí- vaxandi markaðsstarfsemi í öllum þjóðfélögum, þar sem hagsmunaaðilar reyna hvað þeir geta til þess að koma upp- lýsingum um starfsemi sína á framfæri undir formerkjum frétta og margvíslegrar þjónustustarfsemi. Þessi nýju vandamál eru erfiðari viðureignar fyrir flesta fjölmiðla en spurningin um pólitísk afskipti af starfsemi þeirra, sem smátt og smátt hefur fjarað út. Rannsókn á tollsvikum vegna flutnings á hestum til Þýskalands enn ólokið Gögn liggja fyrir í megin- atriðum RANNSÓKN tollsvika í innflutningi hesta frá íslandi til Þýskalands stendur yfír og sagði Leonhard Bierl, talsmaður tollsvikarannsókn- arembættisins í Köln, að enn væri verið að afla upplýsinga. „Ég heid að það muni taka nokkurn tima að ljúka rannsókninni hér í Þýskalandi, en get ekkert sagt um það hvernig málin standa á fs- landi,“ sagði hann. „Verið er að vinna rann- sóknina hjá nokkrum embættum í Þýskalandi. Henni er því ekki stjómað héðan [frá höfuð- stöðvunum í Köln], en venjan er sú að þetta kemur í okkar hendur þegar rannsókn Iýkur.“ Hann sagði að þegar rannsókn lyki færi mál- ið til saksóknara, sem ákvæði hvað bæri að gera. Búast mætti við því að um nokkur mál yrði að ræða. Þyngstu viðurlög við tollsvikum eru fimm ára fangelsi í Þýskalandi. Ekki er ljóst hvað búast má við að sótt verði til saka í mörgum málum. I raun er um þrjá kosti að ræða, að rannsókn verði hætt vegna ófullnægjandi sannana, að niðurstaðan verði að viðkomandi sé sekur að einhveiju leyti og verði látinn greiða sekt, farið verði fram á skilorðs- bundna refsingu, eða refsivist. Rannsóknin nær tíu ár aftur í timann og er miðað við það hvenær tollsvik fyrnast. V". IRVO þvíligj á hesti i JL fangsn ríkistollsljóra, sl Hermann Guðmi málsins hjá ríkis hafi fengið gögn málið og menn v; gögn til Þýskalai stjóra eru menn því að ekki hafi v landi sé málið jal Jón H. Snorrai Stærsti hluti rannsóknarinnar í Kiel I Kiel fengust þær upplýsingar hjá Frank Ohlsen, embættismanni hjá tollrannsóknaryfir- völdum þar, að þótt rannsókn væri ekki lokið lægju gögn málsins nú þegar fyrir í meginatr- iðum. Stærsti þáttur rannsóknarinnar fer fram í Kiel, en einnig er meðal annars verið að rannsaka þessi mál í Oldenburg, Munster, Köln, Lindau og Trier. Bierl sagði að rannsókn tollsvikarannsóknar- embættisins á málum varðandi hesta væri í raun af tvennum toga. „Annars vegar er um að ræða hesta frá ís- landi, sem voru fluttir inn og rangt verð var gefíð upp í skýrslum," sagði hann. „Hins vegar er um að ræða hesta frá Áustur-Evrópu og einkum Rússlandi, sem voru rangt skráðir þannig að þeir væru ætlaðir til slátrunar. í raun var hins vegar um að ræða keppnishross.“ Hann sagði að það væri ekki óvenjulegt að reynt væri að leggja fram reikninga fyrir of lágum upphæðum í því skyni að komast hjá gjöldum. Yfirleitt kæmust mál af þessu tagi upp vegna ábendinga frá samkeppnisaðilum, sem ekki beittu sömu aðferðum. „Þetta var án efa ein af ástæðunum fyrir því að við komumst að því að þetta ætti sér stað í miklum mæli,“ sagði hann. „Málið vegna Rúss- landshestanna er mjög svipað, en mjög þekktar tamningastöðvar hér í Þýskalandi flæktar í málið og það er því ekki einfalt." Mjög hefur dregið úr útflutningi íslenskra hesta til Þýskalands í kjöl um útflytjenda. Ari Teitsson segir íslensk hross í góðum metum í Evr Hrossaræktaráta að tengja tollsvi ARI Teitsson, formaður Bændasamtakanna, er þeirrar hyggju að það eigi ekki að hafa áhrif á átaksverkefni, sem ákveðið hefur verið að verja til 275 milljónum króna á næstu fimm árum, til að efia hrossa- rækt og hestamennsku, að rannsókn stendur yfir á tollsvikamáli varðandi útflutning á íslenskum hrossum til Þýskalands, sem þýsk rannsóknaryfir- völd hafa sagt mjög umfangsmikil. Hulda G. Geirsdóttir, markaðsfulltrúi Félags hrossabænda, sagði að hjá sín- um samtökum hefði alltaf verið talað um að mest væri að græða á því að þessir hlutir væru á hreinu, en hins vegar væri mjög ósanngjamt að halda því fram að þarna væri verið að taka peninga af skattgreiðendum og rétta þá skattsvikurum eins og sagt hefði verið í fjölmiðlum. Ekki verið að semja við skattsvikara „Þetta er mjög ósanngjörn umfjöli- un,“ sagði hún. „Það er ekki verið að semja við dæmda skattsvikara. Það er verið að semja við félög í landinu." Fjórir ráðherrar skrifuðu fyrr í mánuðinum undir samninga um tvö átaksverkefni til eflingar hrossarækt og hestamennsku. Er þar annars veg- ar um að ræða fimm ára verkefni, sem lýtur að öllum þáttum hrossaræktar, allt frá tamningum til markaðsmála, og hins vegar tilraunaverkefni í Skaga- firði, sem nefnist Hestamiðstöð Is- lands. Verða á fimm árum lagðar 200 milljónir króna til þessara verkefna og leggur sveitarfélagið Skagafjörður fram 75 milljónir króna á móti. Ari sagði að ekki væri rétt að draga þetta verkefni inn í umræðuna um út- flutning íslenskra hrossa til Þýska- lands. „Ég held að þrátt fyrir það að komið sé í Ijós að þarna er nokkuð örugglega um skattamisferli að ræða á þýskri grund breytir það ekki þeirri stað- reynd að íslenski hesturinn hefur ekki bara getið sér gott orð í Þýskalandi heldur allri Evrópu, að Frakklandi og Spáni undanskildum," sagði Ari. „Hann hefur líka verið að auka veg sinn og virðingu á Norðurlöndunum og sama er að segja um Bandaríkin. Ég held því að þrátt fyrir þessi vandamál í Þýskalandi sé skynsamlegt að efla ís- lenska hrossarækt. Ég held að það eigi ekki að hafa áhrif á þetta.“ Eiga skattsvik hjá þýskum borgurum að hafa áhrif hér? Ari sagði að eins og hann skildi þetta væri hér aðallega um að ræða skatts- vik hjá þýskum borgurum og spurði: ,Á það að hafa áhrif á íslenska hrossa- rækt?“ Hann bætti við að ekki væri sjálfgefið að dregið hefði verið undan fé á Islandi því ekki þyrfti að vera að það sama stæði á tollskjölum og í ís- lenskum skattframtölum. „Ég geri hins vegar ráð fyrir því að báðir þessir pappírar séu undirritaðir af viðeigandi aðilum og gefi menn fals- aðar upplýsingar er það saknæmt, hvort sem það er á skattblaði eða inn- flutningsskýrslu er það náttúrulega saknæmt," sagði hann. „Ég veit ekki hvort þú hefur einhvern tíma gleymt að telja fram eitthvað, sem þú hefur haft í tekjur, en það er eitthvað, sem allbreiður hópur íslendinga freistast kannski til að gera.“ Hann sagði að annað þyrfti að hafa í huga: „Nokkur hópur bænda, sem er með hrossasölu, er með það lágar tekjur að hann hefur engan hag af að gera þetta. Þá er mikið af þeim hest- um, sem fluttir eru út, fluttir út í gegn- um þriðja aðila. Það er milliliður hér á landi, sem í raun kaupir hrossið og sel- ur. Bóndinn fær greitt fyrir hrossið hjá milliliðnum og veit í sjálfu sér ekki af því meira eða á hvaða verði það er skráð á tollskýrslum í Þýskalandi.“ Hann kvaðst ekki vita hve mikið væri um þetta, enda sæju Bændasamtökin aðeins um að gefa út vottorð, sem lytu að ætterni hrossa, en ekki peningahlið- inni. Fjallað hefur verið um það að í bók, sem Gunnar Bjarnason hrossaræktar- ráðunautur gaf út árið 1956, hafi hann hvatt til þess að gefið væri upp lágmarksverð á hrossum. Sögðu að myndi enda með vandræðum ,Á þeim 43 árum, sem liðin eru síð- an, hefur auðvitað mikið vatn runnið til sjávar,“ sagði Ari. „Meðal annars hef- ur verið skipt um hrossaræktarráðu- naut allnokkrum sinnum, þannig að þetta segir ekkert um það hvað aðrir ráðunautar hafa gert og ég held að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.