Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.03.2000, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Iíristján Gluggaþvottur á góu Oddviti Grímseyinga um ummæli formanns stjornar byggðastofnunar títhluti til Hríseyj- ar frekar en taka af Grímseyingum Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 á morg- un, sunnudag. Hátíðarmessa kl. 14. Beyene Kaitassie frá Konsó í Eþíópíu flytur predikun. Kór Akureyrarkirkju syngur. Prest- ar og Valgerður Valgarðsdóttir djákni þjóna fyrir altari. Gaile Soka frá Konsó í Eþíópíu syng- ur. Tekið við framlögum til hjálparstarfs. Kaffisala Kvenfé- lags Akureyrarkirkju í safnað- arheimili eftir messu. Beyene og Gaile syngja nokkur lög. Bi- blíulestur í safnaðarheimili kl. 20 á mánudagskvöld í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar. Morgunsöngur í Akureyrar- kirkju kl. 9 á þriðjudag. Mömmumorgunn í safnaðar- heimili kl. 10-12 á miðvikudag. GLERÁRKIRKJA: Bama- samvera og messa kl. 11 á sunnudag, sameiginlegt upphaf. Foreldrar hvattir til að mæta með bömum sínum. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 20. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissam- vera kl. 12-13 á miðvikudag. Or- gelleikur, íyrirbænir, sakra- menti. Að helgistund lokinni er hádegisverður í safnaðarsal á vægu verði. Opið hús fyrir mæður og böm alla fimmtu- daga kl. 10-12. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morg- un, bænastund kl. 16.30, almenn samkoma kl. 17 og um kvöldið kl. 20 er unglingasamkoma. Heimilasamband kl. 15 á mánu- dag. Krakkaklúbbur fyrir 6-10 ára á fímmtudag kl. 17.30. 11 plús fyrir 11-12 ára á fóstudag kl. 17.30. Flóamarkaður alla föstud. kl. 10-18. HRÍSEYJARPRESTA- KALL: Fjölskylduguðsþjónusta í Stærri-Árskógskirkju kl. 11 á morgun, sunnudag. Fjölskyldu- guðsþjónusta í Hríseyjarkirkju kl. 14 á sunnudag. Sunnudaga- skóli í kirkjunni kl. 11 á morgun. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í kirkjunni við Eyrarlandsveg 26. LAUGALANDSPRESTA- KALL: Messa í Kaupvangs- kirkju kl. 11 á morgun. EFTIR rysjótta tíð að undanförnu veitir ekki af að þvo gluggana en Sigmundur Einarsson, veitinga- maður á Bláu könnunni á Akur- eyri, lét hendur standa fram úr- ermum við það verkefni á fimmtudaginn. Enda vilja gestir hans ólmir sitja út við glugga og horfa á mannlífið í göngugötunni fyrir utan. ÞORLÁKUR Sigurðsson oddviti í Grímsey sagði að Hríseyingum hefði alls ekki veitt af að fá einhvem hluta af byggðakvótanum sem Byggða- stofnun hefur til umráða og þeir væru alls góðs verðir. Kristinn H. Gunn- arsson formaður stjórnar Byggða- stofnunar sagði á fundi á Akureyri á miðvikudag það sína skoðun að frem- ur hefði átt að veita þeim byggða- kvóta sem kom í hlut Grímseyjar til Hríseyjar, þar myndi hann koma að betri notum. Takmarkið með byggða- kvóta væri að hann kæmi sem flest- um til góða og vandinn væri meiri nú um stundir í Hrísey en Grímsey. Þorlákur sagði að Kristinn yrði að fá að hafa sínar skoðanir og hann myndi ekki gera athugasemdir við þær. „Hríseyingar eru alls góðs verð- ir og þeim hefði sannarlega ekki veitt af byggðakvóta, en hvort besta leiðin sé að taka frá þeim sem þegai’ hafa „ÞAÐ er eftirsjá að stórum fram- leiðanda eins og Benedikt Hjalta- syni,“ sagði Hólmgeir Karlsson, mjólkursamlagsstjóri í Mjólkur- samlagi KEA um þá ákvörðun Benedikts bónda á Hrafnagili að hætta búrekstri og selja mjólkur- kvóta sinn. Benedikt er sem stendur stærsti mjólkurframleiðandi lands- ins með tæplega 500 þúsund lítra. Benedikt hefur ekki enn selt mjólkurkvótann, en sagði í Morgun- blaðinu í gær að líklegast væri að hann yrði seldur burt af samlags- svæði KEA. fengið úthlutað skal ég ekki segja,“ sagði Þorlákur. „Hríseyingar eru í miklum vanda og þar þarf að hressa upp á atvinnu- lífið. Eg held að formaður stjómar Byggðastofnunar ætti að gangast fyrir því að hægt verði að úthluta þeim svipuðum kvóta og við fengum, án þess að vera að taka hann af okk- ur. Þorlákur sagði að byggðakvóta yrði skipt í þrjá potta, til vinnslu- stöðva, sem gætu þannig aukið at- vinnu, einnig væri verið að hjálpa ný- liðum að komast inn í greinina og loks væri úthlutað til þeirra sem ættu lít- inn kvóta. Veður hefur verið óstöðugt í Grímsey síðustu vikur og lítið hægt að róa að sögn Þorláks. „Við vonum að hann fari að stilla til og menn geti farið að róa af einhverju viti,“ sagði hann. „Það er sjónarsviptir þegar ung- ur og dugmikill bóndi eins og Bene- dikt velur að fara út úr greininni. Það er enginn vafi á því að það er eftirspurn eftir öllum hans kvóta og miklu meira til innan svæðisins, þannig að ég hefði vitanlega viljað sjá Benedikt bjóða kvótann innan sveitar og mér þætti það að mörgu leyti eðlilegast, þótt í þessum efnum séu engin svæðamörk," sagði Hólm- geir. „Það er í mínum huga umhugs- unarefni þegar ungur og dugandi bóndi eins og Benedikt kýs að hætta.“ Stærsti mjólkurframleiðandinn ætlar að hætta og selja kvotann Eftirsjá að ungiim og dugandi bónda Fyrsta operusýningin i Tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð ■ \ WéF-Jí': <* ■ ■* óperuslettur úr ýmsum áttum... 1 nemendaópera SöngkóLms i Reykjavik i Sunnudaginn 12. mars kl. 16 Miðasala við innganginn Miðaverð 1.000 kr. Miðapantanir í síma 552-7366 Ræktun á kræklingi hefst í Eyjafirði í sumar FYRIRHUGAÐ er að hefja rann- sóknir og ræktun á kræklingi í Eyjafirði í sumar og sagði Víðir Björnsson einn þeirra sem að verk- efninu standa að um væri að ræða á svæði frá Hjalteyri og inn eftir fírði allt að Krossanesi við Akureyri. Víðir sagði að um mjög einfalda ræktun væri að ræða, nánast þyrfti lítið annað að gera en koma reipum fyrir í sjónum þar sem hrygningar- stöðvar kræklingsins eru. Á fyrsta sólarhringnum eftir hrygningu breytist kræklingurinn í sviflíki og svífur um sjóinn í fjórar til fímm vikur í leit að bústað. „Og þá verð- ur maður að vera klár með spott- ana, það er miklar líkur á að þeir setjist á þá,“ sagði Víðir, en alls ætlar hann að setja út um 16 kíló- metra af köðlum næsta sumar. Það kemur svo í ljós hversu mikið hefur sest á þar næsta vor, 2001, en ræktunin tekur í allt tvö ár. Starfsmenn Hafrannsóknastofn- unar á Akureyri munu taka þátt í rannsóknum tengdum ræktun kræklinganna. Guðrún Þórarins- dóttir sjávarlíffræðingur hjá Haf- rannsóknastofnun verður verkefn- isstjóri. Víðir sagði að markaður fyrir kræklinga væri stöðugur og verðið frekar á uppleið. Menn frá Kanada sem stunda kræklingaræktun hafa skoðað aðstæður hér á landi og telja þær mjög góðar, að sögn Víð- is. Þar hefur ræktunin vaxið hratt á liðnum árum og er nú orðin stór- iðnaður á um áratug, en þar starfa um 650 manns við störf tengd þess- ari ræktun og útflutningsverðmæti nemur um einum milljarði. Til leigu verslunarpláss Geislagata 12 Á besta stað í miðbæ Akureyrar. Húsnæðið er 95,5 fm. Upplýsingar gefur Sveinn, sími 897 7878
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.