Morgunblaðið - 23.12.1999, Side 64
^ 104 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
r
HASKOLABIO
HASKOLABIO
Hagatorgi, simi 530 1919
Lokað í dag, Þorláksmessu
Opið annan í jólum
mm
S90 PUNKTA
FEfíÐU i BÍÓ
BÍÓHOUl
NÝTT 0G BETRA
SACAr
Álfabakka S, sími 587 8900 og 587 8905
Lokað í dag, Þorláksmessu
Opið annan í jólum
www.samfilm.is
Kvikmyndahátíðin í Berlín
Reuters
Leikstjórinn Wim Wenders ásamt leikkonunni Daryl Hannah við
frumsýningn heimildarmyndar hans Buena Vista Social Club fyrr á
þessu ári.
U2, Mel Gibson
og Wim Wenders
í Berlín
NÝJASTA kvikmynd Wim Wend-
ers, The Million Dollar Hotel verður
frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmynda-
hátíðinni í Berlín þann 9. febrúar á
næsta ári. Það eru stórleikararnir
Mel Gibson, Milla Jovovich (The
Fifth Element) og Jeremy Davies
(Saving Private Ryan) sem fara með
aðalhlutverkin í myndinni. Kvik-
myndin verður frumsýnd við setn-
ingu hátíðarinnar sem verður á
næsta ári haldin í fimmtugasta sinn.
■ ' I tilefni af gullafmæli hátíðarinnar
verður hún flutt á nýjan stað í
Þýskalandi og verður haldin í
Potsdamer Platz, sem er staðsett í
miðju höfuðborgarinnar. Fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar, Moritz
de Hadeln sagði að þessu tilefni:
„Við erum mjög ánægð með það að
kvikmynd eftir einn virtasta leik-
stjóra Þýskalands með öðrum eins
stórleikurum skuli verða opnunar-
mynd fimmtugustu Kvikmyndahá-
tíðarinnar í Berlín. Þetta er í annað
árið í röð sem kvikmynd sem á rætur
að rekja til Þýskalands er opnunar-
mynd hátíðarinnar sem er einkar
ánægjulegt. Eg og samstarfsfólk
mitt hlökkum til að deila með hátíð-
* argestum þessari spennandi mynd.“
Hugmynd Bono
Myndin Million Dollar Hotel er
byggð á hugmynd írska tónlistar-
mannsins Bono úr hljómsveitinni U2
og gerist í Los Angeles árið 2001.
Mel Gibson leikur alríkislögreglu-
mann sem rannsakar morð á syni
fjölmiðlajöfurs á subbulegu hóteli.
Bono á heiðurinn af tónlistinni í
myndinni og er hún flutt af hljóm-
sveit hans, U2. Nicholas Klein samdi
handritið.
„Eg gæti ekki ímyndað mér betri
'•“’stað til að frumsýna The Million
Dollar Hotel en Kvikmyndahátíðina
í Berlín," sagði Gibson. „Þetta er frá-
bær leið til þess að heiðra tuttugustu
kvikmynd Wim Wenders sem hann
hefur gert á þeim þrjátíu árum sem
hann hefur starfað í kvikmynda-
gerð.“
' jjf Wenders finnst sjálfum mikilvægt
;ið mynd hans verði sýnd á hátíðinni.
Mel Gibson fer með aðalhlut-
verk f myndinni The Million
Dollar Hotel.
Söngvarinn Bono átti hugmynd-
ina að myndinni The Million
Dollar Hotel og semur tónlist-
ina.
„Þegar við kvikmynduðum Wings of
Desire í Potsdamer Platz, hefði ég
ekki getað ímyndað mer að fimmtán
árum síðar myndum við vera í þeim
spoi-um að eiga opnunarmynd Kvik-
myndahátíðarinnar í Berlín með
aðra mynd eftir mig,“ sagði hann
stoltur og þakklátur.
The Million Dollar Hotel er viður-
nefni á skemmu þar sem hljómsveit-
in U2 tók upp myndbandið við lagið
Where the Streets Have No Name
árið 1987. Wenders kynntist síðan
hljómsveitarmeðlimum árið 1990 eft-
ir að sveitin kom fram í sjónvar-
psþættinum Red Hot + Blue. U2
hefur átt lög í nokkrum mynda Wen-
ers þ.a.m. Until the End of the
World, Faraway, So Close og The
.End of Violence. Kvikmyndahátíðin í
Berlín mun standa frá 9. febrúar til
20. febrúar.
Þriggja platna Bjöggajól
Björgvin Halldórs-
son á sér fastastað í
íslensku þjóðarsál-
inni. Hann lætur
ekki deigan síga um
þessi jól og sendir
frá sér þrjár hljóm-
plötur í jólapakka
landsmanna. ívar
Páll Jónsson spjall-
aði við Bjögga.
BJÖRGVIN Halldórsson hefur
staðið í ströngu fyrir þessi jól eins
og svo oft áður. Plöturnar sem hann
er viðriðinn eru þrjár; Islandslög 4
sem hann framleiðir og ljær rödd
sína ásamt fjölda annarra söngvara,
tvöfalda geislaplatan Bestu jólalög
Björgvins sem hefur að geyma
helstu jólalög hans í gegnum tíðina
og endurútgáfa vísnaplötunnar Út
um græna grundu sem hann gaf út
ásamt Gunnari Þórðarsyni á árum
áður.
Morgunblaðið hafði samband við
Björgvin í ösinni á dögunum og
spurði fyrst hvort hann fengi aldrei
leiða á tónlist. „Jú jú, það kemur
fyrir að maður fái svolítið ofnæmi
eins og gengur. Þá reyni ég bara að
hafa þögn í kringum mig, fer að
veiða eða eitthvað svoleiðis. Ég held
að allir fái endrum og sinnum leiða
á starfinu og ég er engin undan-
tekning," segir Björgvin.
Björgvin hefur í vaxandi mæli
snúið sér að upptökustjórn, eða
framleiðslu á tónlist. Líkar honum
betur að vera í því hlutverki en sem
flytjandi tónlistarinnar? „Framleið-
andi er oftast nær sá sem kemur
með hugmyndina að verkinu og
vinnur það frá a til ö; reynir t.a.m.
að fá útgefanda til fjármögnunar.
Mér finnst það starf mjög gefandi
og svo er gríðarlega gaman að vinna
í hljóðveri, ekki síst fyrir mann eins
og mig sem man hvernig upptöku-
vinnan var fyrir tækniframfarir síð-
ustu ára. Hitt er svo annað mál að
ég hef líka mjög gaman af því að
koma fram á sviði,“ segir hann.
Vil gera eins vel og ég get
Upptökustjórar eru misjafnir,
sumir eru „fullkomnunarsinnar", á
meðan aðrir eru afslappaðri. Hver
er stíll Björgvins? Er hann full-
komnunarsinni? „Það hefur verið
sagt við mig að ég sé óþolandi á
stundum, en það helgast bara af því
að ég vil gera eins vel og ég get. Ég
reyni að taka þátt í öllum þáttum
framleiðslunnar, en þó er ég alltaf
með aðra atvinnumenn í liði með
mér. Þótt ég kunni til dæmis nokk-
ur skil á tæknivinnunni fæ ég yfir-
leitt færustu tæknimenn til að
stjórna þeim þætti,“ segir Björgvin.
Björgvin segir að mjög hafi fjölg-
að í „úrvalsliði" hljóðfæraleikara og
söngvara í seinni tíð. „Ég hef unnið
mikið með sama fólkinu, en nú er
svo komið að fjölmargir söngvarar
og hljóðfæraleikarar eru á
heimsmælikvarða. Sú þróun er að
sjálfsögðu af hinu góða og gerir
starfið léttara," segir hann.
Nú er nánast óbærilega stutt í
jólin. Er Björgvin farinn að hlakka
til? „Jú, að sjálfsögðu. Jólin eru
góður tími.“ Bakar Björgvin Hall-
dórsson fyrir jólin? „Nei, það geri
ég ekki. Ég bý bara til góðan mat
og nýt samverunnar með fjölskyld-
unni.“
Hið árlega diskókvöld Margeirs
Einblínt á
góðu diskó-
tónlistina
„HVERT einasta kvöld er laugar-
dagskvöld og allir dagar eru sunnu-
dagar" er slagorð diskókvöldsins
sem haldið verður á Astró þann 26.
desember og hefst kl. 23.
Diskókvöldið er nú
haldið fjórða árið í röð og
er kennt við Margeir-
,skífuþeytinn óborganlega,
sem var mjög heitur víða
um veröld á áttunda ára-
tugnum, ef marka má með-
fylgjandi myndir, og mætti
aftur til leiks eftir tíu ára hlé
nú fyrir fjórum árum.
Margar leyndar perlur
„Þetta hafa verið alveg rosalega
skemmtileg kvöld,“ sagði Margeir
þegar blaðamanni loksins tókst að
ná sambandi við þennan umsetna
mann. „Og mér er það mikið í mun að
fólk misskilji ekki hvernig
diskótónlist verður leikin.
Fólk hefur ákveðnar hug-
myndir um hvernig diskó-
tónlist er, og dettur í hug
Bee Gees, I Will Survive, It’s Rain-
ing Men, en það er alls ekki þannig
diskótónlist sem ég ætla að spila. Ég
er meira að spila „neðanjarðar"—
diskó frá gullaldarárum diskósins
frá 1975 og fram á níunda áratuginn.
Það eru margar perlur sem
leynast í þessari tegund tón-
listar sem aldrei heyrðust á
Islandi, en ég komst í
kynni við í New York
og víðar á þessum ár-
um. Þannig ein-
blíni ég á góðu
diskótónlist-
ina sem var
heldur betur
til staðar
líka, en
Margeir hefur margt
brallað mcð mörgum
gegnum tíðina.
kannski ekki ein-
mitt hér á íslandi."
Margeir
er mcð reyndari
skífuþeytum
sem Island á.
Góð tilbreyting frá jólunum
- Ég hef frétt að stemmningin sé
alveg óborganleg.
„Ég veit ekki af hverju
þessi frábæra stemmning
skapast en hún hefur verið
alveg frá fyrsta kvöldinu
sem ég stóð fyrir. Þetta er
geggjuð tónlist og fólk er
byrjað að mæta í fönkföt-
um, þótt það megi alls ekki
misskilja það og halda að
þetta sé eitthvert grímuball.
Þetta er reyndar mjög
skemmtilegur dagur, og fólk er
alveg brjálað í að hlusta á diskó
eftir öll jólin. Þetta er agaleg
stuðtónlist og góð tilbreyting frá
jólasálmunum. Fólk er æst í að
komast burt frá ættingjunum,
jólaboðunum og hangikjötinu,
og vill helst hreyfa sig eftir
kræsingarnar í brjáluðum
diskófíling.
Það er ekki skilyrði að vera
í öðruvísi fötum, en ég verð
að sjálfsögðu í diskógallan-
um og margir verða vel til
hafðir. Svo koma líka fram
gestir einsog slagverksleik-
arinn Ýmir sem ber húðir
undir tónlistinni hjá mér, og
leynigestur sem ég get því
miður ekki sagt hver
er, en í fyrra var það
Páll Óskar eða Dr.
Love sem sneri diskó-
plötum í hálftíma.
Þegar allt þetta safn-
ast saman verðu úr algjör stuð-
bomba og þannig verður það án efa
núna á öðrum jóladegi," sagði
Margeir og fór að raða plötunum sín-
um.