Morgunblaðið - 23.12.1999, Side 38

Morgunblaðið - 23.12.1999, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ s A ríkis veg- um og Krists Um breytingar í trúarlífi þjóðanna og nauðsyn aðskilnaðar ríkis og kirkju. ÞAÐ ER gömul klisja að í hamagangi og kaupæði jólahaldsins vilji kristinn boð- skapur jólanna gjam- an gleymast. Engu síður hittir þessi klisja beint í mark um hver jól. Þrátt fyrir fögnuð og gleði jólanna sýnir enginn tími ársins í rauninni betur skinhelgi manns- ins og eftirsókn hans eftir vindi, eigingirni hans og afskiptaleysi gagnvart náunganum. A jólunum eiga allir að vera kátir og sælir, en trúlega er vansæld manna sjaldan meiri en einmitt þá. A jólum er einsemd einstæðing- anna mest, einnig vonbrigði þeirra sem mistekist hefur í líf- inu, hjálparleysi þeirra sem eiga um sárt að binda - og aldrei blas- ir misskipting veraldargæðanna jafnblákalt við en einmitt um jól- in. Sagt er að þunglyndi og fjöldi sjálfsvíga sé aldrei meiri en um UIHUADE jóL Það er því ViuHUKr ekkiútíhött Eftir JakobF. Ásgeirsson sem sumir hafa sagt að á jólunum skilj- ist þeim best hin ríka þörf mann- fólksins fyrir páskaboðskap kristninnar. Kristin kirkja hefur átt erfitt uppdráttar víða um lönd á und- anförnum árum. Fyrr á þessu ári varð George Carey, erkibiskup af Kantaraborg, t.d. að orði að Bretar væru með ofnæmi fyrir trúarbrögðum og teldu kristin- dóminn ónauðsynlegan og gamal- dags! „Kirkjan er einni kynslóð frá útrýmingu," sagði Carey ör- væntingarfullur. Hann hvatti til geysimikillar trúarvakningar meðal þjóðar sinnar - og maður sá fyrir sér evangelískt trúboð í anda Omega-sjónvarpsstöðvar- innar endanlega ganga af kristin- dómnum dauðum í Bretlandi. En það er ekki kristindómur- inn sem er í hættu, heldur kirkj- an sem stofnun og ýmsir kirkju- siðir. Fólk hefur almennt djúpstæða trúarþörf, þótt dregið hafi úr kirkjusókn og trú á biblíusögum. Kirkjunnar mönn- um er eðlilega annt um hefð- bundna kirkjusiði sem vissulega eru nauðsynlegir og reynast mörgum mikill styrkur. En í fjöl- hyggjusamfélagi nútímans hefur það færst æ meir í vöxt að hver og einn finni sér sjálfur þann stað í kristninni sem honum þyk- ir best hæfa. Samfélagsskipan og félagsviðhorf setja mönnum ekki lengur skorður í þessum efnum. Fólk freistast jafnvel til að búa til sín eigin trúarbrögð, ef svo má segja, þar sem kristni er t.d. blandað saman við svokölluð nýjaldarfræði og Búdda-speki. Að líkindum verður kirkjan að gefa mönnum nokkurt svigrúm til slíks svo framarlega sem breytni manna að öðru leyti sé í samræmi við anda kristindóms- ins. Það sem mestu varðar auð- vitað er breytni fólks - að það reyni eftir bestu getu að vera trútt kærleiksboðskap kristninn- ar. E.t.v. verður það megin- verkefni kirkjunnar á nýrri öld að sætta þá sem vilja standa fast á hefðbundinni formfestu og þá sem kjósa frjálsari aðgang að kristindómnum, ef svo má að orði komast. Ein leið til þess er að gera kirkjumar að raunveruleg- um bænahúsum í stað þeirra hálfgerðu fyrirlestrasala og tón- leikahalla sem við búum við nú og kallast kirkjur hér á landi. Til skamms tíma var það svo að ef maður rak fótinn inn í kirkju ut- an auglýsts messutíma var hann undireins krafinn um erindi, þ.e.a.s. ef hann kom ekki að harð- læstum dyrum. I katólskum lönd- um gengur fólk eins og ekkert sé til kirkju á öllum tímum dags og sest þar þegar því hentar, finnur sér hugarró í hljóðri bæn og kveikir á kerti í minningu látins ástvinar. Það hlýtur að vera æskilegt markmið að gera bæna- hald og tilbeiðslu í kirkjum hér á landi með sama hætti að eðlileg- um hluta daglegs lífs. Okkar kirkja hefur að mörgu leyti reynst okkur vel. En er henni hollt að vera lengur ríkis- kirkja? Prestarnir sumir virðast orðið líta á sig fyrst og fremst sem embættismenn stofnunar en ekki sem þjóna safnaðanna. Víða í söfnuðunum eru brýn verkefni fyrir þjóna Krists sem prestarnir ekki sinna: einmana gamalmenni, sorgbitnar ekkjur, unglingar sem eiga í vandræðum með sjálfa sig, ógæfumenn o.s.frv. - fólk sem hefur ríka þörf fyrir að prestur sýni vandamálum þess áhuga og skilning með því að nálgast það að fyrra bragði. Sumir prestar virðast furðu kaldlyndir and- spænis þjáningum sóknarbarna sinna. Þótt kirkjur þeirra séu í næsta nágrenni við fjölskyldur sem sorgin hefur sótt heim hvarflar ekki að þeim að vitja þeirra; fólkið á að koma til hinna háu herra í kirkjunum (og helst á sérstökum móttökutíma sem auglýstur er í símaskránni!). Al- mennt virðast prestar ekki gera sér far um að kynnast söfnuði sínum með þvi að ganga á milli heimila og tala augliti til auglitis við sóknarbörnin, fræðast um hagi þeirra og vera þannig við- búnir að bregðast við að fyrra bragði þegar sóknarbörnin þurfa á þeim að halda. Af hverju hafa allir prestar t.d. ekki fyrir sið að heimsækja reglulega gamalt fólk í sóknum sínum? Engar áhyggjur þarf að hafa af Kristi. Hann býr í hjörtum mannanna - og hver og einn finnur sinn Krist þegar hann er reiðubúinn og þarf á honum að halda. Hvort fólkið kemur þá til ríkiskirkjunnar er annað mál. í orði hafa ríkisprelátar hin síðari ár gert mikið úr misskipt- ingu auðs á Islands og ekki vílað fyrir sér að senda stjómvöldum tóninn í fréttabréfi biskupsstofu. („Ríkið“ á nefnilega að sjá um „fátæklingana" rétt eins og það sér um prestastéttina!) En hvemig sýna ríkisprelátarnir hug sinn í verki? Jú, mitt í allri „fá- tæktinni" skipuleggja þeir gríð- armikil og kostnaðarsöm veislu- höld fyrir sjálfa sig til að halda uppá þúsund ára afmæli kristni á Islandi! Eftir öll áföll ríkiskirkjunnar á undanförnum áram hefði maður haldið að kirkjunnar menn vildu kappkosta að vinna sér traust þjóðarinnar á ný með fómfýsi og þjónustulund. Veislupeningunum á auðvitað að verja tíl hjálpar- starfs. Kirkjan verður ekki að sannri þjóðkirkju fyrr en ríkis- prelátarnir stíga niður af stalli sínum, hætta að vera embættis- menn - og verða að auðmjúkum þjónum Krists mitt á meðal hinna þurfandi og þjáðu. Útilokað að Fljótsdalsvirkjun skili arði: Niðurstöður miðað við mismunandi forsendur um líftíma. Bjartsýnasta áætlun Raunhæf áætlun 40 ára líftfmi 60 ára líftími 40 ára líftími 60 ára líftími Fjárfestlng 22 milljarðar 22 milljarðar 30 milljarðar 30 milljarðar 1 kr./kwst 1 kr./kwst 0,88 kr./kwst. 0,88 kr./kwst. Avöxtun 6% 6% 7,20% 7,20% Niöurstaöa 7 milljarða tap 3,6 milljarða tap 22 milljarða tap 19 milljarða tap Nýir starfshættir Lands vir kj unar ? STEFÁN Pétursson og Kristján Gunnars- son (S&K), starfsmenn Landsvirkjunar, gagn- rýna í grein í Mbl. 16.12. forsendur sem undirritaður og Sigurð- ur Jóhannesson hag- fræðingur hafa notað við útreikninga á arð- semi Fljótsdalsvirkjun- ar. Annars vegar reyna þeir að veija ávöxtun- arkröfu Landsvirkjun- ar, og réttlæta orku- verð til stóriðju. Hins vegar gagnrýna þeir forsendur um líftíma virkjana. Mótsagnakennd röksemdafærsla Eins og (S&K) nefna byggist með- alávöxtun fjárfestinga á eiginfjár- hlutfalli. Telja þeir ólíklegt að eigið fé Fljótsdalsvirkjunar muni nema 30%. Lægri krafa um eiginfjárhlutfall sé gerð til orkufyrirtækja, sérstaklega vatnsorkufyrirtækja. Nú er Lands- virkjun einmitt vatnsorkufyrirtæki og er eiginfjárhlutfall þess 30%. Hér er því augljós mótsögn. Onnur röksemd þeirra er, að hlut- fall eigin fjár við nýlegar fram- kvæmdir Landsvirkjunar hafi verið mun lægra en 30%. Það kann að vera. Hins vegar endurspeglast lágt eigin- fjárhlutfall ávallt í hærri vöxtum á lánsfé, enda tekur þá lánveitandi aukna áhættu. Nefna ber, að á virk- um markaði skiptir fjármögnun ekki máli þegar virði fyrirtækja er metið, enda ríkir samkeppni milli fjármagnseigenda um aðgang að arð- sömum fjárfestingum. Meginhagur fyrirtækja af lántökum er þess utan skattahagræði, en þess nýtur Landsvirkjun ekki. Líklegt er því að virði fyrirtækisins íýrni fremur en standi í stað með auknu hlutfalli láns- fjár. Eiginfjárhlutfall snertir meðal- ávöxtunarkröfu þannig, að sé gert ráð fyrir 6% ávöxtun á lánsfé og 10% ávöxtun á eigið fé er ávöxtunarkrafa við 30% hlutfall 7,2%, við 20% hlutfall 6,8% og við 10% hlutfall 6,4%. Eins og sýnt hefur verið fram á er um að ræða ávöxtunarkröfu sem Fljótsdalsvir- kjun getur engan veginn staðið undir. Ég hef gert ráð fyrir 7,2% ávöxtun- arkröfu í útreikningum mínum og er ekki að sjá að þeir félagar vefengi þá tölu. Hins vegar staðhæfa þeir, að Landsvirkjun noti ekki þá lágu ávöxt- unarkröfu, 3-4%, sem fram kemur í skýrslu Landsvirkjunar um arðsemi af orkusölu til stóriðju og erindi El- íasar B. Elíassonar, fulltrúa Landsv- irkjunar, á ráðstefnu um málið á dög- unum. Elías kvað arðsemiskröfu til opinberra framkvæmda eiga að vera lægri en til einkaframkvæmda, en S&K hafna þeirri skoðun. Það er ánægjulegt að sjá, enda um hagfræði- lega reginvillu að ræða hjá Elíasi. Hér þyrfti hins vegar Landsvirkjun- armönnum að bera saman. Bent skal á, að það er aukaatriði í þessu máli hvaða ávöxtunarkröfu Landsvirkjun kveðst nota eða hefur notað. Megin- atriðið er, að reikna arðsemina út frá réttri ávöxtunarkröfu, sem er ávöxt- un í sambærilegum rekstri á virkum markaði, eða 6% á lánsfé og 10% á eigið fé. S&K segja að ekki verði farið í framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun nema viðunandi orkuverð fá- ist. Orkuverð á heimsm- arkaði er varla hærra en 1 krykwst, sem merkir að virkjunin verður aldrei arðbær. Þeir nefna hins vegar, að orkuverð þtufi að vera lægra í byrjun, þar sem greiðslugeta kaup- andans aukist með tím- anum. Vissulega er telgustreymi orkuka- upandans lægi-a í byij- un, en reksturinn er þá fjármagnaður með láns- fé og hlutafé. Tekju- streymið hefur engin áhrif á greiðslu- getu fyrir orku og hráefni. Sé það hins vegar rétt, að Landsrá'kjun Virkjanir Jafnvel þótt gert væri ráð fyrir óendanlegum endingartíma Fljóts- dalsvirkjunar, segir Þorsteinn Sigiaugsson, yrði núvirt tap um 12 milljarðar miðað við fullar rekstrartekjur um alla eilífð. semji á þessum nótum, er fyrirtækið í raun að leggja fjármagn í rekstur kaupandans. Samkvæmt því ætti að gera sömu ávöxtunarkröfu af mis- muninum á „afsláttarverðinu" og fullu verði, og gerð er til álrekstrar. Þannig gæti rétt ávöxtunarkrafa til virkjana jafnvel verið enn hæm en ég hef mælt með. Nýir starfshættir Landsvirkjunar? Meginatriðið í gagnrýni þeiira fé- laga snýr að endingu virkjana og ál- vers. Orðrétt er haft eftir Þórði Frið- jónssyni, fyrrum ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneyti, í Morgunblaðinu 20. ágúst sl. „...að 120.000 tonna álver yrði óhagkvæmt eftir 10-15 ár.“ Þeir félagar hafna því, að samruni í áliðn- aði geri smærri rekstraraðilum erfið- ara fyrir, og bera fyrir sig erlenda sérfræðinga. Ég myndi taka þessa meintu sérfræðinga með miklum fyr- irvara. Samrani verður ekki að ástæðulausu. Fastur kostnaður fer vaxandi, sem veldur því sem nefnt er stærðarhagkvæmni (economies of scale). Með samrana samnýta fyrir- tækin krafta sína i markaðssetningu og framleiðsluþekkingu, sem gerir smáum aðilum erfitt fyrir í sam- keppni. (Hér er það ekki stærð sjálfs álversins sem skiptir máli, heldur stærð rekstraraðilans.) S&K segja rangt að miða við af- skriftatíma þegar ending virkjana er metin. Vissulega verður að taka af- skriftatíma með fyrirvara, en þegar um er að ræða sérstakar og stórar fjárfestingar eins og virkjanir verður að gera ráð fyrir að afskriftatíminn sé vel grandaður. Sterk rök þarf til að hafna því og þau er ekki að finna í grein þeirra félaga. En jafnvel þótt gert væri ráð fyrir óendanlegum end- ingartíma Fljótsdalsvirkjunar yrði núvirt tap um 12 milljarðar miðað við fullar rekstrartekjur um alla eilífð. 8 milljarða lækkun Qárfestingar á þremur mánuðum Þeir félagar hafa stór orð um rang- ar forsendur við mat á fjárfestingu og rekstrarkostnaði Fljótsdals- virkjunar, en nefna engin rök máli sínu til stuðnings. Iðnaðarráðherra sagði í Mbl. 20. ágúst sl. „Áaatluð heildarfjárfesting við fyrsta áfanga er 60 milljarðar kr. sem skiptist jafnt milli virkjunar og álvers.“ Eftir að umræða hófst um arðsemi virkjunar- innai- lækkaði sú tala skyndilega um 8 milljarða. Eftir margra ára undirbún- ing er það nokkuð mikil lækkun á einu hausti og tel ég vissara að halda mig við hærri töluna þegar arðsemi verkefnisins er reiknuð, jafnvel þótt 22 milljarða fjárfesting sé ekki arð- bær heldur. Stefán og Kristján segja það markmið Landsvirkjunar að virði fyrirtækisins hækki, þegar ákvarðan- fr era teknar um framkvæmdir. Von- andi verður það svo í framtíðinni, en ljóst er af fyrrnefndu yfirliti Elíasar B. Elíassonar, að svo er ekki í dag. Virðist mér grein þeirra fremur lýsa því hvemig arðsemismati Lands- virkjunar ætti að vera háttað en hvemig því er háttað nú. Vona ég að þeir nái fram vilja sínum og er þá fyrsta verkefni þeirra að sýna yfir- mönnum sínum fram á nauðsyn þess að aftm-kalla ákvörðun um Fljóts- dalsvirkjun. Vandinn er aftur sá, að taki fyrirtækið upp rétta starfshætti við arðsemismat, er hætt við að þeir félagar missi vinnuna, enda grand- vallarmeginhluti sérfræðinga Lands- virkjunar afkomu sína á áframhald- andi vfrkjanaframkvæmdum. Kannski það sé ástæðan fyrir fjár- festingafylliríinu. Höfundur er hagfræðingur og framkvæmdastjóri hjá L’Oreal í Stokkhólmi. Vinalína Rauða krossins - Ókeypis símaþjónusta þegar þér er vandi á höndum - Ert þú 18 ára eða eldri og þarft að ræða við einhvern í trúnaði? ~— Uínalínan sími frá kl. 20-23 öll kvöld Þorsteinn Siglaugsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.