Morgunblaðið - 21.01.2000, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ
MARBERT
VEGNA ÞESS AÐ ÞRÓUNIN HELDUR ÁFRAM....
PROFUTURA 2000
Einstök formúla, endurbætt NAN0PART° flutningskerfí sem er 30 sinnum öflugra
og flytur Ceramid, A- og E- vítamín þangað sem húðin þarfnast þess mest.
Árangur er sjóanlegur eftir aðeins 14 daga notkun.
► Húðin verður sléttari og stinnari.
► Broslínur og fínar línur mýkjast.
► Teygjanleiki húðarinnar eykst.
► Á sama tíma er húð þín fullkomlega varin.
Dag- og næturkrem fyrir allar húðgerðir — líka herra
Komdu og fáðu prufu
OFUTU
, Evíta Kringlunni, Gullsól, Snyrti
Landið:
Gallery Förðun Keflavík, Árnes Apólek Selfossi, Apótek Vestmannaeyjo, Húsavíkur Apólek.
Neeturgatinn
í kvöld leikur danssveitin
Cantabile frá Akureyri.
Borðapantanir í síma 587 6080.
FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000 63
FÓLK í FRÉTTUM
KVIKMYNDIR/Bíóborgin frumsýnir frönsku myndina „Romance“
eftir Catherine Breillat með Caroline Ducey og Sagamore Steven-
_______________in í aðalhlutverkum._______
ÁSTARLÍF MARIE
Frumsýning
KENNARINN Marie (Caroline
Ducey) er mjög ástfangin af hinum
myndarlega en eigingjarna kærasta
sínum, fyrirsætunni Paul (Sagamore
Stevenin). Hann segist elska hana en
sýnir þess sjaldan nokkur merki og
kynlíf þeirra er nánast ekkert. Hann
neitar að sofa hjá henni. Ekki þannig
að hann geti það ekki, hann bara vill
það ekki. Hann néitar jafnvel að taka
utan um hana og sýna henni hlýju.
Að vonum finnst Marie hún hvorki
elskuð né þráð og leitar annað eftir
líkamlegri fullnægju og lærir meira
um sjálfa sig og sambandið við kær-
astann en hana óraði fyrir og kannski
ætlaði sér.
Hún hittir nokkra menn og á með
þeim ástarfundi. Sá fyrsti er Paolo
(Rocco Siffredi), sem hún hittir á veit-
ingastað. Hann er sérstaklega vel á
sig kominn og myndarlegur en Marie
fær samt ekki mikla ánægju út úr
þeim samfundum.
Síðan hittir hún skólastjórann yfn-
mann sinn og fer með honum heim.
Hann heitir Robert (Francois Ber-
leand) og hann heldur því fram að
hann hafi sofið hjá ekki færri en
10.000 konum, þar á meðal leikkonu
sem leit út eins og Grace Kelly.
Og áfram heldur hún för...
Þannig er söguþráðurinn í frönsku
myndinni „Romance“ eftir Catherine
Breillat, sem frumsýnd er í Bíóborg-
inni. Með aðalhlutverkin fara Carol-
ine Ducey og Sagamore Stevenin og
ítalska klámstjaman Rocco Siffredi.
Breillat skrifar handritið og leik-
stýrir en hún hefur fjallað um ást og
kynlíf frá því hún hóf rit-
höfundarferil sinn árið
1968. Hún hefur skrifað
einar sex skáldsögur um
efnið og gert sex kvik-
myndir, þá fyrstu árið
1976. Hún hét „Une vrai
jeune fille“ en síðan þá
hefur hún gert myndim-
ar „Tapage nocturne“,
„36 fillettes", sem
kannski er hennar þekkt-
asta mynd, „Sale comme
un ange“, „Parfait am-
our!“ og nú „Romance".
BreiUat krafðist alls af
Caroline Ducey, sem fer
með aðalhlutverkið, en
myndin þykir bersöglis-
leg í meira lagi. Á blaða-
mannafundi sem kvik-
myndahöfundurinn hélt
á kvikmyndahátíð í Rott-
erdam kom hún aðeins
inn á samband leikstjór-
ans og leikkonunnar.
„Aðeins sjálfsritskoðun
getur gert svona nokkuð
ljótt,“ sagði Breillat. „Ef
sæst er á málamiðlun er
aðeins um vændi að
ræða, þú verður að
ganga lengra.“
Myndin hefur fengið
ágæta dóma gagnrýn-
enda erlendis og einn þeirra sagði:
„Ef Stanley Kubrick væri enn á með-
al vor hefði hann kannski séð hina
kynþokkafullu „Romance" og orðið
öfundsjúkur," og vísaði í kynlífskönn-
un Kubricks sjálfs í síðustu mynd
meistarans, „Eyes Wide Shut“.
í Newsweek sagði David Ansen:
Carolyn Ducey fer með hlutverk Marie í
„Romance".
áheima
Electrolux
í Húsasmiðjmini
0] Electrolux
• Þvottavél
• 850 snúninga
• 4,5 kg.
• Sérstakur
ullarþvottur
• Fjölþætt
hitastilling
• Einföld og sterk
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
Marie stekkur úr einum faðmi í annan í leit
sinni að ástinni.
Fyrir þá sem finnst að kvikmyndir
séu rétti staðurinn til þess að kanna
gátur kynlífsins án þess að gefa neitt
eftir er þetta rétta myndin.
www.mbl.is