Morgunblaðið - 11.03.2000, Síða 38

Morgunblaðið - 11.03.2000, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 Samskipti Hundahald bætir geðið og heilsuna Lyfjanotkun Sum ofnæmislyf skerða aksturshæfni MORGUNBLAÐIÐ Nýjungar Forðalyfjum fjölgar mjög á næstu árum Krabbamein Sagt frá nýrri meðferð við nýrnakrabba Krabbamein í nýrum Könnun á áhrifum ofnæmislyfja á ökuhæfni New York. AP. Ný meðferð virðist árangursrík MEÐFERÐ, sem líkja má við bólu- setningu, getur upprætt eða minnkað æxli í sjúklingum með nýrnakrabbamein sem breiðst hef- ur út í líkamanum, samkvæmt nýrri rannsókn. Sérfræðingar töldu niðurstöðu rannsóknarinnar mjög eftir- tektarverða en vöruðu við of mik- illi bjartsýni þar sem hún náði að- eins til sautján sjúklinga. Þeir sögðu að umfangsmeiri rannsóknir væru nauðsynlegar. Æxiin hurfu í fjórum sjúkling- anna og minnkuðu um rúman helming í tveimur öðrum, að því er fram kemur í grein visindamanna frá Göttingen-háskóla í nýjasta hefti tímaritsins Nature Medicine. Krabbamein, sem breiðst hefur út frá nýra, er mjög erfitt viðfangs og læknar hafa því oft beitt ýmsum meðferðum sem eru enn á tilraunastigi. I nýju rannsókninni kom í Ijós að æxli hurfu í Iunga, beinum, eitlum og víðar í líkaman- um. Markmiðið með rannsókninni var að fá ónæmiskerfið til að ráð- ast á æxli, líkt og þegar venjuleg bóluefni fá líkamann til að verjast sýklum. Vísindamennirnir notuðu blóðfrumur, svokaliaðar greinótt- ar frumur, sem fá yfirleitt ónæmis- kerfið til að ráðast á sýkla með því að bera hluta þeirra í aðrar frum- ur. Vísindamennirnir blönduðu saman milljónum æxlisfruma úr sjúklingunum og greinóttum frum- um úr blóðgjöfum og sprautuðu síðan blendingsfrumunum í sjúkl- ingana. Frumurnar gátu þá kallað fram ónæmisviðbrögð með því að sýna hluta æxlanna í sjúklingnum. Fyrst var ónæmingarefninu sprautað tvisvar í sjúklingana, með sex vikna millibili. Þeim sem fengu bata var siðan gefin sprauta á þriggja mánaða fresti. Engar al- varlegar aukaverkanir komu fram. í þremur sjúklinganna hurfu æxlin á fyrstu tólf vikunum, að sögn vísindamannanna. Geta haft meiri áhrif en áfengi Reuters Fjölmörg lyf geta skert hæfni manna til að stjórna ökutækjum. Philadelphia. AP. EFNI sem er algengt í ofnæmislyfj- um, sem víða fást án lyfseðils, kann að hafa meiri áhrif á ökuhæfni en áfengi hefur, samkvæmt niðurstöðum könn- unar sem birtar voru í vikunni. Rannsakendur við Háskólann í Iowa í Bandaríkjunum prófuðu 40 ofnæmis- sjúklinga í ökuhermi og komust að því, að venjulegur skammtur af and- histamíninu diphenhydramín, sem er í lyfinu Benadryl og hliðstæðum lyfj- um, höfðu meiri áhrif á ökuhæfni en nokkrir áfengir drykkir. I rannsókninni voru áhrif nýrri gerðar andhistamíns, fexofenadíns, eiimig könnuð, en það er í lyfinu Al- legra, sem er lyfseðilsskylt. Segja rannsakendumir að hvað áhrif á öku- hæfni varðar hafi ekki verið hægt að greina mun á áhrifum fexofenadíns og óvirks samanburðarlyfs. Framleiðandi Benadryls gagn- rýndi rannsóknina og sagði á henni „alvarlega galla“ þar eð hún hafi verið að hluta til fjármögnuð af fyrirtækinu Aventis, sem framleiðir Allegra. Dr. John Weiler, prófessor í læknisfræði og höfundur rannsóknarinnar, jsagði ekkert athugavert við hana. „Ég er ekki til sölu,“ sagði hann. „Við erum alls ekki að mælast til þess að hætt verði að selja þessi lyf. Benadryl er mjög áhrifaríkt andhistamín. Það eru aukaverkanirnar sem valda áhyggj- um.“ Richard Compton, starfsmaður Þjóðvegaöryggisráðs Bandaríkjanna, sagði að ekki hefðu verið gerðar næg- ar rannsóknir á áhrifum ofnæmislyfja á akstursöryggi og fólk virti of oft að vettugi viðvaranir um að neyta ekki áfengis eftir að hafa tekið ofnæmislyf. Hver er munurinn á sálfræðingi oggeðlækni? GYLFIÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Það vill vefjast fyrir sumum hvort þeir eiga að leita til sálfræðings eða geðlæknis, þegar þeir þurfa á aðstoð að halda vegna geðrænna vandamála eða sjúk- leika. Hver er munurinn á sálfræð- ingi og geðlækni og undir hvaða kringumstæðum á annar betur við en hinn? Svar: Meginmunurinn á sál- fræðingum og geðlæknum felst í ólíkri grunnmenntun þeirra, sem leiðir til þess að þeir nálgast við- fangsefni sitt á mismunandi hátt, þótt vandinn sem fengist er við kunni að vera sá sami. Námslengd þessara tveggja starfsstétta er ekki ósvipuð. Grunnmenntun sál- fræðinga er oftast 5-6 ár, eftir því hvaða námsleið þeir fara og í hvaða löndum þeir eru menntaðir. Læknanám hér á landi tekur 6 ár. Sálfræðinámið felst einkum í því að læra um sálarlífið, svo sem eðli- leg þroskaferli, skynjun, hugsun, nám og persónuleika. Einnig er lögð áhersla á fræðilegar rann- sóknaraðferðir og hagnýtar rann- sóknir og mælingar á einstakling- um, svonefnd sálfræðileg próf. A lokastigi námsins er nokkur sér- hæfing og skrifa nemendur loka- ritgerð á sínu sérsviði. í sálfræði- náminu er þó höfuðáherslan á hið heilbrigða og eðlilega í sálarlífi fólks og það er ekki fyrr en í sér- fræðinámi að loknu embættisprófi að sálfræðingurinn snýr sér að þeirri sérgrein er hann hyggst starfa við. Nám til sérfræðiviður- kenningar tekur 414 ár og er eink- um fólgið í starfsþjálfun á stofnun- um undir handleiðslu, en einnig viðbótar fræðilegu námi á sérsviði og samningu fræðilegrar ritgerðar sem fæst birt í ritrýndu sérfræði- riti. Þetta sérnám getur verið á sviði kh'nískrar sálfræði, sem er ein stærsta sérgrein sálfræðinnar, en hún fæst við greiningu og með- ferð á afbrigðilegu og geðsjúku fólki. Læknanámið beinist einkum að líkamanum og á seinni stigum námsins aðallega að sjúkdómum og lækningum á þeim. Meðal helstu námsgreina eru líffæra- fræði, efnafræði, lyfjafræði, líf- fræði og lífeðlisfræði. Kennsla í sálfræði er ekki mikil, en námskeið eru um hina ýmsu sjúkdóma- flokka, þar á meðal geðlæknis- fræði. Að embættisprófi loknu fara flestir læknar í sérnám, t.d. í geð- læknisfræði, og er því hagað á svipaðan hátt og sérnám í klínískri sálfræði hjá sálfræðingum og leiðir til sérfræðiviðurkenningar. Ólík nálgun Þótt bæði klíníski sálfræðingur- inn og geðlæknirinn hafi lokið sér- fræðinámi og fáist við svipuð eða sömu viðfangsefni í starfi sínu, er nokkur munur á því hvernig þeir nálgast viðfangsefni sín, sem bygg- ist m.a. á hinni ólíku grunnmennt- un sem þeir hafa fengið. Geðlækn- irinn beitir viðtölum og geðskoðun og leitar uppi sjúkdómseinkenni, sem leiða til sjúkdómsgreiningar. Sálfræðingurinn notar einnig við- töl við greiningu sína, en auk þess beitir hann stöðluðum mælikvörð- um og prófum til þess að greina persónuleika sjúklingsins og geð- ræn vandkvæði hans. Vegna þess að í námi sálfræðingsins er lögð áhersla á hið normala í sálarlífi einstaklingsins, er sálfræðingurinn ekki síður vakandi fyrir hinum sterku og heilbrigðu þáttum í fari sjúklingsins, sem geta haft veruleg áhrif á batahorfur hans. Meðferðin sem á eftir fylgir get- ur verið margs konar. Sálfræðing- urinn beitir einkum viðtalsmeðferð og styðst þar við hugmyndafræði og aðferðir fræðimanna eins og sálkönnun Freuds eða viðtalstækni Carl Rogers. Geðlæknar beita einnig slíkri viðtalsmeðferð. Sál- fræðingurinn hefur auk þess oft sérþjálfun í kerfisbundnum atferl- islækningum, eins og t.d. hug- rænni meðferð. Það sem geðlækn- irinn hefur umfram sálfræðinginn við meðferð sína er að hann notar lyf við lækningar sínar, sem sál- fræðingurinn hefur ekki leyfi til að nota. Þess vegna verður oft helsti munurinn á meðferð geðlæknis og sálfræðings sá, að læknirinn notar lyf, en sálfræðingurinn notar við- talsmeðferð í meira mæli en lækn- irinn. Oft er nauðsynlegt að gefa sjúklingnum lyf, einkum þegar um alvarlegri geðsjúkdóma er að ræða. Því er meira um það að geð- læknar fáist við alvarlegri geðveiki en sálfræðingar. Þó getur við- talsmeðferð átt þar við einnig. í hugsýki eða hinum vægari geð- sjúkdómum er viðtalsmeðferð eða aðrar aðferðir, sem sálfræðingar beita einkum, mun meira notuð. Þó getur tímabundin lyfjagjöf einnig átt við þar. Oft fer saman viðtals- meðferð og lyfjagjöf. Þetta á ekki síst við þunglyndi, þar sem besti árangurinn fæst með lyfjagjöf og viðtalsmeðferð, einkum hugrænni meðferð, samhliða. Sá samanburður sem hér hefur verið gerður á menntun og störf- um sálfræðinga og geðlækna verð- ur að skoðast með vissum fyrir- vara. Hér er sálfræðingur að skilgreina starfssvið annarrar stéttar, geðlækna, og kynnu þeir að hafa eitthvað við þann saman- burð að athuga. Vonandi er þessi samanburður þó ekki ósanngjam. Sálfræðingar og geðlæknar vinna mikið saman og nýta sér- þekkingu hverjir annarra í grein- ingu og meðferð og vísa á milli eft- ir því sem þeim þykir vænlegast til árangurs. Enn sem komið er standa þeir þó nokkuð ólíkt að vígi á eigin stofum utan stofnana. Þjón- usta geðlæknisins er niðurgreidd af Tryggingastofnun, en þjónusta sálfræðingsins ekki. Því er oftast nokkru dýrara að leita sálfræðings en læknis. Þetta stendur vonandi til bóta áður en langt um líður til hagsbóta fyrir þá sjúklinga, sem gætu átt von á betri úrlausn hjá sálfræðingi eða kjósa fremur að leita til sálfræðings en geðlæknis. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spumingum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og brcfum eða sím- bréfum mcrkLVikulok, Fax:569 1222.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.