Morgunblaðið - 11.03.2000, Qupperneq 26
LAUGARDAGUR 11. MARS 2000
VIÐSKIPTI
MÓRGÚNBLÁÐÍÐ
%
100
80
60
40
20
Samsetning rekstrartekna
íslensku bankanna 1999
Lands-
banki
Aðrar rekstrar-
tekjur
Gengismunur
Tekjur af hlutabr.
og eignarhlutum
í félögum
Hreinar
þjónustutekjur
Vaxtamunur
Samanburður á íslenskum og evrópskum bönkum kynntur á fundi Landsbankans
V erðlagn-
ing íslensku
bankanna
eðlileg
Erlendar reynslutölur sýna veruleg sam-
legðaráhrif af sameiningum banka og að
mati fjármálaráðgjafar Landsbanka Is-
lands er samruni Landsbankans og Is-
landsbanka æskilegur kostur. Steingerður
Ólafsdóttir sat fund Landsbankans þar sem
sameining íslenskra banka og staða þeirra
miðað við hina evrópsku var m.a. rædd.
slands- Búnaðar-
banki banki
FBA
Samanburður á Q-hlutfalli*
íslenskra og evrópskra banka
Danmörk
Noregur
Frakkland
Svíþjóð
Þýskaland
Finnland
Landsbanki
íslandsbanki
Búnaðarbanki
Portúgal
Svíþjóð
EVRÓPA
FBA
Spánn
Ítalía
ZH
Q-hlutfall er hlutfall
milli markaðsvirðis
og eigin fjár
VERÐLAGNING íslensku
bankanna fjögurra er í
samræmi við verðlagn-
ingu banka í Evrópu, að
mati Tryggva Tryggvasonar og
Stefáns H. Stefánssonar hjá
Landsbanka íslands. Þetta kom
fram í erindum þeirra á kynningar-
fundi Viðskiptastofu Landsbankans
þar sem kynnt var greining á ís-
lensku bönkunum.
Auk Tryggva og Stefáns hafði
framsögu Halldór J. Kristjánsson
bankastjóri og gerði grein fyrir
helstu liðum í ársreikningi Lands-
banka íslands hf. Halldór tók í
upphafi fundar skýrt fram að nið-
urstöður Tryggva og Stefáns væru
alfarið á þeirra ábyrgð en ekki
settar fram í nafni Landsbankans.
Eigið fé Landsbankans
vanmetið um 35-40%
Að mati fjármálaráðgjafar
Landsbankans, sem Stefán veitir
forstöðu, er eigið fé íslensku bank-
anna yfirleitt vanmetið, og eigið fé
Landsbankans þó sýnu mest eða
um 35-40%. Þetta rökstyður Stef-
án með því að eignir í fjárfestinga-
bók og óskráð verðbréf í veltubók
eru stór hluti af efnahagsreikningi
bankans. Þessir liðir eru ekki færð-
ir til markaðsvirðis og er eigið fé
því minna en ella. Eignir sem Stef-
án vísar til eru m.a. 50% eignar-
hlutur Landsbankans í VÍS og
LÍFÍS, 16% eignarhlutur Lands-
bankans - Framtaks í íslenska
hugbúnaðarsjóðnum og hlutabréf
Landsbankans í deCODE. Eigið fé
Landsbankans samkvæmt efna-
hagsreikningi í árslok 1999 er um
11,4 milljarðar en Stefán endur-
metur eigið fé bankans upp á um
15,8 milljarða. Samtals áætlar
Fjármálaráðgjöf Landsbankans að
eigið fé FBA sé vanmetið um 18-
20% og Búnaðarbankans um 12-
15% og er sérstaklega vísað til
eignar bankanna á hlutabréfum í
deCODE og öðrum óskráðum
hlutabréfum. Eigið fé íslandsbanka
er að mati Stefáns einungis van-
metið um 2-3%, vegna ýmiss konar
hlutabréfaeignar í fjárfestingabók.
Þegar borið er saman endurmetið
eigið fé bankanna er Landsbankinn
eftir sem áður stærstur en eftir
endurmat er FBA næststærstur og
íslandsbanki þriðji stærstur, öfugt
við raunverulegt bókfært eigið fé
bankanna um síðustu áramót.
í ljósi þessa gerði Tryggvi
Tryggvason grein fyrir Q-hlutfalli
íslensku bankanna eða hlutfalli
markaðsvirðis og eigin fjár, sem er
lægst hjá Landsbankanum og
lækkar enn við endurmetið eigið fé.
Q-hlutfall er algeng samanburðar-
stærð á fjármálafyrirtækjum. Sé
Q-hlutfall íslensku bankanna borið
saman við Q-hlutfall evrópskra
banka kemur í ljós að það er ekki
úr takti að sögn Tryggva og hann
bætir við að í evrópskum saman-
burði virðist íslenskir bankar eðli-
lega verðlagðir miðað við eigið fé.
Q-hlutfalI hinna Norðurlandanna
er lægra en allra íslensku bank-
anna, sérstaklega hlutfall Noregs
og Danmerkur. „í Noregi gæti
skýringin verið ítök ríkisins í bönk-
um og þröng löggjöf m.t.t. sam-
þjöppunar,“ segir Tryggvi, en
norska ríkið á meirihluta í stærstu
bönkunum þar í landi.
V/H-hlutfall sýnir hversu langan
tíma það tekur núverandi hagnað
fyrirtækis að skila sér til baka í nú-
verandi markaðsvirði og er hátt V/
H-hlutfall óæskilegt. í samanburði
við evrópska banka er V/H-hlutfall
íslensku bankanna í samræmi við
banka í Evrópu en töluvert hærra
en hjá bönkum á Norðurlöndunum.
V/H-hlutfall ítalskra og þýskra
banka er hæst og gæti það skýrst
af væntingum um verulega hag-
ræðingu, að sögn Tryggva. Sam-
runi þýsku bankanna Dresdner
Bank og Deutsehe Bank gefur vís-
bendingu um að V/H-hlutfall
þýskra banka sé á niðurleið og
verulegrar hagræðingar sé að
vænta þar í landi. Þar eru banka-
einingar margar og tiltölulega
smáar og arðsemi lítil. A Bretlandi
og Spáni hefur nokkur samþjöppun
aftur á móti orðið og heildar-
afkoma greinarinnar er þar best.
Væntingar um samruna ekki
komnar inn í hlutabréfaverð
Tryggvi segir ljóst að væntingar
vegna sameiningar íslenskra banka
séu ekki komnar inn í verðlagningu
á hlutabréfum þeirra, heldur ein-
ungis væntingar vegna hagræðing-
ar innan bankanna. Hann segir
ljóst að íslandsbanki sé kominn
lengst íslensku bankanna í raun-
verulegri hagræðingu og verðlagn-
ing á hlutabréfum Islandsbanka sé
of lág. Verð á hlutabréfum FBA og
Búnaðarbankans sé aftur á móti
nokkuð hátt sé horft á áhættustig.
Stefán gerði grein fyrir því sam-
runaferli sem gengið hefur yfir
Evrópu og nefndi í því sambandi
sameiningu Unidanmark og Merita
Nordbanken annars vegar og síð-
ast sameiningu stærstu banka
Þýskalands, Deutsche Bank og
Dresdner Bank. Auk þess hafa
bankar og tryggingafélög samein-
ast í auknum mæli en Landsbanki
íslands er einmitt stór hluthafi í
VÍS. Stefán segir ljóst að þróunin
hafi orðið sú að minna sé um sam-
runa, en að sama skapi verði þeir
stærri.
Stefán setti fram erlendar
reynslutölur varðandi samlegðar-
áhrif af sameiningum banka. Þar
kom fram að sameining viðskipta-
banka leiddi að meðaltali til lækk-
unar um 35% af kostnaði smærri
einingarinnar, eða 12% af sameig-
inlegum kostnaði og jafnframt að
sameining viðskiptabanka við fjár-
festingarbanka eða tryggingarfélag
skilaði mun minni samlegðaráhrif-
um. Varðandi mat á mögulegu
rekstrarhagræði af sameiningu ís-
lenskra viðskiptabanka var stuðst
við tölur miðað við rekstrarkostnað
bankanna árið 1998. Þar kemur
fram að mest hagræði er af sam-
einingu Landsbanka og íslands-
banka, að mati fjármálaráðgjafar
Landsbankans. Sameining þessara
tveggja banka myndi leiða til lækk-
unar um 37,6% af kostnaði smærri
einingarinnar, sem er Islands-
banki, eða 16% af sameiginlegum
kostnaði. Sambærilegar tölur við
hugsanlega sameiningu Lands-
banka og Búnaðarbanka eru 37,5%
og 14,2% og myndi slík sameining
leiða næstmest hagræði af sér. Við
hugsanlega sameiningu íslands-
banka og Búnaðarbanka eru töl-
urnar 32,6% og 14,7%. Þessi sam-
antekt Stefáns tekur ekki tillit til
mögulegs tekjutaps af samruna,
heldur er einungis horft á kostnað-
arhagræði.
Stefán segir að almenn viður-
kenning sé á nauðsyn stærri ein-
inga í fjármálakerfinu í sívaxandi
erlendri samkeppni. „Bankakerfið
á íslandi samanstendur af 3 við-
skiptabönkum, 26 sparisjóðum og 3
fjárfestingarbönkum. Einingarnar
hér á landi eru of margar og of litl-
ar,“ segir Stefán og bætir við að
stærðin skipti máli. „Þeir ná
árangri í hörðu samkeppnisum-
hverfi sem getur boðið upp á
breidd í vöruframboði og skilvirka
og trausta þjónustu."
Samsetning rekstrartekna
skiptir einnig máli við
mat á hagræði
í mati á því hagræði sem hugs-
anlega skapast af samruna ís-
lenskra viðskiptabanka skiptir
einnig máli hversu líkar einingarn-
ar eru, að sögn Stefáns. Þegar
uppbygging og samsetning rekstr-
artekna bankanna fjögurra er
skoðuð kemur í ljós að margt er
líkt með samsetningunni hjá Is-
landsbanka og Landsbanka. „Ætla
má að það auki enn á möguleg
samlegðaráhrif," segir Stefán.
Ef mynd af samsetningu tekn-
anna er skoðuð kemur í ljós að
áhættustig starfseminnar hjá FBA
er mikil, miðað við hina bankana, í
ljósi mikils gengismunar. Þetta
kom m.a. fram í máli Tryggva.
Gengismunur hjá Búnaðarbanka er
ívið minni hluti af rekstrartekjum
en hjá FBA en þó töluverður.
Starfsemi Islandsbanka og Lands-
banka er því m.a. lík að því leyti að
gengismunur er tiltölulega lítill
hluti af tekjum og af því má draga
þá ályktun að áhættustigið sé þeim
mun lægra.
Tryggvi segir mismikinn vaxta-
mun bankanna skýrast af ýmsum
þáttum hjá hverjum og einum
banka. Hækkun á vaxtamun hjá
íslandsbanka skýrist af aukinni
verðbólgu og hugsanlega hærra
vaxtaálagi. Lækkun á vaxtamun
hjá Búnaðarbanka skýrist af veru-
lega auknu hlutfalli fyrirtækjalána
í útlánasafni og aukinni hlutabréfa-
eign bankans. Hátt hlutfall fyrir-
tækja, ríkisfyrirtækja og sveitarfé-
laga í útlánasafni bankans skýrir
lægri vaxtamun hjá Landsbanka en
hjá hinum bönkunum en vaxtamun-
urinn lækkar einnig lítillega vegna
verðbólgu.
Kostnaðarhlutfall bankanna hef-
ur mikið verið í umræðunni í sam-
bandi við afkomutölur þeirra.
Kostnaðarhlutfall er rekstrar-
kostnaður sem hlutfall af tekjum.
Kostnaðarhlutfall bankanna hefur
lækkað á undanförnum árum og
Tryggvi segir líklegt að svo verði
áfram ef fram heldur sem horfír.
Hlutfallið er hæst hjá Landsbank-
anum eða 70,9% en hjá Búnaðar-
banka og íslandsbanka er kostnað-
arhlutfallið um 62%. Tryggvó segir
Ijóst að Landsbankinn ætti að geta
náð svipuðu hlutfalli og íslands-
banki og að hans sögn skýrir mikill
gengishagnaður Búnaðarbanka af
hlutabréfaviðskiptum lækkandi
kostnaðarhlutfall hjá Búnaðar-
bankanum, þar sem hverjar 100
milljónir í hagnað skila 1% í lækk-
uðu kostnaðarhlutfalli.
Baugur hf.
Stefnt að
skráningu
í Svíþjóð
BAUGUR hf. stofnaði um síðustu
mánaðamót dótturfyrirtæki í Sví-
þjóð, sem ber nafnið Baugur (Sver-
ige) AB. Stefnt er að því að skrá *
bréf í dótturfyrirtækinu á sænska
hlutabréfamarkaðinum seint á
þessu ári eða fyrri þluta þess
næsta, að sögn Jóns Ásgeirs Jó-
hannssonar, forstjóra Baugs.
Málið mun verða kynnt ítarlega
á aðalfundi félagsins. Jón Ásgeir
segir að dótturfyrirtækið muni í
tengslum við umsókn um skrán-
ingu fara í hlutafjárútboð, þar sem
norskum og sænskum fjárfestum
verði líklega boðnar 100 milljónir f
króna í félaginu. Ekki býst hann þó
við að hlutaféð verði boðið íslensk-
um fjárfestum. „Það er líklegt að
umsjónaraðilar útboðsins verði
sænskir aðilar í samstarfi við Fjár-
festingarbanka atvinnulífsins."
Jón Ásgeir segir að fyrirtækið
muni sjá um rekstur verslana
Debenhams og Arcadia í Svíþjóð.
Reiknað er með að fyrsta verslunin
verði opnuð í Stokkhólmi í maí nk.
undir nafninu Miss Selfridges og I
félagið er nú að vinna í að velja
staðsetningu fyrir verslanir
Debenhams. „Baugur mun fjár-
festa fyrir 200 millj. kr. í þessu
verkefni á yfirstandandi ári,“ segir
Jón Ásgeir.
------*-4-4----
Forstjóri
Landsvirkjunar
• •
Ofugmæli að
Landsvirkjun
vinni gegn
samkeppni
FRIÐRIK Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, segir að það séu j
hrein öfugmæli að halda því fram að
Landsvirkjun sé að taka höndum
saman við aðra aðila um að ganga frá
samkeppni á fjarskiptamarkaði. I
grein í viðskiptablaði Morgunblaðs-
ins sl. fimmtudag, um flokkaskipt-
ingu í fjarskiptaþjónustu, var m.a.
sagt frá því að fyrirtækið TNet, sem
er í eigu Landssíma Islands, Lands-
virkjunar og Tölvumynda, hefði í
hyggju að koma á fót öðru svonefndu
Tetra-kerfi í fjarskiptum. Jafnframt
var sagt að því hefði verið fleygt að
Landsvirkjun og Landssíminn vildu
taka höndum saman um að ganga frá
allri samkeppni á fjarskiptamarkaði.
„Þvert á móti er það stefna
Landsvirkjunar að auka samkeppni
á þessum markaði. Flest, ef ekki öll,
fjarskiptafyrirtæki á íslandi hafa nú
þegar haft samband við okkur og
óskað eftir viðræðum um not af
fjarskiptaeignum Landsvirkjunar,“
segir Friðrik.
Hann segir að á næstunni muni
Landsvirkjun fá leyfi til að taka þátt
í rekstri fjarskiptafyrirtækja, en til
þess þurfi lagabreytingu. Orkuveita
Reykjavíkur hafi um nokkurt skeið
rekið fjarskiptafyrirtækið Línu.net
og alþekkt sé í heiminum að orku-
fyrirtæki sem eiga fjarskiptaeignir
taki þátt í fjarskiptafyrirtækjum.
„Tilgangur Landsvirkjunar er fyrst
og fremst sá að koma eigum sínum í ,
víðtækari not og auka þannig verð- I
gildi fyrirtækisins. Það munum við
gera með því að stofna sérstakt félag
um eigur okkar og hleypa öðrum að
þeim til gagnaflutnings á viðskipta-
legum grunni. Auk þess ætlum við
að taka þátt í samstarfi á sérstökum,
afmörkuðum sviðum, þar sem við
höfum eitthvað til brunns að bera,
t.d. á sviði Tetra-kerfisins, en
Landsvirkjun var frumkvöðull að því
að kynna möguleika þeirrar tækni
hérlendis á sínum tíma,“ segir Frið-
rik.