Morgunblaðið - 11.03.2000, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 51
SIGURÐUR
JÓNSSON
fólkið í þessum útsveitum Skaga-
fjarðar mátti búa við á hinum hörðu
ísaárum í kringum 1882 og hjálp-
semi Guðnýjar og Jónatans við þá
sem máttu þola hungur og neyð.
Elsku amma þú hafðir mikið að
gefa og varst mikil og góð fyrir-
mynd okkur þínum afkomendum.
Þú varst til hins síðasta að hugsa
hvernig þú gætir hjálpað og orðið
að liði. Við munum ávallt minnast
þín sem elskulegrar ömmu, lang-
ömmu og langa-langömmu. Megi
góður Guð geyma þig um alla ei-
lífð.
Ég vil að lokum kveðja þig með
ljóði föður þíns, sem þér var mjög
kært og þú skrifaðir upp og gafst
mér. „Kveðju erindi, flutt við gröf
góðrar og göfugrar móður“. Er það
hér með tileinkað þér.
Hinsta ganga þín var þessi.
Þennan yfir tára dal.
Gæskuríkur Guð þig blessi
og greiði veg að himnasal.
Þú sagðir þegar neyð var nærri:
nú mun koma hjálpin stærri.
Margan svangan saddir þú,
í sannri von og sterkri trú.
Þakkar orð í síðsta sinni
senda feginn vil ég þér.
Þú mig leiddir úti og inni
og allt hið besta vildir mér.
Þú hefir gengið þrautaveginn.
Þín er sælan hinumegin.
Eg af huga og munni mæli,
móðir kæra.Vertu sæl.
(Franz Jónatansson, Málmey.)
Valgeir Steinn Kárason
og ijölskylda.
Okkur langar til að minnast
langömmu okkar í fáeinum orðum.
Hún var yndisleg kona, einstak-
lega hjartahlý, og ein merkasta
kona sem við höfum verið svo
heppin að eiga að. Okkur fannst
við svo rík, að eiga langömmu og
langalangömmu. Litla húsið henn-
ar við Skógargötuna stóð alltaf
opið okkur og á veturna var gott
að koma í hlýjuna til hennar og fá
heitt kakó og lummur. Hún
geymdi alltaf leikföng undir stofu-
sófanum sem er okkur mjög minn-
istætt. Þetta voru hálfgerð undra-
leikföng sem var ekki hægt að fá
leið á. Þau samanstóðu af lestum,
kubbum, beinum og einhverju
öðru sem við áttum ekki heima hjá
okkur. Það var alltaf jafnspenn-
andi að fá að leika sér með dótið
hennar langömmu. Það var alltaf
svo fallegt hjá henni um jólin.
Hún var mikið fyrir að skreyta og
hafa fallegt í kringum sig. Stund-
um fengum við að hjálpa til við að
skreyta húsið hennar þar sem
hvert skraut átti sinn stað. Sög-
urnar sem hún sagði okkur fyllti
hún lífi, þær urðu ljóslifandi í
huga okkar. Frásagnarhæfileiki
hennar var einstakur, sagan frá
því þegar hún fór fótgangandi til
Reykjavíkur til lækninga er eftir-
minnileg og hún var alltaf jafn-
spennandi þegar hún sagði okkur
hana. Við eigum eftir að sakna
þess að hafa hana ekki hjá okkur.
Elsku langamma/langalangamma,
Guð blessi þig og varðveiti.
Dagmar Hlín Valgeirsdóttir,
Guðrún Jóna Valgeirsdóttir,
Þórður Þórðarson, Iris Lilja
Þórðardóttir og Valgeir Ingi
Þórðarson.
Nú er eikin aldna hnigin,
eins þau falla sterku vígin,
hljóð við fetum stutta stíginn,
stöldrum við og signum það,
sem er nú moldu úthlutað.
Á þér hafa bylgjur brotið,
bjarma þriggja alda notið.
Veganesti vandað hlotið,
vitni ber þitt líf og starf,
að traustan fékkstu feðra arf.
Þér mun verða sýndur sóminn,
þau safnast um þig gömlu blómin,
sem eignast hafa engla róminn,
út svo sprungið Drottni hjá.
Fullkomnuð er ferðin þá.
Kristján Árnason, Skálá.
+ Sigurður Jóns-
son fæddist í
Sauðhaga á Völlum
24. janúar 1947.
Hann lést á heimili
sínu Víkingsstöðum
á Völlum 6. mars
síðastliðinn. Móðir
Sigurðar er Ingi-
björg Sigríður Sig-
urðardóttir, f. 15.9.
1924 Sauðhaga á
Völlum, fyrrum mat-
ráðskona við Skóg-
rækt ríkisins á Hall-
ormsstað. Faðir
hans var Jón Jóns-
son, f. 18.1. 1912, d. 31.7. 1992,
bóndi í Klausturseli á Jökuldal,
1955-69. Síðar verkamaður á Eg-
ilsstöðum. Bróðir Sigurðar sam-
mæðra er Magnús Ólafsson, f.
27.5. 1955, maki Birna Björns-
dóttir, eiga þau þrjú börn. Syst-
kini samfeðra: Hrafnkell, f. 3.2.
1948, maki Sigríður M. Ingi-
marsdóttir, eiga þau tvö börn;
Aðalsteinn, f. 12.10. 1952, maki
Ólavía Sigmarsdóttir, eiga þau
Qögur börn; Jón Hávarður, f.
17.11. 1957, maki íris Randvers-
dóttir, eiga þau þrjú börn; Rósa,
f. 14.6. 1962, maki Bjarni Richt-
er, eiga þau tvö börn; Ingibjörg
Jóhanna, f. 10.8. 1964, maki Dag-
ur Emilsson, eiga þau tvö börn.
Eiginkona Sigurðar frá 1970
er Ina Gunnþórunn Gunnlaugs-
dóttir, f. 18.5. 1952, frá Tjarnar-
landi í Hjaltastaðaþinghá. For-
eldrar hennar, Gunnlaugur
Gunnþórsson, f. 18.9. 1923, d.
26.4. 1986, og Sigríður Hrólfs-
dóttir, f. 15.2. 1927. Börn Sigurð-
Þessar línur eru kveðja til Sig-
urðar bróður míns á Víkingsstöð-
um. Mjög er mér tregt tungu að
hræra, kvað Egill forðum. Mér fer
eins þegar ég kveð þig, bróðir
Ég var ekki hár í loftinu þegar
foreldrar mínir sögðu mér að ég
ætti bróður sem héti Sigurður,
hann ætti heima hjá mömmu sinni
og ömmu í næstu sveit. Ekki man
ég hvenær við sáumst fyrst en þá
vorum við orðnir stálpaðir, enda
samgöngur með allt öðrum hætti
þá. Þrátt fyrir þessa fjarlægð í
æsku mynduðust á milli okkar
sterk bönd enda blóðböndin sterk-
ari en nokkurn grunar. Milli okkar
tókst vinátta sem styrktist eftir því
sem á leið.
Það leið þó oft langur tími á milli
samfunda. Samskipti okkar á síðari
árum hafa tengst tvennu, annars
vegar gleðistundum í fjölskyldunni,
fermingum, giftingum, ferðalögum
og síðast en ekki síst árvissum jóia-
boðum, hins vegar sorgaratburðum
þegar dauðinn hefur kvatt dyra og
fjölskyldan hefur sameinast í sorg-
inni. Þarna komu þínir bestu eigin-
leikar í ljós. Þú varst glaður og reif-
ur á gleðistund en traustur og
tryggur þegar eitthvað bjátaði á.
Alla tíð eins og kletturinn sem
stóðst stöðugur þótt gæfi á bátinn.
í öllu fasi þínu og framkomu sá ég
svipmót föður okkar svo sterkt að
með ólíkindum var.
Ég fylgdist með af stolti eftir að
ég fluttist á Eskifjörð hvernig þið
ína byggðuð upp af myndarskap á
Víkingsstöðum, mér er minnisstætt
hve heillaður ég varð þegar ég kom
fyrst í íbúðarhúsið sem þið byggðuð
á einhverju fallegasta bæjarstæði á
Fljótsdalshéraði.
Mér var það metnaðarmál að sjá
ykkur bræður mína gera af sér-
stökum myndarskap það sem ég
ætlaði að gera en framkvæmdi
ekki, að erja landið og rækta
lagðprútt sauðfé.
I öllu varst þú hreinn og beinn og
komst til dyranna eins og þú varst
klæddur, ófeiminn við að setja fram
skoðanir þínar og sagðir hispurs-
laust kost og löst á mönnum og
málefnum, stundum dómharður
enda vanur því að gera skyldu þína
og ætlaðist til þess sama af öðrum.
Ég veit ekki hvernig þér hefði
ar og ínu eru 1)
Magnús, f. 16.4.
1970, í sambúð með
Halldóru Mögnu
Sveinsdóttir frá Eg-
ilsstöðum, f. 2. 6.
1972. Sonur þeirra
er Sigurður Orri, f.
26.4. 1999. 2) Ingi-
björg Sigríður, f.
8.7. 1980, unnusti
hennar er Þorsteinn
Jóhannsson frá
Auðólfsstöðum í A-
Hún., f. 7. 8. 1976.
Sigurður ólst upp
í Sauðhaga á Völl-
um. Landbúnaðarstörf áttu hug
hans allan frá unga aldri og hóf
hann lífsstarf sitt sem bóndi í
Sauðhaga._ Árið 1974 hófu Sig-
urður og Ina búskap á Víkings-
stöðum á Völlum. Samhliða bú-
skap hefur Sigurður gegnt
ýmsum störfum hjá sláturhúsi
Kaupfélags Héraðsbúa á Egils-
stöðum. Hann var einnig sér-
hæfður í ullarmati og starfaði
við það á Héraði og víðar. Hann
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum,
má þar nefna að hann hefur ver-
ið til margra ára húsvörður fé-
lagsheimilisins Iðavalla og
sljórnarmaður í Búnaðarfélagi
Vallahrepps. Hestamennska var
eitt helsta áhugamál Sigurðar og
gegndi hann ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir hestamannafélagið
Freyfaxa og var nú síðast stjórn-
armaður þar.
Utför Sigurðar fer fram frá
Egilsstaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14. Jarðsett
verður í Vallanesi.
líkað að lesa það sem ég hefi sett
hér á blaðið, líklega hefðirðu hlegið
og sagt mér að gera eitthvað þarf-
ara, en þetta verðurðu að þola mér,
kæri bróðir. Ég kveð þig með trega
en þakka þér samfylgdina sem varð
alltof stutt. Guð geymi þig.
Við Sigríður sendum öllum ætt-
ingjum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur með ósk um að minningin
um góðan dreng verði ykkur styrk-
ur í sorginni.
Hrafnkell A. Jónsson.
í dag kveð ég elskulegan fóstra
minn, Sigurð Jónsson eða Sigga
eins og þú varst alltaf kallaður.
Þegar Ina hringdi í okkur og sagði
okkur að þú hefðir orðið bráð-
kvaddur var eins og allt stæði kyrrt
og ég vissi ekki hverju ég átti að
trúa. Þú áttir svo mikið eftir af líf-
inu og við áttum eftir að eyða svo
mörgum stundum saman. Við höfð-
um spjallað svo létt saman fyrir
nokkram dögum og þú varst svo
hress og kátur eins og þú varst
ávallt. Tíminn framundan var því
+ Guðrún Sæm-
undsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 13.
apríl 1942. Hún lést á
Landspitalanum 19.
febrúar síðastliðinn
og fór útfor hennar
fram frá Landakots-
kirkju 2. mars.
Ég sit hérna og
hugsa með mér hvað
ég get sagt um
tengdamóður mína
Guðrúnu Sæmunds-
dóttur eða Rúnu eins
og hún var ávallt köll-
uð. Það er svo margt gott hægt að
segja um hana. Ég gleymi því ekki
hversu vel hún og maður hennar
Jón Rafnar Jónsson tóku á móti
mér þegar konan mín dró mig heim
í mat til þeirra í Gerðinu fyrir
meira en sex árum. Upp frá því
bjartur og fullur af möguleikum.
Margar minningar á ég um þig því
ég var svo lengi hjá þér og Inu
frænku á Víkingsstöðum eða
„heima á Víkingsstöðum". Ég kom
fyrst til ykkar smá patti að verða
10 ára gamall úr Reykjavík. Þið
tókuð mér strax mjög vel og má
segja að ég hafi verið alla tíð sem
ykkar barn. Þið pössuðu svo vel
uppá mig. Þið kennduð mér líka
margt. Þið náðuð svo vel að þroska
frumkvæði unga mannsins og
ábyrgð hans gangvart mönnum og
dýrum. I sveitinni undi ég mér vel
fjarri amstri borgarinnar og vildi
frekar vera hjá ykkur þar sem var
svo skemmtilegt að vera og nóg að
gera. Þó þurfti ég alltaf að fara suð-
ur í skólann en var þó oftast lengur
á haustin og fór snemma austur í
sveitina á vorin, því ekki mátti ég
missa af sauðburðinum og göngun-
um. Ina frænka eldaði líka besta
matinn og af honum mátti maður
ekki missa. Hreindýrabollui-nar
fannst okkur vera það besta sem
við borðuðum. Þá var sko veisla.
Sveitalífið átti svo sannarlega við
þig og þú hafðir gaman af dýram
og af því að hafa fólk í kringum þig.
Þú hafðir alltaf gaman af ýmsum
uppákomum eins og þegar þú settir
mig fyrst á hestbak heima þegar
Ljónslöpp tók strikið með mig nið-
ur tún og uppeftir aftur og ég end-
aði á því að ríghalda mér í girðing-
arstaur stjarfur af hræðslu. Eins
þegar við hengdum ýluna í símalín-
una á gamlárskvöldi og ég uppá
herðunum á þér og síðan sprakk
allt saman. Þú hafðir gaman af því
að rifja sögurnar upp með okkur og
þá var nú hlegið. Þið Ina vorað búin
að byggja upp jörðina með nýjum
fjárhúsum og núna glæsilegu íbúð-
arhúsi, húsi sem þið áttuð svo sann-
arlega skilið eftir alltof mörg ár í
gamla bænum. Ég kom austur
ásamt fjölskyldu minni til að hjálpa
ykkur og þú varst alltaf þakklátur
íyrir það þegar ég kom að hjálpa til
og létta undir með ykkur á búinu.
Þú hafðir gaman af börnum og
búinn að fá afastrák sem var skírð-
ur Sigurður í höfuðið á þér.
Þú var alltaf léttur í skapi og
fórst það vel að umgangast fólk og
vinna með fólki. Annars var það nú
svo að þú hafðir alltaf mikið að gera
og virtist aldrei getað setið lengi og
spjallað því þú varst alltaf ljúka
einhverju veríd. Ekki voru þær fáar
ferðirnar í Egilsstaði sem þú fórst
og ég sagði stundum við þig að þú
gætir keyrt þangað blindandi svo
vel þekktirðu leiðina. Hjálpsemi var
þér í brjóst borin og þú vildir ekki
láta bíða eftir þér. Þú varst líka
alltaf boðinn og búinn að aðstoða
aðra. Margir nutu starfskrafta
þinna og því verður seint fyllt þitt
skarð.
Elsku Siggi, þú munt alltaf eiga
vísan stað í hjarta mínu, því ég á
þér svo margt að þakka. Ég og fjöl-
skylda mín mun minnast þín alla
tíð. Votta ég ykkur ína, Maggi,
Halldóra, Sigurður Orri, Ingibjörg
Sigríður, Þorsteinn, Ingibjörg, Sig-
voru samskipti okkar
góð eða eins og þau
geta best orðið. Ég
tók eftir einlægninni í
fari hennar Rúnu. Þau
hjónin voru mikið fjöl-
skyldufólk og þeim
leið ávallt vel ef ætt-
ingjar þeirra voru hjá
þeim. Fyrir mér var
þetta framandi því ég
hef ekki alist upp við
slíka væntumþykju í
garð ættingja eins og
þau sýndu.
Með okkur Rúnu
þróaðist mikill vin-
skapur, hún talaði oft við mig um
það sem hún var að gera, eða ef
hún vildi frá viðbrögð við einhverju
sem hún var að vinna að þá stund-
ina. Þetta gaf mér mjög mikið því
hún virtist _meta það sem ég sagði
við hana. Ég var stoltur af þeirri
ríður og öðrum aðstandendum mína
dýpstu samúð.
Árni Jónsson.
Það er með söknuði sem ég kveð
vin minn Sigga á Víkingsstöðum en
hann lést 6. mars á 13 ára afmælis-
daginn minn. Það er erfitt að sætta
sig við það að eiga ekki eftir að
hitta hann oftar og geta ekki þvælst
með honum í sveitinni. Ég var ekki
gamall þegar ég fór að vilja gista
pg vera eftir í sveitinni hjá Sigga og
ínu, og alltaf var jafn gaman að
vera hjá þeim. Mér fannst Siggi
alltaf glaður og góður. Hann var
aldrei reiður við mig sama hvað ég
gerði eða sagði. Ég held að hann
hafi látið allt eftir mér sem ég bað
um, hann sótti hest ef ég vildi fara
á hestbak, hann keyrði í torfærur e£
ég bað hann um það og hann fór
með mig á vélsleða og fjórhjól. Ég
fékk að fara með að reka rollur upp
á fjall og hann fór með mér að veiða
og alltaf var hann jafn þolinmóður
og góður við mig. Ég mun ætíð
muna eftir Sigga.
Elsku ína, Ingibjörg og Magnús
og aðrir aðstandendur, megi góður
guð styrkja ykkur í þessari miklu
sorg.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé iof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.) *"*
Steinar Aron.
Siggi er dáinn. Ég á erfitt með að
trúa þessu. í mínum huga er Siggi
alltaf stóri og sterki strákurinn.
Hann var elstur af okkur krökkun-
um í Sauðhaga og eini strákurinn í
nokkuð mörg ár. Ég man hvað mér
fannst hann sætur, hávaxinn með
dökkt hrokkið hár. Æskuárin liðu
við leik og starf. Siggi var ungur
þegar hann vann við hlið móður-
bræðra sinna og gaf ekkert eftÍT,
Eftir aðSiggi byrjaði að búa og
flutti í Víkingsstaði aðstoðaði hann
oft þessa frændur sína þegar á
þurfti að halda. Siggi kom oft í
heimsókn í Sauðhaga til að ræða
málin við frændfólkið. Ég á eftir að
sakna þess að heyra ekki „sæl
frænka“ og fá svo hlýtt faðmlag.
ína og Siggi vora nýlega búin að
koma sér upp nýju fallegu húsi á
Víkingsstöðum, leitt hvað þau fengu
stuttan tíma til að njóta þess sam-
an. Siggi var stoltur af bömunum
sínum Magnúsi og Ingibjörgu, svo
og litla nafna sínum. Þegar mesti
söknuðurinn er liðinn hjá er gott að
ylja sér við góðar minningar. ína
mín, það era erfiðir dagar hjá þéii
núna en þú átt góð börn og tengda-
börn. Inga frænka hefur misst góð-
an son og Magnús stóra bróður
sinn. Öll eigum við góðar minningar
um Sigga. Við sendum öllum að-
standendum hans okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Þín frænka,
Jóhanna og fjölskylda.
virðingu sem hún sýndi mér. Við
Rúna töluðum mikið um málefni
líðandi stundar og stjórnmál al-
mennt, en að þeim málum vann
hún ötullega, bæði fyrir Kvenna-
listann og síðar fyrir Samfylking-
una. Rúna var alltaf til í að leggja.
góðum málstað lið og hafði skoðuri
á hlutunum.
Ég á eftir að sakna samtala okk-
ar í Gerðinu því hún var greind
kona, víðlesin og hjartahlý. Eg hef
kynnst mörgum um ævina en það
eru ekki margir sem ég hef kynnst
sem hafa verið eins opnir og inni-
legir og Rúna og Rafnar. Flestir
sem hugsa til Rúnu hugsa líka til
Rafnars manns hennar því ég hef
sjaldan séð samrýndari hjón. Á
milli þeirra ríkti traust og mikil
vinátta og þau komu fram við hvort
annað af hlýju og virðingu. Égt
vona að hjónaband mitt verði eins
gott og hjónaband þeirra var.
Ég bið Guð að gefa Rafnari
styrk, því sorgin er mikil, og hún
er enn meiri þegar maður missir
maka og vin í sömu manneskjunni.
Við munum öll sakna hennar.
Hinrik Fjeldsted.
GUÐRÚN
SÆMUNDSDÓTTIR