Morgunblaðið - 11.03.2000, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 11. MARS 2000 5 3
fórum til hennar sagði hún
skemmtilegar sögur af fjölskyld-
unni og erum við komnar með gott
efni í ævisögu fjölskyldunnar. Og
þrátt fyrir að hún væri orðin mjög
veik hló hún alltaf jafnmikið. Hún
hló svo dátt að hún smitaði alla í
kringum sig og alltaf þakkaði hún
okkur innilega fyrir að nenna að
koma til hennar á spítalann.
Elsku amma, við söknum þín svo
mikið. Við munum alltaf geyma
minningu þína í hjarta okkar og
hugsa til þín. Við vitum að nú ertu
í góðum höndum og vakir yfir okk-
ur öllum. Takk fyi'ir allt.
Vilborg og Gunnhildur.
Það var áfall að fá upphringingu
um hádegið 3. mars og vera færðar
þær sorgarfréttir að Bogga mín
væri dáin, en ég hélt að hún fengi
að vera eitthvað lengur hjá okkur.
Hún fékk hjartaáfall og var flutt á
Landspítalann og var heldur farin
að jafna sig og átti að flytjast aftur
austur þennan dag. Ég var búin að
koma til hennar bæði á Landspítal-
ann og Vífilsstaði og auðvitað sá ég
að hún var mikið veik en samt
hafði hún fulla hugsun og bað strax
fyrir þakklæti til Sigga fyrir það
sem hann hafði lagfært fyrir hana
fyrir jólin. Þetta lýsti henni mjög
vel, en alltaf fannst henni hún
skulda öðrum eitthvað, þótt hún
væri alltaf boðin og búin að gera
alla hluti fyrir aðra þrátt fyrir sitt
stóra heimili.
Ég gleymi ekki þegar hún var að
hjálpa mér að sauma á dætur mín-
ar og sérstaklega er mér minnis-
stætt þegar hún saumaði kápur á
tvær elstu stelpurnar mínar upp úr
kápum af Binnu og Maju, sneri
efninu við af því þær voru farnar
að upplitast og þær voru ekki oft
fínni en þegar þær voru komnar í
„nýju kápurnar". Alltaf var opið
hús fyrir allá og ekki síst fyrir
börnin í Hagatúninu og þótt séu að
verða 11 ár síðan við fluttumst frá
Höfn var alltaf tekið á móti öllum
með hlaðið borð og ekki mátti
sleppa kleinum og pönnukökum og
helst þurfti líka að bjóða í mat.
Ég mun ekki gleyma ferðunum
okkar saman í vinnuna, þótt
„Hagavagninn" sé hættur að ganga
munu minningarnar geymast.
Bogga gat ekki fullþakkað það
aðeiga ánægjuleg jól með Bryndísi,
Grími og börnunum þeirra, en þau
komu frá Chile til að halda jólin
hér og höfðu þá ekki komið í tvö
ár. Allir aðrir í fjölskyldunni voni
nálægir og hún vakti yfir öllum af
einlægri ást og umhyggju.
Ég veit að það hefur verið tekið
vel á móti þér, Bogga mín, því þú
áttir svo indælan son sem var far-
inn svo alltof fljótt á undan þér.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra, barna, tengdabarna,
barnabarna og barnabarnabarns
frá mér og allri fjölskyldunni.
Guðný Egils.
Elsku frænka og vinkona, okkur
langar með örfáum orðum að minn-
ast þín og þakka alla þá velvild og
hlýju sem þú sýndir gegnum árin.
Þá er okkur ofarlega í huga er þú
og Inga systir þín komuð hingað að
Krossi. Þá var spilað á harmóniku
og gítar og sungið með og þið Inga
tókuð nokkur dansspor á stofugólf-
inu. Ógleymanlegt er þegar við
sóttum ykkur Ingu og fórum sam-
an til Bjargar og Hjartar í Hvera-
gerði. Þar sungum við bræðurnir
saman og Björg lék undir á píanó.
Það yljar okkur enn og er ógleym-
anlegt hve þakklát þú varst. Það
þurfti svo lítið til að laða fram
brosið þitt bjarta. Þá eru og
ógleymanlegar heimsóknir til þín á
Höfn, alltaf dúkað borð og borið
fram allt það besta og gestir leystir
út með gjöfum. Fyrir allt þetta er-
um við þakklát, þökkum samfylgd-
ina og vottum börnum þínum og
fjölskyldum þeirra okkar samúð.
Það var ætíð létt þín lund
þú vildir að engum vega.
Sofðu nú vært þinn síðasta blund.
Sðknum við þín með trega.
(S.B.)
Þórveig og Sveinbjörn, Krossi.
TEITNÝ
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Teitný Guð-
mundsddttir
fæddist á Kringlu í
Torfalækjarhreppi í
A-Hún. 23. september
1904. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á
Blönduósi 28. febrúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voni Guð-
mundur Sigurðsson,
f. 6. apríl 1878, d.
1921, og Anna Guð-
björg Signröardótlir.
Systur Teitnýjar eru
Anna Guðrún, f. 14.
mars 1902, d. 22. nóv-
ember 1974, Elínborg, f. 8. sept.
1903, samfeðra Anna Sigurlín, f. 6.
jan. 1914, d. 18. sept. 1974.
Teitný giftist 14. ágúst 1926
Sveini Kristóferssyni. Foreldrar
hans voru Kristófer Jónsson frá
Köldukinn og Sveinsína Sveins-
dóttir. Börn þeirra eru: 1) Guð-
mundur Einar, skipstjóri, f. 17.
janúar 1928. Kona hans er Mar-
grét Guðbrandsdóttir, f. 13. sept.
1929. Börn þeirra eru: Edda, f. 25.
júní 1952. Einar, f. 20. mars 1954.
Fyrrverandi eiginkona hans er
Guðrún Alda Bjömsdóttir, f. 12.
jan. 1956. Synir þeirra eru Valdi-
mar Teitur, f. 31. maí 1977, og
Guðmundur Sveinn, f. 5. maí 1983.
Dröfn, f. 16. febr. 1961. Sambýlis-
maður Simon McConnell, f. 29.
ágúst 1970. Dóttir þeirra er Kat-
rín, f. 17. maí 1999. Synir Drafnar
era Ægir Mar, f. 12.okt. 1983, og
Leó, f. 6. ágúst 1986. Ægir, f. 30.
jan. 1962. Böra hans eru Kári, f.
21. júlí 1984, lílfur, f.
13. júní 1990, Unna
Perla, f. 24. sept.
1992. 2) Elínborg
Anna, f. 10. júní
1938, d. ll.júm 1938.
3) Gunnar Ami, skip-
stjóri, f. 15. des.
1939. Kona hans er
Bára Þorvaldsdóttir,
f. 11. ágúst 1941.
Börn þeirra eru
Gunnar Þór, f. 20.
febr. 1962, maki
Bryndís Björk Guð-
jónsdóttir, f. 29. des.
1965. Dætur þeirra
eru Tinna Björk, f. 1. april 1985,
og Katla Björk, f. 3. jan. 2000.
Anna Elínborg, f. 14. apríl 1964,
maki Matthías Bjömsson, f. 26.
febr. 1960. Dætur þeirra eru
Brynja og Diljá, f. 22. mars 1994.
Áslaug Sif, f. 18. febr. 1969, maki
Magnús Geir Pálsson, f. 28. ágúst
1963. Dóttir þeirra er Bára Sif, f.
20. ágúst 1992.
Teitný hóf ásamt Sveini manni
sínum búskap á Blöndubakka í
Engihlíðarhreppi árið 1933. Þar
bjuggu þau til ársins 1943 er þau
fluttu að Holti á Ásum þar sem þau
bjuggu um tveggja ára skeið, en
brugðu þá búi og fluttu á Blöndu-
ós. Var Teitný þá ráðskona nokkur
sumur hjá vegavinnumönnum. Ár-
ið 1949 fluttu þau til Skagastrand-
ar þar sem Teitný starfaði við fisk-
vinnslu um árabil hjá Hólanesi hf.
Útför Teitnýjar fer fram frá
Hólaneskirkju á Skagaströnd í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Mín kæra amma. Ljúfai’-eru minn-
ingamar um þig og afa. Alltaf var
maður velkominn og alltaf var tími
fyrir spjall. Margar voru stundimar
sem við sátum við eldhúsborðið,
spjölluðum og lögðum kapal eða spil-
uðum á spil. Oft með svo Iúnum spil-
um að það var varla hægt að spila á
þau. Oft sagðir þú mér sögur af liðn-
um tímum, frá því í gamla daga í
svejtinni.
Ég man hvað mér þótti gaman að
fá að gista hjá ykkur afa þegar ég var
lítil stelpa, það var svo gott að vera
hjá ykkur, þið kepptust við að láta
manni líða vel. Þið vorað dugleg að
dekra við okkur bamabörnin.
Amma og afi vom bókhneigð og
vöktu hjá mér sem unglingi áhuga á
lestri góðra bóka.
Alltaf vomm við saman á jólunum,
við hjá ykkur á aðfangadag og þið hjá
okkur á gamlársdag. Alltaf var allt
eins, við sátum í sömu stólunum ár frá
ári, jólapakkamir á sínum stað,
rjúpulyktin og alltaf var sama hátíð-
lega stemmningin.
Amma lét sér annt um lífið í kring-
um sig. Hvort sem það vom börnin
sem bjuggu í næstu húsum, útigangs-
kettimir eða smáfuglamir í garðin-
um.
Guð geymi þig, elsku amma mín.
Ég veit þú ert fegin hvíldinni og að afi
tekur vel á móti þér með fallegu ljóði
eðavísu.
Nú leggégaugunaftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mínverivðmínótt
Æ, virst mig að þér taka,
méryfirláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt
(Þýð. S. Egilsson.)
Anna Elínborg.
góðu stundirriár okkar, til dæmis þeg-
ar þú kenndir mér að prjóna, allar
stundimar sem við eyddum í að spila
rommý, þegar við kepptum saman í
félagsvist, þegai- þú bakaðir handa
mér pönnukökur, þegar það vom
þvottadagar hjá okkm- og við vomm
að þvo vasaklútana hans afa, öll
ógleymanlegu aðfangadagskvöldin
heima hjá þér og afa og svona gæti ég
haldið lengi áfram.
Nú kveð ég þig, elsku amma mín,
með bæninni okkar sem við fóram
alltaf saman með þegar ég fékk að
gista hjá þér og afa:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífðri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginniyfirminni.
(Sig. Jónsson.)
Þín
Áslaug Sif.
Láttu nú ljósið þitt
logavið rúmið mitt
Hafðuþarsessogsæti,
signaðiJesúmæti.
(Höfiók.)
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesú, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr.Pét.)
Vertu, Guð faðir, faðir minn
ífrelsaransJesúnafni,
hönd þín leiði mig út og inn
svoallrisyndéghaíhi.
(Hallgr. Pét)
Elsku langamma, okkur langar að
þakka þér allt það góða sem þú gafst
okkur og allar góðu stundimar sem
við áttum saman.
Ljúfai’ minningar um þig munum
við varðveita innra með okkur og rifja
upp þegar við.
Við kveðjum þig með söknuði.
Blessuð sé minning þín.
Valdimar Teitur og
Guðmundur Sveinn.
Égfelíforsjáþína,
Guð faðir, sálu mína,
þvínúerkominnótt.
Umþósiðlátmigdreyma
ogþúfaenglageyma
nú bömin þín svo blundi rótt
(M. Joch.)
Guð blessi þig og vai’ðveiti,
elsku langamma.
Bára Sif, Brynja og Diljá.
Elsku amma á Bergi, margs er
minnast, margt er þér að þakka, en í
minningunni um þig geymi ég allar
Þær era ljúfar minningamar sem
koma upp í hugann nú þegar elskuleg
móðursystir mín Teitný Guðmunds-
dóttir er kvödd.
Efst í huga mér era þær móttökur
sem ég og móðir mín Ánna fengum í
hvert skipti sem við komum á heimili
Teitnýjar og Sveins Kristóferssonar
eiginmans hennar á Skagaströnd. I
æsku fannst mér ekkert sumar vera
án þess að fara norður, áyallt var
sama tilhlökkunin og sama tilhögunin
á ferðinni, fyrst var stansað á Blöndu-
ósi hjá Ellu frænku, systur þeirra
mömmu og Teitnýjar og Jóni Einars-
syni eiginmanni hennar, en síðan var
ferðinni haldið áfram til Skagastrand-
ar til Teitnýjar, Sveins og fjölskyldu.
AJltaf var sama góða viðmótið, ég sé
þau enn fyrir mér þegar þau stóðu í
dyranum á Bergi og buðu okkur vel-
komnar, hún hlý og hljóðlát með op-
inn faðminn og hann brosandi, ávallt
voram við jafn velkomnar. Sama við-
mótið fengu Óli og drengimir mínir
þegai’ ég seinna kom með þá norður.
Þeir hafa oft rifjað upp hvað þeim
fannst gott að koma í eldhúsið til
þeiira, þar sem þeir lærðu að leggja
kapal með Sveini meðan Teitný bar
fram kræsingar.
Stærsta sessinn í lífí Teitnýjar áttu
synimir tveir, þeir Guðmundur og
Gunnar og síðar fjölskyldur þeirra,
sem ávallt nutu þess besta sem hún
hafði að gefa.
Teitný og Sveinn vora mjög gest-
risin. Frændfólkið var margt þar sem
afasystir mín Guðrún Teitsdóttir,
Ami eiginmaður hennar, bróðir
Sveins og böm þeirra bjuggu öll á
Skagaströnd og vora tengsl milli
skyldfólksins afar sterk.
Oft kom Teitný suður til okkai’ í
heimsókn. Minnisstæðast er mér þeg-
ar þær mamma sátu saman og rifjuðu
upp liðna tíð frá æskuáranum á
Kringlu á Ásum þar sem þær ólust
upp hjá föður sínum Guðmundi Sig-
urðssyni en móður sína misstu þær
komungar. Á Kringlu nutu þær um-
önnunar ömmu sinnar Elínborgar og
Guðrúnar föðursystur sinnar.
Eftir að Sveinn missti heilsuna
fluttust þau inn á Blönduós þar sem
Sveinh lést árið 1991. Teitný bjó fyrst
að Hnitbjörgum en síðan á ellideild
Sjúkrahússins á Blönduósi, þar sem
þær Ella systir hennar bjuggu sitt
hvoram megin við ganginn.
Elsku Teitný mín; lífshlaup þitt var
orðið langt. Við Oli og fjölskylda
kveðjum þig með innilegri þökk fyrir
alla vinsemdina og umhyggjuna sem
þú ávallt hafðir fyrir okkur öllum, og
aldrei bar skugga á.
Ég bið algóðan Guð að blessa þig
og varðveita og leiða á nýjum vegum.
Elsku Ella mín, ég veit að breyt-
ingin er mikil fyrfr þig sem í mörg
undanfarin ár varst hennar stoð og
stytta, umhyggja þín fyrir systur
þinni var einstök, alltaf varst þú boðin
og búin til að gera allt fyrir hana sem í
þínu valdi stóð.
Kæra Guðmundur, Gunnar og fjöl-
skyldur. Megi minningin um elsku-
ríka móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu ylja ykkur um ókomin ár.
Við þökkum samfylgd á lífsins leið,
þar lýsandi stjömur skína.
Og birtan himneska björt og heið
húnboðarnáðinasína
En alfaðir blessar hvert ævinnar skeið
og að eilífú minningu þína.
(Höf.ók.)
Helga Benediktsdóttir.
Teitný Guðmundsdóttir var fædd á
Kringlu og ólst þar upp. Við voram
þremenningar, komin út af Guðmundi
Jónssyni og Guðránu Sigfúsdóttur
sem lengi bjuggu á Gafli í Víðidal.
Mikil vinátta ríkti milli heimilanna á
Kringlu og Torfalæk og frændsemin
rækt af alúð. Mikill samgangur var
þar á milli, bæði vetur og sumar, til að
spila eða dansa. Einnig hittist unga
fólkið oft í Haladal sem er mitt á milli
bæjanna.
Teitný frænka ólst upp á Kringlu
og átti þar heima þar til hún kynntist
manni sínum, Sveini Kristóferssyni,
ættuðum frá Köldukinn. Sveinn var
þá vetrarmaður á Húnsstöðum og
minnist ég þess að þau Teitný hittust
stundum á Torfalæk þegai’ þau vora
að draga sig saman. Eftfr að þau giftu
sig vora þau þijú ár hér á Torfalæk.
Sveinn var annálaður fjármaður og
fékkst einnig mikið við tamningar.
Hann hirti féð og gaf hverri kind nafn
og hélt dagbók um þær. Síðan áttu
þau heima í nágrenninu en frá 1949
áttu þau heimili á Skagaströnd. Þar
vann Sveinn almenna verkamanna-
vinnu en Teitný í frystihúsinu en var
einnig oft matráðskona hjá vega-
vinnumönnum á sumrin.
Nú var orðið lengi’a á milli, en ævin-
lega þegar leiðin lá út á Skagaströnd
var litið inn hjá Teitnýju og Sveini.
Þau vora tvisvar hluta úr vori hjá mér
um sauðburðinn og Sveinn drjúgur
við fjármennskuna sem endranær en
Teitný rösk til allra verka. Á kvöldirv. __
var svo oft sest við spilaborðið og spil-
að eitthvað fram eftir.
Teitný Guðmundsdóttir var lág-
vaxin en hnellin. Hún var rösk til alfra
verka, glaðlynd, mikil geðprýðis-
manneskja og vehiljuð.
Sveinn maður Teitnýjai’ lést árið
1991 en hún dvaldi síðustu árin á elli-
deild Héraðshælisins ásamt Elín-
borgu systur sinni.
Eg vottá Ellu, sonum Teitnýjar,
Guðmundi og Gunnari, bömum
þeirra og barnabömum samúð mína
um leið og ég kveð mína gömiu
frænku.
Torfi Jónsson, Torfalæk.
Ekki er hægt að óska sér betri
ömmu en hennar ömmu Teitnýjar.
Alltaf var hún jafn elskuleg og hlý í
viðmóti við okkur krakkana, sama
hvað gekk á. Að fara norður á Skaga-
strönd til ömmu og afa á Bergi var
hápunktur hvers sumars þegar við
systkinfri voram lítil og það var alltaf
kapphlaup um hver yrði fyrstur að fá
hlýja faðmlagið frá henni ömmu. Allt-
af hafði hún tíma til að sinna okkur og
það vora ófáar stundimar sem hún
spilaði við okkur á spil, kenndi okkur
kapal eða fór með okkur út í garð þar,,
sem við fengum að smakka lakkrís-
blóm, eins og við kölluðum þau.
Það vora nú ekki lætin í henni
ömmu og hún var Mtið fyrir að trana
sér fram en með hægðinni og ljúf-
mennskunni sem henni var svo eigin-
leg skipaði hún mikilvægan sess í
hjörtum okkar. Sá sess verður aldrei
tekinn og þannig munu minningarnar
um hana lifa og halda áfram að hlýja
okkur þótt svo faðmlagið góða sé far-
ið.
Elsku amma, þakka þér fyrir allt
og allt, þú varst alltaf best.
DröfnogÆgir.
Birting afmælis- og *
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- t
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukei’fin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.