Morgunblaðið - 23.12.1999, Page 35

Morgunblaðið - 23.12.1999, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 35 T ríkislögreg’lustj óra vekja vinnubrögð verja í hrossaútflutningsmálinu furðu íafa ekki farið rani á gögn frá Islandi sagði að fráþvíþessi mál hófust hefðu emb- ættinu borist frá Ríkistollstjóra gögn um fá til- vik, innan við fímm. Þau gögn bentu til þess að greitt hefði verið meira fyrir hest, en innflutn- ingsgögn í þeim löndum, sem þeir hefðu verið fluttir til, gæfu til kynna. Hann sagði að Wolfgang Dudda, fulltrúi þýskra tollyfirvalda, sem hingað kom og sagt hefði frá umfangsmikilli rannsókn á tollsvikum á níu af hverjum tíu hrossum, sem flutt hefðu verið til Þýskalands, hefði ekki lagt fram nein gögn máli sínu til stuðnings. „Við væntum þess að það líði ekki langur tími þar til slík gögn koma ef málið er með þeim hætti, sem lýst er,“ sagði hann. „Við höfum eng- in slík gögn fengið frá tollyfirvöldum og mér er ekki kunnugt um að tollyfirvöld hér hafí fengið slík gögn frá Þýskalandi." Hann kvaðst ekki telja að þessi útflutningur hefði verið tekinn fyrir í heild sinni hér á landi ogþessi mál, sem talað væri um íÞýskalandi, væru ekki til rannsóknar hér. Tilvik ekki bundin við Þýskaland Þau tilvik, sem væru til meðferðar, væru ekki bundin við Þýskaland og hefðu borist gögn um þau frá Evrópu. „Við höfum hitt [Dudda] og á hans máli var að skilja að þetta væri umsvifamikið," sagði Jón. „Til þess að geta unnið þessa rannsókn úti hefði maður haldið að hann þyrfti einhveijar upp- lýsingar héðan og eftir þeim hefur hann ekki kallað með gögnum eins og venja er til.“ Hann sagði að hjá ríkislögreglusljóra yrði fylgst með þessu máli og liði langur tími yrði kallað eftir þeim gögnum, sem þýsk yfírvöld væru með í höndum, því að það væri alvarlegt ef þetta væri jafn umfangsmikið og sagt væri. Jón sagði að hér væri um að ræða tilraun til að koma sér undan greiðslu aðflutningsgjalda í viðkomandi landi, en á íslandi fælist brotið í rangri upplýsingagjöf til tollyfirvalda, sem væri refsivert út af fyrir sig. Það væri hins vegar einnig staðreynd að væru rangar upplýsingar gefnar hér væri verið að koma sér undan skatt- skyldum gjöldum. ópu þrátt fyrir áföll í Þýskalandi LD í Þýskalandi hafa látið að gja að tollsvik vegna útflutnings ím til Þýskalands séu mjög um- tiikil. Málið er til rannsóknar hjá cattrannsóknarembætti rikisins. indsson, sem sér um rannsókn tollstjóra, segir að embættið fráþýskum tollyfírvöldum um æru að undirbúa það að senda nds. Hjá embætti ríkislögreglu- hins vegar farnir að furða sig á rerið farið fram á gögn frá ís- 'n viðtækt og haldið er fram. 3on hjáríkislögreglustjóra Morgunblaðið/V aldimar !far rannsóknar á tollsvik- Tími kjarnork unnar á enda? k á ekki kamáli ekki sé ástæða til að ætla að þeir hafi veitt slík ráð. Við hjá Bændasamtökun- um höfum varað við því að þetta gæti ekki endað nema með vandræðum, það er að segja að þessar sögusagnir um ranga uppgjöf á verði, sem gengið hafa bæði um tekjur af hrossum hérlendis og útflutningi, væru greininni stór- skaðlegar. Þetta hefur oft verið rætt opinberlega á félagslegum vettvangi Bændasamtakanna og hrossabænda.“ Hulda G. Geirsdóttir hjá Félagi hrossabænda sagði í gær að það væri rétt að Þýskaland væri einn stærsti markaðurinn fyrir íslensk hross, en markaðshlutdeildin hefði þó farið minnkandi undanfarið. Útflutningur dregist saman frá 1997 A þessu ári hefðu sennilega verið flutt um 450 hross til Þýskalands, en alls hefðu tæplega 2.000 hross verið flutt úr landi. Hún sagði að 1998 hefðu 532 hross verið flutt til Þýskalands, en 1.998 í heildina. 1997 voru flutt út 826 hross til Þýsklands, en þá var heildin 2.566.1996 voru 1079 flutt út til Þýska- lands, en 2.841 í heild, sem var metár- ið. 1995 fóru 1.129 hross til Þýskalands af 2.613 í heildina. 1994 náði útflutning- urinn til Þýskalands hámarki og var þá flutt þangað 1.321 hross af 2.758 hross- um í heildina. Arin þar á undan hafði útflutningurinn verið stígandi, eða allt frá 1990. Hulda benti á að samdrátturinn hefði hafist 1997 og mætti því ekki að- eins rekja hann til þess sem væri að gerast vegna útflutningsins nú. „Við höfum verið að benda á að aðal- ástæðan fyrir þessum samdrætti er efnahagsástandið í Þýskalandi," sagði hún. „Það skiptir miklu máli. Þjóðverj- ar eru ekki þannig að þeir eyði í hross þegar þeh- eru blankir. Síðan kemur umræðan um sumarexemið og það neikvæði, sem hefur fylgt henni í okk- ar garð. Þeirra ræktendur hafa bein- línis farið með rangt mál þar og sagt að öll hross, sem koma frá íslandi, fái sumarexem, og dregið fram sjúkdóm- inn í sinni verstu mynd. Síðan kemur hitasóttin 1998, sem léiddi til fjögurra mánaða útflutningsstöðvunar og varð til þess að Þjóðverjar fóru að leita til Danmerkur og nági'annalandanna til að anna eftirspurn. Sum af þeim við- skiptasamböndum hefur haldist, en út- flutningur til Danmerkur aukist í kjölfarið. í ár koma síðan þessar tolla- og skattarannsóknir þannig að allt leggst á eitt að gera markaðinn erfið- an.“ Útflutningur ekki stöðvast vegna tollsvikamálsins Hulda kvaðst ekki hafa nákvæmar tölur um það hvernig útflutningi hrossa hefði verið háttað á þessu ári. Hún teldi þó að hann hefði farið vel af stað og aftur komið kippur eftir heims- leikana í sumar: „Það er ekki hægt að fullyrða að útflutningur hafi fullkom- lega stöðvast eftir að þessu mál komu upp. Það hefur verið útflutningur til Þýskalands undanfarnar vikur og mánuði, þótt ekki hafi verið í miklum mæli. Það er heldur engin ástæða fyrir menn að hætta að flytja út hross ef þeir eru með sitt á hreinu.“ SAMSTEYPUSTJÓRN Jafn- aðarmannaflokksins SPD og Græningja í Þýskalandi undir forsæti Gerhards Schröders kanslara hefur steytt á ófáum skerjum á stuttum valdatíma. Skemmst er að minnast afsagnar Oscai’s Lafontaines, fjármálaráð- herra og þáverandi flokksformanns jafnaðarmanna, og deilna innan rík- isstjórnarinnar varðandi loftárásh' NATO á Júgóslavíu og skriðdreka- sölu til Tyrklands. Jafnaðarmenn hafa verið sakaðir um að gefa megin- kosningamál sitt upp á bátinn, sem þeir unnu jafnvel kosningamar út á, þ.e. kröfuna um „félagslegt réttlæti." Græningjar lentu svo að vonum í sið- ferðilegri kreppu í skriðdrekasölum- álinu og vegna þátttöku Þjóðverja í loftárásum NATO á Júgóslavíu, enda friðarstefna annað megineinkenna flokksins ásamt áherslunni á um- hverfisvemd. Kjarnorkan skal burt Eitt þeirra mála sem Græningjar settu á oddinn, þegar þeir gengu til samstarfs við jafnaðaimenn, virðist reyndar vera við það að komast í höfn en það var lokun þeirra 19 kjarnorkuvera sem anna tæplega þriðjungi af raforkuþörf Þýskalands. Sú sigling hefur þó ekki verið án hrakfalla. I stjórnarsáttmálanum var kveðið á um að lokun kjarnorkuver- anna yrði á yfirstandandi löggjafar- þingi óafturkræfanlega lögfest. Um leið var orkufyrirtækjunum boðið til viðræðna um nýja orkupólitík, hvernig standa skyldi að lokun ver- anna og hvernig anna mætti orku- þörfinni sem kjarnorkuverin hafa annað. Samkvæmt sáttmálanum átti slíkt samkomulag að liggja fyrir ári eftir stjómarskiptin en það ár er nú þegar liðið án samkomulags. Eins og gefur að skilja er það erfiðara en að segja það að koma slíkum breyting- um í framkvæmd. Gífurlegir hags- munir era í húfi fyrir viðkomandi orkufyrirtæki og hafa þau ávallt haldið þeim möguleika á lofti, að keyrði stjórnin lagasetningu í gegn- um sambandsþingið án samkomu- lags við orkuiðnaðinn, þá myndu fyr- irtækin fara í skaðabótamál við rikið. Síðustu hótanir iðnaðarins í þá ver- una snerust um bótakröfiir upp á allt að 45 milljarða þýskra marka. Þar fyrir utan hefur stjói-nin ekki sett fram neinar haldbærar lausnir á því hvernig aíla eigi orkunnar þegar búið er að loka kjarnorkuveranum. Misvísandi skilaboð Frá upphafi hefur málið einkennst af óvissu, misvísandi skilaboðum og sundurþykki á stjórnarheimilinu. Ymsir forsvarsmenn Græningja hafa hótað stjórnarslitum ef ekki yrði gengið að kröfum þeirra. Ekki hefur það heldur einfaldað málið, að innan flokks Græningja hefur ekki verið eining um einstök atriði þess. Það hefur kannski verið megin- vandi stjórnarinnar, sem endur- speglar jafnframt sundrangina innan hennar, að hún hefur ekki borið gæfu til að fela einum aðila ábyrgðina á viðræðunum við orkufyrirtækin, sem kvörtuðu í maí á þessu ári yfir mis- vísandi skilaboðum frá embætti kanslara annars vegar og umhverfis- ráðuneytinu undir stjórn Júrgens Trittins hins vegar. Þar að auki hefur Werner Múller viðskiptaráðherra komið mikið að viðræðunum. Það var tillaga hans í vor, að hámarksrekstr- artími hvers kjarnorkuofns yrði 35 ár, en Schröder hafði áður talað um 40 ár. Græningjar með Trittin í broddi fylkingar vildu hins vegai' alls ekki samþykkja svo langan tíma og kröfðust þess að hámarksrekstrar- tími hvers ofns yrði styttri en 30 ár. Samskipti stjórnarinnar við orkufyr- irtækin flæktust enn frekai- þegar Joschka Fischer, utanríksráðherra og leiðtogi Græningja, blandaði sér í málið í byrjun júlímánaðar og mætti á fund með helstu forsvarsmönnum iðnaðarins. Stjórnendur nokkuira íyrirtækjanna höfðu skömmu áður Þýskir Græningjar leggja mikla áherslu á að þýskum kjarnorku- verum verði lokað. Um það eru þó skiptar skoð- anir líkt og fram kemur í grein Jóns Ásgeirs Sigurvinssonar um málið. Jurgen Trittin umhverfisráð- herra Þýskalands og Gunda Röstel, einn talsmanna Græn- ingjaflokksins, á blaðamanna- fundi í vikunni. lýst yfir vantrausti á hæfni Trittin umhverfisráðherra og krafist þess að hann mætti eingöngu koma að mál- inu í samvinnu við Múller viðskiptar- áðherra og dómsmálaráðherrann Herta Dáubler-Gmelin. Sameigin- legan viðræðugrandvöll vantaði; Græningjar og hluti jafnaðarmanna vildu skemmri heildarendingu en 30 ár en iðnaðurinn taldi 35 ár of skamman tíma. Og óeiningin á stjórnarheimilinu minnkaði ekki er leið á sumarið. Um mánaðamótin júní-júlí vora haldnir kreppufundir með þátttöku Schröders, Múllers og Trittins, sem komu engu til leiðar. Forystufólk innan Græningjaílokks- ins talaði í fjölmiðlum um möguleik- ann á aukaflokksþingi, sem myndi öragglega mæla á móti lengri en 20 ára heildarendingu veranna. Þá væri jafnframt spurning um það, hvort Græningjar héldu stjómarsamstar- finu áfram. Schröder hjó á hnútinn sem málið vai' komið í með því að aflýsa fyrir- huguðum viðræðum á milli stjórnar- flokkanna um málið og skipa, hinn 8. júlí, vinnuhóp, sem skyldi reyna að komast að niðurstöðu í málinu. Deil- an hafði verið sett í salt fram á haust. Umhverfissamtök lýstu yfir von- brigðum og Trittin var falið að nota sumarið til að varpa ljósi á lagalega hlið málsins, til að komast mætti hjá skaðabótakröfum kjarnorkufyrir- tækjanna. Prófessorar mótmæla Nýtt framlag í viðræðurnar kom í lok september frá 570 prófessoram úr ýmsum fræðigreinum, sem hittust í Berlín og skrifuðu undir yfirlýs- ingu, hvar skorað var á ríkisstjórnina að endurskoða áætlanir um lokun kjarnorkuveranna. Að mati prófess- oranna tók umræðan ekki tillit til tæknilegi-a framfara sem hafa orðið, Þýskaland væri fremst í flokki í heiminum í kjarnorkumálum og kjarnabráðnun með tilheyrandi um- hverfisslysi væri útilokuð í Ijósi nýj- ustu tækni. Kaldhæðni örlaganna Það má sennilega kalla það kald- hæðni örlaganna, að næsta dag bár- ust fréttfr af alvarlegu kjarnorku- óhappi í Japan. Það beindi augum manna að áhættuþætti sem full- komnasta tækni getur varla útrýmt: manninum. Þó svo að kjarnorkusér- fræðingar í Þýskalandi hafi gert lítið úr hættunni á því, að svipað óhapp gæti átt sér stað í Þýskalandi, þá er Ijóst, að óhappið í Japan hefur haft áhrif á umræðuna, dæmdi í raun yfir- lýsingu prófessoranna dauða og ómerka, þó það sé kannski ekki sann- gjarnt, því sennilega hafa þeir eitt- hvað til síns máls. Samkomulag- í sjónmáli? Það má velta því fyrir sér hvort óhappið í Japan hafi hjálpað stjórn- arflokkunum til að ná saman í mál- inu; í það minnsta kallaði Schröder ‘ kjarnorkuna „hættulega orku“ eftir slysið og lagði áherslu á að komast yrði sem íyrst að niðurstöðu. Um miðjan nóvember komust forystu- menn stjórnarflokkanna að sam- komulagi um meginatriði löggjöfar, sem kveður á um lokun kjarnorku- veranna og afgreiða skal í sambands- þinginu ef ekki verður búið að kom- ast að samkomulagi við iðnaðinn íyrir áramót. Forystumönnum orku- fyrirtækjanna var boðið til viðræðna í byi-jun desember, en ekkert hefur orðið af þeim, í það minnsta ekki op- inberlega. 5. desember birti dagblað- ið Berliner Zeitung reyndar frétt þess efnis, að orkufyrirtækin væru tilbúin að slökkva á fjóram kjarn- - orkuveram fyrir næstu þingkosning- ar, ef gengið yi-ði út frá tiltekinni lágmarksorkuframleiðslu þegar end- ing þeirra vera, sem eftir yrðu, yrði ákvörðuð, í stað þess að ganga út frá árafjölda. Þetta er í raun aðeins í samræmi við tilboð, sem Trittin og Fischer höfðu áður sett fram, um sveigjanlegan lokunartíma veranna, þannig að tekið væri tillit til rekstr- arlegra sjónarmiða fyrirtækjanna. Samkvæmt þessum hugmyndum yrði slökkt á elstu kjarnaofnunum eins fljótt og auðið væri en til mót- vægis mundu fyrirtækin geta rekið yngri ofna lengur. Að þeirri forsendu gefinni, að verin gangi með „eðli- legu“ afli 85 prósent af tímanum, yrði yngsta kjarnorkuverinu, Neckar- wertheim 2, lokað árið 2021. Reynd- ar vísuðu orkufyrirtækin Viag, Veba og RWE frétt Berliner Zeitung á bug og talsmenn stjórnai-flokkanna létu lítið uppi, en nettímaritið Spieg- el Online telur það til marks um að viðræður séu í gangi á bak við tjöldin, sem menn vilji ekki koma í uppnám með umræðum í fjölmiðlum. Blaðið hafði eftir framkvæmdastjóra eins orkufyrirtækisins, að ef komist yrði að samkomulagi, yrði það á grand- velli umrædds módels. Það er því > ekki útilokað að samkomulag sé í sjónmáli, þótt reyndar megi einnig lesa bollaleggingar í þýskum fjölmiðlum um að kjarnorkufyrir- tækin ætli að reyna að bíða fram yfir næstu þingkosningar án þess að gera samkomulag í von um að ríkisstjórn Græningja og jafnaðarmanna falli og ný ríkisstjórn muni þá nema ákvarð- anir núverandi ríkisstjórnar úr gildi. Mikilvægt er þó að hafa í huga, að því fer fjarn að eining sé á meðal orku- fyrirtækjanna í málinu. Ýmsir kostir Ef kjai’norkuveranum verður lok- að verður að finna aðrar leiðir til að sinna þeini raforkuframleiðslu, sem - þau hafa sinnt hingað til. Orkuþörf Þýskalands er um 500 milljarðar kílóvattstunda en 150 milljarðar eru framleiddir með kjarnorku. Það er því um að ræða tæplega þriðung orkuþarfar Þýskalands, sem þyrfti að fullnægja með öðram aðferðum. Ýmsir kostir hafa verið nefndir í því sambandi, t.a.m. sólarorka, vindorka, ver, sem brenna olíu eða kolum, eða gas- og gufuaflsstöðvar, sem era víða í notkun og geta boðið upp á jafn ódýra, ef ekki ódýrari orku en kjarn- orkuverin. Bent hefur verið á, að til þess að anna heildarorkuþörf lands- ' ins þurfi 165.000 vindmyllur en til samanburðar séu háspennumöstur í landinu 200.000 talsins. Vandamálið sé því langt frá því að vera óyfirstíg- anlegt. Jafnframt hefur verið bent á að 40 prósent raforkunnai' séu notuð á heimilunum og þar megi spara með nýjum byggingaraðferðum og notk- ^ un sólarrafhlaðna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.