Morgunblaðið - 23.12.1999, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 39
I aðdrag-
andajóla
NÚ þegar jólin
eru alveg að koma
og flestir fara að
kaupa mat og jóla-
gjafir til þess að
gleðja sjálfa sig og
aðra, verður mér
hugsað um kjör ör-
yrkja, elllífeyris-
þega og láglauna-
fólks, sem ekki geta
glatt sjálfa sig og
aðra með dýrum jól-
asteikum og jóla-
gjöfum. Það er ein-
faldlega staðreynd
að fólkið sem er á
lægstu laununum,
láglaunafólk og lí-
feyrisþegar, sitja ekki við sama
borð og sömu kjör og meirihluti
þjóðarinnar. Þetta ætti öllum að
vera fullljóst sem hafa réttlætist-
ilfinningu og innsýn í þjóðfélagið.
Það er því miður grátleg staðreynd
að ráðamenn þessa lands ei’u ekki
læsir á þjóðfélagið og vilja ekki
viðurkenna þá staðreynd að hér í
öllu „góðærinu" hefur stéttarskipt-
ing og launamisrétti stóraukist.
Það er núverandi ríkisstjórn
sem hefur skapað þennan vanda að
hluta til, en hann var til staðar fyr-
ir valdatöku hennar. Það sem
gerst hefur í öllu „góðærinu“ er
einfaldlega það, að þeir sem eiga
peninga og hafa látið þá vinna fyr-
ir sig, hafa stórgrætt á núverandi
þjóðfélagsástandi.
Alþingi
til skammar
Ég verð að minnast í þessari
grein á þær umræður sem hafa
verið á Alþingi og öllu þjóðfélag-
inu, nú rétt fyrir jólin um álver og
virkjanir. Ég er ekki með þessu að
gera lítið úr þeim aðilum sem hafa
verið að tala um virkjanir og álver
eða skoðunum þeirra.
Ég er alveg undrandi á öllum
þeim tíma sem farið hefur í það á
Alþingi og fjölmiðlum að ræða há-
lendismálið og væntanlegt álver.
Það hefur ekki verið hægt að opna
fyrir útvarp, sjónvarp eða skoða
blöðin að undanförnu, vegna þess
að það hefur bara eitt mál nánast
verið á dagskrá, það er fyrrgreint
mál.
A Alþingi Islendinga hefur nán-
ast ekki verið rætt um annað und-
anfarnar vikur og daga, en um ál-
ver og hálendið. Ég spyr sjálfan
mig og aðra; er þetta mál mál-
anna?
Þriðjudaginn 7. desember sl. fór
fram utandagskrárumræða á Al-
þingi íslendinga um kjör öryrkja.
Hún stóð í einn klukkutíma, 60
mínútur. Ég spyr: Tekur það ekki
nema einn klukkutíma að ræða hin
raunverulegu vandamál sem ör-
yrkjar standa frammi fyrir?
Þessi umræða sem fram fór 7.
desember er Alþingi til skammar,
svo ekki sé fastara að orði kveðið.
A sama tíma og verið hafa mara-
þonumræður á Alþingi um fytT-
gi'eint álver tekur ekki nema einn
klukkutíma að ræða vanda öryrkja
og þau hrikalegu kjör sem þeir búa
við og verða að sætta sig við.
Ef alþingismenn vilja láta taka
sig alvarlega verða þeir að taka
málefni fátæks fólks, öryrkja og
annarra á dagskrá og ræða það á
raunhæfan og sanngjarnan hátt.
Það hlýtur, sem fyrr segir, að
þurfa meira en einn klukkutíma í
þá umræðu.
Gjaldtakan
eykst sífellt.
í öllu „góðærinu" hafa kjör ör-
yi-kja nánast staðið í stað og þær
hækkanir sem þeir hafa fengið eru
svo smánarlegar að það er varla
hægt að kalla það hækkanir, ekki
síst vegna þess að gjaldtökur í
heilbrigðiskerfinu hafa hækkað
margar hverjar um tugi
prósenta, og allflestar
svokallaðar smærri að-
gerðir eru fram-
kvæmdar á einkastofum
og þess vegna þurfa all-
ir sjúklingar að greiða
fyrir þær, öllum þessum
minni aðgerðum hefur
verið komið út af
sjúkrahúsum. Þetta hef-
ur komið hvað verst nið-
ur á öryrkjum og þeim
sem eiga við langvar-
andi veikindi að stríða.
Þetta er málefni sem
Alþingi ætti að ræða og
það alvarlega.
Kröfur öryrkja
í komandi kjarasamningum
verður verkalýðshreyfingin að
krefjast þess að lægstu launin og
örorkubætur verði hækkuð veru-
lega. Sanngjarnt er að lágmar-
kslaun og örorkubætur verði
100.000 kr. á mánuði og ennfremur
að þessi lágu laun og bætur verði
Láglaunafólk
✓
I öllu „góðærinu“, segir
Þórir Karl Jónasson,
hefur stéttaskipting og
launamisrétti stórauk-
ist.
skattfrjáls. Það getur heldur ekki
gengið að þeim öryrkjum sem eiga
maka sé refsað fyrir það eins og
núverandi tekjutengingar eru.
Þetta er mikið sanngirnismál og
vona ég að verkalýðshreyfingin
sinni þeirri frumskyldu sinni og
berjist fyrir þessum sanngjörnu
kröfum, einnig er það mikið rétt-
lætismál að afnema skatt á húsa-
leigubætur.
Það er sanngirnis- og réttlætis-
mál að afnema skatt á húsaleigu-
bætur, sem kosta ríkissjóð mjög
litla upphæð. Þetta eru sanngjarn-
ar kröfur, ekki síst þegar mið er
tekið af því hvað þingmenn, ráð-
herrar og stór hluti af embættis-
mönnum fengu í launahækkanir
fyrir skemmstu, eins og flestir
muna.
Ráðamenn ekki læsir
á samfélagið
í fyrrgreindum kröfum er verið
að minna ráðamenn þessa lands á
að þau kjör sem láglaunafólk og
öryrkjar búa við. Þessi kjör geta
ekki gengið mikið lengur. Því eins
og fyrr segir hefur launamisrétti
og stéttaskipting verið að stórauk-
ast allan þennan áratug. Þessi þró-
un getur ekki gengið svona áfram.
Það er hér á Islandi nóg til skipt-
anna þó svo að sumir vilji ekki við-
urkenna það.
Sú einfalda hagfræði sem ég
nota við að reikna það út að nóg sé
til skiptanna er það gríðarlega
fjármagn sem er hér í umferð á
verðbréfamörkuðum og allt það
fjármagn sem er í umferð. Ráða-
menn þessa lands geta ekki komið
fram fyrir almenning aftur og aft-
ur og sagt að það sé ekki nóg til
skiptanna.
Þessir ráðamenn eru ekki læsir
á samfélagið og ég vona að íslensk-
ir kjósendur sýni fulltrúum sínum
það í næstu alþingiskosningum að
svona getur þetta ekki gengið
endalaust. Ég vil að lokum óska
öllum gleðilegra jóla, þó að ég viti
að jólin verði ekki jafn gleðileg hjá
öllum, sökum þeirrar fátæktar sem
er því miður staðreynd hér.
Höfimdur cr varaformaður
Leigjendasamtakamm.
Þórir Karl
Jónasson
Gagnrýni gagnrýnd
ÞAÐ fylgir því all-
nokkur ábyrgð að vera
gagnrýnandi á menn-
ingu og listir, enda
krefst sú iðja þess að
gagnrýnandinn byggi
hlutlaust mat sitt á
þekkingu, innsæi og
rökstuðningi. Lesend-
ur og listamenn eiga
kröfu á að ritstjórar út-
hluti verkefnum til
gagnrýnenda af skyn-
semi, þannig að gagn-
rýnendur fái verkefni
við hæfi og lendi ekki í
því að leggja mat sitt á
viðfangsefni sem þeim
hrýs hugur við. Gagn-
rýnandinn má ekki einvörðungu láta
áunninn smekk ráða för. Þegar
gagnrýnendui- neyðast til að leggj-
ast á sveif með því sem þeir „fíla“
best og stjórnast af smekkvísi sinni
einni saman, er engu líkara en bæði
greind og þroska skorti. Þá er ekki
spurning um það hvort einhver til-
tekin plata hlýtur góða dóma, heldur
hvenær. Innan hverrar tónlistar-
stefnu þarf að leggja mat á það
hvaða tónlist og hvaða verkefni hæfa
hverjum gagnrýnanda að rýna í.
Stefnur og straumar í tónlist eru af
ýmsum toga og áhugasviðin mis-
munandi. Góður gagnrýnandi þarf
að vera hlutlaus, hann þarf að fá
verkefni við hæfi og ekki sakar að
menntun styðji við bak.
Undanfarin ár hefur ritað í dag-
blöð Gunnar nokkur Hjálmarsson,
sjálfmenntaður doktor í tónlistar-
gagnrýni, fyrrverandi bankastarfs-
maður og bassaleikari í hljómsveit-
inni „Svart hvítur draumur" og síðar
í hljómsveitinni „Unun“.
Gunnar þessi hefur undanfarin
misseri vaðið á súðum í helgarkálfi í
DV, Fókus. Og er eitt af nýrri afrek-
um hans, gagnrýni sem hann reit um
geislaplötu hljómsveitarinnar
Gildrumezz, þar sem hljómsveitin
leikur sér að því að rokka til hin sí-
vinsælu lög John Fogerty og hljóm-
sveitarinnar Creedence Clearwater
Revival. Dómur Gunnars birtist í
Fókus 11.12 sl.
Greinilegt er að Gunnar hefur lítið
lagt sig eftir að hlusta á plötuna,
sem er skiljanlegt þegar tekið er til-
lit til þess, að hann hefur engan
áhuga á þessari tegund tónlistai-.
Áhuga hafa hins vegar
margir, því platan hef-
ur selst ágætlega og
mæting á dansleiki og
tónleika hljómsveitar-
innar hefur verið með
slíkum ágætum síðast-
liðið ár að eftir hefur
verið tekið.
Gagnrýni Gunnars
einkennist af undar-
legri blöndu af háði og
næstum sjúklegum til-
raunum til að reyna að
lítillækka þá menn og
það verk sem hann
neyddist tO að hlusta á.
Þetta hefur að vísu
einkennt stíl hans sem
gagnrýnanda frá upphafi. Og þó les-
endur sem og tónlistarmenn hafa
vænst framfara hjá honum, þá virð-
ast þær vonir á veikum grunni reist-
Tónlistargagnrýni
Það er dagblöðum til
vansa, segir Sigurgeir
Sigmundsson, fái gagn-
rýnendur að upphefja
einn hóp tónlistarmanna
á kostnað hins.
ar. Gunnar hefur greinilega gaman
af ákveðnum tegundum framsæk-
innar rokktónlistar (eins og fyrir-
mynd Gunnars, Arni Matthíasson og
hans lærisveinar), og heldur Gunnar
vart vatni yfir ýmsum jaðarhljóm-
sveitum, meðan hljómsveitir eins og
Skítamórall, Buttercup og Land og
synir verða fyrir óverðskulduðu
skítkasti. Þegar ég tala um óverð-
skuldað skítkast, á ég við að Gunnar
virðist ekki gera greinarmun á því á
hvaða markaði menn starfa og
hvernig þeir reyna að ná athygli
fjöldans. Greinar Gunnars um þess-
ar hljómsveitir og aðrar slíkar, á
undanförnum árum, hafa lýst van-
þóknun og fyrirlitningu hans á popp-
og danstónlist, á þeim tónlistar-
mönnum sem starfa á dansleikja-
markaðnum og framleiða afþreying-
artónlist fyrh' almenning. Sama má
segja um einn helsta aðdáanda
Gunnars til skamms tíma og kollega,
Árna Matthíasson á Morgunblaðinu.
Staðreyndin er sú að hljómsveitir á
borð við Skítamóral, Land og syni,
Stjórnina, Stuðmenn, SSSól og
fleiri, eru stór þáttur í íslensku tónl-
istarlífi, og hafa þessar hljómsveitir
meiri spilun á íslensku útvarps-
stöðvunum og selja meira af tónlist
hérlendis, en jaðarhljómsveitir þær
sem Gunnar hampar. Jaðarhljóm-
sveitirnar eiga þó engu að síður
heiður skilið fyrir framtak sitt og
elju, því það er virðingarvert þegar
menn stefna ótrauðir að settu marki
með tónlistarsköpun sinni.
En það er þessi staðlaða, gelda og
fyrirfram ákveðna, gerilsneydda
nálgun sem gerir það að verkum að
Gunnar og hans líkir eru ekki færir
um að gagnrýna það sem smekkur
þeirra þolir ekki. Hvert sem tónlist-
armenn stefna, eiga þeir heiður skil-
ið og ekki á að draga menn í dilka
þótt þeir fari ekki í einu og öllu að
duttlungum þröngsýnna gagnrýn-
enda.
Það er íslenskum dagblöðum til
vansa ef nokkrir valinkunnir, svo-
nefndir tónlistargagnrýnendur fá að
stunda þann ljóta leik að upphefja
einn hóp tónlistarmanna á kostnað »
hins. Með „ofurskrifum“ og „ofur-
hóli“ um ákveðna tónlistarmenn,
strauma og stefnur hafa tónlistar-
gagnrýnendur, lausir við faglegt
mat og án rökstuðnings, hælt þeim
sem þeir „fíla“, um leið og þeir hafa
hundsað aðra, og þá gjarnan vinsæl-
ustu popptónlistarmenn þjóðarinn-
ar. Afleiðingin af þessari einörðu
haftastefnu er sú að tónlistarmenn
eru farnir að forðast að fara með af-
urðir sínar til blaðanna, og er það
miður. Það er greinilegt af rætnum
skrifum Gunnars Hjálmarssonar um "
tónlistarmenn, að hann er aðeins
stytt vasaútgáfa af þeim doðranti
sem hann langaði að verða. Og hér
er við hæfi að lokaorð verði í rætn-
um stíl doktorsins: Þegai' fram líða
stundir kemur íslenska þjóðin ýmist
til með að minnast Dr. Gunna sem
riðvaxna karlsins sem söng Prumpu-
lagið, eða gagnrýnandans sem vissi
ekki um hvað hann var að skrifa.
Margur hefur hlotið minna hól
fyrir meiri vinnu.
Höfundur er gítarleikari.
Sigurgeir
Sigmundsson
ÞAÐ er guðsþakkar-
vert hvað íslendingar
eru fljótir að bregðast
við þegar á þarf að
halda. Það verður að
viðurkennast, að sú er
þetta ritar gerði sér
ekki ljóst, að grein sem
birtist sl. föstudag hér í
blaðinu myndi vekja svo
sterk og almenn við-
brögð, sem raunin varð.
Síðustu viku hefur jóla-
undirbúningur verið
einstakur, ég hef ekki
nokkum tíma reynt
annað eins. Fleiri en ég
hef tölu á hafa haft sam-
band og leitað ráða um
hvemig best væri að verða að liði og
sumir hafa verið ótrúlega rausnarleg-
ir. Við þessar aðstæður finnur maður
sig skuldbundinn öllu þessu góða fólki
og finnur nauðsyn þess að axla
ábyrgðina áfram,
ábyrgðina á því, að um-
ræðan og aðgerðimar
falli ekki, falli eins og
sápukúlan til jarðar og
ekkert verði eftir. Ég
mun leita liðsinnis til
þess. Þið þekkið öll sög-
una um skítugu bömin
hennar Evu, bömin sem
ekki vora nógu fín til að
hitta Drottin er hann
kom í heimsókn. Látum
það ekki verða hlut-
skipti nokkurs bams.
Sú eða sá, sem sendi
nafnlaust jólakort í dag
þekkti það hlutskipti og
sagði: „Áskoranin til
nákominna, því miður þörf og ábend-
ing um ábyrgð feðra nauðsyn. Þetta
andlega og mikla tilfinningalega álag
auk ofkeyrslu í vinnu utan heimilis og
innan þekkja allar einstæðar fyrir-
Hjálparstarf
Þið þekkið öll söguna
um skítugu börnin
hennar Evu, segir
Þórey Guðmundsdóttir.
Látum það ekki verða
hlutskipti nokkurs
barns.
vinnur. Félagslega afskiptaleysið er
VERST.“
Ég þakka þér og öllum ykkur hin-
um. Höldum áfram að bæta kjör r
barna bæði efnalega, tilfinningalega
og andlega, þau eiga skilið tvo for-
eldra, móður og föður. Stöndum sam-
an um það. Guð veri með ykkur á heil-
ögum jólum og endranær.
Höfundur er prestur og félags-
ráðgjafi, Mosfellsbæ.
Þakkir
Þórey
Guðmundsdóttir
Skólavörðustíg 35,
sími 552 3621.
Áttu eftír að fá þér aldamotafötín?
Ótrúlegt úrval
samkvæmísefna fyrír
dömuna og herrann.
g-
w VIRKA
Mörkin 3. sími 568 7477