Morgunblaðið - 23.12.1999, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 23.12.1999, Qupperneq 60
^50 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM MYNDBOND Bráðskemmti- leg boltamynd Leikurinn (TheMatch) Gamanmyn tl 'k'kVz Framleiðendur: Guyman Cassady, Steve Golin og Allan Scott. Leik- stjórn og handrit: Mick Davis. Aðal- hlutverk: Max Beeley, Laura Fra- ser og Richard E. Grant. (95 mín.) Háskólabíó, desember 1999. Öllum leyfð. LEIKURINN er bráðskemmtileg og vel gerð gamanmynd. Umfjöllun- arefnið er reyndar langt frá því að vera nýtt af nál- inni þar sem myndin fjallar um áhugamannafót- boltalið í skosk- um smábæ sem keppir fyrir hönd hverfisknæpunn- ar gegn liði óvina- knæpunnar. Hér er unnið vel úr bæði smábæjar- ' »g fótboltaþemanu, það gætt lífi og hlýlegri kímni. Hver fótboltabulla á sína forsögu og fótboltinn er nát- engdur sigrunum og ósigranum í til- vera þeirra. Richard E. Grant leikur vonda kallinn sem jafnframt er eina misheppnaða persónan í myndinni. Við sögu koma einnig misjafnir sauð- ir, svo sem fyrrverandi poppstjaman Samantha Fox og Bond-stjarnan Pierce Brosnan. Það er heilmikið spunnið í þessa bráðfyndnu bolta- mynd. Heiða Jóhannsdóttir Leitin að hinum eina rétta Einhver stelpa (Some Girl) Gamanmynd ★★% Framleiðandi: Boaz Davidson, Abra Edelman, Gay Ribisi. Leikstjóri: Rory Kelly. Handritshöfundur: Marissa Ribisi, Brie Shaffer. Kvik- myndataka: Amy Vincent. Tónlist: Ýmsir. Aðalhlutverk: Marissa Rib- isi, Michael Rappaport, Giovanni Ribisi, Juliette Lewis, Jeremy Sisto. (96 mín.) Bandaríkin. Myndform, 1999. Myndin er bönnuð innan 16 ára. HÉR er um að ræða enn eina myndina í hið gífurlega stóra safn af myndum sem fjalla um ástamál á 9. áratugnum. Aðalsöguhetjurnar era stúlkur sem eru á þrítugsaldri og er þeirra draumur að finna hinn eina rétta og eyða æv- inni með honum en sumar hafa gefist upp á leit- inni. April (Jul- iette Lewis) hef- ur farið verst út úr þessu og eyðir kvöldunum í að drekka sig blind- fulla og fara með einhverjum gæja heim. Claire (Mar- issa Ribisi) heldur enn í vonina, þótt hún sé orðin dauf. Prýðilegt handrit og góður leikur hjá Marissu Ribisi, Giovanni Ribisi og Juliette Lewis halda þessari mynd yfír meðallagi. Maður hefur það samt oft á tilfinningunni að kvik- myndagerðarmennimir hafi haldið að þeir væra að gera eina sönnustu mynd um tilfinningar x-kynslóðar- ínnar og hafi ekki tekið eftir öllum þeim klisjum sem þeir hafa hlaðið í myndina. Kvenpersónurnar era mun betur skrifaðar en karlarnir og verð- ur það til þess að samskipti persón- anna verða oft flatneskjuleg. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta mynd sem rennur ljúflega í gegn, en *yr gleymd daginn eftir. Ottó Geir Borg KVIKMYNDIR/Háskólabíó og Laugarásbíó frumsýna gamanmyndina „Mickey Blue Eyes“ með Hugh Grant, Jeanne Tripplehorn og James Caan í leikstjórn Kelly Makin. Hugh Grant og Jeanne Tripplehorn í hlutverkum sínum í „Mikey Blue Eyes“. Tengdasonur mafíunnar Frumsýning egar Michale Felgate (Hugh Grant), breskur uppboðs- haldari í New York, biður kærustuna sína, Ginu Vitale (Jeanne Tripplehorn), að giftast sér fær hann viðbrögð sem varla teljast upp- örvandi. Gina brestur í grát og hleypur út úr veitingahúsinu þar sem þau sitja. Michael skilur viðbrögðin betur þegar hann kynnist föður kærast- unnar, hinum heillandi Frank Vitale (James Caan), einum af foringjum hinnar alræmdu og illræmdu Graziosi-glæpafjölskyldu. Gina skýrir út fyrir honum að Frank og félagar eyðileggi öll hennar sam- bönd með því að ráða kærastana hennar til starfa fyrir fjölskylduna. Michael lofar að halda sig langt fjarri öllum framkvæmdum Graziosi-fjölskyldunnar og Gina segist vilja giftast honum. En að halda sig fjarri Graziosi-fjölskyld- unni reynist erfiðara en hann grun- aði. Þannig er „Mickey Blue Eyes“, sem Háskólabíó og Laugarásbíó framsýna um jólin en með aðalhlut- verkin fara Hugh Grant, Jeanne Tripplehorn og James Caan. Það er framleiðslufyrirtæki Grants og El- isabeth Hurley, Simian Films, sem standa að baki myndarinnar en fyrsta myndin sem það framleiddi var læknatryllirinn „Éxtreme Meas- ures“. Grant las handritið íyrst árið 1996 en þá var Michael, aðalsöguhetjan, bandarískur lögfræðingur sem flæktist inn í mafíufjölskyldu í gegn- um kærastuna sína. Michael var breytt í Breta í síðari útgáfum og gerður að uppboðshaldara, en víst mun að fjölmargir Bretar starfa sem slíkiríNewYork. „Við breyttum sögunni gersam- lega til þess að fella hana að Hugh,“ er haft eftir Elisabeth Hurley. Handritinu var einnig breytt á þann veg að úr því yrði rómantísk gaman- Góðir gæjar; Grant í faðmi fjölskyldunnar. Mafíósinn og tengdasonurinn; James Caan og Grant í rómantísku gamanmyndinni. mynd en Hugh Grant er þekktastur fyrir að leika í slíkum myndum. Grant mun sjálfur hafa unnið í handritinu ásamt Adam Sheinman og Robert Kuhn og síðan var fund- inn leikstjóri til þess að sjá um fram- leiðsluna. Fyrir valinu varð Kelly Makin, sem áður hafði gert gaman- myndina „Brain Candy. „Margir reyndir og þekktir leikstjórar höfðu lýst áhuga sínum á að gera mynd- ina,“ er haft eftir Hurley, „en við leituðum að nýjum og ferskum aðila og fundum hann í Kelly.“ Kelly fékk áhuga á myndinni vegna þess að Hugh Grant fór með aðalhlutverkið. „Égheld," segir hún, „að Hugh sé einn af örfáum leikur- um starfandi í dag sem geta fengist bæði við gaman og alvöra. Þegar við settumst niður og lásum handritið saman veltist ég um af hlátri vegna þess að ég sá hann fyrir mér í þess- um undarlegu kringumstæðum. Það er ekkert betra að hafa í kvikmynd- unum en Hugh Grant í vanda.“ James Caan fer eins og áður sagði með hlutverk mafiósans í myndinni en hann hefur nokkra reynslu af slíkum hlutverkum frá því hann var Sonny í Guðföðurnum. „James Caan var fæddur til þess að fara með þetta hlutverk," er haft eftir leikstjóran- um. KVIKMYNDIR/Kringlubíó, Laugarásbíó, Nýja bíó Keflavík og Borgarbíó Akureyri frumsýna nýjustu hasarmynd fínnska leikstjórans Renny Harlins, _______„Deep Blue Sea“._ Hákarlamynd Harlins Frumsýning RSUSAN McAJester (Saffron Burrows) gerir tilraunir með hákarla sem skapað gætu ný og byltingarkennd lyf en til þess að ná hámarksafköstum þarf hún að eiga við erfðaþætti hákarlanna og breyta þeim þannig að þeh- verða sneggri og greindari og hættulegri. Rannsóknarstöð McAlester heitir Aquatica og er að finna á hafi úti en vísindaaðferðir hennar hafa valdið nokkram ugg í brjósti samstarfs- manna. Á meðal þeirra era hákarla- sérfræðingurinn Carter Blake (Thomas Jane) og Sherman „Predik- ari“ Dudley (LL Cool J). Sá sem fjár- magnar verkefnið heitir Russell Franklin (Samuel L. Jackson). Stormur er í aðsigi og þegar gerð era mistök sleppa hákarlarnir úr prísund sinni. Þannig er söguþráðurinn í há- karlatryllinum „Deep Blue Sea“ sem fmnski hasarleikstjórinn Renny Harlin gerir með Saffron Burrows, Thomas Jane, LL Cool J og Samuel L. Jackson í aðalhlutverkum en hún verður framsýnd á annan í jólum. Samuel L. Jackson í hlutverki sínu í „Deep Blue Sea“. Myndin hefur verið fimm ár í smíðum en handritið varð til árið 1994. Fram- leiðendurnir Alan Riche og Tony Lu- dwig fengu það í hendur „og höfðum ekki lesið neitt svipað síðan Ókindin var og hét“, er haft eftir Ludwig. Framleiðendurnir kynntu yfir- mönnum Warner Bros. kvikmynda- versins hugmyndina sem byggðist mjög á hinni tiýju tölvubrellutækni sem m.a. Steven Spielberg beitti í Júragarðinum. „Það tók okkur um tvö ár að komast að því að við gætum yfirleitt gert þessa mynd og það hafði meira að gera með þá tölvutækni sem hafði þróast en okkar starf sem fram- leiðenda," segir Ludwig. Þeir fengu fínnska hasarleikstjór- ann Renny Harlin í lið með sér. „Deep Blue Sea“ er stórmynd og tryllir sem vill svo til að er einnig hryllingsmynd, er haft eftir Harlin, sem á undan þessari mynd gerði „The Long Kiss Goodnight". Hann tekur það fram að hér sé ekki um sér- stakan vísindaskáldskap að ræða eins og finna má í þeim myndum sem gerast í út- geimi. „Þegar hákarlar eru annars vegar ertu að fást við skepnur sem eru mjög raun- verulegar þar sem þeir era rándýr og finnast í umhverfi okkar,“ segir Harlin. „Mér fannst ég verða að leggja áherslu á að sagan og pers- ónurnar væru mjög raun- verulegar þannig að hættan af hákörlunum yrði einnig sem raunveralegust og myndin yrði þar með um þig og mig undir þessum kringumstæðum." Harlin lagði ekki síður áherslu á að fá í lið með sér leikarann Samuel L. Jackson, sem hann stýrði í „The Long Kiss Goodnight". Þeir áttu rnjög gott samstarf en Harlin lýsir Jackson sem kvikmyndastjörnu sem getur leikið. Hann sagði Jackson vera akkerið í miðri sögunni „og þeg- ar við höfðum hann, gátum við snúið okkur að því að finna fólk í hin hlut- verkin“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.