Morgunblaðið - 23.12.1999, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 23.12.1999, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 45 UMRÆÐAN ÁL OG SAUÐAOSTUR SÍÐASTLIÐIN sumur hef ég af og til starfað sem leiðsögumaður, hef flengst vítt og breitt með ítalska ferðamenn hringinn í kringum landið. Ekki er það í frásög- ur færandi nema ef vera skyldi fyrir tvær spurn- ingar sem ég fæ alltaf, frá öllum hópum. Yfir- leitt á öðrum degi, stundum þriðja: „Hve- nær fáum við að bragða á sauðaosti?“ og hin síð- ari: „Hér, þar sem svona dýrt er að lifa, hljóta launin að vera há; hve há eru kennaralaun til dæmis?“ Ég þarf varla að minnast á þögnina, undrunina, umræðurnar og svo nið- urstöðuna sem alltaf er sama setn- ingin: Já, en það stemmir ekki - þetta er dæmi sem gengur ekki upp! Hvað hina spurninguna varðar, virð- ist hún í fyrstu fjarska meinleysisleg en er í raun afar merkileg spurning sem ég þarf að svara og verð hálf ánaleg: „Við Islendingar framleiðum ekki sauðaost." Kliður fer um rútuna og ferðamennirnir spyj’ja í forundr- an: „En af hverju ekki?“ Skoðum þetta aðeins nánar. Sauðaostur þyk- ir alls staðar annars staðar en hér hin mesta lúxusvara. Þetta er há- gæðaostur, sambæri- legur við hinn fræga parmesan-ost sem frægur er víða um ver- öld fyrir gæði og er dýr eftir því. Af hverju framleiða ítalir sauða- pst, eru engar kýr á Ítalíu? Einfaldlega af því að sauðaosturinn þyk- ir miklu betri til manneldis, hann er auðmeltanlegri fyrir utan bragðgæðin sem eru einstök. Skyldu ítalskar kindur lifa í ómenguðu umhverfi? Það er mér til efs. Ætli okkar hafi þar ekki vinninginn, nema vegalömbin auðvitað. Það eru náttúrlega þau sem ferðamenn sjá í hundraðatali á hringveginum og kveikir spurningu þeirra. Það er búið að selja þessum gest- um okkar; fossa, jökla, hveri, hvali ef þeir sjást, svo eitthvað sé nefnt en þessir gestir okkai’ þurfa líka að borða. Það er hluti þess að ferðast til fjarlægra staða, að borða matinn frá héraðinu sem staðnæmst er í. Alltaf er það hátíð að koma með ferðamenn til Mývatnssveitar og geta snætt taðreyktan silung á volgu hvera- brauði. Talandi um hlunnindi, ég leyfi mér að segja náttúruauðlind, þá göngum við á grösum og berjum og hirðum ekki einu sinni um að nýta það sem náttúran gefur. Ég hef gengið með ferðamenn um hraun og móa, sýnt þeim blóðbergið - sem er timian norðursins (tymus arcticus) sem einnig er hægt að drekka sem hreinsandi te. Ætli hægt sé að kaupa blóðberg í verslunum? Því auðvitað er ég spurð hvar þau geti keypt sér þetta ómengaða heimskautakrydd til að taka með heim. Nei, það er ekki hægt því við söfnum því ekki. Stærsti markaður og sóknarfæri framtíðar liggja í hreinni og ómengaðri matvöru. Vilborg Halldórsdóttir spyr hverjir, ef ekki við 7 ■ Islendingar, séu í að- stöðu til að nýta sér það. Og hvað með eininn, vallhumalinn, fíflana og allar hinar lækningajurt- irnar? Jú, fjallagi’ös fást á einstaka stað og það er keypt, því þetta fólk hefur „kúltúr", veit að það sem skiptir máli er að fæðan sem það neytir skuli ávallt vera sem hreinust og ferskust. Og þá er ég komin að kjarna máls- ins. Stærsti markaður og sóknarfæri framtíðar liggja í hreinni og ómeng- aðri matvöru og hverjir, ef ekki við Islendingar, eru í aðstöðu til að nýta sér það? Bretta upp ermarnar líta yfir völlinn og sækja þar fram. Það ber vott um hroka þegar í umræð- unni um álver á Austurlandi og at- vinnumál þar, að menn tali um grasakerlingar á fjalli og aftur- haldssemi í því samhengi. Nú standa yfir rannsóknir á virkni íslenskra lækningajurta, hvort hægt sé að framleiða úr þeim fæðubótarefni og jafnvel flytja út er fram líða stundir. Önnur náttúruafurð sem við ís- lendingar virðumst helst líta fram hjá eru berin. Og Austfirðir með alla sína sól meðan rignir á okkur rang- láta í henni Reykjavík! Ættu þau ekki að vera þar gómsæt og safarík? Af hverju framleiðum við ekki berja- vín? Mér hefur verið tjáð að af beija- vínum sé krækiberjavín hvað auð- veldast í framleiðslu. Ef svo færi að við tækjum að nýta náttúruna á þennan hátt þá þurfa jú einhverjir að tína. Takið eftir að þetta er skrifað hér með einföldu því ekki er vísað til tjóns heldur gróða, því sem safnað er. Er það kannski lítilsigldara að vinna á síðsumrum upp til heiða við að safna jurtum, grösum og berjum heldur en að standa inni í mengandi kerskála og hræra í álkeri? Ég geri mér alveg grein fyrir því að ekki fer fólk í há- skólanám til að tína síðan ber á verkamannataxta. Ég sé fyrir mér að til að manna tínsluhópana yrði hægt að fara í samvinnu við vinnu- skólana víðs vegar um landið. Ég held það yrði hverjum unglingi til góðs að fá að vinna nokkrar vikur á sumri við verðmætasköpun inn til heiða og læra á flóru landsins, frekar en að slá gras við hraðbrautir. Kannski myndu uppljúkast augu einhverra ungmenna sem varla fara út fyrir höfuðborgarsvæðið nema til að fara á útihátíðir. Þannig held ég að ekki myndi skorta vinnuaflið til að safna hráefninu. Með þetta í höndunum væri hægt að skapa há- tækni-matvælaiðnað, kannski í tengslum við mjólkurbúið á Egils- stöðum með útibú á Reyðarfirði, Eskifirði eða Stöðvarfirði. Talandi um Stöðvarfjörð. Eina að- dráttarafl ferðamanna sem ferðast um Austfirði (fyrir utan náttúruna sem ekki svíkur) er á Stöðvarfirði. Og hvernig skyldi nú standa á því? Jú, fyrir mörgum árum hóf telp- uhnokki að safna steinum, þessir steinar eru í dag orðnir að steina- safni sem er eins og töfragarður sem á ekki sinn líkan á öllu íslandi. Þökk sé Petru sem sér það dýrmæta í sinni næstu náttúru. Hver hefði trúað því fyrir 15 árum að hvít drulla á Reykjanesi yrði að náttúruundri sem er á góðri leið með að verða frægara en gamli góði Geysir? Stundum leynast lausnirnar of nærri til að við fáum greint þær. Auðvitað þarf að veita fjármagni til að byggja upp atvinnuvegi Austurlands - og atvinnu alls staðar á Islandi. Þá er ég ekki að tala um að við endur- tökum mistök fortíðar með misvitru sjóðasukki, heldur nýtum hluta okk- ar litla fjármagns til að leita nýrra leiða. Ég minnist þess er vemdun hálendisins, landsvirkjanir og Aust- urland bar fyrst á góma, var á fundi haft eftir konu á Austurlandi, er hún heyrði um hönnunarkostnað Lands- virkjunar vegna Fljótsdalsvirkjun- ar: „Ef við hefðum nú fengið þessa peninga sjálf til að styrkja uppbygg- ingu smáiðnaðar í fjórðungnum!“ Ef Eyjabakkar yrðu gerðir að þjóðgarði - er þá ekki hægt að sækja um fjárstuðning frá World Wildlife Fund eða öðrum álíka samtökum til að styrkja atvinnu á jaðarsvæði? Við emm ekki bara að vernda þetta svæði fyrir okkur Islendinga heldur einnig fyrir komandi og núverandi kynslóðir Evrópubúa og heimsins alls. Auðvitað munum við marka okkur stefnu um það hvers konar ferða- mannaiðnaður henti okkar við- kvæmu náttúra. Mikill hluti þeiira ferðamanna sem ég hef leiðsagt um landið hafa áhuga á að koma aftur, að vetri til, jafnvel á veiðar og svo upp á hálendi. Þangað liggur draum- urinn - straumnum stjórnum við. Eitt dæmi að lokum um gildi þess að setja hlutina í heildarsamhengi áður en framkvæmt er. I byrjun ald- arinnar var á Ítalíu tekin pólitísk ákvörðun sem átti eftir að hafa mikil áhrif þar og gætir áhrifa hennar ennþá. í dag telst þessi ákvörðun til hugmyndafræði sem nefnd er þröngsýnisstefnan. Um hvað snýst málið? Jú, til að vemda stáliðnað sinn í norðri, bílaiðnað í burðarliðn- um (Fiat), heimilistæki (Zanussi o.fl.) reistu ítalir tollmúra, fluttu ekkert inn frá nágrannalöndunum, heldur skyldi stutt við hina nýju iðngrein sem í burðarliðnum var. Allt gott og blessað um það að segja en það gleymdist að taka með í reikninginn að um leið lögðu þeir í rúst landbúnaðinn í suðri. Því það vildi engin þjóð sæta þeim afarkost- um ítala að mega ekki selja þeim en eiga svo að kaupa af þeim. Afleiðingin varð sú að iðnaður blómstraði í norðri en landbúnaður- inn hrandi í suðri. Gífurlegur fólks- flótti varð til Ameríku frá landbún- aðarsvæðunum. Auðvitað var þessi ákvörðun tekin í bestu trú, en það gleymdist bara að skoða vettvanginn allan. Við erum með fjöregg í höndunum sem er Island í allri sinni tign. Við verðum þó líka að geta lifað af hérna og alls staðar á þessu fallega landi. Ekki bara á höfuðborgarsvæð- inu. Mér segir svo hugur um að á næstu áram muni fólk sækjast í æ ríkari mæli eftir því að geta búið ná- lægt náttúra og þá í smærri byggð- arkjömum. Einu sinni trúðum við íslendingar á sauðkindina, allavega Bjartur í Sumarhúsum, svo fóram við að trúa á fiskinn og hata sauð- kindina og nú trúum við á verðbréf. Ég held að tími sé kominn til að fara að gefa sauðkindinni annan séns, með upplýstu samþykki okkar allra! P.S. Eg býðst hér með til að leggja mitt af mörkum með sauðaostinn - skal koma í sel hluta úr sumri - kann að mjólka! Höfundur er leikkona. ÁR ALDBAÐRA Jenna Jensdóttir Von í barnsaugum Við höfum fæðst með ofurlitla von ofurlitla von ekki stærri en augu bamsins sem gekk áðan yfir götuna og nam staðar á horninu við húsin fjögur sem mynda kross einsogKristurbar eins og Kristur var festur á Jóhann Hjálmarsson Eitt merkasta samtíðarskáld okkar, Jóhann Hjálmarsson, vísar hér inn í heim þess sem öllu er æðri. Nú beinir sr. Sigurður Grétar Helgason orðum sínum að jólahátíð: „Hann kemur. Einu sinni enn eram við stödd í anddyri hinnar hugljúfu fæðingarhátíðar frelsarans. í anda höldum við um handfang hurðarinnar, tilbúin að ljúka upp höll fagnaðarins. Frelsarinn er fæddur. Hvernig hátíðin verður, fer eftir hugarfari þess er heldur. Þar sem kærleikurinn er sterkur er mikil hátíð. Hann er bjartsýnn og finnur ávallt mikla orsök til fagnaðar. Aldrei verður honum svo dimmt fyrir augum, að engan bjarma leggi ^^^^^^mmmmm^^mmmmmmmmm inn um gluggann. Kærleiksboðskapur Krists er í raun og vera svo undursamlega ljós og einfaldur, felst allur í orð- unum, Faðir vor, eins og hann kenndi þau með lífi sínu, dauða og upprisu. Hann ljómar sem bjartasti geisli, er við fáum aug- um litið, frá uppsprettu alls ljóss og lífs, geisli er getur snortið hvert hjarta ungra og gamalla eins og lítið barn, vafið reifum og lagt í jötu. Söfnumst saman í anda að jötunni. Hyllum konunginn. Horfum óskiptum hug við heimi kærleikans, Guðs ríki, og biðjum þess að lífið sjálft, lífið okkar megi eflast meir og meir með okkur, svo að undan hopi og hörfi á flótta allt, er vinnur gegn því. Sjaldan höfum við fundið til þess eins og nú, að bjart er framundan. Aldamót, nýtt árþúsund, hvílík eftirvænting, tilhlökkun meðal ungra sem aldinna. Menn skyggja fyrir augu og horfa eftir nýrri dagrenning, fegurri, bjartari, dýrlegri en nokkra sinni fyrr. Já, góður Guð gefi að ný öld færi okkur og okkar blessun og frið. Fagnaðarboðinn kemur. Höldum honum hátíð, með.fögnuði þess, sem í vændum er. Ekki aðeins helga daga og hátíðardaga heldur hvern dag. Ágæti lesandi, ef þú hefur heyrt í Guðs orði á þessari hátíð, sem snortið hefur hjarta þitt gleðilega, þá gleymdu því ekki, heldur geymdu það sem dýrgrip og taktu það fram þér til gleði og huggunar, þegar þér liggur á, þótt síðar verði. Og ef Guðs orð hefur snert hjarta þitt, þá hristu það ekki af þér, heldur geymdu það og láttu það hafa áhrif á breytni þína. Þá mun Guðs orð verða lifandi frækom í hjarta þínu sem dafnar þar og ber himinblóm og ávexti til eilífs lífs. Jesús Kristur, hann sem fæddist í myrkri hinnar fyrstu jólanætur í fjárhúsinu á Betlehemsvöllum, hann var ekki aðeins ljós heimsins, hann er það ljós enn í dag og hann kemur. Drottinn Guð gefi ykkur frið og kyrrð á helgri jólahátíð." Sr. Sigurður Grétar vekur ávallt til umhugsunar með orðum sínum. Pistlarnir Ár aldraðra eru á enda. Jóla- og nýárskveðjur friðar og farsældar verða lokaorð þeirra. Sr. Sigurður Grétar vekur ávallt til umhugsunar með orðum sínum. Pistlarnir Ár aldraðra eru á enda. Jóla- og nýárskveðjur friðar og f arsældar verða lokaorð þeirra. Vilborg Halldórsdóttir Ullarjakkar Kr. 9.990 Sparaðu 35.000 á ári með brauðgerðarvéiinni! , Kynningartilboð kr. 11.970< Með því að baka eitt brauð á dag i1 sparar þú allt að 35.000 kr. á ári og átt alltaf nýtt og ilmandi brauð, Hefurðu efni á að sleppa þessu? Tffl Einar _______Farestvett&Co.hf. Borgartúni 28 0*562 2901 og 562 2900 Mörkinni 3, sími 588 0640. OpiiS món.-fös. kl. 12-18. lou. kl. H-16, sun. kl. l3-l?.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.