Morgunblaðið - 01.02.2000, Síða 43

Morgunblaðið - 01.02.2000, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 43 Lárus verið aðaldriffjöðrin í starfinu nær allan þann tíma. Um leið mótaði hann kórinn og réð mestu um þróun hans. A fyrstu vortónleikum kórsins undir stjórn Lárusar bar að vonum mest á tiltölulega litlum og einföld- um lögum, enda voru þá margir kór- menn að stíga sín fyrstu skref á tón- listarbrautinni. Meðal þessara laga voru bæði innlend og erlend lög af léttara tagi en einnig hefðbundin karlakórslög. Austfirðingurinn Ingi T. Lárusson átti þá þegar lög á söng- skránni eins og oft síðar, en Lárus lagði löngum mikla áherslu á að láta Stefni flytja lög innlendra tónskálda sem höfðu sjaldan eða aldrei heyrst í karlakórsútsetningum. Stundum út- setti Lárus þessi lög sjálfur, stund- um fékk hann vini sína úr hópi ís- lenskra tónlistarmanna til að útsetja slík lög fyrir kórinn og einnig kom fyrir að kórinn frumflytti íslensk verk undir stjórn Lárusar. Lagaval- ið varð fjölbreyttara með árunum og verkefnin viðameiri, m.a. ýmsir óp- erukórar, bæði alþekktir og minna þekktir, og fjölbreyttar lagasyrpur. Söngmenn úr Stefni tóku líka tvíveg- is þátt í flutningi 9. sinfóníu Beetho- vens á 9. áratugnum með Sinfón- íuhljómsveit íslands og Fílharm- óníukórnum, og Sinfóníuhljómsveitin heimsótti Mos- fellinga árið 1988 og hélt tónleika með þátttöku Stefnis. Kórinn tók einnig þátt í söngmótum undir stjórn Lárusar og fór í söngferðir innanlands og utan. Þar verður sér- staklega að geta um náin samskipti við karlakórinn í Levanger í Noregi sem varð sérstakur vinakór Stefnis. Kórarnir skiptust á heimsóknum og náin tengsl komust á milli stjórn- enda og söngmanna. Hápunkturinn á ferli Stefnis undir stjórn Lárusar var þó vafalítið flutningur Sálum- essu Liszt, en hana flutti kórinn fyrst á íslandi vorið 1997 og síðan í söngferð til Austurríkis, Ungverja- lands og Tékklands. Lárus fékk úr- valshljóðfæraleikara til liðs við kór- inn þar ytra og undirtektir tónleikagesta voru frábærar. Það er sjaldgæft að karlakórar ráðist í svo viðamikil verk, en Lárusi var mikið áhugamál að flytja verkið aftur á ísl- andi og láta varðveita flutninginn. Sá draumur rættist í nóvember síðast- liðnum þegar Stefnir ílutti sálumess- una í Langholtskirkju og tónleikar- nir voru hljóðritaðir á vegum Ríkisútvarpsins. Þar léku allar þrjár dætur Lárusar með á trompet og þetta urðu síðustu tónleikar Stefnis undir stjórn Lárusar. Þótt hér hafi verið stiklað á stóru, sýnir þetta stutta yfirlit hvernig víð- tæk tengsl Lárusar við íslenskt og erlent tónlistarlíf og tónlistarmenn höfðu mótandi áhrif á starf kórsins og hvers virði það var fyrir Stefni að fá þennan mikilhæfa tónlistarmann til liðs við sig þegar kórinn var end- urreistur. En það voru ekki bara tengsl Lárusar út á við sem skiptu máli fyrir kórstaríið. Fjölskylda hans gerði það líka. Áður er minnst á hlut dætranna, en kórinn naut líka góðs af samvinnu þeirra bræðra Lárusar og Birgis, stjórnanda Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar. Þess samstarfs má m.a. sjá stað á hljómdiskinum I Mosfellsbæ sem geymir tónleika sjö kóra og skóla- hljómsveitarinnar, en allt þetta tón- listarfólk kom saman í nýju íþrótta- húsi að Varmá haustið 1998. Einnig unnu þau hjónin Lárus og Sigríður mikið saman að því að efla menning- arlíf byggðarlagsins með því að koma á samstarfi Stefnis og Leikfé- lags Mosfellssveitar og það félag naut lengi starfskrafta Sigríðar. Upptalning af þessu tagi segir þó hvergi nærri alla söguna um kór- stjórann Lárus Sveinsson. Stjórn- endur kóra eru ólíkir og kórar eru ólíkir, enda móta stjómendur þá að hluta í sinni mynd. Sumir stjórnend- ur leggja megináherslu á að velja kórmenn sem nákvæmlegast og vilja helst eingöngu hafa menntað tónlist- arfólk sem les nótur og hefur þjálf- aða söngrödd. Slíkum kórum má auðveldlega bjóða erfiðustu verkefni og treysta því að þeir skili þeim vel. Láms lagði aftur á móti aldrei mikla áherslu á að prófa söngmenn inn í Stefni. Fyrir nokkmm ámm stakk stjórn kórsins upp á því við hann að gera strangari kröfur til nýrra söng- félaga og prófa þá betur en gert hefði verið. „Nei,“ sagði Láras. „Ég vil það ekki. Það em margir góðir söngmenn í Stefni núna sem aldrei hefðu staðist neitt inntökupróf. Það era til dæmis menn í 1. bassa sem sungu kannski bara lagið fyrstu tvö- þrjú árin. Núna era þeir með traust- ustu kórmönnum, kunna sína rödd og styrkja kórinn og þeir hafa líka lært að meta tónlist og njóta hennar. Þeir hefðu kannski ekki lært það annars. Ég vil halda áfram að gefa slíkum mönnum tækifæri.“Auðvitað ber ekki að taka þetta tilsvar Láras- ar bókstaflega, en það segir samt sína sögu um það uppeldis- og menntunarhlutverk sem hann ætlaði kómum. Um leið verður ennþá at- hyglisverðara að Láras skyldi geta látið þennan kór takast á við eins metnaðarfull verkefni og hann hefur gert og skila þeim á þann hátt að eft- ir væri tekið, bæði heima og erlend- is. Meginástæðan fyiir því er auð- vitað sú að Láras var mjög góður stjómandi. Það var gott að syngja hjá honum og sumir hafa jafnvel sagt að hann hafi getað látið hvern sem er syngja hvað sem er. Það er sannleikskorn í því, m.a. vegna þess að hann hafði skýran og greinilegan taktslátt og ákaflega næma tilfinn- ingu fyrir hraða og takti, enda þaulv- anur atvinnuhljómlistarmaður. Við fundum líka aldrei að hann væri taugaóstyrkur eða áhyggjufullur á tónleikum og það hafði góð áhrif á okkur. Þótt Láras hefði býsna mörg járn í eldinum í tónlistarlífinu taldi hann aldrei eftir sér að fara með kórinn og láta hann syngja við alls konar tæki- færi, hvort sem um var að ræða skemmtisamkomur, brúðkaup, af- mæli, jarðarfarir eða annað. Á marg- víslegustu gleði- og sorgarstundum var Láras kominn með kórinn til að gleðja eða hugga og stundum mátti þá líka heyra ljúfa tóna trompetsins. Hann greip jafnvel í að spila með kórfélögum fyrir dansi, enda jafn- vígur á hvers konar tónlist. Ef kór- menn tóku að sér einhver störf til fjáröflunar eða aðstoðar þeim sem höfðu orðið fyrir einhverjum áföllum eða búsifjum var Láras alltaf fremstur í flokki og dró ekki af sér. Hann var ekki bara stjómandi kórs- ins heldur félagi í honum og óþreyt- andi þátttakandi í öllu starfi. Eins og nærri má geta um slíkan atorkumann og kappsmann var Lár- us skapmikill maður. Hann gat orðið nokkuð hvass og brúnaþungur á æf- ingum, einkum ef honum þótti mæt- ing léleg. Hann hafði sjálfur vanist agaðri stjórn, gerði kröfur til sjálfs sín og um leið til okkar hinna. Reyndar verður að telja með ólíkind- um hversu sjaldan hann frestaði æf- ingum eða þurfti að fella þær niður vegna anna, þótt hann kæmi víða við. Hann kunni vel að meta gamansögur og góðar vísur og fór gjama með slíkt á æfingum til að létta andrúms- loftið. Aðalatriðið var þó að hann naut þess að stjórna Stefni og eiga „karlana" að félögum, eins og hann nefndi okkur gjarna. En hvernig stóð á því að þessi vel menntaði tónlistarmaður sem átti alla möguleika á því að gerast at- vinnutónlistarmaður erlendis kaus að eyða svona miklum hluta af starf- sævi sinni og starfsorku í það að þjálfa venjulega íslenska almúga- menn í söng? Kannski af því að hann var að sumu leyti íslenskur sveita- Erfisdrykkjur UdtÍAgohú/lð GfWH-mn Dalshraun 13 S. 555 4477» 555 4424 Gróðrarstöðin \ BIWHÚÐ Hús blómanna Blómaskreytingar við öll tækifæri. Dalveg 32 Kópavogi si'mi: 564 2480 maður innst inni. Um það hefur veg- anesti hans úr menningarheimi æskustöðvanna áreiðanlega ráðið miklu, ekki síst sumardvöl hjá frændfólki í Vopnafirði. Þar kynntist hann bændamenningu og umgengni við búsmala. Þar var hesturinn höf- uðprýði og þaðan kom síðar gæðing- urinn Vopni, sem Lárus átti lengi og saknaði mikið þegar hann féll. Nú er hann kannski kominn á bak honum að nýju. Söngfélagar í Stefni votta ástvin- um Lárasar einlæga samúð. Minn- ingin lifir. Á síðasta ári var með lúðrablæstri og gleðihljóm haldið upp á 25 ára af- mæli Kammersveitar Reykjavíkur. Það vora sem sagt liðin 25 ár frá því að við 12 félagar og vinir hittumst á vorkvöldum til að leggja á ráðin um að stofna kammerhóp. Við voram flest okkar ung að áram og svo til nýkomin heim frá námi erlendis, frá Vínarborg, London, Munchen og Brassel, aðrir vora reyndari menn, sem leikið höfðu með Sinfóníuhljóm- sveit Islands um árabil. Á þeim tíma var minna umleikis í tónlistarlífinu en nú er. Tilgangurinn með stofnun hópsins var annars vegar að halda reglulega tónleika með kammertón- list, allt frá barokktónlist til nútíma- tónlistar og gefa þar með áheyrend- um í Reykjavík tækifæri til að heyra í lifandi flutningi fjölmörg verk sem ella heyrðust ekki hér. Hins vegar var tilgangurinn að skapa okkur tækifæri til að glíma við verðug verkefni, láta reyna á kunnáttu okk- ar og færni á þau hljóðfæri sem við höfðum helgað líf okkar. Láras Sveinsson var einn af þessum 12 manna hópi. Við vinimir 12 voram ung og full af hugsjón og dirfsku og létum það ekki aftra okkur að eng- inn fjárhagsgrandvöllur væri fyrir slíku starfi. Allir spiluðu bara og unnu að málum Kammersveitarinn- ar án þess að fá nokkuð í aðra hönd. Láras Sveinsson gaf Kammer- sveitinni og um leið áheyrendum af kröftum sínum og tíma í næstum 20 ár. Hann lék af glæsibrag Branden- borgarkonsert nr. 2 og fleiri einleik- skonserta. Ótal era kammerverkin sem hann lék með okkur en minnis- stæðasta kammerverkið er þó Sagan af dátanum eftir Stravinsky, sem Kammersveitin flutti á Listahátíð 1976 í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur. Þar var saga Cocteaus sögð, leikin og dönsuð og við spiluð- um tónlist Stravinskys. Sýningar urðu margar í Iðnó. Lárus tók einnig virkan þátt í umsýslu Kammersveit- arinnar og sat í stjórn hennar um árabil. Minningamar frá löngu og góðu samstarfi era bæði margar og skemmtilegar. Kammersveit Reykjavíkur saknar vinar í stað og kveður Láras með virðingu og þökk. F.h. Kammersveitar Reykjavíkur. Rut Ingólfsdóttir. Kveðja frá Reykjalundarkórnum Starfsmannafélag Reykjalundar stofnaði Reykjalundarkórinn árið 1986. Láras Sveinsson hefur verið stjórnandi kórsins frá upphafi, í góðu og farsælu samstarfi við kórfé- laga. Láras hafði af miklu að miðla til kórsins enda metnaðarfullur tón- listarmaður og fagmaður fram í fing- urgóma. Hann var kröfuharður en jafnframt þolinmóður stjórnandi og kennari. Klassísk verk vora í miklu uppáhaldi hjá Lárasi og með áhuga og þrótti hreif hann kórinn með sér í flutningi þeirra verka sem og ann- arra. Akveðinn gaf hann okkur tón- inn og stjórnaði með öraggum og taktföstum bendingum, síðan sýndi hann okkur með svipbrigðum hvern- ig honum líkaði útkoman. Hins veg- ar var Láras sér vel meðvitandi um að kórinn væri áhugamannakór þar sem fólk hittist eftir vinnu til að syngja og hafa félagsskap hvert af öðra. Honum tókst með miklum ágætum að höndla þetta hlutverk og milli laga eða tarna sló hann gjarnan á létta strengi, sagði brandara eða sögur með sínum alkunna hætti. Dætur Lárasar hafa séð um píanóundirleik til skiptis frá stofnun kórsins. Þær gripu jafnframt í trompetinn ásamt föður sínum á tón- leikum. Samstarf hans og dætranna einkenndist af einlægni og gagn- kvæmri virðingu. Á fyrstu kóræfingu nú í janúar hittumst við öll full eftirvæntingar að takast á við vorstarfið með nýju prógrammi. Það var búið að ákveða ferð til Austurríkis í júní nk. Láras hafði unnið ötullega að skipulagn- ingu ferðarinnar, m.a. með fyrirhug- uðum tónleikum í Vín, Ried og Viell- ach. Hann hafði búið og starfað í Austurríki á námsáram sínum og var því vel kunnugur staðháttum og áhugasamur um að fara með okkur á þessar slóðir. Allt var frágengið, hver dagur skipulagður, búið að bóka gistingu og rútu, og hlökkuðum við öll til ferðarinnar. En síðan var eins og fótunum væri snögglega og óvænt kippt undan öllu þessu. Lár- us, stjómandi okkar og félagi; er lát- inn. Láras var glæsimenni, virðulegur í fasi en með strákslegt yfirbragð. Hann hafði sérstaka frásagnarhæfi- leika og kímnigáfu sem við nutum svo ríkulega góðs af. Hann hafði sterka nærvera, var traustur, hri- fnæmur og tilfinningaríkur. Það er stórt skarð höggvið í okkar vinahóp nú þegar hans nýtur ekki lengur við. Við höfum misst frábæran lista- mann en minning hans mun lifa áfram meðal okkar. Dætram hans, Ingibjörgu, Þór- unni og Hjördísi Elínu, vottum við okkar dýpstu samúð sem og öðram aðstandendum. Reylgalundarkórinn. Okkur langar með örfáum orðum að kveðja samkennara okkar til margra ára, Láras Sveinsson tromp- etleikara. Engum dylst, sem fylgst hafa með nemendum Lárasar, að hann var afbragðs kennari, vand- virkur í vinnubrögðum og kappsam- ur um að nemendur næðu góðum árangri. I okkar hópi var hann ávallt litríkur persónuleiki og ákveðinn í orði og framkomu. Láus skilur eftir sig stórt skarð sem erfitt verður að |P Minningarkort ^ IMinningarsjóðs Karlakórsins Stefnis fást i gegn heimsendingu gíróseðils. ^Símar 587 6768, 898 4721, 566 7216 A fc Geymið auglýsinguna m LÍJJlIJai bíJ/ Lií) ÍJÖUlIlíííJ UtfararstofQn annast meginhluta allra útfara d höfuSborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiíslu. Alúðleg þjónusta sem byggir á langri reynslu Æ Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-www.utfarastofa.com \ / fylla, hvort sem um er að ræða tón- listarflutning eða kennslu. Við færum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kennarar í Tónlistar- skóia Mosfeilsbæjar. Þær sækja á hugann þessa dag- ana minningamar um öðlinginn Lár- us Sveinsson, samstarf okkar og fölskvalausa vináttu undanfarna þrjá áratugi, eða frá því hann kom heim frá námi í Tónlistarskólanum í Vínarborg árið 1967. Það var mikið lán að línur vináttu og góðs sam- starfs skyldu lagðar og ræktaðar af alúð frá upphafi. Það auðveldaði starfið, sem oft var strembið, gaf til- verunni aukið gildi. Láras var bóngóður og hjálpsam- ur með afbrigðum, ósérhlífinn og at- orkumikill, enda bóndi að upplagi, léttur í lund og sagnaglaður, og kunni þá list að segja skemmtilega frá. Hann hafði mikinn metnað fyrir hönd hljómsveitarinnar, enda var hann afburða góður trompetleikari og var lengst af 1. trompetleikari Sinfóníuhljómsveitar íslands og einnig einleikari. Á hljómsveitarpalli var hann ætíð traustur og öraggur leiðari sem alltaf var hægt að reiða sig á. Það er mikils virði og þakkar vert að hafa slíkan fullhuga við hlið sér þegar á hólminn er komið. Mörg SJÁNÆSTUSÍÐU OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADALSTRÆTI »B • 101 RKVKJAVÍK Diivíd lngcr Oliifur l hfimmtj. / hfarnrstj. Utfiir/irstj. I ÍKKIS rirviNNUS I OFA EYVINDAR ÁRNASONAR □cxxxxxtxxxixxxxxx; H H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 tlxxxxxxxxxxx IXXXlfc Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.