Morgunblaðið - 23.12.1999, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 59
FOLKI FRETTUM
■ ÁSGARÐUR v/Glæsibæ Á
fimmtudagskvöld er bingó kl. 19.15.
■ BLÁI ENGILLINN, Austur-
stræti 6 er opinn alla nóttina um
helgar. Boðið er upp á allar íþrótta-
stöðvar í sjónvarpinu og karaoke.
■ BREIÐIN, Akranesi Nýr
skemmtistaður tekur til starfa 2. í
jólum og mun þá hljómsveitin
Sljórnin leika. Sérstakur gestaspil-
ari er saxófón- og hljómborðsleik-
arinn Davíð Þór Jónsson, Akurnes-
ingur.
■ BROADWAY Á sunnudagskvöld,
26. desember, verður stórdansleik-
ur Skítamórals.
■ CAFÉ MENNING, Dalvík Annan
í jólum er dansleikur með hljóm-
sveitinni PPK. Miðvikudaginn 29.
desember verða tónleikar með
Helga og hljóðfæraleikurunum
þar sem þeir kynna nýútkominn
geisladisk.
■ CAFÉ ROMANCE Breski píanó-
leikarinn Bubby Wann leikur öll
kvöld. Hann leikur einnig íýrir
matargesti Café Óperu.
■ EGILSBÚÐ, Neskaupstað Á 2. í
jólum verður sýningin Las Vegas.
Sýningin hefst kl. 22 og dansleikur
á eftir. Miðaverð 1.500 kr. á sýn-
ingu og 1.500 kr. á dansleik eða
2.000 kr. á hvort tveggja.
■ GAUKUR Á STÖNG A fímmtu-
AtilO
Hljómsveitin Milljónamæringarnir leikur í Súlnasal, Hótel Sögu,
2. í jólum. Með hljómsveitinni syngja þeir Bogomil Font, Páll Ósk-
ar, Bjami Ara og Raggi Bjama.
dagskvöld verður Þorláksmessu-
djammið í höndum Hálft í hvoru. 2.
í jólum leika Papar, þriðjudag-
skvöld leikur Tríó Jóns Leifs og á
miðvikudagskvöld leika strákarnir í
hljómsveitinni Á móti sól.
■ GLAUMBAR stendur fyrir funk-
veislum á miðvikudögum og verður
leikið fönk af plötum og strákarnir í
Funkmaster 2000 sjá um að allir
fari sveittir heim.
■ HÓTEL SAGA Árlegur jóladans-
leikur Milljónamæringanna verður
haldinn 2. í jólum. Að þesssu sinni
koma fram fjórir söngvarar með
hljómsveitinni. Það eru þeir Bogo-
mil Font, Páll Óskar, Bjarni Ara
og Raggi Bjarna. Forsala aðgöngu-
miða er þegar hafin í hljóðfæra-
versluninni Samspili, Laugavegi
168, en verður einnig á Hótel Sögu
26. des. frá kl. 13 í anddyri Súlna-
sals. Verð aðgöngumiða er 1.800 kr.
Þess má geta að húsið verður opn-
að kl. 22 og stendur skemmtunin
yfir til kl. 3.
■ KAFFILEIKHÚSIÐ Á fimmtu-
dagskvöld leika þeir KK og Magnús
Eiríksson lög af nýjum geisladisk
sínum. Tónleikarnir hefjast kl. 22.
■ KAFFI 15, Akranesi Þau Þóra
Gréta söngkona og Andrés Þór
Gunnlaugsson gítarleikari leika
fimmtudagskvöld. Á efnisskránni
verða ýmsar þekktar jazz og jóla-
perlur í skemmtilegum búningi og
hefst leikurinn um klukkan 22.
■ MÓTEL VENUS, Borgarnesi
Hljómsveitin Sixties leikur eftir
miðnætti á jóladagskvöld.
■ NÆTURGALINN Á annan í jól-
um heldur söngkonan Hjördís
Geirs upp á 40 ára söngafmæli sitt
ásamt hljómsveit. Húsið opnað kl.
21.30.
■ SINDRABÆR, Höfn í Horna-
firði Hljómsveitin Buttercup leikur
2. í jólum.
Of seint af
stað farið
TONLIST
Geisladiskur
H ULIN ANDLIT, GEISLA-
PLATA BIRGIS HENN-
. INQSSONAR
Birgir Hennmgsson semur öll lög
og texta, á disknum koma fram auk
Birgis Jón Ólafsson, Friðrik Sturlu-
son, Ólafur Hólm og Jón Elvar Haf-
steinsson.
BIRGIR Henningsson hefur ekki
verið áberandi hingað til í tónlistar-
lífi landsins, hann hefur enda ekkert
gefið út áður, en fyrsta
geislaplata hans, Hulin
andlit, kom út fyrir
skemmstu. Birgir hefur
dundað sór við að semja
tónlist undanfarin ár og
gefur geislaplötuna út á
eigin vegum. Birgir
semur sjálfur .sína tónl-
ist og útsetur auk þess
sem allir textar eru
hans. Á geislaplötunni
eru áberandi rólegar
stemmur, að miklu leyti
óraftnagnaðar og kassa-
gítarhljómar áberandi
enda lögin hklega flest
samin við þannig að-
stæður þar sem Birgir
hefur sagst semja að miklu leyti á
sjó. Birgi eru hugleiknar skuggahlið-
ar mannlífsins og þær síður sjáan-
legu, titill plötunnar vísar í hulin
andlit afbrotamanna á blöðum dag-
blaða. Raddbeiting Birgis minnir um
margt á rödd Megasar og reyndar
gi'einilegt að texta- og tónlistargerð
er undir nokkrum áhrifum frá hon-
um. Það er og erfitt að semja um ut-
angarðinn án þess að vera borinn
saman við þann mæta tónlistar-
mann.
Til liðs við sig hefur Birgir Henn-
ings fengið þaulreynda tónlistar-
menn, m.a. Jón Ólafsson og Ólaf
Hólm, tónlistarílutningurinn er enda
^SÍemanta/iúóic)
Urval jólagjafa
Birgir Henningsson.
til fyrii*myndar og vel útfærður.
Mikið hefur verið lagt í geislaplötuna
og er því miður að Bii-gir, einkum
rödd hans, veldur hlutverki sínu
varla. Rödd Birgis er óslípuð enda er
hann svo að segja nýgræðingur, hún
er hrjúf og við það að bresta á stund-
um.
Tónlistin er þægileg og skemmti-
leg oft en þó líður platan fyrir styttri
lög, t.d. Eru þau ekta og Dissarinn
sem hljóma frekar sem uppfyllingar-
efni og hefði platan mátt vera þrem-
ur til fjórum lögum styttri. Birgi
tekst best upp þar sem hann er laus
við hótfyndni og rembing sem of oft
eyðileggur heildar-
myndina. Textar eru
flestir sæmilega ortii'
og fullir af boðskap en
engan veginn er hægt
að segja að þeir séu
frumlegir. Auk þess að
minna á Megas minnir
hann svo á stundum á
Bjartmar Gunnlaugs-
son, t.d. í Kirkjunnar
barni, Dissaranum og
Eg var svo nærri þar
sem tilraunir til að til-
einka sér orðalag
yngri kynslóða og hót-
fyndni eyðileggur ann-
ars ágæta plötu. I raun
er leitt að Birgir
Henningsson skuli ekki hafa byrjað
fyrr að gera tónlist, hann hefur aug-
ljósa hæfileika til að gera hana og ef
fyrr hefði verið af stað farið og með
metnaði hefði Birgi eflaust tekist að
verða fullmótaður tónlistarmaður.
Margt er vel gert á disknum og
gæti Birgir eflaust betur með tíman-
um. Á geislaplötunni Hulin andlit
eru hins vegar augljós bytjendamis-
tök og skrifast þau án efa flest á það
að Birgir er í raun byrjandi.
Gísli Árnason
Fyrsta sólóskífa Labba
Tuttugu ára aðdragandi
ÓLAFUR Þórarinsson,
sem allir þekkja sem
Labba, á sér lengri feril í
tónlistinni en flestir og
löngu tímabært að hann
sendi frá sér sólóskifu.
Þar kom og að; fyrir
nokkrum dögum kom út
fyrsta sólóskífa Labba,
Leikur að vonum.
Labbi segir að platan
eigi sér nokkum aðdrag-
anda, hún hafi verið að
gerjast með honum síð-
ustu tuttugu ár. „Það er
langt síðan ég ákvað að
senda frá mér plötu en
byrjaði ekki á upptökum
fyrr en fyrir tveimur ár-
um. Ég hef svo verið að
vinna að henni öðru
hvoru, en dreif mig svo í að klára
hana í haust.“ Labbi segir að megn-
ið af lögunum á plötunni sé frá síð-
ustu árum, en inn á milli séu svo
eldri lög. Eins og áður er getið
Labbi lagan feril að baki í tónlist-
inni, var á sínum tíma meðal annars
í sveitunum Mánum og síðar Karma,
en síðan sneri hann sér nánast alfar-
ið að búskap og bar lítið á honum á
tónlistarsviðinu í nokkur ár. Bú-
skapurinn vék svo aftur fyrir tón-
listinni og hann kom sér upp hljóð-
veri sem hann hefur rekið síðan.
Platan nýja er tekin upp í því
veri, en Labbi er ekki frá því að
vinna við plötuna hafi gengið hægar
en ella vegna þess að hann hefur
starfa sinn af því að sitja við takk-
ana og spila með Karma og vill því
heldur gera eitthvað annað þegar
stund gefst milli stríða. „Ég hef yfir-
drifið af verkefnum, tek upp kóra
og lúðrasveitir, þannig að það má
segja að ég sé alltaf að vinna í tón-
listinni,“ segir Labbi og bætir við að
ekki hafi hann skort lög til að gefa
út plötu til þessa, það hafí einfald-
lega allt hjálpast að við að tefja fyr-
ir honum. Eins er víst aftur á móti
Ólafur Þórarinsson, sem allir
þekkja sem Labba.
að hann á eftir að gefa mun meira
út á næstu árum nú þegar búskap-
urinn er frá, ekki skortir hann vilj-
ann.
Labbi segir að það sé talsverður
munur á að vera einn að fást við
tónlist og gefa út en að vera hluti af
hljómsveit. Hann kunni því þó bráð-
vel en hann er enn í hljómsveitar-
stússi, leikur reglulega með Karma
og hefur notað tækifærið til að
lauma á dagskrána eigin lögum.
„Það er auðvitað best af öllu að
leika eigin lög,“ segir hann, „ekki
síst þegar þeim er eins vel tekið og
við höfum fundið fyrir."
DEMANTAHUSIÐ
Nýju Kringlunni, sími 588 9944
600 krónur
gegn framvlsun þessa miða.
Við höfum opnað nýja og glæsilega naglastofu
í hjarta Kópavogs.
Vinnum eingöngu með efni frá Light Concept nails.
Gegn framvísun þessa miða fæst fyrrgreindur afsláttur.
Gildir til 10. janúar 2000.
Naglastofan Klær
Hamraborg I, sími 564 0018.
V/SA
VAKORT
Eftirlýst kort nr.:
4543-3700-0022-1781
4543-3700-0027-9888
4507-4500-0026-7523
4548-9000-0053-6690
4539-8600-0012-1409
4543-3700-0029-4648
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
fyrir að klófesta kort
og vísa á vágest
VISA ÍSLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavík.
Sími 525 2000.
r
cAnnav íjálum