Morgunblaðið - 01.02.2000, Síða 46

Morgunblaðið - 01.02.2000, Síða 46
- 46 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ástkær eiginkona mín, SIGRÍÐUR ANDRÉSDÓTTIR frá Hamri í Múlasveit, síðast til heimilis f Holtagerði 15, Kópavogi, lést af slysförum sunnudaginn 30. janúar. Þórir Kr. Bjarnason. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, er lést á heimili sínu í Seljahlíð föstudaginn 28. janúar, verður jarðsungin frá Áskirkju fimmtu- daginn 3. febrúar kl. 13.30. Steinunn Sigurbergsdóttir, Jan T. Jorgensen, Dagbjört Sigurbergsdóttir, Sigurdís Sigurbergsdóttir, Pétur H. Björnsson, Hrafnhildur Sigurbergsdóttir, Steinn Lárusson, barnabörn og barnabarnaböm. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, ÁSTDÍS GUÐMANNSDÓTTIR, Grettisgötu 19b, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 2. febrúar kl. 15.00. Jóhann Kr. Hannesson, Eínar Gunnarsson, Guðni Magnússon og fjölskyldur. + Elskuleg eiginkona mín og móðir, MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR, Kleppsvegi 120, Reykjavík, lést að kvöldi laugardagsins 22. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigurður Þórarinsson, Guðný Sigurðardóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR HJÁLMARSSON, Laufvangi 1, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnar- firði fimmtudaginn 3. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnnast hans, er bent á . > hjúkrunarþjónustuna Karítas. Ingibjörg Pálsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Hjálmar Gunnarsson, Sigríður Þorleifsdóttir, Ema Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúðog hlýju við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR, (Óla á Horninu), Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi. Aðalbjörg Ólafsdóttir, Jenni R. Ólason, Bima G. Ólafsdóttir, Guðmundur Ingi Waage og fjölskyldur. + SoIveig Rúnars- dóttir fæddist á Isafirði 28. september 1976. Hún lést af slys- förum 20. desember síðastliðinn í Alberta í Kanada. Foreldrar hennar eru Rúnar Eyjölfsson og Auður Hjördís Valsdóttir og fósturfaðir Ralph Biggs. Albræður Sol- veigar eru: Atli Freyr Rúnarsson og Vé- steinn Már Rúnar- sson. Hálfsystur Sol- veigar eru: Sunna Auðbjörg Biggs og Rebekka Luis Biggs. Solveig ólst upp á ísafirði þar til foreldrar hennar skildu og hún Ég trúi því varla að fyrstu minn- ingarorðin mín séu um þig, elsku Sóa mín. Ég man hvað mér þótti erfitt að horfa á eftir þér þegar þú fluttist til Keflavíkur því við vorum alltaf sam- an og skrítið að sitja ekki lengur hjá þér í skólanum. En þú komst öll sumur og alla páska og við hringd- umst á og skrifuðum bréf. Svo fórstu til Kanada og við héldum áfram að skrifa og hringja. En nú ertu farin enn lengra frá mér og bréfin þín ber- ast ekki lengur og engin símtöl á af- mælisdögum eða um jólin. Enda voni þetta skrítin jól. Ég er svo fegin að hafa fengið að verja sumrinu með þér. Og það var eins og við þyrftum að gera allt. Úti í Kanada hjá þér í sumar rifjuðum við svo margt upp sem við höfðum gert þegar við vorum litlar og mér fannst svo skrítið að við værum orðnar svona stórar og þú að fara að gifta þig. Ég er svo þakklát fyrir daginn sem við ætluðum að nota til að versla en við keyptum ekki neitt. Vorum bara að leika okkur, fórum í mynda- kassa og myndirnar voru svo flottar. Svo fórum við snemma upp á hótel og sváfum í sama rúmi undir sömu sæng eins og þegar við vorum litlar, því þótt þú ættir rúm í herberginu mínu heima á Isó þá sváfum við oft saman í mínu. Svo komst þú heim í sumar með Mark og þar þurftir þú líka að gera allt eins og í gamla daga. Vippan okkar var reist við, við gengum á stultum og svo var farið í leiki svo þú gætir sýnt Mark hvað væri gott að búa á Islandi. Þú varst löngu búin að panta berjasultu hjá mömmu enda vissum við þegar þú mættir eld- snemma í heimsókn að þú varst ekki búin að fá þér morgunmat. Það var líka sérstök stund hjá okkur þegar við fengum okkur te og mjólkurkex. Þú varst alltaf svo góð vinkona og ef eitthvað gerðist þá lá alltaf svo á að segja þér það. Þú gast líka komið mér á óvart. Þegar þú komst heim 1995 lagðir þú mikið á þig að ég myndi ekki frétta af komu þinni. Svo birtistu bara einn daginn á gangin- um heima og þá urðu fagnaðarfund- ir. Ég gleymi þér aldrei. Ég hef allar myndimar sem teknar hafa verið af okkur í gegnum árin og öll bréfin sem þú sendir. Þar minntir þú mig alltaf á að við værum frænkur, æsku- vinkonur og bestu vinkonur. Ég sendi alla mín samúð út til þín, elsku Mark, til foreldra og systkina, föðurfólks og móðurfólks. Stórt skarð er höggvið í okkar hóp sem ekki verður fyllt. KolfínnaÝr. „Til eru þeir, sem eiga lítið og gefa það allt. Þetta eru þeir, sem trúa á lífið og nægtir lífsins, og þeirra sjóð- ur verður aldrei tómur. Til eru þeir, sem gleðjast þegar þeir gefa, og gleðin er laun þeirra.“ (Spámaður- inn, Kahlil Gibran.) Svona var Solveig okkar, alltaf reiðubúin að hjálpa til, hugga og gleðja. Nú er Solveig farin og við getum ekki trúað því, sérstaklega vegna þess að hún bjó í Kanada og við sáum hana ekki oft. Hugurinn hvarflar aftur til þess tíma er Solveig fluttist með móður sinni og fósturfóður til Keflavíkur og svo til Kanada 1992. Solveig lauk grunnskólaprófi frá Keflavík 1992, fram- haldsskólaprófi í Leduc í Kanada 1994, og háskóla- prófi í hótel- og rekstrarfræði frá há- skólanum í Red Deer 1999. Hinn 12. júni 1999 giftist Solveig eftir- lifandi eiginmanni sínum, Mark Stannard, og bjuggu þau í Coronation, Alberta, Kanada. Utför Solveigar fór fram 29. des- ember í Kanada. var hluti af tilveru okkar. Við hitt- umst á hveijum degi, hlógum saman og dreymdi um bjartari framtíð en mest hlógum við þó. í huga okkar sjáum við Solveigu hlæjandi og okk- ur finnst við enn geta heyrt hlátur hennar, því Solveig elskaði að hlæja. Þegar við hugsum til baka stendur skærast uppi árið í 10. bekk í Holta- skóla. Við gengum saman í gegnum allar þær breytingar sem fylgja unglingsárunum; hormónabreyting- ar, sjálfstæðisbaráttu, hitt kynið og ýmis prakkarastrik. Við hlæjum enn þann dag í dag að bréfaskrifunum sem gengu á milli okkar og Solveig- ar/Nönnu Daggar (þær voru óað- skiljanlegar, síamstvíburar með eitt hjarta). ÓIlu góðu virðist þó alltaf ljúka. Eftir tíundabekkinn fórum við hvert í sína áttina en Solveig fór þó lengst í burtu. Það var þó greinilegt að hjarta hennar átti heima á íslandi og hingað ætlaði hún sér alltaf að flytja aftur. Við hittumst síðast allar saman þegar Nanna Dögg var að fara að gifta sig. Solveig og við tók- um strax til við að skipuleggja gæsa- veisluna, við áttum svo góða stund saman og náðum að rifja upp gamla daga, deila reynslusögum, hlæja og tala um allt milli himins og jarðar. Það var yndislegt að fá þennan tíma með henni og við erum þakklátar fyrir hverja mínútu. Við heyrðum alltaf frá henni öðru hvoru í gegnum Nönnu Dögg og jólakortin voru allt- af fastur liður. Jólakortið frá Sol- veigu og Mark þetta árið lýsti gleði og von um framtíðina. Solveig og Mark voru svo spennt vegna bams- ins sem var í vændum, og átti að fæð- ast í febrúar. Það var því mikið áfall að fá þá frétt annan í jólum að Sol- veig hefði látist í bílslysi og ófætt barn þeirra líka. Hugur okkar tæmdist og orð gátu ekki lýst þeim tilfinningum sem gripu okkur. Hlýhug sendum við öllum þeim sem minnast hennar. Blessuð sé minn- ingin um góða sál og lítið ófætt barn. Sofið rótt. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði er fyr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm, hjá undri því, að líta lítinn fót í litlum skóm, og vita að heimsins grjót svo hart og sárt er honum fjarri enn, og heimsins ráð sem brugga vondir menn, já vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareilífð eina sumamótt. Ó alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt. (Halldór Laxness.) Berglind, Helga og Nanna Guðný. Hún Solveig er dáin. Ég trúi þessu varla. Það er svo óraunverulegt að hvorki hún eða ófædda barnið henn- ar eigi eftir að koma hingað heim til íslands aftur. Solveig fluttist hingað til Keflavíkur þegar hún var 11 ára gömul og kom þá í bekkinn minn. Það var þó ekki fyrr en í 10. bekk sem við bundumst svo miklum vin- áttuböndum að við eyddum öllum okkar frítíma saman og áttum fullan trúnað hvor annarrar. Öll leyndar- málin sem þóttu svo stór þá en þættu líklega lítilvæg núna voru rædd í kjölinn og gleðistundimar voru margar þar sem hlátursköstin voru ófá. Opnu húsin og diskótekin voru sótt af miklum móð og auðvitað voru strákarnir og ástarmálin oftast í að- alhlutverki eins og algengt er á þess- um aldri. Einnig var Hafnargatan fræga gengin fram og til baka jafnt að degi sem að kveldi og oft var rúnt- urinn tekinn með honum Ragnari sem var þáverandi kærasti Solveig- ar. Þessi góða samvera okkar varð þó stutt því sumarið 1992 eða sumar- ið eftir 10. bekk fluttist hún með móður sinni og stjúpföður til Kan- ada, lands tækifæra og betra efna- hags. Það var mikill missir þegar Solveig flutti og ég saknaði hennar mikið. Vissulega hafði hún meiri fjárráð og fleiri tækifæri til náms í Kanada og draumur hennar var að verða dýralæknir. Þó endaði það með því að Solveig lauk námi við hót- el- og veitingahúsarekstur. í sumar giftist Solveig unnusta sínum honum Mark Stannard og áttu þau von á sínu fyrsta barni þegar Solveig lést. Mark og Solveig komu til íslands í sumar í brúðkaupsferð sinni og þá átti ég mínar seinustu stundir með Solveigu. Solveig hafði ávallt heim- þrá og saknaði föður síns á Isafirði og ætlaði hún alltaf að snúa til baka og setjast aftur að hér þegar tæki- færi gæfist. Segja má að í huga hennar hafi alltaf togast á skynsemi þess að búa áfram í Kanada og vera nálægt móður sinni og systkinum og ást hennar á föður sínum og bróður og átthögunum á Isafirði. Nú er þessari togstreitu lokið og vonandi hefur Solveig fundið frið með litla barninu sínu. Hvíl í friði, elsku Sol- veig mín, þú munt ávallt lifa í minn- ingu minni. Þín vinkona, Nanna Dögg. Kæru Rúnar, Auður, Ralph, Atli, Vésteinn, Sunna og Rebekka. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska mest. Það sannaðist fyrir okk- ur skólafélögunum um jólin þegar við fengum fregnir af því að 20. des- ember hefði hún Solveig okkar látist í umferðarslysi í Kanada. Mann set- ur hljóðan við slíkar fréttir og af hverju er sú spurning sem kemur oftast upp í hugann þegar ung mann- eskja í blóma lífsins er hrifin burt frá okkur fyrirvaralaust. Spurning sem fæst aldrei svar við. Solveig kom til okkar frá Isafirði í fimmta bekk og var með okkur út Holtaskóla, þar til hún flutti til Kanada sumarið 1992. Þegar við hugsum til baka kemur hlátur og hlýr persónuleiki upp í hugann og einnig góður vinur sem maður gat rætt um allt á milli himins og jarðar við. Þó svo að sambandið hafi minnkað eftir að hún fór utan skipaði hún ávallt vissan sess i hjört- um okkar og þegar hún kom í heim- sókn 1994 og 1995 var gaman að end- urnýja kynnin. Nú sitjum við eftir í skugga þessa hörmulega slyss en getum huggað okkur við hlýjar minningarnar nú þegar veturinn leggst yfir með kulda og myrkri og þá vitum við að nýr engill á himnum fylgist með okkur. Við vitum líka að hún er svo nálægt okkur að hvert okkar tár snertir hana en þegar maður hugsar um gömlu góðu tím- ana og hláturinn sem gat alltaf smit- að út frá sér minnist maður hennar með gleði í huga. Fyrir hönd árgangs ’76 í Holta- skóla, Reykjanesbæ. Sigurbjöm Arnar Jónsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. SOLVEIG RÚNARSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.