Morgunblaðið - 23.12.1999, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 23.12.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Bíóhöllin, Kringlubíó, Stjörnubíó, Nýja bíó Keflavík og Borg- arbíó Akureyri frumsýna teiknimyndina Járnrisann með íslensku tali. Járnrisinn veldur ugg í bijóstum bæjarbúa í Warn- er - teiknimyndinni með sama nafni. Járnrisinn og litli félagi hans. Járn- risi á hættu- tímum Jámrisinn kemur í bæinn byggist á sögu eftir Ted Hughes. FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 61 Gœða htntdkleeði Baðmottur Bað handklœð i Skrauthandklceði M ARTE avarvti Möi'líinm 4 • 108 Rt*ylv’javiL* Sfnii:53 3 3500 • l:ax:584 3510 • www.111.1n o.is Vlð Btyöjum vlð baklð á þér! Frumsýning * OKTÓBER árið 1957 höfðu Bandaríkjamenn ástæður nokkrar til þess að hafa áhyggj- ur. Rokkið var ein. Sjónvarpið önn- ur. Kjamorkuváin þriðja. I byrjun mánaðarins sendu Sovétmenn geim- farið Sputnik upp í himinhvolfið. Geimferðakapphlaupið var hafið. Kalda stríðið varð kaldara. I smábænum Rockwell í Maine hefur Annie (rödd Selmu Bjöms- dóttur) helst áhyggjur af því að koma mat ofan í níu ára gamlan son sinn, Hogarth (rödd Gríms Gíslason- ar). Hún er einstæð móðir og á fullt í fangi með að ala son sinn upp en hann trúir staðfastlega á geimverur og getur hvenær sem er átt von á innrás í Bandaríkin. Þegar sjómaður fer að segja bæj- arbúum frá risastórum jámmanni sem hann segist hafa séð falla til jarðar er Hogarth sá eini sem tekur hann trúanlegan. Hann heldur af stað að leita að járnmanni þessum og viti menn, hefur uppi á ferlíkinu. Þannig er söguþráðurinn í Wamer Bros. teiknimyndinni Járnrisanum eða „The Iron Giant“ sem Sambíóin fmmsýna um jólin og er talsett á ís- lensku. Með helstu hlutverk í tal- setningunni fara Grímur Gíslason, Selma Bjömsdóttir, Atli Rafn Sig- urðarson, Hilmir Snær Guðnason, Arnar Jónsson, sem talar fyrir jám- risann í myndinni, Hjálmar Hjálm- arsson og Karl Agúst Ulfsson en með minni hlutverk fara m.a. Stefán Jónsson, Magnús Jónsson og Bjöm Ingi Hilmarsson. Teiknimyndin er byggð á bama- bók eftir skáldið Ted Hughes sem kom út árið 1968 en sagt er að sagan um risavaxna vélmennið og unga drenginn sem verður vinur þess hafi orðið til eftir lát eiginkonu hans, Syl- viu Plath, og samin fyrir bömin þeirra tvö. Árið 1986 samdi rokktón- listarmaðurinn Pete Townsend söngleik upp úr sögunni sem settur var á svið í London sjö ámm síðar. Eftir það kom upp sú hugmynd að sagan gæti vel hentað sem kvikmynd og Wamer Bros. varð sér úti um kvikmyndaréttinn. Leikstjóri myndarinnar, Brad Bird, segir um söguna: „Saga Hug- hes reynir að kenna bömum á hringrás lífsins, að lífið heldur áfram eftir dauðann. Mín útgáfa snýst um spumingu sem ég spurði yfirmenn Wamer Bros. á sínum tíma - hvað ef byssa hefði sál og vildi ekki vera byssa? Ég vildi leggja áherslu á inn- tak sögunnar en einnig að fara aðrar leiðir.“ Þegar framleiðslan var farin í gang sendu framleiðendumir Ted Hughes kvikmyndahandritið til yfir- lestrar og skáldið sendi þeim bréf þar sem hann lýsti yfir ánægju sinni með það. Bird gerði þó nokkrar breytingar á sögunni, bætti við per- sónum og breytti sögusviðinu og uppmna vélmennisins - það kemur utan úr geimnum í hans útgáfu en steig upp úr hafinu í upprunalegri sögu Hughes. Það virðist ekki hafa farið mikið í taugamar á skáldinu. Reuters Fjörugar á föstunni SYSTURNAR Ririn Faria, fimm ára, og Baiduri sjást hér leika sér á teppum í verslun foreldra sinna í Kuala Lumpur á dögunum. Teppin kallast „batik-teppi“ og eru sérstök hönnun þar sem litir og heitt vax er notað til að skreyta. Aðferðinni er einnig beitt á fatnað og önnur efni. Teppin eru vinsæl hjá íbúum Malasíu yíír hátiðina Eid al-Fitr sem haldin er í byrjun janúar, eftir því hvenær sést til tunglsins. Múslimar um allan heim fagna Eid al-Fitr eftir föstuna Ramadan sem stendur í hcilan mánuð en á henni mega þeir ekki neyta mat- ar frá sólarupprás til sólarlags. NIKEBUÐIN Laugavegi 6 24 25 Re-Arranged UmpBElcí 25 23 Out ol Control IMinminnl llMiithimn wffilHEa Brotners | 26 16 No Dlstance Utt To Run Bkr 27 13 Shock Rie Monkey CoalChamber 28 11 HMRJWBM sapknot 29 - Dolphtais Cry Uve 30 27 Caift Change Me ChrisComeS ir • Tölvumiðlun • Grensásvegi 8 • 108 Reykjavík • Sími: 568 8882 • www.tm.is • tm@tm.is r 100.000 Isiendinqar ólabónusinn greidðan ..áfneð H-Launum TOLVUfilíðLUn kkingaííy nn.vk;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.