Morgunblaðið - 11.03.2000, Qupperneq 7
Karl Sigurbjörnsson
biskup íslands
Ellert B. Schram
forseti ÍSÍ
Ólafur Ólafsson
fyrrv. landlæknir
Bengt Lindquist
umboðsmaður fatlaðra
hjá Sameinuðu þjóðunum
„Á þriðja þúsund einstaklingar
þurftu að þiggja aðstoð Hjálpar-
starfs kirkjunnarfyrir nýliðin jól,
og það í mesta góðæri íslands-
sögunnar. Þetta fólk er flest
öryrkjar sem ættu samkvæmt
viðurkenndum grundvallarsið-
gildum okkar þjóðar að njóta
velferðar og stuðnings samfél-
agsins. Eitthvað er nú að."
Úr nýárspredikun,
janúar 1999.
„Verstur er þó hlutur öryrkj-
anna, sem aldrei hafa beðið
um sína örorku en eru háðir
þeim smánarskammti sem
hrekkur af borðum allsnægt-
arinnar."
Október 1998.
„Upplýsingar um örorku-
greiðslur hér á landi eru ekki
til að fara með í aðra hreppa,
þær eru svo lágar, þrátt fyrir
að við höfum verið ein tekju-
hæsta þjóð í heimi í áratugi."
„Hafa menn gleymt tilgangi
almannatrygginga?"
Desember 1998.
„Þó að íslenska ríkisstjórnin hafi
verið ein sú fyrsta sem lét þýða
Grundvallarreglur Sameinuðu
þjóðanna um málefni fatlaðra,
þá er ekki nóg að þýða þær. Það
þarf líka að framfylgja þeim."
Desember 1997.
Úr fréttabréfi Biskupsstofu:
„Helmingur skjólstæðinga Hjálparstarfsins eru öryrkjar. Eru þetta sæmandi
kjör í velferðarsamfélagi á tímum hagvaxtar og afgangs á fjárlögum?
Vissir þú að öryrkjar á íslandi eru aðeins 7.776 talsins?
Getur verið að það sé hagkerfinu ofviða að bæta kjör þessa hóps?"
Janúar 1999.
Úr forystugrein Dags:
„Aðeins lítið brot af öllum þeim milljörðum sem ríkissjóður hefur
bætt við sig í skatttekjum á þessu ári og því næsta myndi duga
til að gera hér nauðsynlegar úrbætur."
Desember 1998.
Úr yfirlýsingu Rauða kross íslands:
„Við Islendingar erum meðal auðugustu þjóða heims og getum
tryggt að þeir sem standa höllum fæti vegna sjúkdóma,
atvinnumissis, örorku, aldurs eða annarra aðstæðna
njóti ekki síður en aðrir mannsæmandi lífskjara."
Desember 1998.
Úr forystugrein Morgunblaðsins:
„f Ijósi réttsýni og sanngirni er tímabært, að ekki sé fastar að orði
kveðið, að endurskoða stöðu öryrkja, sérstaklega þeirra sem
urðu öryrkjar ungir."
Desember 1998.
Úr fréttatilkynningu Hj'álparstofnunar kirkjunnar:
„Hjálparstofnun kirkjunnar hvetur ráðamenn til þess að bæta svo net almannatrygginga
að þeir sem þurfa á því að halda geti skapað sér mannsæmandi líf."
Október 1998.
Oryrkjabandalag Islands