Morgunblaðið - 01.02.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 01.02.2000, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þannig kemur svonefndur Vetrargarður í Smáralind til með að líta út. Framkvæmdir við 60 þúsund fermetra verslunarmiðstöð hefjast í mars Semja á við Istak um bygffingu Smáralindar ÍSTAK hf. verður verktaki við byggingu verslunarmiðstöðvarinnar Smáralindar í Kópavogi. Stjórn Smáralindar ehf. ákvað síðastliðinn fimmtudag að ganga til samninga við ístak. Pálmi Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Smáralindar, segir að samningsupphæðin verði innan við sex milljarðar króna. Stefnt er að því að ganga frá undirritun verk- samnings fyrir lok febrúar og segist Pálmi ekki geta tilgreint nákvæman kostnað fyrr en því verður lokið. Framkvæmdir eiga að hefjast í mars. „Við erum að kaupa á því verði sem við vildum kaupa,“ sagði Pálmi um verkið en ákvörðun stjórnar Smáralindar er tekin í kjölfar við- ræðna við fjórar innlendar og er- lendar verktakasamsteypur. Auk ístaks eru það ÍAV hf. og Höjgaard & Schultz A/S í Danmörku, Skanska Jensen A/S frá Danmörku og Bygg- ingarfélag Gylfa og Gunnars og síð- an samsteypa íslenskra verktaka sem eru ÁHÁ-verktakar, Fjarðar- mót ehf., Gissur og Pálmi efh. og fleiri. Pálmi Kristinsson vildi ekki stað- festa þá tölu sem fram hefði komið að ístak hefði boðið 6,7 milljarða í verkið en sagði upphæðina nokkru lægri, innan við sex milljarða. Hann sagði þennan verksamning einn hinn stærsta sem gerður hefði verið hérlendis og væri hann talinn sam- bærilegur við Búrfellsvirkjun á sín- um tíma. Smáralind verður stærsta bygg- ing landsins eða rúmlega 60.000 fer- metrar að flatarmáli. Þar af eru um 40.000 fermetrar sem leigðir verða til um 100 verslana, veitingastaða, þjónustufyrirtækja og kvikmynda- húss. Alls verða um 3.000 bílastæði umhverfis verslunarmiðstöðina sem síðar er gert ráð fyrir að fjölga í 4.000 stæði. Við skipulag hússins hefur verið lögð áhersla á að þar verði öflug dagvöruverslun í þeim tilgangi að laða að fólk frá upphafi til loka vikunnar. Fimm stærstu verslanirnar í hús- inu verða samtals um 18-19.000 fer- metrar að stærð eða sem svarar til 55-60% af nettóverslunarrými húss- ins. í miðhúsinu verða tískuverslanir pg ýmsar sérverslanir og þjónusta. í austurenda verður um 2.000 fer- metra yfirbyggður sýningar- og skemmtigarður sem hlotið hefur nafnið Vetrargarðurinn, sem er á stærð við Laugardalshöllina. I Vetr- argarðinum verða haldnar skipu- lagðar sýningar af ýmsu tagi auk menningarstarfsemi og skemmtiv- iðburða í tengslum við veitingastaði, bíó og aðra starfsemi hússins. Mikil eftirspurn eftir leigurými Smáralind hefur þegar gengið frá samningum um leigu á meginhlut- um hússins, þ.e. helstu verslanir, veitingastaði, bíó og ýmsar smærri sérverslanir. Pálmi sagði mikinn áhuga meðal innlendra og erlendra verslana og þjónustufyrirtækja að fá inni fyrir starfsemi sína í húsinu og að stór hluti hússins væri frátek- inn. Samningar við nýja leigutaka hafa verið í biðstöðu um nokkurn tíma meðan unnið hefur verið að hönnun, frágangi verksamnings og fleiri atriða. Fjárfestingarbanki atvinnulífsins og Landsbanki íslands munu hafa umsjón með lánsfjármögnun verk- efnisins. Stærstu hluthafar Smára- lindar ehf. eru Olíufélagið hf., Bykó hf., Bygg ehf., Saxhóll ehf., sem er í eigu Nóatúnsfjölskyldunnar, Skeif- an 15 sf., Baugur hf. og Gaumur ehf. r~- Lést í bflslysi í Hrúta- firði SJÖTUG kona beið bana eftir bílslys í Hrútafirði á sunnu- dagskvöld. Hún var ásamt eiginmanni sínum á suðurleið þegar bif- reið þeirra fór út af brúnni yfir Hrútafjarðará og lenti í djúp- um hyl í klakabrynjaðri ánni. Hin látna hét Sigríður And- résdóttir, til heimilis í Holta- gerði 15 í Kópavogi. Hún var fædd 22. febrúar árið 1929 og lætur eftir sig átta uppkomin börn og barnabörn. Vegfarandi sem kom að slysstað við Hrútafjarðará gerði viðvart. Hjónunum var bjargað upp úr ánni með að- stoð björgunarsveitarmanna úr nágrenninu. Þau voru flutt með sjúkrabifreið til Borgar- ness, þar sem þyrla Landhelg- isgæslunnar beið þeirra. Þyrlan gat ekki lent í Norðurárdal Snjókóf hamlaði för þyrl- unnar inn Norðurárdal, þar sem þyrlan átti að mæta sjúkrabifreiðinni. Við komuna í Borgarnes var Sigríður látin. Eiginmaður hennar var fluttur á Sjúkra- hús Reykjavíkur en var út- skrifaður fljótlega eftir kom- una þangað. Kínverjar semja við Is- lendinga um lækkun tolla FASTANEFND íslands hjá Al- þjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) í Genf, hefur gengið frá samkomulagi milli íslenskra og kínverskra stjóm- valda, sem felur í sér að Kínverjar lækka tolla á sjávarafurðum og öðr- um iðnaðarvörum sem ísland selur til Kína úr 25-30% niður í 10-15%. Tollalækkanimar koma að fullu til framkvæmda á ámnum 2001-2005 eftir vömflokkum. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneyt- inu, segir að samkomulagið sé árangur samningaviðræðna milli ís- lenskra og kínverskra stjórnvalda sem átt hafa sér stað um nokkurt skeið í tengslum við umsókn Kína um aðild að Alþjóðaviðskiptastofn- uninni. Tollalækkanirnar ganga í gildi þegar aðildin verður að vem- leika, væntanlega um mitt þetta ár. Hann segir að Kína eigi nú í viðræð- um við flest aðildarríki Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar um tollamál. í lok síðasta árs hafi náðst samningar milli Kína og Bandaríkjanna um tollamál og sé það mikilvægt skref í átt að því að Kína fái aðild. ísland er aðili að Alþjóðavið- skiptastofnuninni og hefur því sniðið sínar tollareglur að reglum stofnun- arinnar. Sverrir Haukm- segir að þess vegna hafi ísland ekki þurft að lækka sína tolla í samningum við Kína. Sérblöð í dag m. A ÞRIÐJUDOGUM Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.