Morgunblaðið - 11.03.2000, Page 10
10 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skýrsla um ofbeldi meðal íslenskra unglinga
Fjórði hver unglingur ótt-
ast að verða beittur ofbeldi
Sólveig Pétursdóttir dórasmálaráðherra og Sigrún Árnadóttir fram-
kvæmdastjóri RKI við kynningu á niðurstöðum skýrslunnar í vikunni.
TÆPUR helmingur drengja, sem var
í 9. og 10. bekk á öllu landinu áriðl997
hafði kýlt, spai'kað, slegið eða tekið
einhvern hálstaki undangengið ár
samkvæmt könnun sem þá var gerð á
lífsháttum unglinga. Einnig taldi
rúmlega fjórðungur drengjanna sig
hafa valdið öðrum meiðslum á sama
tímabili. Ofbeldi er hins vegar mun
fátíðara meðal stúlkna. Fjórði hver
unglingur eða 26% óttast einnig að
verða beittur ofbeldi, sem er mun
hærra hlutfall í samanburði við upp-
lýsingar um ofbeldi meðal unglinga á
Norðurlöndunum. Þar var hlutfallið
frá 6-16%, lægst í Danmörku og hæst
í Noregi. Algengast var að unglingar
hefðu verið beittir ofbeldi af öðrum
unglingum sem þeir töldu ekki til
vina sinna.
Skýrsla, byggð á áðurnefndri
könnun um félagslega skýringaþætti
ofbeldis meðal íslenskra unglinga,
sem unnin var í samstarfi Rauða
krossins og dómsmálai'áðuneytisins
vegna átaksins Gegn ofbeldi sem
RKÍ hóf í fyrra, hefur verið kynnt.
Könnuninni stjómuðu dr. Þórólfur
Þórlindsson prófessor og Inga Dóra
Sigfúsdóttir félagsfræðingur.
I skýrslunni kemur m.a. fram að
eftir því sem veikari tengsl eru á milli
unglinga og foreldra þeirra, þeim
mun líklegri eru þeir til að beita of-
beldi. Á sama hátt eru þeir unglingar,
sem telja nám sitt vera tilganglaust,
líklegri til að beita ofbeldi en aðrir.
Þrír af hverjum fimm drengjum sem
nær aldrei sáu tilgang með námi sínu
höfðu beitt aðra ofbeldi síðustu 12
mánuðina fyrir könnunina en aftur á
móti hafði fímmti hver drengur sem
taldi sig nær alltaf sjá tilgang með
námi sínu beitt aðra ofbeldi. Fjórða
hver stúlka, sem fannst nám sitt á
HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað ís-
lenska ríkið af kröfum tveggja
fyrrverandi starfsmanna Lands-
banka íslands. Starfsmennirnir
kröfðust biðlauna í kjölfar þess að
Landsbankanum var breytt í hluta-
félag.
Starfsmennirnir voru í starfí hjá
Landsbanka íslands þegar lög nr.
50/1997 um stofnun hlutafélaga um
Landsbanka Islands og Búnaðar-
banka íslands voru staðfest. Sam-
kvæmt 8. gr. laganna skyldu allir
starfsmenn Landsbankans eiga
kost á sambærilegu starfi hjá
Landsbanka íslands hf. við yfir-
töku hlutafélagsins á ríkisbankan-
um og njóta sömu réttinda og þeir
höfðu samkvæmt kjarasamningi
og/eða ráðningarsamningi. Til-
kynnti Landsbankinn starfsfólki að
starfslok þess hjá ríkisbankanum
yrðu 31. desember 1997.
Starfsmennirnir tveir höfnuðu
boði um starf hjá Landsbanka ís-
lands hf. og töldu að ekki væri um
sambærilegt starf að ræða, þar
sem þeir myndu ekki lengur njóta
réttinda ríkisstarfsmanna. Höfð-
uðu þeir mál gegn íslenska ríkinu
og kröfðust greiðslu biðlauna.
Ekki biðlaun
ef starfí er hafnað
Hæstiréttur sagði að ákvæði
laga nr. 38/1954 um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins hefðu
áður gilt um starfsmenn ríkisvið-
sama hátt tilgangslaust, hafði beitt
aðra ofbeldi en aðeins ein af hverjum
25 stúlkum sem töldu alltaf sjá til-
gang með náminu hafði beitt ofbeldi.
Þá hafa viðhorf vinahópsins til of-
beldis áhrif á beitingu þess og ekki
síst áfengis- og vímuefnaneysla. Bæði
drengir og stúlkur voru þannig lík-
legri til að hafa beitt ofbeldi eftir þvi
sem þau höfðu orðið drukkin oftar og
prófað hass oftar á ævinni.
Ofbeldisótti unglinga
áberandi mikill
Dr. Þórólfur Þórlindsson sagði að
sér hefði komið á óvart hversu mikið
unglingar óttast að verða fyrir ofbeldi
og einnig það hversu sterk tengsl
væru á milli ofbeldisins og þeirra fé-
lagslegu áhættuþátta, sem fyrr var
getið, þ.e. tengsl við foreldra og skóla.
„Ég held að fyllsta ástæða sé til
skiptabanka, nema öðruvísi hefði
verið mælt í lögum og ákvörðunum
settum af bankaráðum með heimild
í lögum. Hefði biðlaunaréttur því
fylgt þeim störfum. Um biðlauna-
réttinn giltu hins vegar nú nýrri
lög um réttindi og skyldur ríkis-
starfsmanna, lög nr. 70/1996, og
samkvæmt þeim væri rétturinn
háður því að viðkomandi hefði ekki
hafnað sambærilegu starfi á vegum
ríkisins eða annars staðar. Þar sem
ríkissjóður hefði lagt allar eignir,
réttindi, skuldir og skuldbindingar
hvors ríkisviðskiptabanka um sig
til hlutafélaganna, hefði Lands-
banki íslands hf. yfirtekið allar
skuldbindingar Landsbanka Is-
lands. Því hefðu starfsmennirnir
átt að beina kröfum sínum um bið-
launagreiðslu til hlutafélagabank-
ans. Af þeirri ástæðu sýknaði
Hæstiréttur íslenska ríkið af kröf-
um starfsmannanna, en dæmdi
hvorn þeirra til að greiða ríkinu
150 þúsund krónur í málskostnað.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafði
áður hafnað því að starfið, sem
hlutafélagabankinn bauð starfs-
mönnum ríkisbankans, teldist ekki
sambærilegt fyrra starfi enda yrði
ekki séð að starfskjör þeirra yrðu
önnur eða lakari. Héraðsdómur
hafnaði einnig varakröfum starfs-
mannanna um að þeir ættu rétt á
skaðabótum þar sem biðlaunarétt-
ur hefði notið verndar eignarrétt-
arákvæðis stjórnarskrárinnar.
þess að taka þessar niðurstöður al-
varlega," sagði Þórólfur. „Þær sýna
að vandinn er fyrir hendi í ríkum
mæli hér á landi, m.a. 1 jafnríkum
mæli og í Bandaríkjunum. Þessi
vandi er raunverulegur og því þarf að
gera umhverfi barna og unglinga ör-
uggara með öllum tiltækum ráðum.“
Hann sagði að samstarf hinna ýmsu
aðila sem vinna með börnum og ung-
lingum skipti miklu máli og nefndi
þar til sögunnar skólann, lögreglu,
foreldra og þá sem skipuleggja æsku-
lýðs- og tómstundastarf.
í sama streng tóku Sólveig Péturs-
dóttir dómsmálai'áðherra og Sigrún
Arnadóttir, framkvæmdastjóri RKI.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð-
herra að niðurstöðumar væru mjög
athyglisverðar og gæfu tilefni til þess
að rannsaka frekar þá þætti sem hafa
LEIKSKÓLAR Reykjavíkur hafa
tekið upp á þeirri nýbreytni að
bjóða nýútskrifuðum leikskólakenn-
urum laun í einn mánuð áður en
þeir heíja störf. Er tilgangurinn að
laða nýja leikskólakennara til starfa
í Ieikskólum borgarinnar en eins og
kunnugt er gekk illa að manna
lausar leikskólakennarastöður í
leikskólunum í vetur. Að sögn
Bergs Felixsonar, framkvæmda-
stjóra Leikskóla Reykjavíkur, er
stefnt að því að það verði gert að
fastri venju að bjóða nýútskrifuðum
leikskólakennurum slík kjör en
reiknað er með því að þeim fylgi
það skilyrði að viðkomandi kennari
geri starfssamning við leikskólann
áhrif á ofbeldishneigð unglinga. Hún
sagði það ljóst að áhyggjur almenn-
ings af vaxandi ofbeldi í samfélaginu
fæm síst minnkandi og sagði það
einnig vera alvarlegt að allt að fjórð-
ungur íslenskra unglinga í 9. og 10.
bekk grunnskóla hefði áhyggjur af
því að verða beittur ofbeldi. „Við
verðum að grípa í taumana og bregð-
ast við þessari þróun,“ sagði Sólveig.
„Ég hef lagt mikla áherslu á að koma
upp grenndarlöggæslu og bíð nú eftir
tillögum frá lögreglu þar að lútandi.
Ég hef mikla trú á því að með því að
byggja upp samstarf milli lögreglu,
skóla, íþróttafélaga, félagsmiðstöðva
og ekki síst foreldra, verði unnt að
byggja upp öryggisnet fyrir böm og
unglinga og tel að það muni verða til
þess að snúa við þeirri óheillaþróun
sem skýrslan vitnar um.“
Islenskir unglingar
döruggari en aðrir
Sigrún Amadóttir sagði að ætla
mætti af niðurstöðum könnunarinnar
að íslenskir unglingar væm óömgg-
ari en unglingar í nági'annalöndun-
um. „Það er greinilega eitthvað í sam-
félagsgerðinni sem veldur þeim
ofbeldisótta sem fjórði hver ungling-
ur er haldinn," sagði Sigrún. Að
hennar mati em niðurstöður skýrsl-
unnar viðvömn til foreldra og ung-
linga og telur hún að skýrslan þurfi
ennfremur að vera grannurinn að
þjóðarátaki gegn ofbeldi meðal ung-
linga. Niðurstöður skýrslunnar verða
ræddar frekar meðal formanna
Rauða kross-deilda í dag, laugardag.
„Við vonumst til þess að setja okkur
skýr og mælanleg markmið með það
fyrir augum að reyna að draga úr of-
beldi meðal unglinga hér á landi
næstu árin,“ sagði Sigrún.
til eins árs. Rúmlega fimmtíu nem-
endur útskrifast úr leikskólaskor
Kennaraháskóla íslands í vor en í
þeim hópi er einn karlmaður.
Útskriftarnemunum var kynnt
áðurnefnt tilboð á sérstökum kynn-
ingarfundi Leikskóla Reykjavíkur í
Höfða í síðustu viku. Af því tilefni
flutti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri stutt ávarp og lagði
hún þar áherslu á mikilvægi þeirra
starfa sem unnin væm á leikskólum
borgarinnar. Sagði hún einnig að
laun leikskólakennara mættu vera
mun betri en þau nú væm og
kvaðst vonast til þess að breytingar
yrðu í þeim efnum áður en langt
um liði.
Skoðað
hvort efni
tímarita
varði
við lög
LÖGREGLAN í Reykjavík
rannsakar nú hvort efni tíma-
rita, sem gefin hafa verið út
hér á landi eða hafa verið
flutt hingað til lands til dreif-
ingar, kunni að brjóta í bága
við 210. gr. hegningarlaga
sem fjallar um framleiðslu,
birtingu og dreifingu kláms.
Að sögn Omars Smára Áj'-
mannssonar aðstoðaryfirlög-
regluþjóns er nú verið að
skoða efni þessara tímarita
með tilliti til hugsanlegra
brota á ákvæðum hegningar-
laga. Málið verði síðan metið
með hliðsjón af efnisinnihaldi
ritanna og ákvörðun þá tekin
um framhaldið.
Hann sagði að lögreglan
hefði af og til í rannsókn mál
sem lúta að klámi, einkum á
myndböndum og á Netinu.
Nokkur mál hafa verið í rann-
sókn og önnur í ákærumeð-
ferð. í gildi eru ákvæði þess
efnis að birtist klám á prenti,
skuli sá sem ábyrgð ber á
birtingu þess eftir prentlög-
um sæta sektum, varðhaldi
eða fangelsi allt að 6 mánuð-
um.
Sömu refsingu varðar það
að búa til eða flytja inn í út-
breiðsluskyni, selja, útbýta
eða dreifa á annan hátt klám-
ritum, klámmyndum eða öðr-
um slíkum hlutum.
Veiting
prestsembættis
á Grenjaðarstað
Reynt að
finna viðun-
andi lausn
INGI Hrafn Óskarsson, að-
stoðarmaður dóms- og kirkju-
málaráðherra, segir að nið-
urstaða kærunefndar jafn-
réttismála um að jafnréttislög
hafi verið brotin við veitingu
embættis sóknarprests í
Grenjaðarstaðarprestakalli
verði skoðuð í ráðuneytinu og
að reynt verði að finna viðeig-
andi lausn á málinu.
í niðurstöðu kæmnefndar-
innar segir að nefndin telji
kæranda, sem er kona, hæfari
í starfið en sá karlmaður sem
hlotið hafi starfið. Ingi Hrafn
segir að rætt verði við kær-
andann og fjallað um það
hvað hægt verði að gera í
hennar máli.
Enn hætta
vegna ösku
frá Heklu
MÆLINGAR hafa verið gerð-
ar á flúor í Hekluösku, snjó og
leysingavatni eftir rigninguna
laugardaginn 4. mars.
I ljós kom að regnvatnið hef-
ur skolað flúorinn vel úr ösku,
sem er ofan á snjónum. Hins
vegar virðist ennþá vera hætta
íyrir hendi í öskulagi eða ösku-
lögum sem snjóaði eða skóf yfir
og rigniiigin hefur ekki náð til.
Þeir sem eiga hross og ann-
að búfé úti verða því enn að
vera á varðbergi þótt hættan
hafi minnkað. Sömu reglur
gilda og áður. Gefið fénaðinum
vel og sjáið honum fyrir vatni,
helst rennandi en forðist leys-
ingavatn og polla, segir í frétt
frá yfirdýralækni.
Ríkið sýknað af kröfum fyrrverandi
starfsmanna Landsbankans
Fyrrverandi ^
starfsmenn LI
fá ekki biðlaun
Morgunblaðið/Jim Smart
Væntanlegir leikskólakennarar komu til mdttöku í Höfða í boði Leik-
skóla Reykjavíkur, þar á meðal þessir þrír. Frá vinstri: Svava Brynja
Sigurðardtíttir, Guðríður Hlöðversddttir og Bjarney Ásgeirsddttir.
Nýútskrifaðir leikskólakennarar
Fá laun í mánuð áður
en þeir hefja störf