Morgunblaðið - 21.01.2000, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Samið um kaup á stafrænni fíarskiptaþjónustu eftir TETRA-staðli
Ljósmynd/Jóhannes Long
Skrifað undir samninga í gær. F.v.rJón Viðar Matthíasson varaslökkviliðsstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Jón Þ. Jónsson fram-
kvæmdastjóri Irju, Sólveig Pétursdóttir, dómsmálaráðherra, Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Júlíus S. Ólafsson forstjóri Ríkiskaupa.
Samræmt fjarskiptakerfi
lögreglu og slökkviliðs
Á blaðamannafundi í gær kynntu
dómsmálaráðherra, borgarstjóri, rík-
islögreglustjóri, aðstoðarslökkviliðs-
stjóri og forstjóri ríkiskaupa kosti
hins nýja kerfis og skrifuðu formlega
undir samninga tU tíu ára við seljanda
þess hér á landi, Irju ehf. Fjarskipta-
kerfið tekur til starfa 15. júní nk. og
verður iyrst um sinn starfrækt á suð-
vesturhomi landsins. Kostnaður við
afnot af fyrsta áfanga þess verður um
36 milljónir króna á ári.
Efnt var til útboðs um uppsetningu
og rekstur kerfisins og bauð Irja ehf.
langlægst, 36 milljónir. Næst kom
Tnet ehf. með 72,2 millj. og þá Tal hf.,
sem bauð 112,3 millj. króna.
Sólveig Pétursdóttii’, dómsmálar-
áðherra, sagði á fúndinum að
TETRA-fjarskiptakerfið væri ekki
aðeins mikilvægt fjarskipta- og ör-
yggistæki, heldur einnig stjómunar-
tæki sem veitti lögreglunni mögu-
leika á að nýta betur mannafla og
tæki og ná þannig því markmiði sem
ávallt beri að stefna að, þ.e. að ná
fram betri löggæslu og þar með betri
þj ónustu við almenning.
„Vert er að vekja athygli á að Is-
land verður i fararbroddi á þessu
sviði. Mikilvægt er að sem flestir og
helst allir sem koma að neyðarþjón-
ustu með einhverjum hætti noti sama
fjarskiptakerfið í stað ótal talstöðva-
kerfa. Ef sú staða kemur upp að
margir viðbragðsaðilar þurfi að vinna
saman, t.d. við almannahættuástand
vegna náttúruhamfara, þá getur
stjómandi fjarskipta TETRA tengt
þá saman í talhóp á svipstundu og
Samið var í gær um kaup ríkisins og
Reykj avíkurborgar á stafrænni fjarskipta-
þjónustu, sem byggir á sk. TETRA-staðli,
fyrir embætti ríkislögreglustjóra og
Slökkvilið Reykjavíkur ásamt fleiri fyrir-
tækjum borgarinnar.
bein milliliðalaus fjarskipti þeirra á
milli farið fram,“ sagði hún.
Ráðherrann lýsti ánægju sinni með
samstarfið við Reykjavíkurborg um
notkun kerfisins. Það samstarf gerði
bæði ríki og borg kleift að velja besta
fjarskiptakerfi sem völ sé á að mati
þeirra sem best þekktu til. Aukin-
heldur minnti hún á að umferðar-
stjómun hafi ekki gengið sem skyldi
þegar fagnað var 50 ára afmæli sjálf-
stæðis þjóðarinnar á Þingvöllum
1994. Nú stæði fyrir dymm Kristni-
tökuhátíð á Þingvöllum næsta sumar
og forsendan fyrir því að koma á
skipulagðri umferðarstjómun þegar
hugsanlega allt að 75 þúsund manns
streyma til Þingvalla væri samræmd
fjarskipti og með tilkomu TETRA
væm þau möguleg.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri segir að með tilkomu nýs,
samræmds fjarskiptakerfis sé lang-
þráður áfangi í höfn í almannavöm-
um borgarinnar.
„Það er mikil þörf fyrir slíkt kerfi
hér í borginni. ítrekað hefur komið í
ljós við æfingar almannavama að
fjarskiptum er veralega ábótavant og
segja má að þau hafi í raun verið
Akkilesarhællinn. Þetta kom t.d. vel í
ljós um síðustu áramót þegar að-
gerðastjóm almannavarna Reykja-
víkur, Kjósar, Mosfellsbæjar og Sel-
tjamamess var virkjuð vegna
2000-vandans. Þá þurfti að setja upp
fimm loftnet, sjö talstöðvar með yfir
30 mismunandi tíðnisviðum auk
íjölda beinlínutenginga fyrir síma.
Nú heyrii- slíkt sögunni til og sam-
skipti aðila á neyðartímum eiga að
vera miklu öraggari og markvissari
en áður,“ sagði Ingibjörg Sólrún.
Öflugt tæki fyrir lögregluna
Haraldur Johannessen, ríkislög-
reglustjóri, segist vænta þess að nýtt
fjarskiptatæki leiði lögregluna inn í
nýja öld og verði jafnframt öflugt
tæki sem nýtist lögreglunni í sínu
mikilvæga starfi.
„Reynslan verður auðvitað að leiða
í Ijós hvemig til tekst með rekstur
kerfisins og til að byrja með verður
það sett upp á suðvesturhorni lands-
ins, þar sem mestur fólksfjöldi er.
Vonandi verður reynslan af notkun
þess svo góð að það verði fært út um
allt land og geti þannig sinnt öllum
lögregluumdæmunum," sagði hann.
Að sögn Haraldar er mest þörf fyr-
ir samræmt fjarskiptakerfi á höfuð-
borgarsvæðinu og hann mun á næst-
unni ræða það við viðkomandi
lögreglustjóra hvort fýsilegt sé að
koma upp fjarskiptamiðstöð lög-
reglunnar á Suðvesturlandi. „Það
gæti orðið til þess að bæta stjórnun á
lögregluliðunum og samræma að-
gerðir betur,“ sagði hann og bætti við
að slíkt væri þó enn á umræðustigi og
engar ákvarðanir hefðu verið teknar.
TETRA, eða Terrestrial Tranked
Radio, er opinn staðall í fjarsldptum
sem er eins og hvert annað farsíma-
kerfi, en er þó sérhannað til að sinna
þörfum lögreglu og slökkviliðs. Fjar-
skiptakerfið er stafrænt og þráðlaust
og tekur við hlutverki núverandi tal-
stöðvakerfa þessara aðila. Sam-
kvæmt samningnum útvegar Irja eitt
þúsund notendastöðvar.
Fyrsti áfangi nýja fjarskiptakerfis-
ins verður byggður á suðvesturhomi
landsins, á svæði sem markast af
Hvalfírði og Þjórsá. Tekur það í
fyrstu atrennu til sex umdæma lög-
reglustjóra; í Reykjavík, Kópavogi,
Hafnarfirði, Keflavík, á Keflavíkur-
flugvelli og Selfossi. Af þúsund fyrstu
stöðvunum fara 600 til ríkisins og 400
tfi Reykjavíkurborgar.
Neyðarlínan, 112, hefur tekið að
sér umsjón og starfrækslu kerfisins.
Svik í bíla-
innflutn-
ingi talin
nema 10
milljónum
KARLMAÐUR á fertugsaldri situr
nú í gæsluvarðhaldi vegna rann-
sóknar efnahagsbrotadeildar ríkis-
lögreglustjórans á ætluðum inn-
flutningi á fimmta tug bifreiða sem
grunur leikur á að hafi verið af-
greiddar með röngum reikningum í
því skyni að komast undan greiðslu
aðflutningsgjalda.
Maðurinn var úrskurðaður í
gæsluvarðhald 18. janúar og renn-
ur varðhaldið út 26. janúar.
Talið er að með háttsemi sinni
hafi maðurinn komist hjá greiðslu
á allt að einum tug milljóna króna.
í athugun er nú í samvinnu efna-
hagsbrotadeildarinnar og ríkistoll-
stjóra innflutningur á hundruðum
bifreiða sem talinn er tengjast
refsiverðri háttsemi. Einkum er
um að ræða dýrar og nýlegar bif-
reiðar.
Samkvæmt tollalögum er heim-
ild til að bjóða upp bifreiðar sem
hafa verið fluttar inn með sviksa-
mlegum hætti án tillits til hags-
muna eigenda þeirra, sem keypt
hafa þær af innflutningsaðila.
---------------
Norskur
framkvæmda-
stjóri til
Reyðaráls
STJÓRN Reyðaráls hf. hefur ráðið
Bjarne Reinholdt, yfirmann innra
fjármálaeftirlits Hydro Aluminium,
framkvæmdastjóra Reyðaráls.
Jafnft-amt hefur Reyðarál lagt fram
umsókn til Hollustuverndar ríkisins
um starfsleyfi fyrir 120 þúsund
tonna álver á Reyðarfirði.
Eins og skýrt var frá í Morgun-
blaðinu hefur eignarhaldsfélagið
Hraun ehf. ákveðið að kæra til um-
hverfisráðherra úrskurð skipulags-
stjóra um umhverfisáhrif álvers
sem birtur var 13. desember.
Hraun ehf. var á sínum tíma stofn-
að til að undirbúa stofnun álvers á
Reyðarfirði. Félagið sá um að
leggja fram skýrslu um mat á um-
hverfisáhrifum og mun fylgja því
verkefni eftir þar til niðurstaða er
fengin. Það er hins vegar Reyðarál
sem mun gera samninga um bygg-
ingu og rekstur álversins.
Ákvörðun stjórnarnefndar spitalanna f Reykjavik um eina framkvæmdastjórn
LÆKNINGAFORSTJÓRAR og
hjúkranarforstjórar spítaianna
tveggja í Reykjavík, Sjúkrahúss
Reykjavíkur og Landspítala, telja
að sú ákvörðun að ein framkvæmda-
stjórn skuli vera sett yfir báða spít-
alana sé eðlilegt framhald á þeirri
auknu samvinnu þeirra sem hófst í
byrjun síðasta árs. Sögðu þau þessa
ákvörðun ekki koma á óvart.
Forstjóra spítalanna er falið að
kanna lagalega stöðu þeirra sem nú
gegna störfum lækningaforstjóra og
hjúkranarforstjóra og leggja fram
tillögu um hvemig staðið verði að
vali í eina stöðu lækningaforstjóra
og hjúkranarforstjóra.
Jóhannes M. Gunnarsson, lækn-
ingaforstjóri Sjúkrahúss Reykjavík-
ur, sagði lítið um málið að segja,
búið væri að taka þessa ákvörðun.
„Þetta er stjómvaldsákvörðun sem
ekki er annað að gera við en fram-
fylgja eftir bestu getu,“ sagði hann.
Lækningaforstjórinn sagði breyt-
ingamar á yfirstjóminni miklar og
að staða lækningaforstjóra beggja
spítalanna væri mun viðameiri en
núverandi stöður.
Þorvaldur Veigar Guðmundsson,
Eölilegt framhald
aukinnar samvinnu
lækningaforstjóri Landspítalans,
segist hafa verið talsmáður þess síð-
ustu árin að spítalanir yrðu samein-
aðir undir einni stjóm og segir hann
bæði fagleg og fjárhagsleg rök fyrir
því. „Ég tel þetta skref í rétta átt og
þótt þessi ákvörðun leiði ekki til
stórkostlegs spamaðar strax held
ég að hún dragi úr kostnaði þegar til
lengri tíma er litið,“ segir Þorvaldur
Veigar. „Sérhæfing í læknisfræði
fer vaxandi og til að geta staðið und-
ir henni hér heima þurfum við
stærri einingar til að vinna störfin.
Þess vegna er þetta gott skref fyrir
framtíðarþróun í læknisfræði hjá
okkur því það gefur möguleika á
aukinni sérhæfingu."
Anna Stefánsdóttir, hjúkrunar-
forstjóri Landspítala, sagði að sér
litist ágætlega á að koma á einni
framkvæmdastjóm. Kvaðst hún
styðja þessa ávörðun stjórnamefnd-
ar sjúkrahúsanna.
Sigríður Snæbjömsdóttir, hjúkr-
unarforstjóri Sjúkrahúss Reykjavík-
ur, sagði þessa hugmynd hafa verið
lengi til umræðu. Hún væri eðlilegt
framhald af þeirri auknu samvinnu
spítalanna sem komið hefði verið á
síðustu misserin og að hún kæmi
ekki á óvart. „Starf hjúkrunarfor-
stjóra hlýtur að breytast talsvert
þegar hann verður settur yfir svo
stóra stofnun og vinnureglur hljóta
að breytast,“ sagði Sigríður. Hún lét
í ljós þær væntingar að farið verði
eftir leikreglum varðandi auglýsing-
ar og val á fólki í þessi störf. „Verði
það gert held ég að erfitt sé að
gagnrýna þessa breytingu. Það
verður að skoða stöðu þeirra sem nú
gegna þessum störfum því við verð-
um ekki öll í nýrri framkvæmda-
stjórn en ég á ekki von á því að fólki
verði hent út á kaldan klaka. Hér er
verið að búa til nýja stofnun og mér
finnst mikilvægt að fara vel af stað
og þeir sem skipa þessar stöður geti
verið gott fordæmi fyrir því sem á
eftir kemur því þetta er bara upp-
hafið að miklu stærra dæmi.“
Bindur vonir við háskólaspítala
Steinn Jónsson, kennslustjóri og
forstöðulæknir fræðslu-, rannsókna-
og gæðasviðs á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur, segir að ákvörðunin um eina
framkvæmdastjórn sé í samræmi
við þá stefnu að setja spítalana und-
ir eina stjórn. Segir hann tímann til
að velta fyrir sér öðram leiðum því
liðinn, nú þurfi að horfa fram á veg-
inn og sjá til þess að þeim markmið-
um verði náð að veita sem besta
þjónustu á hagkvæman hátt. Steinn
kvaðst binda vonir við þá hugmynd
að gera háskólaspítala úr sjúkrahús-
unum báðum. Slíkur spítali myndi
sinna þríþættu hlutverki í þjónustu,
kennslu og rannsóknum. Nefnd
skipuð fulltrúum heilbrigðisráðun-
eytis, menntamálaráðuneytis, Há-
skóla Islands og spítalanna hefði
það mál til athugunar. Steinn sagði
sameiningu spítalanna hins vegar
vera í andstöðu við pólitíska skoðun
sína og kvaðst ekki hrifinn af henni
en ríkisstjórnin hefði markað þessa
stefnu. Ekki væri hagkvæmt að
velta fyrir sér öðrum leiðum nú
heldur reyna að hafa áhrif á fram-
vindu mála í þessari stöðu.