Morgunblaðið - 11.03.2000, Page 32
32 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Ein af myndum Lárusar H.
List á sýningunni Eskimo
art á Kaffi Mokka.
Eskimo
artá
Mokka
SÝNING Lárusar H. List,
Eskimo art, verður opnuð á
Kaffi Mokka á morgun, sunnu-
dag, kl. 21. Þetta er sjötta
einkasýning Lárusar H. List.
Síðasta sýning hans var í Þjóð-
arbókhlöðunni í Reykjavík í
mars 1999 og bar yfirskriftina
María mey augu guðs. Hann
hefur einnig tekið þátt í mörg-
um samsýningum.
Lárus er fæddur í Reykjavík
árið 1956, hann er menntaður
við Iðnskólann í Reykjavík, í
húsagerð.
Sýningin á Mokka stendur til
8. apríl.
Blásarar í
Ráðhúsinu
BLÁSARASVEITIR Tónmennta-
skólans halda tónleika í Ráðhúsi
Reykjavíkur í dag, laugardag, kl. 16.
A tónleikunum koma fram yngri
og eldri blásarasveit sem hvor um
sig samanstendur af um 30 hljóð-
færaleikurum á aldrinum 9-16 ára.
Stjórnendur hljómsveitanna eru
Einar Jónsson og Vilborg Jónsdótt-
ir.
Allir í leit
að ást
KVIKMYIVDIR
Háskólabíú, Kringlu-
bíú, Nýja bfú Akur-
eyr i
fíaskó ★★★
Handrit og leikstjórn: Ragnar
Bragason.
Kvikmyndataka: Ágúst Jakobsson.
Leikmynd: Jón Steinar Ragnars-
son. Klipping: Sigvaldi J. Kárason.
Tónlist: Barði Jóhannsson. Hljóð-
hönnun: Kjartan Kjartansson. Bún-
ingar: Helga Rún Pálsdóttir.
Framleiðendur: Friðrik Þór Frið-
riksson, Skúli Fr. Malmquist, Þórir
Snær Sigurjónsson.
Leikendur: Björn Jörundur Frið-
björnsson, Eggert Þorleifsson,
Kristbjörg Kjeld, Margrét Ákadótt-
ir, Ólafur Darri Ólafsson, Róbert
Arnfinnsson, Silja Hauksdóttir,
Tristan Gribbin.
ÞRJÁR ástarsögur úr daglega líf-
inu fléttast saman á ótrúlegan hátt
en þó þannig að trúlegt getur talist.
Þetta gæti alveg gerst og staðfestir
þá kenningu að raunveruleikinn er
oft ótrúlegri en skáldskapurinn. Þó
er þetta auðvitað skáldskapur eftir
handritaskáldið (nýyrði sem égrakst
á í gær) og kvikmyndahöfundinn
Ragnar Bragason. Hugmynd hans
er góð. Að segja þrjár sögur samtím-
is og rekja þær upp hverja inn í aðra
með aðferðum kvikmyndarinnar þar
sem hægt er að leika sér með
tímann, það sem gerist á undan ger-
ist raunar á öftír og öfugt; kvik-
myndalæsi (annað nýyrði) áhorfenda
er orðið slíkt að þeim er ætlandi að
fylgja slíkri frásögn eftir án teljandi
vandræða. Þetta gefur myndinni
einnig skemmtilegt yfirbragð, fram-
vindan kemur á óvart, tengingar
sagnanna verða óvæntar og
skemmtilegar.
Júlía er ung stúlka sem á vingott
við tvo pilta, annar vinnur í banka,
hinn er sjómaður. Móðir hennar er
einstæð, miðaldra og ófullnægð. Hún
leitar fi'óunar í sértrúarsöfnuði og
beinir ást sinni að falsprédikaranum
Samúel. Hann er ómerkilegur lodd-
ari sem stundar kynlífsleiki með
fatafellu. Afi Júlíu er einmana gam-
all maður sem verður ástfanginn af
frú Helgu sem á hund. Hún man tím-
ana tvenna og vill ekki sjá peninga-
lausan, íslenskan ellilífeyrisþega.
Hann ákveður að ræna banka til að
standast mál. Og æsist nú leikurinn.
Varla er sanngjarnt að rekja sögu-
þráðinn lengra til að hafa ekki
ánægjuna af væntanlegum áhorf-
endum.
Það er yfir þessari mynd þægilega
afslappað andrúmsloft. Persónulegt
tempó (svo notað sé tökuorð) leik-
stjórans, engar hasarmyndaklipp-
ingar, enginn æsingur. Persónurnar
fá að njóta sín og greinilegt að leik-
stjórinn/handritshöfundurinn hefur
áhuga á persónum ekki síður en at-
burðarás. Persónurnar eru innbyrð-
is ólíkar en hafa allar sömu þörfina
fyrir að sigrast á einmanaleikanum
og fmna ástina í einhverri mynd.
Leikstjórinn gefur sér tíma til að
byggja upp persónurnar með nokk-
uð raunsæislegum hætti en þó er
þeim stillt upp í kómísku ljósi svo
áhorfandinn velkist ekki í neinum
vafa um að þetta er kómedía. Þó er
myndin ekki drepfyndin, öllu heldur
launfyndin með áherslum á skondin
smáatriði í leik og texta, næmt auga
leikstjórans fyrir slíku nýtur sín vel.
Silja Hauksdóttir skapar sannfær-
andi persónu innan þeirra marka
sem henni eru sett af höfundi. Stúlk-
an Júlía er stefnulaus unglingur, lað-
ast að eldri piittrm, anfíar giftur og
hinn hálfgerður einfeldningur; sjálf
virðist hún hjartagóð en framtíð
hennar er óljós og skiptir kannski
engu máli. Ollu þessu skilar Silja
ágætlega.
Bjöm Jörundur leikur sjómann-
inn, einfeldning sem að eigin sögn
hefur alltaf verið á sjónum. Hann
virðist þó líka hafa hlýtt hjarta og
Björn Jörundur skapar nokkuð sér-
kennilega steríótýpu (ef þannig er
hægt að komast að orði) úr þessum
efniviði. Björn Jörundur beitir
Kristbjörg Kjeld í hlutverki frú Helgu.
reyndar svipbrigðum þannig að
stundum hvarflar að manni að per-
sónan sé ekki alveg heil á geði en þar
sýnist sjálfsagt sitt hverjum.
Róbert Arnfinnsson og Kristbjörg
Kjeld ljá myndinni listræna kjöl-
festu. Bæði eru þau frábærir leikar-
ar og bregst ekki bogalistin fremur
en endranær. Gamli maðurinn í
höndum Róberts er skemmtilega
lævís og útsjónarsamur. Hann veit
hvað hann vill þó hægt fari og sífellt
má sjá í svip hans einhverja glettna
hugsun og áætlun um næstu skref.
Persónan er vel samin og textinn
hæfir hinum gamla manni, orðfærið
er sannfærandi. Ekkjufrúin Helga í
meðförum Kristbjargar er kapítuli
útaf fyrir sig, veruleikaskyn hennar
er verulega brenglað, stórglæsileg
kona sem hefur afneitað þæginda-
lausu lífi sínu, lifir í fortíðinni en þó
er ekki laust við að hvarfli að manni
að hún geri sér þetta allt saman upp,
það henti henni bara betur. Krist-
björg leikur á alla strengi sem hlut-
verkið leggur henni til. Leikstjórinn/
handritshöfundurinn hefur lagt alúð
við þessar persónur og atriðin þeirra
eru meðalþess besta í myndinni.
Margrét Ákadóttir er hin ólánlega
móðir sem leggur hug á prédikar-
ann. Hún kemst vel frá þessu passíva
hlutverki, draumur hennar er varan-
legt samband við prédikarann og
hún nær samúð áhorfenda að nokkru
en einnig skilar hún vel þeirri hugs-
un um persónuna að hún sé óttalega
blind á hið rétta innræti hans, ein-
manaleiki hennar byrgir henni sýn.
Eggert Þorleifsson er á heimavelli í
hlutverki prédikarans svikula. Þetta
er skýrasta gamanhlutverk myndar-
innar og Eggert hefur öll blæbrigði
svips og raddar vel á valdi sínu en
persónan sjálf er óneitanlega dálítil
klisja; siðlaus predikari sem prettar
trúgjarnan söfnuð sinn og býr í vel-
lystingum á hans kostnað.
Loks verður að nefna Ólaf Darra
Ólafsson sem er hinn barnalegi
bankagjaldkeri sem veit ekki hvar
hann á að horfa á boltann og geyma
dótið sitt þegar konan hefur rekið
hann á dyr. Bankaránsatriðið var
skemmtilega íslenskt.
Það er kannski helsti kostur þess-
arar myndar hversu íslensk hún er
og blessunarlega laus við eftiröpun
erlendra fyrirmynda í efnistökum.
Ragnar Bragason sýnir að hann er
sjálfstætt hugsandi kvikmyndahöf-
undur, hann hefur góða tilfmningu
fyrir persónum og spaugilegum að-
stæðum, myndataka, tónlist og leik-
mynd leggjast á eitt við að skapa
skemmtilega kvikmynd sem þó er yf-
irlætislaus í frásagnarmáta sínum.
Sögurnar þrjár sem sagðar eru sitt á
hvað eru reyndar hver fyrir sig efni í
heila kvikmynd svo áhorfandinn er
skilinn eftir fullur forvitni um frekari
afdrif persónanna. Það hlýtur að
teljast kostur þó velta megi fyrir sér
hvort myndinni sé ekki skorinn full
þröngur stakkur til að gera svo
mörgum hliðum skil samtímis.
Sumpait finnst manni að engin sag-
an komist verulega á skrið áður en
horfið er yfir í næstu og mjög er liðið
á myndina áður en kynningum allra
persóna er lokið og hin raunverulega
flétta tekin við. Til að ná fullu jafn-
vægi þarna á milli hefði myndin að
ósekju mátt vera heldur lengri en 90
mínútna lágmarkið.
Hávar Sigurjónsson
Straumar í
Gallerí
Reykjavík
MYNDLISTARMAÐURINN Jón-
as Bragi opnar sína sjöttu einka-
sýningu, sem hann nefnir Straum-
ar í sýningarsal Gallerís Reykja-
vík, Skólavörðustíg 16, í dag,
laugardag, kl. 16.
A sýningunni sýnir Jónas Bragi
skúlptúra sem hann hefur unnið úr
kristalgleri og öðrum glerefnum.
Verkin eru flest geometrísk form
og skírskota til náttúrunnar og þá
einkum í vatn og haf í sínum ýmsu
myndum.
Jónas Bragi lauk námi í skúlp-
túrdeild Myndlista- og handíða-
skóla íslands 1989 og stundaði
glerlistarnám í West Surrey Coll-
ege of Art & Design og Edinburgh
College of Art, þaðan sem hann
lauk meistaranámi í glerlist, og
segir í fréttatilkynningu að verk
hans Öldur hafi verið valið besta
listaverk útskriftarnema í glerlist á
Bretlandseyjum, á sýningunni
Crystal ’92 árið 1992.
Hann hefur tekið þátt í fjölda
samsýninga víðsvegar um heiminn
og haldið einkasýningar. Jónas
Bragi var valinn myndlistamaður
Kópavogs 1997.
Við opnunina mun Sarah
Buckley spila einleik á lágfiðlu.
Sýningin stendur til 26. mars og er
opin virka daga frá kl. 10-18, á
laugardögum frá kl. 11-18 og á
sunnudögum frá kl. 14-17.
Kammertónleikar í
Garðabæ
Hljómkór-
inn syngur
á fyrstu
tónleikum
FYRSTU tónleikar í tónleikaröð-
inni Kammertónleikar í Garðabæ á
árinu 2000 verða haldnir í Vídalíns-
kirkju og í safnaðarheimili kirkj-
unnar, Kirkjuhvoli, Garðabæ í dag
kl. 17.00. Fram koma Gerrit Schuil,
Richard Simm og Hljómkórinn.
Mcnningarmálanefnd Garðabæj-
ar hefur veg og vanda af tónleikun-
um.
Fjögur kórverk
Á efnisskrá tónleikanna eru fjög-
ur kórverk, Jesu meine Freude,
mótetta fyrir fimmraddaðan kór,
eftir J.S. Bach. Ave verum corpus,
KV 618 fyrir fjórraddaðan kór, eft-
ir Mozart. Ave Maria úr Quattro
pezzi sacri (fjögur andleg Ijóð) eftir
Verdi og Liebeslieder (Ástarsöngv-
ar) op.52 eftir Brahms.
Fyrstu þrjú verkin eru andlegs
eðlis og verða flutt í Vídalínskirkju
undir stjórn Gerrit Schuil, en Rich-
ard Simm leikur með á orgel. Að
þeim flutningi loknum verður gert
hlé á dagskránni og framborið
kaffi f boði menningarmálanefnd-
ar.
I fjórða og sfðasta verkinu, Lieb-
Morgunblaðið/Sverrir
Gerrit Schuil stjómar Hljómkómum á æfingu. Við orgelið er Richard Simm.
esliederwalzer eftir Brahms, sem
eru átján söngvar, kveður við allt
annan tón en í þeim fyrri, og er
verkið því flutt í safnaðarheimilinu
Kirkjuhvoli sem er eins og kunnugt
er við hliðina á Vídalínskirkju. Hér
er sungið af mikilli gleði um ástina
og dásemdir lffsins. Lögin eru fjöl-
breytt því þar skiptist á einsöngur,
tvísöngur, þrísöngur og fjórsöngur
og píanóleikararnir Gerrit Schuil
og Richard Simm leika með fjór-
hent á píanó.
Hljómkórinn var stofnaður árið
1993 af hópi söngvara sem sungið
hafði saman við ýmsar kirkjulegar
athafnir. Kórinn sem nú er skipað-
ur sautján söngvurum, hefur komið
fram við ýmis tækifæri, en tónleik-
arnir eru fyrstu opinberu tónleik-
arnir sem kórinn syngur einn.