Morgunblaðið - 21.01.2000, Side 37
36 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000 37
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MBA-NAM HA-
SKÓLANS
VIÐSKIPTADEILD Háskóla íslands og Endurmenntunar-
stofnun HÍ munu í haust bjóða upp á MBA-nám í fyrsta skipti
hér á landi. Hingað til hafa íslenskir nemendur þurft að sækja
slíkt nám erlendis. Hefur það haft þann ótvíræða kost að mik-
il ný þekking hefur verið flutt inn í landið á sviði viðskipta-
fræða eins og svo mörgum öðrum sviðum sem íslendingar
hafa menntað sig á við erlenda háskóla. MBA-nám við Há-
skóla Islands hefur hins vegar þann kost að vera íslenskt, lag-
að að aðstæðum okkar og veruleika. Það má því gera ráð fyrir
því að þar verði til ný hagnýt þekking á rekstri fyrirtækja í ís-
lensku umhverfi.
Áhersla verður lögð á að námið verði hagnýtt eins og fram
kom í viðtali við stjórnendur MBA-námsins hér í blaðinu í
gær. Þetta er ekki rannsóknarnám en mikið verður lagt upp
úr öguðum vinnubrögðum og leiðum til að gera rekstur skil-
virkari og árangursríkari. Þessi markmið eru í samræmi við
það meginhlutverk sem náminu er ætlað að hafa en gert er
ráð fyrir að nemendur stundi námið með vinnu eins og víða
tíðkast. Inntökuskilyrði í námið eru og þau að fólk hafi há-
skólagráðu af einhverju tagi og þriggja ára starfsreynslu að
minnsta kosti.
Enn er mikilvægt að fólk sæki nám af þessu tagi til er-
lendra háskóla en hér mun vafalaust skapast grunnur að sér-
þekkingu um íslenskar aðstæður. Sömuleiðis er augljóst að
nokkur hagkvæmni felst í þessu námi fyrir bæði einstaklinga,
fyrirtæki og þjóðfélagið í heild. Þetta nýja nám er því afar góð
viðbót við annað viðskiptanám sem boðið er upp á hérlendis
og má telja víst að einstaklingar og fyrirtæki nýti sér það.
BYGGINGASAGA
Við íslendingar höfum smátt og smátt eignast byggingar sem
teljast til menningarverðmæta af ýmsum ástæðum. Stundum
vegna þess sem gerzt hefur innan veggja þeirra en líka vegna
hins, að í þeim er fólgin merkileg húsagerðarlist.
Laugarnesskólinn í Reykjavík á sér ekki aðeins merkilega
sögu sem barna- og unglingaskóli heldur og ekki síður er bygg-
ingin sérstök sem slík.
Síðustu daga hafa birzt í Morgunblaðinu fréttir þess efnis að
áform séu uppi um að byggja við Laugarnesskólann. í ljósi þess
byggingarsögulega gildis, sem Laugarnesskólinn hefur, verður
að fara mjög varlega í öll slík áform.
Þess eru vissulega dæmi að vel hafí tekizt til um viðbyggingar
við eldri hús. Og nýlega hefur verið reist nýbygging við Melaskól-
ann í Reylgavík, sem sómir sér vel. Nýbyggingin er sjálfstæð
bygging, sem tengd er gömlu skólabyggingunni á hugvitsamleg-
an hátt.
Þess er að vænta að bæði skólayfírvöld Laugarnesskóla og
borgaryfírvöld leggi áherzlu á að þannig verði staðið að fram-
kvæmdum á lóð Laugarnesskólans, að hin gamla skólabygging,
sem er einstök, haldi reisn sinni og virðingu um leið og vandi
nýrra kynslóða nemenda, sem skólann sækja verði leystur með
viðeigandi hætti.
CDUIKREPPU
FLOKKUR kristilegra demókrata í Þýskalandi, CDU, stendur
frammi fýrir alvarlegum vanda. Á undanfömum vikum hefur
varla liðið sá dagur að ekki hafa borist nýjar fregnir af ólöglegum
greiðslum í sjóði flokksins.
Þrátt fyrir bitra reynslu flokksins af Flick-hneykslinu á níunda
áratugnum virðist sem forystumenn CDU hafi ekki lært af
reynslunni. Fyrrverandi leiðtogi CDU, Helmut Kohl, er var
kanslari Þýskalands í sextán ár, hefur nú sagt af sér sem heiðurs-
formaður flokksins og verið stefnt fyrir opinbera rannsóknar-
nefnd. Arftaki hans, Wolfgang Scháuble, hyggst hins vegar sitja
áfram í embætti þótt hann hafí viðurkennt að hafa tekið við háum
peningagreiðslum úr hendi vopnasalans Karlheinz Schreibers,
sem hvergi er að fínna í bókhaldi flokksins. Flokksdeildir CDU í
einstaka sambandslöndum hafa sömuleiðis orðið uppvísar að
fjármálamisferli og Scháuble bað í gær þýska þingið formlega af-
sökunar á hegðun flokksins.
Það er erfítt að sjá hvemig CDU á að geta öðlast traust kjós-
enda á ný án þess að allsherjar uppstokkun eigi sér stað á forystu
flokksins. Yaridinn er hins vegar sá að enginn augljós leiðtogi
annar en Scháuble er sjáanlegur. Rreppa ílokksins er jafnframt
enn alvarlegri í ljósi þess hversu gífurlega sterka stöðu Helmut
Kohl hafði í þýskum stjómmálum. Hann bar höfuð og herðar (og
þá ekki einungis í bókstaflegri merkingu) yfír aðra stjómmála-
menn landsins þau ár sem hann var við völd og má raunar segja
að hann hafí verið sá stjórnmálamaður sem mest mark hefur sett
á evrópsk stjómmál undanfarinn aldarfjórðung. Niðurlæging
hans splundrar sjálfsmynd kristilegra demókrata.
S
Islenskur hópur kynnir sér þróun vetnistækni í bílum hjá Daimler-Chrysler
Evrópsk rannsókn á söguvitund 14-15 ára unglinga
V etms-
áform gætu
orðið lyfti-
stöng
Aðstandendur bifreiðaframleiðandans Daimler-
Chrysler í Þýskalandi kynntu í gær rannsóknir
þær, sem fyrirtækið hefur gert til að þróa og fram-
/
leiða vetnisknúnar bifreiðar, fyrir hópi Islendinga
og sagði Klaus-Dieter Vöhringer, stjórnarmaður í
fyrirtækinu, að þar væru bundnar miklar vonir við
fyrirhugað tilraunaverkefni með vetnisknúna
strætisvagna í Reykjavík. Karl Blöndal er í för
með íslenska hópnum í Þýskalandi.
STRÆTISVAGNINN rennur
hljóðlaust af stað og eykur
jafnt og þétt ferðina. Vagn-
inn virðist láta að stjórn eins
og venjulegur strætisvagn og er að-
eins óvenjulegur að einu leyti þegar
hljóðleysið er frátalið. Til þess að
komast aftast í hann þarf að fara upp
nokkur þrep. Það þýðir að farþegarn-
ir sem þar sitja hafa betri yfírsýn yfir
umhverfið en þeir, sem eru framar í
vagninum, en ástæðan fyrir þessari
upphækkun er hins vegar ekki sú að
fólk eigi að njóta betur útsýnisins,
heldur fyrirferðarmikil vetnisvélin,
sem knýr vagninn áfram.
Vagn þessi er í Nabern skammt frá
Stuttgart þar sem Daimler-Chrysler
er með 400 manns í vinnu við að þróa
og rannsaka notkun vetnis til að
knýja bifreiðar. Um borð í vagninum
var hópur Islendinga, sem hingað er
kominn til þess að kynna sér starf-
semi fyrirtækisins og samstarfsaðila
þess á sviði vetnisbíla með hliðsjón af
fyrirhuguðu tilraunaverkefni, sem
snýst um að þrír vetnisvagnar aki á
vegum Strætisvagna Reykjavíkur í
tilraunaskyni. Langtímamarkmiðið
er að gera Island að vetnissamfélagi.
í hópnum frá íslandi eru fulltrúar
þeirra aðila sem að verkefninu munu
koma fáist nægt fé til að ráðast í það.
Fyrir hönd ríkisins eru hér Valgerður
Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, Páll Magnússon, aðstoðar-
maður hennar, og Þorgeir Örlygsson,
ráðuneytisstjóri iðnaðarráðuneytis-
ins. Á vegum borgarinnar komu
Helga Jónsdóttir borgarritari, Helgi
Pétursson, sem situr í borgarstjórn,
og Lilja Ölafsdóttir, forstjóri SVR.
Einnig eru með í för Hjálmar Árna-
son, formaður iðnaðarnefndar, Mar-
grét Guðmundsdóttir, framkvæmda-
stjóri markaðssviðs Skeljungs, Sigfús
Jónsson, stjórnarmaður Landsvirkj-
unar, Eymundur Sigurðsson, kerfis-
stjóri Landsvirkjunar, og Guðmund-
ur Þóroddsson, stjórnarmaður Vist-
orku, eignarhaldsfélags þeirra
íslensku aðila, sem eiga 51% í
Islenskri nýorku, fyrirtæk-
inu, sem stofnað var utan um
verkefnið. Þá komu með Páll
Ki\ Pálsson, stjórnarformað-
ur Islenskrar nýorku, og Jón
Björn Skúlason, framkvæmdastjóri
Islenskrar nýorku, auk þess sem
Ingimundur Sigfússon, sendiherra
Islands í Berlín, fylgdi hópnum.
Ánægð með að fyrsta ferð sé á
sviði umhverfísmála
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, sagði eftir að
hafa hlýtt á kynningar á rannsóknum
Daimler-Chrysler og samstarfsaðila
þeirra í Nabern að þessi ferð hefði
styrkt sig í þeirri trú að alvara búi að
baki. Þá væri hún ánægð með að þetta
væri sín fyrsta utanlandsferð í emb-
ætti, ekki síst vegna þess að hún væri
á sviði umhverfismála.
„Við lítum á þetta í víðu samhengi,"
sagði Valgerður. „Þessi ferð er farin
til þess að kynna sér starfsemi sam-
starfsaðila okkar, Daimler-Chrysler.
Þeir sjá þetta fyrir sér sem þróun til
að skipta um orkugjafa og virðist vera
samstaða meðal bílaframleiðenda um
að þróa verði nýja orkugjafa. Þannig
að þetta er stórkostlegt verkefni og
það sýnir kannski best hvað er að
baki að hjá fyrirtækinu eru 400
manns að störfum við að þróa nýjan
orkugjafa í bílaframleiðslu." Hún
ræddi hugmyndina um að gera ísland
að vetnissamfélagi: „Auðvitað er
mjög áhugavert fyrir okkur að taka
þátt í því og stórkostlegt tækifæri,
sem við hljótum að skoða til hlítar
hvort við getum verið með í.“
Valgerður sagði að sér hefði þótt
ferðin í vetnisstrætisvagninum nota-
leg og hugguleg og tók sérstaklega til
þess hvað vél vagnsins hefði verið
hljóðlát. Sagði hún að kannanir hefðu
enda sýnt að þar sem vetnisvagnar
væru í tilraunanotkun kysi fólk frekar
að fara með þeim, þótt það kostaði
lengri bið á stoppistöðinni: „Eg hef á
tilfinningunni að hið sama myndi ger-
ast heima. Það eru allir meðvitaðir
um að bílar, sem eru knúnir með olíu,
menga.“
Hún sagði að ríkisstjórnin hefði
lýst vilja sínum til að taka þátt í því
verkefni að koma á vetnissamfélagi.
Hins vegar væri ekki farið að tala um
fjármuni í því sambandi, enda væri
það seinni tíma mál. Valgerður sagði
að ekki mætti heldur vanmeta þau
áhrif sem þetta verkefni gæti haft á
vísindasamfélagið á íslandi. „Ef við
getum gert þetta setur það okkur á
ákveðinn stall sem þjóðfélag, sem
getur tekist á við svona verkefni."
Klaus-Dieter Vöhringer, sem er
einn af fjórtán stjórnarmönnum og
ber ábyrgð á rannsóknum og tækni-
málum, kvaðst fagna því að
fá tækifæri til að kynna
starfsemi Daimler-Chrysler
á sviði vetnisorku fyrir ís-
lenskum aðilum úr stjórn-
málum og atvinnulífi. Daim-
ler-Chrysler skrifaði fyrir tæpu ári
undir samning við fyrirtækið Vist-
orku ásamt Norsk Hydro og olíufé-
laginu Skeljungi um að rannsaka í
sameiningu möguleikana á því að
vetni komi í stað bensíns og olíu sem
orkugjafi á íslandi og sagði Vöhring-
er í gær að aðstæður á Islandi væru
einstakar, ekki síst vegna þess að
endurnýjanlegir orkugjafar á borð
við vatn og jarðvarma stæðu til boða.
Það voru þessar aðstæður, sem
vöktu athygli Daimler-Chrysler á ís-
Alvara býr
að baki
verkefninu
Morgunblaðið/Sverrir
Klaus-Dieter Vöhringer, sem situr í stjórn Daimler-Chrysler, kveður Pál
Kr. Pálsson, stjórnarformann íslenskrar nýorku. Fyrir miðju stendur Val-
gerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra
landi: „Það er okkar markmið að inn-
leiða vetnisvélar í heiminum og við er-
um í fararbroddi í þróun þessarar
tækni. Þá vaknar spurningin hvernig
framleiða eigi vetnið sem notað verð-
ur á vélarnar, helst með sem minnst-
um útblæstri koldíoxíðs (C02). I því
sambandi er Island tilvalið og það er
ástæðan fyrir því að við ákváðum að
ganga til þessa samstarfs.“
Sannfærður um að gera megi
ísland óháð olíu
Vöhringer sagði að skilyrði fyrir
því að það tækist að koma vetni að
sem orkugjafa væri að gera kleift að
framleiða Jjað með sem minnstri
mengun: „Island er á góðri leið með
að verða land sem er óháð olíu. Ef
tækist að gera Island að hagkerfi sem
er óháð olíu væri það góð fyrirmynd
fyrir önnur lönd.“ Þegar hann var
spurður hvenær mætti gera ráð fyrir
að það yrði, svaraði hann af varkárni:
„Við förum skref fyrir skref. Fyrsta
skrefið er reynsluverkefnið með
strætisvagna á Islandi. Eftir þrjú ár
gæti komið að því að fyrstu vetnis-
vagnarnir birtust á götum Reykjavík-
ur. í fyrstu yrðu þeir þrú’ eða fjórir,
en lokatakmarkið gæti orðið það að
gera allan strætisvagnaflotann á ís-
landi vetnisknúinn."
Hann sagði að hjá fyrirtæki sínu
væru menn sannfærðir um að á Is-
landi væri hægt að skipta yfir í vetni í
samgöngum og gera landið algerlega
óháð olíu, hvenær sem það yrði. Hluti
af því væri að taka íslenska fiski-
skipaflotann og breyta honum þannig
að hann yrði knúinn vetnisorku.
Vöhringer sagði að hjá Daimler-
Chrysler væri mikill áhugi á að taka
þátt í því, þótt strætisvagnaverkefnið
hefði nú forgang.
Hann sagði að það væri engin
spurning að fyrstu vagnarnir yrðu
dýrir og samkvæmt útreikningum
fyrirtækisins myndi hver vagn kosta
1,3 milljónir evra (um 95 milljónir
króna). Það væri vissulega sýnu
meira en venjulegur almenningsvagn
kostaði en verið væri að stíga fyrstu
skrefin í notkun nýrrar tækni.
„Við munum ræða fjármögnun
þessa kostnaðar í sameiningu og finna
lausn,“ sagði hann. „Okkar fyrirtæki,
Daimler-Chrysler, er vitaskuld reiðu-
búið til að axla hluta af kostnaðinum
við reynsluverkefni af þessu tagi.“
Eins og stendur leggur Daimler-
Chrysler um 100 milljónir þýskra
marka (3,7 milljarða króna) í rann-
sóknir og þróun á vetnistækninni ár-
lega og sagði Vöhringer að
þegar komið yrði á fram-
leiðslustig myndi þessi upp-
hæð hækka mjög. Sennilega
myndi fyrirtækið verja ein-
um milljarði til þessarar
tækni á þessum áratug. Ekki væri vit-
að hversu stór hlutur færi í verkefnið
á Islandi, en ef menn gæfu sér að
rúmlega 100 vetnisknúna vagna
þyrfti til að leysa hinn olíuknúna flota
Strætisvagna Reykjavíkur af hólmi
væri kostnaðurinn við það 50 milljónir
evra (3,6 milljarðar kr.). Páll Kr. Páls-
son, stjórnarformaður Islenskrar
nýorku, sagði að talið væri að fyrsti
þáttur verkefnisins myndi kosta um
10 milljónir evra (liðlega 700 milljónir
kr.), en þar væri vitaskuld ekki tekinn
með sá kostnaður, sem þegar hefði
verið lagður í þróun tækninnar.
Hjá Daimler-Chrysler er einnig
verið að þróa einkabíla sem knúnir
eru með vetni. Vöhringer sagði að það
verkefni gengi mjög vel og búast
mætti við að eftir þrjú til fjögur ár
yrðu slíkir bílar komnir í sölu hjá fyr-
irtækinu. Tæknilega gengi vel, en
helsta vandamálið væri kostnaðurinn
sem fylgdi því að vera að byrja. Þegar
framleiðsla færi að aukast mætti hins
vegar búast við því að kostnaður færi
niður.
Samvinna og samkeppni
Nokkur samkeppni er milli bíla-
framleiðenda í vetnistækni. Vöhring-
er sagði að frá 1989 hefði fyrirtækið,
sem þá hét Daimler-Benz, unnið að
þessari tækni af kappi. „Við urðum
þar með fyrstir til að gera ráð fyrir að
þessi tækni yrði notuð í farartækj-
um,“ sagði hann. „í millitíðinni hafa
margir aðrir stórir bílaframleiðendur
snúið sér að þessari tækni og varið til
þess miklum peningum. Okkar
markmið er að vera fyrstir ásamt
okkar samstarfsaðilum. Nú er svo
komið að nánast allir bílaframleiðend-
ur telja þessa tækni mikilvæga. Skil-
yi-ði fyrii’ því að hún ryðji sér til rúms
á markaðnum er að ekki eitt heldur
mörg fyrirtæki beiti sér í sameiningu.
Ástæðan er sú að það þarf alla innviði,
fólk þarf að opna sig fyrir þessari
tækni, það þarf að setja upp dreifi-
kerfi og því fögnum við því að bílaiðn-
aðurinn skuli stefna í þessa átt.“
Hann sagði að á þessu sviði væri
mikil samvinna milli bílaframleið-
enda. „Ég nefni samstarf okkar við
Ford, sem hefur snúist um þróun
tækninnar. En vitaskuld hafa allir
hug á því að treysta stöðu sína þegar
ný tækni er annars vegar og það á
einnig við hér.“
Að sögn Vöhringers er einhugur í
stjórn Daimler-Chrysler um að fara
þessa leið: „Við héldum fund í desem-
ber og öll stjórnin ákvað að styðja
þessa tækni og þetta átti einnig við
um bandarísku stjórnarmeðlimina.
Auðvitað eru enn spurningar, einkum
varðandi kostnað, en verið er að vinna
að því að leysa úr því.“
Ótti við óstöðugleika í olíu-
framleiðslulöndum
Hann sagði að ljóst væri að finna
þyrfti annan orkugjafa en olíu í sam-
göngumálum, en þar ætti ekki að
hugsa í árum, heldur áratugum. „Ég
lít svo á að á þessum áratug munum
við sá fræjum þessarar
tækni, hún mun taka að
dafna á næsta áratug og á
þriðja áratugnum verður hún
samkeppnishæf.“
Eitt af því, sem skiptir
máli þegar ný tækni er innleidd, er al-
menningsálitið. Daimler-Chrysler
hefur ekki látið gera skoðanakannan-
ir, en fræðimenn hafa kannað málið
fyrir fyrirtækið. Þar kom í ljós að vilji
fólks til að nota nýja tækni til að nýta
annan orkukost en olíu er talsverður,
meðal annars vegna óttans um að það
geti leitt til vandræða í framtíðinni að
vera háður olíu vegna þess að olíu-
lindir heimsins er að miklu leyti að
finna í löndum þar sem hætta er á
óstöðugleika.
Markmiðið
að vera
fyrstir
Islensk ungmenni hafa
áhuga á sögu en ekki
tekst að virkja hann
Rannsókn á söguvitund
íslenskra unglinga í sam-
anburði við unglinga í
öðrum Evrópulöndum
bendir ekki til þess að ís-
lenskir nemendur búi yf-
ir verri sögulegri þekk-
ingu en erlendir
nemendur. Þetta er með-
al niðurstaðna úr rann-
sókn á söguvitund 14-15
ára unglinga í Evrópu.
AFYRRIHLUTA ársins 1995
voru ítarlegir spuminga-
listar um sögu og söguvit-
und lagðir fyrir nemendur í
níunda bekk í 50 bekkjardeildum hér á
landi. Könnunin var hluti af alþjóðlegu
verkefni, en 30 evrópskar þjóðir tóku
þátt í því. Niðurstöður könnunarinnar
komu nýlega út í bók sem Gunnar
Karlsson, prófessor í sögu, og Bragi
Guðmundsson, háskólakennari á Ak-
ureyri, rituðu. Gunnar átti frumkvæði
að því að könnunin var lögð fyrir ís-
lenska nemendur, en auk hans vann
Eggert Þór Bernharðsson sagnfræð-
ingur að verkefninu.
Meðal landa sem tóku þátt í könnun-
inni voru öll Norðurlöndin, allmargar
nýfrjálsar þjóðir í A-Evrópu og allflest
lönd Evrópusambandsins. Samtals
voru spurningar lagðar fyrir 31.611
nemendur og 1.273 kennara, en sér-
stakur spurningalisti var lagður fyrir
kennarana.
Meðalaldur þátttakenda var 15,03
ár, en meðalaldur íslensku nemend-
anna var hins vegar aðeins 14,25 ár.
Meðalaldur þátttakenda á hinum
Norðurlöndunum var nærri ári hærri
en íslensku nemendanna. Nauðsynlegt
er að hafa þennan mun í huga þegar
niðurstöðurnar eru skoðaðar.
fslenskir sögukennarar með
minni sérmenntun
Sérstök könnun var lögð fyrir 47 ís-
lenska kennara sem kenna sögu í
grunnskólum. Aðeins 16 konur voru í
þessum hópi og yar hlutfall kvenna
óvíða lægra en á Islandi. Menntun ís-
lensku kennaranna var allgóð, en 42 af
47 kennurum voru með háskóla- eða
kennaraskólamenntun. Hins vegar
höfðu aðeins 25% íslensku kennaranna
aflað sér sérmenntunar í sögu, en með-
al skandinavískra kennara var þetta
hlutfall 53%. Þetta hlutfall var 67% ef
litið er til allra landanna. 55% íslensku
kennaranna höfðu kennt viðkomandi
bekk í aðeins eitt ár, en þetta hlutfall
var 26% á hinum Norðui’löndunum.
Fjöldi kennslustunda í sögu í viku
hverri á Islandi var mjög svipaður
meðaltalinu í allri könnuninni. Is-
lensku nemendurnir áttu hins vegar að
baki heldur styttra nám í sögu en nem-
endur í flestum hinna landanna og
skýrist það að einhverju leyti af því að
íslensku nemendumir voru yngri.
fslendingar álíka
trúaðir og kaþólikkar
Kennararnir voru spurðir um þýð-
ingu trúarinnar fyrir þá og benda nið-
urstöðurnar til þess að trúin hafi tals-
vert meiri þýðingu fyrir íslenska
kennara en kennara í Skandinavíu.
Svipuð niðurstaða kom fram í svörum
íslensku nemendanna. Gunnar Karls-
son bendir á að íslendingar sýni þarna
mikla sérstöðu. Þeir séu eina mótmæl-
íslensku nemendumir áttu erfitt með að svara spurningum um atburðina
sem urðu í A-Evrópu á síðasta áratug og bendir flest til að þar skorti veru-
lega á þekkingu þeirra.
endaþjóðin í könnuninni sem segist
meta trúa sína álíka mikið og kaþólsk-
ar þjóðir.
Ahugi íslensku kennaranna á stjórn-
málum var hins vegar heldur minni en
kennara í Skandinavíu. Kennarar voru
spurðir um helstu erfiðleika í starfi
sögukennarans. Flestir íslensku kenn-
aranna nefndu að of lítill tími væri ætl-
aður í námsskrá til sögukennslu. Einn-
ig skáru þeir sig frá starfsbræðrum
sínum á Norðurlöndum að því leyti að
nefna að lág laun yllu þeim erfiðleikum
í starfi.
Mestur áhugi á samtímasögu
Könnunin leiðir í ljós að íslensku
nemendumir fengu ámóta mikla
kennslu í miðaldasögu og aðrir, en ís-
lensku nemendumir fengu hins vegar
talsvert minni kennslu en aðrir í sögu
nýlendutímabilsins, iðnbyltingunni,
Hitler og síðari heimsstyi’jöldinni og
þeim breytingum sem orðið hafa í A-
Evrópu frá 1985, en spurt var sérstak-
lega um þessi efni.
Fram kemur hins vegar að nemend-
ur virðast almennt hafa talsvert meiri
áhuga á samtímasögu en sögu fyrri
alda. íslensku nemendurnir skáru sig
ekki frá öðmm hvað þetta varðar. Þeg-
ar spurt var um áhugasvið vom svörin
á þann veg að nemendurnir sýndu
sögu fjölskyldu sinnar og sögu sér-
stakra fyrirbæra (t.d. sögu bíla,
kirkna, tónlistar eða íþróttar) mestan
áhuga. Af þeim áhugasviðum sem
spurt var um var minnstur áhugi á þró-
un lýðræðis og myndun ríkja. Nokkuð
góð samsvömn var milli íslensku nem-
endanna og þeirra erlendu hvað þetta
varðar. Talsverður áhugi reynist vera
á stríðum og harðstjómm, en umtals-
verður munur var þó milli kynja, því
piltar sýndu stríðsátökum mun meiri
áhuga. Tiltölulega lítill áhugi reyndist
á hversdagslífi venjulegs fólks og segir
Bragi Guðmundsson í bókinni að þetta
hljóti að valda skólafrömuðum nokkr-
um áhyggjum því eitt af meginmar-
kmiðum endurskoðunar námsefnis í
samfélagsgreinum undanfarna áratugi
hafi einmitt verið að beina sjónum að
hinum hversdagslegri þáttum mann-
lífsins. Bragi bendir einnig á að lítill
áhugi á þróun lýðræðis og ríkjamynd-
un veki athygli í ljósi þess hve fyrir-
ferðamikil þessi viðfangsefni séu í op-
inberri umræðu og fréttaflutningi.
Mikill áhugi á Hitler
Athygli vekur að af einstökum efn-
um sem spurt var um í könnuninni
sýndu íslensku nemendurnh- spurn-
ingu um Hitler sérstakan áhuga og að-
eins fáir slepptu því að svara spurn-
ingu um hann. Ennfremur er athyglis-
verður kynbundinn munur á afstöðu til
íslenskir nemendur virðast hafa
mikinn áhuga á Adolf Hitler. Is-
lenskir piltar segja að hann hafi að
vísu verið harðstjóri sem beri
ábyrgð á þjöðarmorði, en jafn-
framt hafi hann verið hæfileika-
ríkur leiðtogi.
Hitlers. Þótt íslensku nemendumir
lýsi Hitler sem kaldlyndum harð-
stjóra sem sé sekur um þjóðamorð
taka piltar nokkuð undir þá lýsingu á
Hitler að hann hafi verið hæfileikarík-
ur ræðumaður, skipuleggjandi og
leiðtogi en stúlkurnar höfnuðu því al-
gerlega.
Nemendum var bent á að þau gætu
sleppt því að svara spumingum ef þau
teldu sig ekki hafa forsendur til að
svara þeim. Mun færri treystu sér til
að svara spurningu um áhrif breyting-
anna í A-Évrópu eftir 1985 en spum-
ingu um Hitler og bendir það til þess
að þekking nemendanna á atburðun-
um sé verri en á þeim sem gerðust
fyrir tilstuðlan Hitlers í síðari heims-
styrjöldinni. Raunar var svarhlutfall
íslensku nemendanna lakast við
spumingunni um áhrif breytinganna í
A-Evrópu, en best við spurningunni
um Hitler.
Spurt var um einstaka þætti sem
hefðu haft og myndu hafa mest áhrif á
líf fólks. Svörin vom eindregin á þann
veg að vísindi og tækni hefðu haft og
myndu áfram hafa mest áhrif. Al-
mennt höfðu íslensku ungmennin þá
fortíðarsýn að hér hefði verið friðsælt.
Þeir sáu ekki fyrir sér þéttbýlisvanda-
mál, mengun, átök milli fátækra og
ííkra né heldur mismunandi þjóðem-
ishópa. Nemendurnir vom fremur
óvissir um hvort þjóðin hefði sætt er-
lendri kúgun og gátu ekki ímyndað
sér að velmegun og auðlegð hefðL
einkennt þjóðlífið.
Áþekk söguþekking nemenda
Nokkrar spurningar vora lagðar
fram þar sem reynir sérstaklega á
söguþekkingu og þann hæfileika nem-
enda að draga ályktanir. Þar vora um
að ræða spurningar um atburði sem
nemendur áttu að raða í tímaröð og
álykta um skipagerðir og fatnað. Nið-
urstaða spurninganna er sú að ís-
lensku nemendumir hafi áþekka
þekkingu á því sem spurt var um og
nemendur í öðram Evrópulöndum
þrátt fyrir að vera nokkuð yngri en
flestir samanburðarhóparnir. Útkom-
an var almennt verst við spumingu
sem varðaði atburði á 20. öldinni. Rétt
rúmlega helmingur skilaði réttum'
svöram, en þetta hlutfall var rétt inn-
an við helmingur fyrir ísland. Við öðr-
um spurningum reyndust um 70-80%
svara rétt.
Bragi dregur þá almennu ályktun
af svörum íslensku nemendanna að
þeir hafi jákvæð viðhorf til sögunnar
og sýni sögukennslunni heldur meiri
áhuga en nemendur á hinum Norður-
löndunum. Markmið kennara með
sögukennslunni nái hins vegar illa til
nemendanna. Margt bendi til þess að
meiri einhæfni hafi ríkt í sögukennslu
hér á Iandi en víða annars staðai’.
„Vinna með námsbók er lang-
algengasta kennsluaðferðin í sögu
hérlendis og kennurum gengur held-
ur illa að láta námsgreinina heilla
nemendur sína, þótt það sé það mark-
mið sem þeir setja fremst,“ segir
Bragi. Við þetta bætist að nokkuð ein-
dregin andúð virðist gæta hjá nem-
endum á kennslubókum í sögu.
Lítill áhugi á
stjórnmálum hér á landi
íslensku nemendumir sýndu
stjórnmálum fremur lítinn áhuga í
samanburði við nemendur í öðram
löndum. Áhugi stúlkna er þó mun
minni en pilta. íslensku ungmennin
tóku ennfremur frekar dauflega undir
þá fullyrðingu að pólitískar umbætur
og pólitískar byltingar í fortíð og
framtíð hafi áhrif á líf fólks. Þá sýndu
íslendingarnir því minni áhuga að
taka þátt í stjómmálum en nágrannar
þeirra. Gunnar Karlsson bendir á að
hér þurfi að hafa í huga að íslensku
nemendumir vora nokkra yngri en
nemendur í flestum hinna landanna.
Ólíklegt sé þó að það skýri frekar
neikvæð viðhorf íslensku nemend-
anna til stjórnmála. En þrátt fyrir lít-
inn pólitískan áhuga höfðu íslensku
nemendurnir meiri mætur á lýðræði
en aðrir.
Ekki var veralegur munur á af-
stöðu Islendinga og annarra Norður-
landabúa til Evrópusamstarfsins. ís-'
lendingar lýstu hins vegar nokkuð
eindreginni samstöðu með fátækum
ríkjum. Gunnar ályktar út frá öðram
svöram að þessi samstaða risti fremur
grunnt.
íslensku nemendurnir töku í svör-
um sínum frekar vinsamlega afstöðu
til innflytjenda í samanburði við aðrar
Evrópuþjóðir.
I könnuninni var spurt nokkurra al-
mennra spurninga um fjölskylduað-
stæður og fleira. Niðurstöðurnar sýna
m.a. að foreldrar íslensku nemend-
anna era talsvert minna menntaðir er
foreldrar barna á hinum Norðurlönd-
unum. Áhugi íslensku nemendanna á
að afla sér ft’amhaldsmenntunar er
hins vegar heldur meiri en nemenda á
hinum Norðurlöndunum. Áhugi nem-
enda á landsbyggðinni á að að afla sér
framhaldsmenntunar er hins vegar
umtalsvert minni en nemenda á höf-
uðborgarsvæðinu.