Morgunblaðið - 23.12.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 23.12.1999, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ &5Q)J ÞJOÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sóiSið kt. 20.00 GULLNA HLIÐIÐ — Davíð Stefánsson Fmmsýning annan í jólum 26/12, uppsett, 2. sýn. þri. 28/12, uppseit, 3. sýn. mið. 29/12, uppsett, 4. sýn. mið. 5/1, örfá sæti laus, 5. sýn. flm. 6/1, nokkur sæti laus, 6. sýn. lau. 8/1 nokkur sæti laus, 7. sýn. mið. 12/1, nokkur sæti laus, 8. sýn. fim.13/1 nokkur sæti laus. GLANNI GLÆPUR í LATABÆ Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson. Fim. 30/12 kl. 14.00, uppselt, kl. 17.00, uppselt, sun. 2/1 2000 kl. 14.00, örfá sæti laus, og kl. 17.00, nokkur sæti laus, 9/1 kl. 14.00, nokkur sæti laus og kl. 17.00, nokkur sæti laus, 16/1 kl. 14.00, uppselt, kl. 17.00, örfá sæti laus, 23/1 kl. 14.00, nokkur sæti laus, kl. 17.00, nokkur sæti laus, 30/1 kl. 14.00, nokkur sæti laus, kl. 17.00, nokkur sæti laus. KRÍTARHRINGURINN í KÁKASUS — Bertolt Brecht Fös. 7/1, lau. 15/1. TVEIR TVÖFALDIR —Ray Cooney Fös. 14/1, lau. 22/1 litla st/iM kt. 20.00: ABEL SNORKO BÝR EINN - Eric-Emmanuel Schmitt Þri. 28/12, uppselt, mið. 29/12, 70. sýning, uppselt, fim. 30/12, uppselt, þri. 4/1, laus sæti, mið. 5/1, laus sæti, fim. 6/1, lau. 8/1 og sun. 9/1. Síðustu sýningar að sinni. Ath. ekki er hægt að hleypa gestum inn i salinn eftir að sýning hefst. Miðasalan er opin mánud.-þriðjud. kl. 13-18, miðvikud.-sunnud. kl. 13-20. ATH. Opiö til kl. 20.00 á Þorláksmessu. Lokað á aðfangadag. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551-1200. Gjafakort t Þjóðteikkúsið — gjöfin sem tifnar t/ið! ISLENSKA OPERAN The Rape of Lucretia Ópera eftir Benjamín Britten Frumsýning 4. febrúar 2000 3 Gamanleikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar Allra! Allra! Allra! síðustu sýningar verða í janúar Miðasala lokuð fram til 5. janúar 2000. 5 30 30 30 STJÖRNUR Á MORGUNHIMNI Forsýning mán 27/12 UPPSELT Frumsýning mið 29/12 UPPSELT 2. sýn. fim 30/12 2. kortasýn. örfá sæti 3. sýn. sun 2. jan. 3. kortasýn. örfá sæti Gjafakort - tilvalin jólagjöf! líatíiLeikhúsíö Vesturgötu 3 I HLADVARPANUM Þorláksmessugleði kl. 22 KK og Magnús Eiríksson flytja lög af nýjum geisladiski MIÐAPANTANIR I S. 551 9055 Blessuð jólin eftir Arnmund Backman. sýn. þri. 28. des. kl. 20, sýn. mið. 29. des. kl. 20, sýn. fim. 30. des. kl. 20. Miðasala opin alia virka daga kl. 13—17 og fram að sýningu sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is k IKI PANODIL fyrir tvo Rómantískur gamanleikur með Jóni Gnarr, Þorsteini Guðmunds- syni, Kotlu Margréti Þorgeirsdóttur o.fl Forsala aðgöngumiða hefst milli jóla og nýárs. Frumsvnt í ianúar. JÓN GNARR: „ÉG VAR EINU SINNI NÖRD“ fim. 30/12, lau. 8/1. Kl. 21. Upphitari: Pétur Sigfússon. MIÐASALA I S. 552 3000. SÁLKA ástarsaga eftir Halldór Laxness Mið. 29/12 kl. 20.00 uppselt Fös. 7/1 örfá sæti laus Fös. 14/1, lau. 15/1 Munið gjafakortin aSJ) LEIKFELAG M REYKJAVÍKURJ® 18ÍI7- 1997 BORGARLEIKHÚSIÐ Stóra svið: ^rifrfi eftir David Hare, byggt a verki Arthurs Schnitzler, Reigen (La Ronde) 5. sýn. þri. 28/12 kl. 19.00, uppselt. eftir Howard Ashman, tónlist eftir Alan Menken. Fim. 30/12 kl. 20.00, uppselt, fim. 30/12 kl. 23.00, aukasýning. n í svtn eftir Marc Camoletti. Mið. 29/12 kl. 19.00 aukasýning Litla svið: Höfundur og leikstjóri Öm Árnason Leikarar Edda Björgvinsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Halldór Gyifason, Hildigunnur Práinsdóttir og Öm Ámason. Leikmynd og búningar Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing Kári Gíslason. Undirleikari Kjartan Valdimarsson. Frumsýning sun. 26/12 kl. 15.00, uppseít, 2. sýn. mið. 29/12 kl. 14.00 3. sýn. fim. 30/12 kl. 14.00 Sala er hafin Litla svið: Fegurðardrottningin frá Línakri eftir Martin McDonagh þri. 28/12 kl. 19.00, uppselt Sýningum fer fækkandi. Litla svið: að orvt vítsMíinðof í aMeítnínoito eftir Jane Wagner. Fim. 30/12 kl. 19.00, örfá sæti laus. í/ár Gjafakort í Borgarteikhúsið Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000, fax 568 0383. FOLKI FRETTUM Ljúfsár rómantík TOIVLIST Geisladiskur STELLA Stella, geisladiskur Stellu Haux. Stella syngur og leikur einnig á gít- ar í síðasta lagi plötunnar. Henni til aðstoðar á plötunni eru Jóhann Hjörleifsson (trommur, ásláttur), Georg Bjarnason (bassi), Eðvarð Lárusson (gítar), Kristján Eldjárn (gítarar), Tómas Tómasson (hljóm- borð, bassi), Jón Indriðason (trommur), Einar Rúnarsson (Hammond-orgel), Kristján Krist- jánsson (munnharpa), Ásgeir Ósk- arsson (trommur), Guðmundur Pét- ursson (gítar), Jakob Magnússon (Hammond-orgel), Pálmi Sigur- hjartarson (pfanó), Hilmar Orn Hilmarsson (strengir, hljómborð, ásláttur, önnur hljóð), Andrea Gylfadóttir (rödd, söngur), Kven- leggir (bakraddir), dægurlaga- pönkhljómsveitin Húfa (bakraddir), Hallgrímur Guðsteinsson (söngur), Finnur Júlíusson (Hammond-orgel) og Englakórinn (bakraddir). Öll lög og textar eru eftir Stellu Haux nema lagið við „Taktu skítugar" sem er eftir G. MacLellen. Upp- tökum stýrðu Georg Bjarnason og Tómas Tómasson. 38,11 mín. Stella gefur sjálf út. HLJÓMDISKUR Stellu Haux deilir mörgu með hljómdiski Guð- mundar Vals Stefánssonar, „Valur“, en hann kom út fyrr á þessu hausti og var þá tóndæmdur af undirrituð- um. Báðir eru þeir gefnir út fyrir til- stilli höfunda, hugsjónir ráða útgáf- unum og í báðum tilfellum er um að ræða lagasmíðar sem hafa verið að safnast saman hjá höfundum í gegn- um árin og fjalla um ýmislegt það sem orðið hefur á lífsleið þeirra. Diskarnir eru að þessu leyti hálf- gerðar sálarhreinsanir en á meðan Guðmundur tók skúffuna út og hvolfdi nett úr henni tekur Stella sig til með skrúbb og sápulög og hamast á henni 1 bak og fyrir og leggur hana svo í klór að endingu. Lagasmíðarnar á plötunni eru rammíslenskir trúbadúrasöngvar viðlíkir þeim sem Bubbi Morthens og Hörður Torfason hafa fengist við og hvort sem litið er til söngraddar Stellu eða texta er auðsjáanlegt að þetta er kona með sögu sem er lítið fyrir að skafa utan af hlutunum. Textarnir eru sannar reynslusögur og eru allt í senn: hádramatískir, rómantískir og lj'úfsárir og stundum drýpur nístandi sársaukinn nánast af þeim. Það leikur enginn vafi á því Stella Hauksdóttir að hún er að meina hvert einasta orð sem hún syngur, eiginleiki sem vant- ar sárlega í flest allt nútímapopp. I öðru hverju lagi er sú staðreynd að Stella er samkynhneigð rekin of- an í kokhlustir áheyrandans og oft er hún næstum því óþægilega bein- skeytt og heiðarleg í túlkunum sín- um. í laginu „Þorðu“ stendur hvunndagshetjan Stella ein, hug- rökk og yfirgefin á veðurbörðum kletti, með vindinn í hárinu og tár á hvörmum. „Láttu ekki fordóma ann- arra lýsa þér leið. Láttu ekki tala í þig ótta, gatan er greið“ segir þar m.a. Það verður ekki öllu raunveru- legra en þetta og á hún lof skilið fyrir að leggja spilin svona harkalega á plötuna. Stella hefur fengið marga og mis- munandi tónlistai-menn til liðs við sig, þekkta sem óþekkta, og nægir að nefna nöfn eins og Hilmar Órn Hilm- arsson, Ásgeir Óskarsson, Pálma Sigurhjartarson og Tómas Tómas- son þessu til stuðnings. Þetta gerir að verkum að lögin, sem eru reyndar allflest frekai' melódísk fyrir, verða mörg hver afar álitleg að vöxtum. Til dæmis gefur Hilmar Örn Hilmars- son (HÖH) þeim lögum sem hann kemur nálægt undarlega en flotta áferð eins og við mátti búast af hon- um og á heildina litið eru lagaútsetn- ingar vel af hendi leystar. Svona plötur eiga það á hættu að verða hálf rytjulegar eðlis síns vegna þar sem lög og textar eru frá löngu tímabili. Þetta kemur þó lítið niður á heildarútkomu þessarar plötu sem er í senn bæði heiðarleg og heillandi en umfram allt lítill en glæstur stór- sigur fyiir höfundinn. Arnar Eggert Thoroddsen Jóhann Helgason með tvær plötur fyrir jólin / Ostöðvandi áhugi Afkastamikill Jóhann Helgason og Þorkell Þorkelsson Halldóra Lillý, dóttir hans. Jóhann Helgason sendir frá sér tvær plötur fyrir þessi jól, annars vegar sólóplötu, Sóló, þar sem hann flytur sjálfur eigin lög við texta Regs Meuross, en einnig kemur út plata með lögum hans við ljóð eftir aðra, Sólskinsstund. Jóhann segist hafa gert það öðru hvoru undanfarin ár að senda frá sér ljóðaplötur og hafi þannig hugsað sér að gefa út slíka plötu á síðasta ári. Ilonum vannst þó ekki tími til þess og því kemur platan út fyrir þessi jól. Hann segir að á plötunni séu að mestu lög frá 1979 til 1980, „en ég samdi tvö á síðasta ári og tvö á þessu ári til að styrkja hana. Eg samdi fyrsta lagið 1976 uppúr skólaljóðunum og síðan hefur tínst eitt og eitt í safnið til viðbótar. Signý Sæm- undsdóttir og Bergþór Pálsson syngja, en hljóðfæraleikarar eru tíu talsins. Árni Harðarson útsetti lög- in, en hann hefur áður unnið fyrir Jóhann með góðum árangri að sögn Jóhanns. Eg hef verið mjög ánægð- ur með samstarfið við hann hingað til og finnst að honum hafi tekist sérstaklega vel upp á þessari plötu.“ Undanfarin ár hefur Jóhann tam- ið sér ný vinnubrögð í lagasmíðum, skipulagt tíma sinn vel og samið lög markvisst uppúr áramótum á plötur sem síðan hafa komið út fyrir jól. Hann segir þessa tilhögun hafa gef- ist vel og kann því vel að setja sér það mark að reyna að semja eitt- hvað á hverjum degi. „Það er gott að hafa einhvern fastan punkt í tilverunni," segir hann. „Ég var kominn með tíu lög í byrjun maí og tók síðan plötuna upp í september, en gaf mér heldur lengri túna til að ljúka við hana en ég hef áður gert,“ segir Jóhann og bætir við að að verkinu hafi ýmsir komið aðrir en hann; Jón Kjell Selj- eseth hafi séð um útsetningar, Birg- ir Baldursson leikið á trommur, Guðmundur Pétursson og Sigurgeir Sigmundsson á gítara, Jóhann Ás- mundsson á bassa, Szymon Kuran á fíðlu, Kristinn Svaarsson á saxófón, SigurðurSigurðsson á munnhörpu og Egill Örn á flygilhom og tromp- et. Sjálfur syngur Jóhann allt nema eitt lag sem hann segist hafa samið sérstaklega fyrir dóttur sína, Hall- dóru Lillý, sextán ára gamla, sem syngur það. „Ég veit ekki hvort ég vilji að bömin fari í tónlist," segir Jóhann. „Eldri dóttir mín fór nú í viðskiptafræði svo ég varpaði önd- inni léttar," segir hann og kímir. Það er nú bara svo með tónlistina að ef áhugi er fyrir henni þá verður það ekki stöðvað," segir hann að lokum, minnugur þeirra áratuga sem hann hefur gefið tónlistargyðj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.