Morgunblaðið - 23.12.1999, Síða 63

Morgunblaðið - 23.12.1999, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 63^ ALVORU 810! STflFRÆNT HLJÓÐKERFI í ÖLLUM SÖLUM! HX Lokað í dag, Þorláksmessu Opið annan í jólum laugarasbio.is [ÖÖ1 MAGNAÐ DIGITAL ,,in'Í7W BIO H /DD/ Lokað í dag, Þorláksmessu Opið annan f jólum lesið allt um Jóhönnu nf Örk ó www.stjornubio.is Matthildur kynnti aldamótaútlitið Fötin, förðunin og fram- koman á tímamótum ÞAÐ var mikið um dýrðir í Súlna- sal Hótels Sögu á dögunum er út- varpsstöðin Matthildur sló upp glæsikvöldi ásamt nokkrum vel völdum aðilum úr tískuheiminum á Islandi og kynnti aldamótaútlitið. Boðsgestir fylltu salinn en það var Anna Gulla fatahönnuður sem hafði veg og vanda af veglegri og vandaðri dagskrá sem í hönd fór. Gestir byrjuðu á því að snæða kvöldverð og á meðan léku Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson djass- tónlist svo maturinn rann ljúflega niður. Þá kynntu fulltrúar Lalique- snyrtivaranna aldamóta- ilminn Kossinn og báru kórónur með ártalinu 2000 af því tilefni. Þá fóru í hönd þrjár sýningar og var Anna Björk Birgisdóttir kynnir kvöldsins og stóð sig frábærlega þrátt fyrir að vera í gifsi. Fyrst var tísku- sýning frá Líni og lér- efti þar sem sloppar og náttfatnaður var kynntur. Síðan kynnti verslunin Flex dagfatnað og að lokum komu sýning- arstúlkurnar sem voru sér- valdar, fram í loðfeldum frá Eggerti Feldskera og í spari- fatnaði frá versluninni Flex sem einnig sýndi ýmsa fylgihluti svo sem veski, trefla og slæður. Hið sívinsæla tónlistarpar Sig- ríður Beinteinsdóttir og Grétar Orvarsson tók lagið fyrir gesti á milli sýninga en kvöldinu lauk með hár- og förðunarsýningu frá Face og hárgreiðslustofunni Mojo og hannaði Anna Gulla fatahönnuður alla búninga í þeirri sýningu. Berglind Ólafsdóttir sýningar- stúlka brosti blítt til gesta er hún sýndi þennan prinsessukjól. Leikkonan vinsæla, Þórunn Lárusdótt- ir, sýndi jakka frá Eggerti feldskera. Soley Krist)ans- dóttir tók sig vel út í þessum rauða, stutta og glæsi- lega kvöldkjól. Dagrún Ólafsdóttir og Valgerður Frankhns dóttir kynntu aldamótailminn „Kossinn". Unnur Valdís Kristjánsdóttir sýndi þennan glæsilega kjól. (F.v.) Guðlaug Guðmundsdóttir stendur við hlið dóttur sinnar, Önnu Gullu Rúnarsdóttur fatahönnuðar, þá er Inga Dóra Guðmundsdóttir, móðursystir Önnu, við hennar hlið auk Sóleyjar Kristjánsdóttur, fyrir- sætu og dóttur Önnu Gullu. Með þeim á myndinni er Gunnhildur Helga Gunnarsdóttir. Dönsum með Geirmundi GEIRMUNDUR Valtýsson, fjár- málastjóri Kaupfélags Skagfírðinga og tónlistarmaður, hefur sent frá sér plötuna Dönsum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um fyrri verk Geir- mundar eða orðstír hans meðal þjóð- arinnar, en hann er vissulega meðal vinsælli hérlendra skemmtikrafta. Geirmundur er höfundur heillar tónlistarstefnu; hinnar svokölluðu skagfirsku sveiflu. Á nýju plötunni er hann trúr henni og veldur aðdáend- um sínum ekki vonbrigðum frekar en fyrri daginn. En hvernig er það, er skagfirska sveiflan eilíf? „Ja, eigum við ekki að segja að lögin mín lifi að minnsta kosti jafn lengi og ég, von- andi lengur,“ segir Geirmundur, „ástæðan fyrir vinsældunum er ein- föld; þetta er létt og hressileg tónlist, sannkallað gleðipopp,“ bætir hann við. Fjöldi fólks hefúr fylgt Geirmundi í gegnum tíðina og verið fastagestir á skemmtunum hans. Er hann ekki farinn að þekkja marga aðdáenduma persónulega? „Jú, svo sannarlega. Margir fylgja okkur hvert á land sem er og ég hef bara ekki tölu á því hve marga kunningja ég hef eignast frá því ég byrjaði að spila,“ segir hann. Kemur ekki niður á vinnunni Þessi mikla spilamennska Geir- mundar hefur ekki komið niður á starfi hans sem fjármálastjóri Kaup- félags Skagfirðinga. „Ég mæti bara í mína vinnu eins og venjulegur starfs- maður, nema hvað ég hætti oftast á Morgunblaðið/Halldór Geirmundur Valtýsson hefur sent frá sér plötuna Dönsum. t hádegi á föstudögum. En það dregst auðvitað af sumarfríinu hjá mér. Ég hef gaman af spilamennskunni, en ekki síður af starfinu. Ég er mikil fé- lagsvera og er mikið innan um fólk,“ segir Geirmundur, en bætir við að stundum sé einveran þó ágæt og hann fari oft á búgarðinn sinn í Skagafirðinum. „Það er oft þægilegt þegar maður er búinn að vera innan um fjöldann um helgar," segir hann. Geirmundur fékk til liðs við sig sömu valinkunnu listamennina ogr hafa spilað inn á plötur hjá honum síðasta áratuginn. Rúnar Júlíusson syngur á plötunni eins og þeirri síð- ustu, en þeir þekkjast frá gamalli tíð. Hvemig var að vinna með Rúnari? „Rúni er náttúrulega töffari aldar- innar, ekki satt? Við erum báðir fæddir 13. apríl. Kannski eigum við eftir að semja lagið 13. apríl saman í framtíðinni, hverveit?" Spice Girls að hætta? MEL C, ein af Kryddpíunum, brast í grát þegar þær fluttu lagið „Goodbye“ á hljómleik- um sveitarinnar nýlega. Á heimasíðu stóríyrirtækisins Virgin, virgin.net, er því hald- ið fram að ástæðan hafi verið ótti stúlkunnar um að þær væru að syngja saman í síð- asta skipti. Á fyrrnefndri síðu Virgin kemur fram að stúlkumar hafi síðasta föstudag rætt hvemig best væri að koma fréttum af „andláti" sveitarinnar tfi aðdáenda. Victoria, Mel G, Mel C og Emma hyggjast, samkvæmt fyrmefndri frétt, tilkynna endalok Spice Girls snemma á nýja árinu. Ástæðan fyrir endalokum sveitarinnar mun vera sú að stúlkurnar em uppteknar við að koma sjálfum sér á framfæri. Allar hafa þær, nema Victoria, hafið eigin tónlistarferil með ágætum árangri. Annars hefur Victoria tjáð þá skoðun sína að brottför Geri Halli- well hafi styrkt hljómsveitina, frekar en hitt. Vináttubönd þeirra sem eftir vora hafi styrkst. Um tónlistarsköp- un Geri sagði hún: „Mér líkar tónlist- in hennar ekki og væri að segja ósatt^ ef ég héldi öðra fram. Ég held að brottför hennar hafi ekki komið nið- ur á okkur sem hljómsveit. Jú, við eram einum vininum fátækari, en það er allt og sumt.“ □□ |POU3YÍ D I G I T A L Lokað í dag, Þorláksmessu Opið annan í jólum i^«*___________ Simi 462 3500 • Akureyri • www.nell.is/borgarbio Lokað í dag, Þorláksmessu Opið annan í jólum ■ 1 FVR/R ■I 990 PUHKU I Z fefwuIdIó NVI/ll Keflavík - sími 421 1170 Lokað í dag, Þorláksmessu Opið annan í jólum Frostrásin fm 98,7 www.samfilm.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.