Morgunblaðið - 23.12.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 23.12.1999, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ jra ajtansong í Grafarvo&sk. Nú geta íslendingar um allan heim fylgst með ísienskum aftansöng. Á aðfangadag verður mbl.is með beina útsendingu frá aftansöng í Grafarvogskirkju kl. 18.00 í samstarfi við Skjá 1 og Símann-internet. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti guðsþjónustunnar verður Hörður Bragason og kór Grafarvogskirkju syngur. Einleikarar eru Birgir Bragason, bassi, Bryndís Bragadóttir, fiðla, og Einar Jónsson, básúna, og síðast en ekki síst flytur Egill Ólafsson stórsöngvari einsöng. 0 SKJÁSEINtN Jól á mbl.is! vf*>mbl.is -^\LL7y\f= £/7T//lí4£7 /VÝ/ / FÓLK í FRÉTTUM Kristinn Ingvarsson Hljómsveit Bjartmars Guðlaugssonar. Popplög í dúr TONLIST Geisladiskur STRIK Strik, sólóplata Bjartmars Guð- laugssonar. Lög og textar eru eftir Bjartmar. Tómas M. Tómasson stýrði upptökum. Tómas útsetti einnig í félagi við Bjartmar og hljómsveitina Strik sem á plötunni eru Jón Indriðason á trommur, Georg Bjarnason á bassa, Kristján Eldjárn á gítar og Pálmi Sigur- hjartarson á pianó, hammondorgel og dragspil. Hilmar Orn Hilmars- son lagði til önnur hljómborð/ slæður. Tómas M. Tómasson hljóð- blandaði en Ivar Ragnarsson sá um lokavinnslu hljóðs. Utgáfa og dreif- ing: Japis. ÞAÐ ER orðið langt um liðið síðan Bjartmar Guðlaugsson sendi síðast frá sér plötu. Hann hefur alið manninn í Oðinsvéum Danmerkur um árabil þar sem myndlistin hef- ur tekið stóran hluta tíma hans. Bjartmar var mjög vinsæll á níunda áratugnum hér á landi fyrir einföld, grípandi lög og afar góða texta. Ástæða er til að fagna end- urkomu hans inn á íslenskan tón- listarmarkað þótt ekki fari hann nýjar leiðir í tónlistar- og texta- sköpun sinni. Bjartmar hefur ná- kvæmlega ekkert breyst. Á Striki er að finna tíu einföld popplög í dúr sem flest hver inni- halda ekki fleiri en þrjá hljóma. Þetta þekkir maður frá íyrri smíð- um Bjartmars, sem oft hefur minnt mig á danskan kollega sinn, Kim Larsen. Laglínurnar má sjálf- sagt flokka undir eins konar „naív- isma“, einfaldar og grípandi en á stundum heldur einsleitar. Text- arnir eru sem fyrr mjög vel ortir og langt yfir meðallagi í annars heldur sorglegri textaflóru ís- lenskrar dægurtónlistar. Það sem meira máli skiptir er þó sú stað- reynd að textar Bjartmars hafa ávallt innihald. Bjartmar heldur uppteknum hætti við að skoða samfélag okkar og mannlíf og er einkar glöggur samfélagsrýnir. Fyrsta persóna í textum Bjart- mars virðist oftast vera utangarðs- Jólagjafirnar jr I RCWELLS Kringlunni 7, sími 5 88 44 22 maður í eigin samfélagi, í hug- myndafræði og hugsun yfirleitt. Hún gagnrýnir neysluþjóðfélagið en veit ekki hvort hún á að rísa upp gegn því: „það er ekki hægt/til orða tekið vægt/að tala bara um þetta og gera ekki neitt“ (Fjar- stýringin Fjóla). Á hann að gera byltingu eða fá sér í pípu, leggja aftur augun og halda áfram að dreyma um betra líf: „og ég stend hér starandi á þig/þar sem ljós þitt lifandi skín/þar er hún til húsa/ hamingja mín“ (Sólin). Dreymandi byltingarmaðurinn og hippinn er þekkt þema úr fyrri smíðum Bjartmars og á þessari plötu kvartar hann áfram yfir auð- valdinu og er að sjálfsögðu farinn að fetta fingur út í nútíma fyrir- bæri eins og gsm-síma og arðvæn- legar genarannsóknir. Gamall kunningi, Fúll á móti, er einnig mættur til leiks og í laginu Meira Jollý er hann í takt við tímann og þolir ekki nýbúa í blokk! Á plöt- unni er einn dæmigerður „hann og hún“-texti sem einnig er þekkt minni frá fyrri verkum Bjartmars. I þetta skiptið eru þau af „sítt að aftan-kynslóðinni" og eins og hæfir er stúlkan ákveðnari aðilinn: „hann var með sítt að aftan/þó tókst henni að kjaftann/inn á meira- prófsnámskeið/er haldið var það haust/svo hann fengi steddí tekjur/ og yfirvinnu vetur/í dásamlegum díselkeim/hann drifi dæmalaust“. Þótt lagasmíðar Bjartmars séu heldur einhæfar þá eru sem fyrri daginn nokkur prýðislög og eflaust eru einhver þeirra líkleg til vin- sælda. Sjálfum þykir mér Sólin vera afbragðsgott lag og sömuleið- is upphafslagið Jörð, sem er skemmtilega útsett og vel leikið af góðum hljóðfæraleikurum plötunn- ar. Utsetningar eru reyndar allar til fyrirmyndar á plötunni þótt ekki bjóði lögin upp á neinar stór- kostlegar hugmyndir. Hljóðfæra- leikurinn er þéttur, líflegur og laus við alla dauðhreinsun þó að hugs- anlega hefði mátt liggja meira yfir brussulegum munnhörpuleik Bjartmars, sem hefur reyndar ákveðinn „Dylan-sjarma“ yfir sér en er ansi taktvilltur á köflum. Bjartmar og Dylan spila þannig að fyrir hverja nótu í laglínu hljóma ávallt fleiri nótur með; ósköp heimilislegt. Þeir Guðlaugsson og Bob eru heldur ekki bestu söngv- arar í heimi en mér finnst þeir báðir virka mjög vel fyrir sitt eigið efni og tek ég ofan fyrir Bjartmari að hafa ekki látið aðra um að syngja lög sín og texta. Upptökustjórn og hljóðblöndun Tómasar M. Tómassonar eru fyrsta flokks og má segja að um ánægjulega endurkomu hjá honum sé að ræða hvað varðar stjórn og útsetningar, en hann var um árabil okkar helsti upptökustjóri en hef- ur haldið sig meira til hlés í þeim efnum undanfarin ár þótt hann hafi starfað mikið við hljóðupptök- ur og blandanir. Bjartmar Guð- laugsson má vel við una með end- urkomu sína og aðdáendur hans verða ekki sviknir af smellnum textum og auðlærðum laglínum. Strik er gamalt vín á gömlum belg sem hefur ekkert versnað. Orri Harðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.