Morgunblaðið - 01.02.2000, Side 50

Morgunblaðið - 01.02.2000, Side 50
^50 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ferfalt hrirra fyrir hressum krökkum í Morguriblaðinu 25. f.m. er á bls. 14 mynd af þremur eldhressum 11 ára Kópavogsbúum, Auði Ýr Guðjónsdótt- ur, Einari Andra Þórs- syni og Pétri Daða Heimissyni. Þau eru , mjög ósátt við að nýr leikskóli taki til starfa við Alfatún. Þessi er skoðun þeirra á því: „Það er brekka efst við götuna. Þar er mjög góð skíðabrekka og átti að búa til skíðalyftur. Þetta er besta skíða- brekkan í nágrenninu, hún er alveg geðveik. Efst í götunni á að koma hring- torg og brjáluð umferð. Það er mikil umferð núna, fólk sem á að mæta í vinnuna klukkan átta á morgnana þarf að leggja af stað klukkutíma fyrr. Umferðin á eftir að verða miklu meiri. Við viljum ekki fá leikskólann ir þarna, allir krakkarnir eru á móti þessu. Meira að segja fólkið niðri í Grundum er líka á móti þessu. Allir krakkarnir eru reiðir yfír þessu og við höfum talað um að setj- ast í brekkuna og leyfa þeim ekki að gera neitt.“ I Morgunblaðinu 26. jan. er á bls. 14 að finna viðbrögð Sigurðar Geirdal bæjarstjóra og Halldóru Guðmunds- dóttur, íbúa við Álfa- tún, við málinu. Sigurð- ur segir að einkarekinn 50 barna leikskóli í Alfatúni 2 muni hefja starfsemi í mars. Skólinn yrði í stóru einbýlishúsi sem verið væri að inn- rétta sem leikskóla og að undir- skriftir barnanna myndu engu breyta um þau áform. Hann sagði ennfremur að brekkan myndi lítið sem ekkert skerðast. Þetta segir Sigurður en hvað með Skíðabrekkan Það sem vantar eru svæði eins og þessi brekka í Kópavoginum, segir Rannveig Tryggvadöttir. Er ekki hægt að finna annað ein- býlishús fyrir nefnda starfsemi? umferðarþungann við 50 bama leik- skóla, bílastæði, leikvöll og fleira? Væri ekki hægt að fá teikningar birtar í Morgunblaðinu af öllu svæð- inu sem um ræðir með fermetra- fjölda, brattamælingu og væntan- legri skerðingu í prósentum? Halldóra Guðmundsdóttir, leik- skólakennari og þroskaþjálfi, segist Rannveig Tryggvadóttir Morgunblaðið/Golli Einbýlishúsið, sem um er rætt, og framkvæmdimar, sem skerða skíða- brekku krakkanna, sem mótmæla og safna undirskriftum. engra hagsmuna eiga að gæta varð- andi leikskóla við Alfatún. „Það vantar leikskólapláss í Kópavoginn og ég sjálf, með mína fagmenntun, sé ekki annað en þetta sé af hinu góða.“ Þetta segir Halldóra m.a., en börnin segja: „Það er leikskóli rétt hjá og það hætta fullt af krökkum þar í vor og byrja í skólanum. Þá verður fullt af plássum." Ég treysti börnunum betur en þessu fólki. Forsjárhyggjustefnan tröllríður þjóðfélaginu. Hvergi má vera autt svæði fyrir börnin til að vera í frjálsum leik, ef undan eru taldir sparkvellir sem aðallega eru eðlis síns vegna notaðir af drengjum. Það sem vantar em svæði eins og þessi brekka í Kópavoginum þar sem unglingarnir, stelpur og strák- ar, geta glaðst saman í gáskafullum leik í snjónum án þess að klipið hafi verið af brekkunni þeirra. Var þeim ekki líka lofað skíðalyftum þar? Er ekki hægt að finna annað ein- býlishús sep hentað gæti nefndri starfsemi? Ég ætla rétt að vona það. Höfundur er þýðandi. Framsóknarmenn á eigin forsendum ÓSKAPLEGA er það ósanngjarnt, sem ■sjjmælist um þessar mundir í skoðanakönn- unum, að fylgi Fram- sóknarflokksins eins skuli líða fyrir sam- starf núverandi stjórn- arflokka. Því vil ég gamna mér við að freista þess að gera lesendur mína skiln- ingsríkari á eðli fram- sóknarforystunnar og hvers vegna er rangt að láta af stuðningi sínum við hana. Hér er grundvall- aratriði að skilja og til- einka sér þá staðreynd, að kyn- ^ hreinir framsóknarmenn eru að s upplagi traustari, gáfaðri og al- mennt séð miklu betri en aðrir menn. Bókfestar sannanir þessa eru til. Mest er þó um vert í þessu sam- bandi, að yfirburðagáfur sínar nota þeir ekki til að vera með uppsteyt við forystu sína, heldur bíða þeir þægir eftir þeim velgjörðum, sem flokkurinn ætlar þeim. Mönnum með hina sönnu eiginleika fram- sóknarmanns er ekkert of gott. Þeir eiga einfaldlega mun meira skilið en aðrir menn og eiga því rétt á því, sem flokkurinn réttir að þeim úr þeim valdastólum, sem flokksmenn hafa náð að setjast í. Glöggt dæmi blasti við alþjóð sl. .»vor og sumar. Auglýst var laus staða forstöðumanns flugstöðvar- innar í Keflavík og umsækjendur voru þrír. Tveir reyndust hæfir, en hinn þriðji er framsóknarmaður. Að sjálfsögðu var hann um síðir ráðinn, að vísu aðeins til eins árs, bersýni- lega í þeirri eðlilegu von, að venja mætti aðra og hæfa menn af því, að vera að sækja um störf, sem fram- sóknarmanni eru með réttu ætluð. Niðurstaðan er svo sjálfsögð, að ekki tekur því að ræða hana. Það er svo til marks um hvers lags leið- indagaur þessi umboðsmaður Al- ■^.þingis getur verið, að hann skuli vera að ómaka sig að spyrja út í svo sjálfsagða hluti. Annað gott dæmi er stofnsetning Ibúðarlánasjóðs og ráðning Guð- mundar Bjamasonar til að stjórna honum. Að vísu lá það ljóst fyrir, þegar hinni nýju skipan húsnæðis- lána var komið á, að stofnunin var í -^raun óþörf fyrir húsnæðislánin og bankarnir gátu fyrirhafnarlítið tek- ið verkefnið að sér. En stofnunin var nauðsyn- leg fyrir Framsóknar- flokkinn og þann góða framsóknarmann, sem Guðmundur Bjarnason hefur verið svo lengi. Það var að vísu svolítið pínlegt fyrir flokkinn og alla, að vegna innan- hússvandamála í Framsóknarflokknum í sambandi við ráð- herrastóla, þurfti það að verða opinbert fyrir þjóðinni, að Guðmund- ur Bjarnason var líka óþarfur fyrir íbúðar- lánasjóð, því að stofn- unin gat verið án hans fyrstu fimm eða sex mánuðina, sem sjóðurinn starfaði. Þess konar lítilræði má þó ekki villa okkur sýn, þegar það er Framsókn Mönnum með hina sönnu eiginleika framsóknarmanns, segir Jón Sigurðsson, er ekkert of gott. tryggt, að verðugur framsóknar- maður lendi á réttum stað. Af sömu ástæðum á fólk ekki að fást um, þótt Guðmundur Bjarnason skuli hafa selt einhverjum góðum flokksmönnum jarðarskika austur í Fijótsdal við verði, sem einhverju embættismannsræksni þótti of lágt og liðkaði til fyrir þeirri verslun með því að telja margra ára leigu fyrir jörðina sem greiðslu upp í kaup- verðið. Við skulum svo gleðjast, þegar þetta trausta framsóknarfólk fer að krefja Landsvirkjun um eðli- legt endurgjald fyrir jarðgöngin, sem fara þurfa í gegnum þess verð- litla land. Rétt fólk, sem árum sam- an hefur lagt sig fram í þágu flokks- ins, á þetta sannarlega skilið. Eins þegar Guðmundur Bjarnason kaup- ir aðra jörð á tíföldu verði eða svo af óþægilega skuldsettum formanni framsóknarfélags í sveitinni þarna eystra og lætur hann sitja þar áfram á skikkanlegum kjörum. Sama máli gegnir um einhverja eyðijörð, sem Guðmundur seldi í lotunni um það bil, sem hann var að hætta sínum ráðherradómi. Hún var seld lög- manni á Egilsstöðum og lækni á Seltjarnarnesinu undan tveimur bændum á nágrannajörðum, sem leigðu hana og þurftu á henni að halda í búskapnum. Séu læknirinn eða lögmaðurinn, annar hvor eða helst báðir, góðir framsóknarmenn, ber okkur að virða þessa gerð sem sjálfsagðan hlut, jafnvel þótt jarð- arverðið sé lágt. Það er ekki að efa, að allir eiga þessir menn það skilið, sem þeim hefur verið gott gert. Þessir tveir bændakurfar gætu þar á ofan verið íhaldsmenn eða eitt- hvað þaðan af verra. Með sama hugarfari lítum við það með sömu velþóknun, þegar Finnur Ingólfsson hefur nú fengið umbun, sem hæfir svo sönnum framsóknar- manni. Alveg fram að því sem þetta er skrifað gefst enn tækifæri til að gleðjast yfir því, að nýr ráðherra Framsóknarflokksins, Valgerður Sverrisdóttir, er hefðunum trú með því að búa til nýtt starf norður á Ak- ureyri fyrir verðugan framsóknar- mann þegar á fyrstu dögum ráð- herradómsins. Mórall sögunnar er einfaldur. Skilji maður grunnhugsun fram- sóknarforystunnar, verður óðara ljóst, að það sem hún gerir er rétt og sjálfsagt, þegar réttir menn eiga í hlut. Þeir, sem láta sér detta í hug orð eins og pólitíska spillingu, eru greinilega ekki innvígðir í hið rétta framsóknareðli. Það er kannski svolítið erfiðara að skilja þann Sjálfstæðisflokk, sem þykir valdastaðan kaupandi því verði, að bera samábyrgð á öllum þessum gerðum. Þeir sjálfstæðis- menn kunna að vera til í felum, sem ekki skilja framsóknarmenn eins vel og við gerum eftir greininguna hér að ofan. Þeim kann að mislíka þessi samábyrgð. Allt verður þetta þó skiljanlegra, þegar gætt er að þeim kvótahags- munum, sem ráðandi öfl Sjálfstæð- isflokksins hafa sett sér að verja og forystan telur öllu kostandi til. For- maður Framsóknarflokksins vill glaður styðja þetta, ekki sín vegna, heldur vegna hennar mömmu sinn- ar, sem eiga mun einhverja hags- muni í þeirri varðstöðu. Henni halda þeir félagar áfram svo lengi sem al- menningur mælist þeim fylgjandi, þrátt fyrir allt. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. Jón Sigurðsson Betrunarvist í stað refsivistar EF bam/ungmenni villist uppi á hálendinu og kemst ekki af eigin rammleik til byggða, er send út hjálparsveit að bjarga því. Þá er bamið ekki spurt um álit, það era tekin ráðin af því. Ef hins vegar bam/ung- menni lendir í stjóm- lausri fíkniefnaneyslu og bráðri lífshættu í fíkniefnaheiminum má ekki grípa inn í? Það verður að fá að ráða sjálft hvort það vill skaða sig og eða deyja. Hver er munurinn? Það hljóta allir að sjá að í báðum tilvikunum er barnið/ung- mennið í hættu statt og ætti því að vera jafn sjálfsagt að reyna að bjarga því án þess að fá sérstakt leyfi hjá baminu sjálfu. Að finna upp lyólið Ég fór ásamt hópi af fólki sem starfar á meðferðarheimilum á veg- um bamavemdarstofu til Svíþjóðar. Sem móðir með reynslu af þessum málum hér heima, fylltist hjartað mitt sorg þegar ég sá hvað við Islendingar eram langt á eftir við að hlúa að þess- um bömum/ungmennum okkar sem hafa leiðst út í heim afbrota og glæpa. í Svíþjóð era þvingunarlög sem nefnast L.V.U. (lagen om varden av unga þ.e. lög til verndunar ungmenn- um). Þessi lög gilda upp að 21 árs aldri og notfæra Svíar sér þau til þess að reyna að bjarga bömum/ung- mennum úr bráðum lífsháska. Lífs- háskanum sem börn/ungmenni era í þegar að þau era orðin þrælar fíkni- efnanna. Ef ungmenni brjóta af sér segja Svíamir að meðferð gefi mun betri árangur en fangelsisvist. Svíamir era því þegar búnir að finna upp hjólið, því ekki að notfæra sér fyrirmynd þeirra? Af hverju ættum við ekki að refsa íslenskum ungmennum sem villtust af leið á jákvæðan hátt. Hjálpa þeim að ná fótfestu að nýju svo að þau geti lifað áfram írjáls. Það er sannað mál að eftir því sem þau era yngri hafa þau meiri hæfileika til að taka leiðsögn s.s varðandi félags- lega færni og námsgetu. Rétt skilaboð skipta sköpum Að senda bömum/ungmennum rétt skilaboð hlýtur að skipta megin- máli upp á framtíð þeirra. Sálfræð- ingar og félagsráðgjafar brýna fyrir foreldrum að vera alltaf með skýr skilaboð til bama sinna og fram- fylgja þeim. Þarf ekki dómskerfið líka að vera með skýr skilaboð og framfylgja þeim? Böm segja óhikað og trúa því að þau geti brotið af sér í langan tíma áður eitt- hvað er gert í þeirra málum, það era skila- boðin sem þau hafa fengið. Það er ekki mælikvarði á afbrot ungmenna á íslandi hvað fá ungmenni era í fangelsum. Heldur sýn- ir það okkur að þau era úti á götu þrátt fyrir fjölda afbrota. Fíkniefnaneysla Ef barnið/ungmennið er í hættu statt, segir Þór- unn G. Bergsdóttur, ætti að vera sjálfsagt að reyna að bjarga því. Væri ekki nær að dæma þau í með- ferð heldur en á götuna með nýtt skil- orð í hvert sinn. Það er alltaf erfið lífsreynsla fyrir fullorðna manneskju að vera lokuð inni í fangelsi. Það er ekki vegna þess að starfsfólkið sé svo slæmt, langt frá því. Það fólk sem tekur að sér þessa vinnu á heiður skilið, því það vinnur við erfið skilyrði. Það vinnur við það að halda uppi aga og reglu á oft mjög veiku fólki. Fólki sem oftast er svipt allri siðferðiskennd og löngu búið að tína sjálfsaganum sem þarf til að fara eftir lögum og reglum. Þetta er harð- ur heimur fyrir börn/ungmenni að dvelja inni í. Mörg þeirra hafa farið mjög illa á því. Það kemur fram í alls konar vanlíðan hjá þeim bæði líkam- legum og andlegum. Við þökkum samt þá litlu hjálp sem hægt er að fá í fangelsunum en hún dugar engan veginn. Við í foreldrahópnum og í Vímulausri æsku fullyrðum að hún skilar bami/ungmenni ekki aftur út í þennan heim með betri sjálfsmynd eða uppurð til að takast á við lífið. Er ekki kominn tími til að gera eitthvað raunhæft í málunum. Höfundur er ( foreldrahópi Vímulausrar æsku. Þórunn G. Bergþórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.