Morgunblaðið - 01.02.2000, Síða 53

Morgunblaðið - 01.02.2000, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2000 53 SKAK Wijk aan Zee CORUS-SKÁKMÓTIÐ 15. jan.-30. jan. 2000 Gary Kasparov EFTIR 61 árs sögu var nú breytt um nafn á skákmótinu í Wijk aan Zee, en fátt annað virðist hafa breyst og sem fyrr er þetta eitt sterkasta og virðulegasta skákmótið sem haldið er ár hvert. Nafnbreytingin er komin til vegna sameiningar stuðningsaðila mótsins, Royal Hoogovens, og British Steel á síðasta ári. Sam- einaða fyrirtækið heitir Corus og þaðan er hið nýja nafn skákmótsins komið. Mótið var 14 manna lokað skák- mót í 18. styrkleikaflokki, haldið á sama stað og á undanförnum árum og þátttakendalistinn með Gary Kasparov í fararbroddi var einnig kunnuglegur. Kasparov tefldi engan veginn sannfærandi í upphafi móts. í fyrstu umferð sigraði hann Korchn- oi, en var óánægður með eigin tafl- mennsku. í annarri umferð mátti Kasparov síðan þakka fyrir að ná jafntefli gegn Jeroen Piket. Eftir þetta fóru menn að velta fyrir sér hvort Kasparov væri að fatast flugið. Byrjunartaflmennskan virtist jafn- góð og áður, en þegar Kasparov þurfti sjálfur að fara að finna leikina virtist maskínan fara að hökta. Eftir nokkuð auðveldan sigur gegn Hol- lendingnum Loek van Wely í þriðju umferð lenti Kasparov aftur í alvar- legum vandræðum, í þetta sinn gegn Adams, en tókst það ótrúlega og náði jafntefli. Þrátt fyrir að á ýmsu gengi var Kasparov alltaf í forystusveitinni og Kasparov sigrar á Corus-skákmótinu þegar líða fór á mótið virtist öryggið aukast. Eftir sigur gegn Jan Timm- an í níundu umferð náði Kasparov svo loks einn forystunni á mótinu. í tíundu umferð jók hann forystuna í einn vinning þegar hann sigraði Hollandsmeistarann Predrag Nikol- ic. í næstsíðustu umferð tryggði hann sér síðan efsta sætið á mótinu með jafntefli við Kramnik. í 13. og síðustu umferðinni sigraði hann síð- an Judit Polgar og endaði því 114 vinningi fyrir ofan helstu keppinaut- ana, þá Anand Kramnik og Leko. Lokastaðan á mótinu varð þessi: 1. Kasparov 914 v. 2. Anand, Kramnik, Leko 8 v. 5. Morozevich 71/2 v. 6. Adams 7 v. 7. Piket, Timman 6'/2 v. 9. Nikolic 6 v. 10. Short 5/2 v. 11. Korchnoi, Polgar 5 v. 13. Lputian 4Í4 v. 14. Van Wely 4 v. Kasparov virðist því ætla að halda titlinum sterkasti skákmaður heims enn um sinn. Þröstur eykur forystuna á Skákþingi Rvk. Þröstur Þórhallsson hefur nú eins vinnings forystu á Skákþingi Reykjavíkur þegar tvær umferðir eru til loka mótsins. Ólíkt fyrri um- ferðum var fátt um óvænt úrslit á efstu borðum í níundu umferð. Sig- urður Páll Steindórsson staðfesti þó enn og aftur að hann ætlar sér sess meðal okkar sterkustu skákmanna, en hann gerði að þessu sinni jafntefli við Stefán Kristjánsson. Úrslit á j STUTT Fangelsi og sektir fyrir smygl HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest þriggja mánaða fangelsisdóma yfir fjórum mönnum, sem voru dæmdir fyrir smygl á rúmlega 4 þúsund lítr- um af áfengi til landsins. Hæstirétt- ur dæmdi þrjá mannanna til að greiða samtals 9 milljónir króna í sekt, en telur hins vegar ástæðulaust að skilorðsbinda refsingu mannanna, eins og héraðsdómur hafði gert. Þrír mannanna voru ákærðir fyrir að hafa sameiginlega smyglað til landsins 4.053 lítrum af sterku áfengi sem þeir höfðu keypt í janúar 1998 í Boston í Bandaríkjunum og komið fyrir í trékössum sem þeir smíðuðu í þessu skyni og skildu eftir í Bandaríkjunum. Einn þeirra fór www.urvalutsyn.is Frábært úrval golfferöa[í apríl og maí | til Portúgal og Spánar. Skoöaðu upplýsingar á heimsíöu okkar www.urvalutsyn.is og bókaðu strax. ÆMrval iítsýn Lágmúla 4: síml 585 4000, grænt númer: 800 6300, Kringlan: sími 585 4070, Hafnarfiröi: síml 565 2366, Keflavfk: sfmi 4211353, Akureyri: sfmi 462 5000, Selfoss: sfmi 482 1666 - og hió umboösmönnum um land allt. efstu borðum urðu sem hér segir: 1 Þröstur Þórhallss. - Sigurbjörn Björnss. 1-0 2 Stefán Kristjánsson - Sigurður Páll Steindórsson V2-V2 3 Jón V. Gunnarss. - Davíð Kjart- ansson 1-0 4 Arnar E. Gunnarsson - Róbert Harðarson 1-0 5 Kristján Eðvarðsson - Bragi Þorfinnsson 0-1 o.s.frv. 1. Þröstur Þórhallsson 8 v. 2. -3. Sigurður Páll Steindórsson, Stefán Kristjánsson 7 v. aftur til Bandaríkjanna í maí það ar og kom áfenginu til flutnings til ís- lands með ms. Goðafossi sem kom til Reykjavíkur aðfaranótt 3. júní, en lögregla fann áfengið 5. júní og lagði hald á það. Fjórði maðurinn, sem var starfs- maður Samskipa hf. í Sundahöfn, var ákærður fyrir hlutdeild í brotinu með því að hafa, hinn 8. júní, veitt mönnunum þremur liðsinni sitt í verki með því að láta að beiðni eins þeirra færa gáminn á svonefnt hluta- úttektarsvæði Samskipa í þeim til- gangi að þremenningarnir gætu komist í gáminn og tekið úr honum áfengið áður en hann var tollaf- greiddur. 4.-7. Júlíus Friðjónsson, Bragi Þorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson, Arnar E. Gunnarsson 6V2 v. 8.-12. Sigurbjöm Bjömsson, Guðjón Heiðar Valgarðsson, Jóhann Ingvason, Brag Halldórsson, Jón Ámi Halldórsson 6 v. o.s.frv. Gunnar Björnsson sigrar á Mátnetinu Síminn-Internet og Skáksamband íslands halda um þessar mundir skákmót á Mátnetinu á hverju sunnudagskvöldi kl. 20. Á sunnudag- inn var sigraði Gunnar Björnsson á mótinu, hlaut 8 vinninga í 9 skákum. Annar varð Hrannar Baldursson með 7 vinninga og Jón Viktor Gunn- arsson varð þriðji með 514 vinning. Þess má geta, að Hrannar Baldurs- son sat við tölvu sína í Mexíkó meðan hann tók þátt í mótinu. Þessi mót em því upplögð fyrir þá sem eiga langt að sækja á skákmót, hvort sem þeir búa hér á landi eða erlendis. Skákmót á næstunni 6.2. SÍ. Gmnnsk.mót stúlkna 6.2. TR. SÞR, hraðskákmót 7.2. Hellir. Atkvöld 11.2. Hjá Helli. Skemmtikvöld 11.2. TR. íslandsm. framhaldssk. 12.2. SÍ. SÞÍ, barnaflokkur 14.2. TG. Mánaðarmót 14.2. Hellir. Meistaramót 15.2. Eldri borgarar. Meistaramót Daði Örn Jónsson EINSTAKT TÆKIFÆRI! VÍB OG SCUDDER INVESTMENTS BJÓÐA ÞÉR TIL KVÖLDFUNDAR Munu hœkkanir halda áfrœm á erlendum hlutabréfamörkudum? • Hvar er best að fjárfesta á árinu? • Hvemig eru hlutabréf valin í hlutabréfasjóði Scudder? • Hvemig náði Evrópusjóður Scudder 38,9% ávöxtun þegar Evrópuvísitalan náði einungis 21,2%? /rirtækinu Scudder Investments munu Fulltrúar frá bandaríska fara yfir stöðu og andaríska eignastýringarfyrir horfur á erlendum mörkuoum og kynna nokkra af sjóðum Scudder. Kvöldfundurinn verður haldinn miðvikudaginn 2. febrúar í Þingsal 1, Hótel Loftleiðum, og hefst klukkan 20:00. Dagskrá: Kl. 20:00 - 20:10 Fundur settur. Stutt kyrming. Kl. 20:10 - 20:30 Scudder Investments. Fjárfestingaraðferðir. Kl. 20:30 - 21:00 Sjóðir Scudder sem skráðir eru í Luxemburg Kl. 21:00-21:20 Kaffihlé. 1 i Kl. 21:20 - 22:00 Staða og horfur á erlendum mörkuðum. 1 Kl. 22:00 - 22:10 Samantekt og fundarslit. Scudder Investments er eitt af stærstu og revndustu eignarstýringafyrirtækjunum í heiminum í dag. Virk stýring sjóða og gífurlega öflug rannsóknarvinna einkenna rjárfestingaraðferðir Scudder og eru lykillinn að góðri ávöxtun sjóða fyrirtækisins. Fjármunir í eignastýrinqu eru um 22 þúsund milljarðar króna og er Scudder með skrifstofur víða um heim. Hjá VÍB er nægt að kaupa í 15 mismunandi sjóðum Scudder og eru þeir skráðir í Luxemburg. Fulltrúarfrá Scudder eru Mark Reinischframkvcemdastjóri alþjóölegra rannsókna og Per Kúnow forstöðumaður. Fyrirlestramirfarafram á ensku en stutt samantekt er gerð á íslensku í lok hvers erindis. Vinsamlega tilkynnið skráningu hjá VÍB í síma 560 8950 eða í netfanqinu vib@vib.is fyrir kl. 12:00 miðvikudaginn 2. febrúar. Atnugið að þeir sem fyrstir skrá sig hafa forgang. Aðgangur er ókeypis. Með bestu kveðjum og von um að sjá þig á miðvikudagskvöldið. SCUDDER INVESTMENTS — SM VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA Kirkjusandi. Sími: 560 8900. www.vib.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.